Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
>--------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFA RARSTO FA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LÍK KISTU VINN USTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
•u.ofO'-1899
0*
'^fGAS^
/
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Alian sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
GYLFIÞOR
MAGNÚSSON
tíma til þess að ræða
við okkur. Það þótti
okkur mjög vænt um,
enda ungir og óvanir
því að fullorðið fólk
tæki okkur sem jafn-
ingjum og sýndi okkur
áhuga og virðingu.
Með þessum fáu orð-
um viljum við þakka
Gylfa góð og eftir-
minnileg kynni. Við
sendum aðstandendum
Gylfa okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sumarklúbburinn.
+ Gylfi Þór Magn-
ússon fæddist í
Vestmannaeyjum
20. desember 1942.
Hann lést af slysför-
um 6. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hallgrímskirkju 13.
nóvember.
í dag sendum við
Landnemar okkar
hinstu kveðju til Gylfa
Þórs Magnússonar.
Horfínn er á braut
drengur góður og félagi; Gylfi er
farinn heim.
Gylfí gerðist ungur skáti í sveit
Landnema í Skátafélagi Reykjavík-
ur. Þar varð hann virkur þátttak-
andi í kröftugu starfí og eignaðist
góða félaga og vini sem nú sjá á bak
honum. Saman lögðu þeir grund-
völlinn að því sem síðar varð. Sveit-
in óx og dafnaði, varð að deild og
síðar að skátafélagi. Atti Gylfí ríkan
þátt í þessari uppbyggingu. Lagði
hann markvisst stund á foringja-
þjálfun og foringja- og leiðbein-
endastörf innan skátahreyfingar-
innar.
Utilíf og ferðamennska virtist
honum í blóð borin og voru þeir fé-
lagar verðlaunaðir fyrir mikið starf
á því sviði. Þá önnuðust þeir umsjón
með elsta skátaskálanum á Hellis-
heiði, Þrymheimi, í mörg ár og eiga
stóran þátt í því að þetta aldna hús
stendur enn, er skjól og vin ungra
skáta.
Skátastarf byggir á jafningja-
fræðslu. Stór hluti hennar er fólg-
inn í því að menn líkja eftir „foringj-
anum“, þ.e. gera eins og sá sem
maður ber virðingu fyrir og lítur
upp til - gera eins og fyrirmyndin.
Landnemar nutu þess að Gylfi var
góð fyrirmynd. Hann var eins og
ungir, hraustir og metnaðarfullir
menn vildu vera. Hann var ekki
stærstur eða frekastur heldur
brosmildur og úrræðagóður, áhuga-
samur og vandvirkur. Hans er sárt
saknað.
Við vottum fjölskyldu Gylfa okk-
ar dýpstu samúð.
Arnlaugur Guðmundsson,
félagsforingi Landnema.
Skjótt skipast veður í lofti. Okkur
félögunum varð mjög brugðið þegar
Magnús, einn úr vinahópnum, til-
kynnti okkur að Gylfi faðir hans
hefði látist skyndilega.
Við vorum í tólf ára bekk í Laug-
amesskólanum þegar kennarinn
okkar sagði að von væri á nýjum
bekkjarfélaga, Magnúsi, sem væri
að flytjast með fjölskyldu sinni
heim frá Þýskalandi. Síðan eru liðin
tólf ár. Við urðum fljótt tíðir gestir
á heimili Magnúsar og fjölskyldu
hans, enda var okkur mjög vel tekið
þar. Oft tók Gylfí á móti okkur í eig-
in persónu, heilsaði með handa-
bandi, spurði frétta og gaf sér alltaf
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík ♦ Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Hugurinn hvarflar nær þrjátíu ár
aftur í tímann. Lægð hafði verið í
efnahagslífinu og vandamál blöstu
við í atvinnumálum með tilheyrandi
erfiðleikum í rekstri fyrirtækja.
