Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 23
í Hamborg. Sýndi það hversu traust
og markviss öll hans vinnubrögð
voru.
Gylfí hafði tamið sér skýrar regl-
ur í viðskiptum, sem reynst hafa
mér vel. Regla Hansakaupmanna
var honum mikilvæg, þ.e. að munn-
legur samningur er jafngildur skrif-
legum. Hann taldi jafnframt að
betra væri að segja rétt og satt frá,
því ef ekki var hægt að standa við
skuldbindingar, myndu kaupendur
komast að hinu sanna og traustið
rýma. Enda var traust í viðskiptum
honum mjög mikilvægt. Gylfí var
nákvæmur í öllu því sem hann
gerði, persónulegur í samskiptum
en fylginn sér og harður, ef því var
að skipta.
Hann kunni mjög vel við Ham-
borg og naut borgarinnar, enda
hefði hann vel getað hugsað sér að
dvelja þar lengur en til loka ársins
1986, þegar hann fór til íslands til
að taka við framkvæmdastjórastöðu
hjá SH. Gylfi hélt alltaf sterkum
tengslum við borgina og starfsmenn
SH þar í borg. Hann var traustur
félagi og áttum við margar góðar
stundir saman, enda kunnum við
báðir að meta vindla og gott koníak.
Sem yfírmaðm- markaðsmála hjá
SH og síðar yfirmaður erlendra
verkefna var samband okkar mikið
og gott. Hann var ætíð reiðubúinn
að setjast niður og gefa sér tíma.
Hann sagði frá eigin reynslu og lét
skoðun sína í ljós þegar um var beð-
ið, en alltaf án þess að þröngva af-
stöðu sinni upp á aðra. Gylfi var
ætíð háttvís og efast ég um að hægt
sé að finna nokkurn sem hefur kom-
ið sér jafn vel hjá þeim sem hann
skipti við.
Það er því með miklum söknuði
sem ég kveð þennan góða félaga og
er ég þakklátur fyrir kynni okkar.
Mínar bestu kveðjur eru til Sigríðar
Dóru, Magnúsar Þórs og Helgu
Bjargar og óska ég þeim styrks á
þessum erfiða tíma.
Kristján Hjaltason.
Glaðlegt fas og einstaklega vina-
legt viðmót var það fyrsta sem ég
tók eftir í fari Gylfa Þórs er við hitt-
umst á vordögum árið 1987. Hann
bauð mig velkominn til starfa í sölu-
deildinni á svo innilegan hátt að all-
ur kvíði í huga mínum yfir sumar-
starfinu hvarf út í veður og vind. Ég
hafði verið heppinn með yfirmann. I
viðskiptunum lagði hann áherslu á
persónuleg tengsl manna og kunni
öðrum fremur að rækta samstarfið
og byggja upp traust milli manna
og fyrirtækja. Ég hafði mikið af
Gylfa að læra. Er ég kvaddi um
haustið til að halda aftur utan í nám
snerti mannlegt innsæi Gylfa mig
djúpt er hann bauð stúdentinum út
að borða í hádeginu ásamt nokkrum
samstarfsmönnum úr deildinni.
Glasi var lyft og mér þakkað íyrir
sumarið með þeirri blöndu af glæsi-
leika og einlægni sem Gylfa var
töm.
Að loknu námi kom ég aftur til
stai-fa og lágu leiðir okkar Gylfa
saman í tíu ár innan Sölumiðstöðv-
arinnar. í fjölmögum heimsóknum
Gylfa til kaupenda í Frakklandi só
ég betur og betur einstaka hæfi-
leika hans í mannlegum samskipt-
um. Hann náði trausti kaupenda og
vinsemd þannig að menn lögðu mik-
ið á sig til að halda viðskiptunum
áfram. Á skrifstofuna í Frakklandi
kom hann aldrei tómhentur. Smáat-
riði eins og nýtt dagblað handa ís-
lendingunum og konfekt handa
Frökkunum sýndi umhyggju og
hlýhug sem var mikils metinn.
Gylfi reyndist mér frábærlega
ráðagóður félagi, í starfi og sem
persónulegur vinur á erfiðum tím-
um. Fráfall hans á besta aldri er
okkur óskiljanlegt en minninguna
um prúðmennið Gylfa Þór eigum
við áfram og mun hún lifa með okk-
ur. Ég sendi hans nánustu fjöl-
skyldu, Siggu Dóru, Magnúsi Þór
og Helgu Björgu, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Lúðvík Börkur.
Við kynntumst Gylfa fyrst í
Skátaheimilinu við Snorrabraut
þegar við vorum unglingar, í bragg-
anum sem nú er fyrir löngu horf-
inn. Þar eyddum við löngum stund-
um saman en ekki síður á ferðalög-
um víða um landið. Það vita allir
sem reynt hafa að kynni verða
meiri og dýpri þegar menn arka
saman með nestið á bakinu um
óbyggt land og gista í tjöldum.