Átti það jafnt við um Akureyri, sem
aðra staði. í vöxt færðist að ráða
unga og menntaða menn til starfa,
enda var þá ný hugsun í fyrirtækja-
rekstri að ryðja sér til rúms. Örlög-
in höguðu því þannig, að undirritað-
ur og sá sem hér er kvaddur réðu
sig á sama tíma til tveggja stórfyr-
irtækja á Akureyri, sem áttu á
brattann að sækja, og þótti þá ekki
ráðist á garðinn þar sem hann var
lægstur. Að sjálfsögðu lágu leiðir
okkar fljótt saman, báðir aðfluttir
og í nákvæmlega sömu „súpunni",
ef svo hefði mátt að orði komast,
enda litu margir á þessa för okkar
til Akureyi’ar sem hina mestu
fífldirfsku. Eg man sérstaklega eftir
því, þegar vinur okkar, Jón G. Sól-
nes bankastjóri, sagði mér frá ung-
um manni nýfluttum í bæinn og
teknum við framkvæmdastjórn fyr-
ir Valbjörku. Taldi hann sérstakt
happ hvernig til hefði tekist, enda
var Jón mjög áhugasamur um mál-
efni fyrirtækja, sem voru í viðskipt-
um hjá bankanum, auk þess sem
hann taldi æskilegt, að ungir og
menntaðir menn flyttu til bæjarins.
Jón lagði mikla áherslu á að við
kynntumst og varð það fyrir tilstilli
hans skömmu síðar. Það var þá,
sem ég kynntist Gylfa Þór Magnús-
syni, og upp frá því hófst kunnings-
skapur og síðan vinátta, sem haldist
hefur í þrjá áratugi.
Þegar ég nú frétti um snöggt og
ótímabært fráfall þessa vinar míns
kom ósjálfrátt upp í hugann þetta
sameiginlega ár okkar á Akureyri
fyrir nær þrjátíu árum og sú gæfa,
sem mér áskotnaðist að vera honum
samferða þá. Þær voru margar
stundirnar, sem við sátum og bár-
um saman bækur okkar og töluðum
kjark hvor í annan. Þá strax fann ég
hvað Gylfi var traustur og heiðar-
legur drengur og ekki síst hvað
hann hafði góða nærveru. Þess
vegna var það mikil eftirsjá þegar
hann fór aftur suður yfir heiðar til
annarra starfa. En svo römm var
taugin að alltaf héldum við okkar
góða sambandi og áttum þess kost
að hittast, þegar svo bar undir. Það
varð svo mikil og óvænt ánægja,
þegar leiðir okkar lágu aftur saman
á sama vettvangi löngu seinna. Þá
var Gylfi orðinn einn af frammá-
mönnum Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, en ég fulltrúi eins
stærsta framleiðandans og stjórn-
armaður í SH. Og enn nánara átti
það eftir að verða, þegar hann tók
við forstöðu skrifstofu SH á Akur-
eyri og flutti norður ásamt sinni
elskulegu fjölskyldu. Nær var varla
hægt að fá þau, því tvö hús aðskildu
okkur í Eikarlundinum, enda var
gaman að lifa, þegar það varð ljóst.
Hvað skyldi það hafa þýtt að
veita skrifstofu SH á Akureyri for-
stöðu? Jú, skömmu áður höfðu orðið
hatrammar deilur um sölumál UA
og Islenskar sjávarafurðir boðist til
að flytja höfðustöðvar sínar til
Akureyrar, ef þeir fengju sölu af-
urða UA í sínar hendur, en þær
höfðu áratugum saman verið í hönd-
um SH. Ekki skal farið nánar út í
hinar miklu deilur og þau átök, sem
þarna áttu sér stað, en niðurstaðan
varð sú, að SH ákvað að flytja hluta
af starfsemi sinni til Akureyrar og
hélt með því áframhaldandi við-
skiptum við UA. Um þetta allt má
lesa í afmælisritum bæði SH og UA.
Þær frásagnir ná þó ekki nema til
þess, þegar þessi niðurstaða var
fengin. Fyrst á eftir var hins vegar
loft allt mjög lævi blandið og ljóst
að ekki voru allir sáttir við þessi
málalok. Það er ljóst að hlakkað
hefði í ýmsum, ef einhverjir
hnökrar hefðu orðið á framkæmd-
inni og framhaldinu. Það var þess
vegna mikið í húfi fyrir SH hvernig
gengi að sanna sig í framhaldinu og
byggja upp þá jákvæðu ímynd, sem
nauðsynleg var á þessum tímamót-
um. Þar hlaut að verða afgerandi
hverjum yrði falið að veita hinni
nýju skrifstofu forstöðu. Eftir á
varð mér oft hugsað til þess, hvað
þá var tekin rétt ákvörðun á réttum
tíma. Gylfi Þór varð fyrir valinu.
Hann tók þetta verkefni að sér og
hann skilaði því með sóma. Eg Ieyfi
mér að fullyrða, að framkoma hans
og hæfni til þess að umgangast fólk
skipti hér sköpum, en einnig það að
hér fór hreinskiptinn og virtur mað-
ur, sem allir höfðu traust á. Er því á
engan hallað, þótt því sé haldið
fram, að Gylfi hafi átt einn mestan
þátt í því, að öldur lægði svo fljótt,
sem raun bar vitni, en með því móti
vann hann fyrirtæki sínu slíkt gagn
að lengi má í minnum hafa.
Já, Akureyri var mikill örlaga-
valdur í lífi Gylfa Þórs. Hann kom
hingað og fór héðan, kom aftur og
endaði ferilinn hér á svo frábæran
og farsælan hátt, sem lýst hefur
verið hér að framan. Og hér hitti
hann líka á fyrstu árunum unga og
glæsilega Akureyrarmey, sem varð
síðan eiginkona hans, en þau fylgd-
ust að í gegnum þykkt og þunnt og
súrt og sætt alla tíð síðan. Var eftir-
tektarvert að sjá hve samrýnd þau
voru og hvað ríkti mikil farsæld og
blessun yfir þeirra fallega heimili.
Þangað var gott að koma.
Tvisvar hef ég kvatt vin minn
Gylfa Þór hér á Akurevri og hann
að flytja suður. Það var ekki laust
við að tár kæmu í augu beggja, þeg-
ar við tókum um axlir hvor annars
sl. sumar á tröppunum hjá mér, en
þau voru að stíga upp í bflinn og
leggja í’ann, brottflutt. Vissulega er
mikil eftirsjá að góðum vinum, en
við vissum, að þau voru ekki langt
undan og við mundum eiga eftir að
hittast oft. Ég hugsaði hins vegar
ekki út í það þá, hvað lífið getur ver-
ið hverfult og að nú aðeins þremur
mánuðum seinna sé Gylfi lagður í
ferðalag þar sem ókunn sund skilja
okkur að a.m.k. um sinn. Þá fyllist
maður yfirþyrmandi trega og má
vart mæla orð. Því segi ég aðeins að
lokum: Hafðu þökk fyrir allt og allt,
kæri vinur, og megi minningin um
þig ætíð lifa og vera þeim til
ánægju, sem þér kynntust.
Elsku Sigga Dóra, Magnús Þór
og Helga Björg. Við Guðríður og
synir sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan Guð
að styrkja ykkur í ykkar miklu
sorg. Þá sendum við Sigríði, móður
Gylfa, tengdaforeldrum hans,
Björgu og Jóhanni, svo og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu hluttekn-
ingu.
Gunnar Ragnars.
„Sæll og blessaður. Gylfi heiti
ég.“ Svona hófust stutt en afskap-
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF.
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
. • ,r • • Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson WWW.Utfanr.lS Utfanr@ltn.lS útfararStjóri útfararstjón
lega ánægjuleg kynni mín af Gylfa
Þór sem hófust í Moskvuborg í vor
og enduðu allt of fljótt. Gamall
skólabróðir Gylfa frá menntaskóla-
árunum hafði sagt mér að hann
væri góður maður. Þetta reyndist
rétt. Fjarri fósturjörðinni er alltaf
næringarríkt að hitta gott fólk frá
Islandi. Ég var ríkari maður eftir
slíka „fundi“ með Gylfa þar sem
margt bar á góma varðandi fyrir-
tækjarekstur í Rússlandi á þessum
breytingatímum. Þar miðlaði hann
af reynslu sinni af þessum vett-
vangi. En við ræddum einnig aðra
skemmtilega hluti á persónulegri
nótum.
En það sem situr helst í mér eftir
okkar stuttu og góðu kynni er
kvöldstund sem við áttum saman
þegar Gylfi var að fara heim eftir
nokkurra mánaða dvöl í Moskvu.
Við íslendingarnir fórum með Gylfa
út að borða til að kveðja góðan
dreng sem okkur þótti vænt um.
Það er ekki á allra vörum að mið-
borg Moskvu er með fallegri borg-
um í heimi og menningar- og
skemmtilíf með því betra. Það var
komið myrkur en heiðskírt og borg-
in skartaði sínu fegursta.
Ég fer ásamt Gylfa út á tröppur
til að fá mér frískt loft milli rétta
(sem voru margir). Spyr hann
hvernig Moskva sé. Hann svarar:
„Borgin er falleg og hér er
skemmtilegt að vera. En ég á konu
og fjölskyldu heima.“ Svo horfði
hann beint í augun á mér. Þetta var
sagt þannig að ekki fór á milli mála
hvaða mann Gylfi hefur að geyma
né kærleika í garð hans nánustu.
Svona stundir man maður og geym-
ir sér til andlegrar næringar í fram-
tíðinni.
En kynnin voru stutt og ekki er
laust við ósamkomulag við máttar-
völdin þegar svona gerist. Fjöl-
skyldan á samúð mína alla og ósk
um styrk og stuðning frá Herran-
um.
Góður drengur er fallinn en ég
ætla að muna eftir honum. Lengi.
Jóhann V. Ólafsson.
Það mun taka langan tíma að átta
sig á því að Gylfi Þór sé látinn. Að
góður félagi fari svo snögglega hélt
ég að væri ekki mögulegt. Mig lang-
ar því að minnast hans með örfáum
orðum.
Kynni okkar hófust sumarið 1984.
Hann hafði stundað nám við
London Business School, sama
skóla og ég var í, og leitaði ég m.a.
til allra fyrrverandi nemenda skól-
ans í þáverandi Vestur-Þýskalandi
til að fá sumarstarf. Gylfi, sem þá
var framkvæmdastjóri SH í Ham-
borg, tók mér strax mjög vel og var
mér hjálplegur við að komast í sam-
band við heimildarmenn. Það var
mjög gott að leita til hans.
Að loknu námi réði Gylfi mig til
að skrifa skýrslu um neyslu og
dreifingu á fiskafurðum í Vestur-
Þýskalandi. Það gladdi mig mikið,
að að loknu verki lét hann fjölfalda
skýrsluna, númera og dreifa til ým-
issa starfsmanna SH. Þess þurfti
hann ekki. Gylfi var svo endanlega
ábyrgur fyrir því að ég fór að vinna
hjá SH, þegar hann réð mig vorið
1986 til starfa á skrifstofuna í Ham-
borg.
Þekking mín á fiski var engin,
hvað blokk var eða fimm pund voru
var ekki að finna í minni orðabók og
eyddi Gylfi hálftíma á hverjum degi
með mér til að kenna mér á afurðir
og fagheiti, fara yfir birgðalista og
koma mér í samband við starfs-
menn SH í Reykjavík. Náðum við
strax vel saman. Einkennandi við
Gylfa hefur ætíð verið að gefa fólki
góðan tíma, hlusta vel og að vanda
til upphafsins.
Skipuleg vinnubrögð voru hans
aðalsmerki og er ég viss um að fróð-
legt og lærdómsríkt væri að lesa
minnisbækur hans, svo skipulegar
og skýrar voru þær. Hvemig Gylfi
hagaði minnisbókum sínum var fyr-
irmynd fyrir mig. Þó svo að ekki sé
hægt að segja að Gylfí hafi tekið
tölvuna strax í sátt þá var auðvelt
að koma sölukerfi því sem hann
setti upp í Hamborg inn í tölvu en
það gerðum við fyrsta sumarið mitt