Hinn 9. janúar 1957 stofnuðu sex
strákar skátaflokkinn Fálka. Gylfi
Þór Magnússon var í þeim hópi
ásamt Árnfinni Jónssyni, Einari
Má Jónssyni, Halldóri S. Magnús-
syni, Hilmi Arnórssyni og Stefáni
Arnórssyni. Þessi flokkur var mjög
virkur í skátastarfi um nokkurra
ára skeið og hann lifir enn. Fyrii-
tæpum tveim árum var haldið upp á
40 ára afmælið. Um tíma gáfu Fálk-
arnir út blað, Sókrates. Á 40 ára af-
mælinu var gluggað í gamla
Sókratesa. Við vorum hálfhissa
hvað við höfðum getað skrifað, 15-
16 ára gamlir. Með stofnun Fálka-
flokksins og þehri samvinnu og
þeim eldmóði sem hún leiddi af sér
stigu sexmenningarnir stórt skref í
lífinu og ef til vill miklu stæira en
nokkurn óraði fyrir þá. Þetta starf
batt þá og aðra skátafélaga traust-
um vináttuböndum.
Þegar unglingsárunum sleppti
skyldu leiðir um tíma, er sum okkar
fóru utan til náms. Gylfi fór til
Akureyrar eftir að hann lauk við-
skiptafræðinámi við Háskóla ís-
lands. Þá voru margir kunningj-
anna gifth’ en ekki Gylfi og var ekki
laust við að sumum okkar þætti
hann nokkuð rólegur í tíðinni, en
eins og móðir hans sagði: „Gylfi
flýtir sér ekki að neinu. Hann er
alltaf svo vandvirkur." Það kom
líka á daginn. Þar kynntust þau
Gylfi og Sigríður Dóra. Síðan lá
leiðin suður til Reykjavíkur og
Sigga Dóra eins og við köllum hana
jafnan varð um leið hluti af gamla
vinahópnum úr skátunum.
Fyrir rúmum tíu árum tóku
gömlu félagarnir sig til og stofnuðu
gönguklúbb sem fengið hefur nafn-
ið Fet fyrir fet. Gönguferðir
klúbbsins eru nú orðnar yfir 100.
Vorum við ásamt þeim Gylfa og
Siggu Dóru virk í því að hrinda
þessu starfi af stað. Að skátasið kýs
hópurinn sér flokksforingja til eins
árs í senn. Sá ber ábyrgð á því að
skipuleggja gönguferðirnar. Eitt
árið var Gylfi flokksforinginn. Þá
var oft farið í fjallgöngur. Stundum
gat verið hvasst og kalt á vetrum
með fjúki, þótt ekki væru fjöllin há.
Þegar við börðumst upp í vindinn í
eitt skiptið og einhver lét í ljós að
ekki væri ástæða til að halda
lengra, sneri Gylfi sér við brosandi,
sagði ekki mikið enda tilgangslaust
vegna hávaðans í rokinu. Brosið
sagði allt sem þurfti - endurspegl-
aði lífsgleði Gylfa að takast á við
hlutina hverjir svo sem þeir voru.
Gylfi hafði vissulega sína meiningu
en hann hafði til að bera þann eig-
inleika að koma henni á framfæri
með þeim hætti að á honum var
tekið mark og að allir væru sáttir.
Gylfi var fyrir margra hluta sakir
einstakur maður. Lá það öðru
fremur í lunderni hans, nærgætinni
og hlýrri framkomu og tryggð við
þá sem hann kynntist. Hann sá
jafnan jákvæðu hliðarnar á öllum
málum og særði engan, hvorki með
orðum né athöfnum. Þegar við
hjónakornin vorum aðskilin um
stundarsakir, annað við nám í
Skotlandi en hitt heima, þótti Eddu
sjálfsagt að hafa samband við Gylfa
og biðja hann að koma út að
skemmta sér með öðrum félögum.
Þannig var vinátta okkar ætíð djúp
og einlæg. Sumir í kunningjahópn-
um hafa dvalið erlendis um lengri
eða skemmri tíma. Gylfi og Sigga
Dóra dvöldu í Hamborg í allmörg
ár. Það kom þó ekki í veg fyrir að
þau Gylfi ræktuðu vináttuna. Ef
ekki vona send heillaskeyti þegar
einhver kunningjanna átti afinæli,
þá var hringt.
Nú hefur verið höggvið stórt
skarð í vinahópinn sem varð til í
Skátaheimilinu við Snorrabraut
fyrir meira en 40 árum. I minning-
unni lifir myndin af Gylfa Þór
Magnússyni, glaðværum og hlýjum
í okkar hópi einhvers staðar úti í
fegurð íslenskrar náttúru tilbúinn
til að takast á við að klífa fjöll eða
vaða ár eins og ekkert annað væri
af því að hafa en gleði og ánægju.
Sígríður móðii- Gylfa og Elísabet
systir hans hafa misst ástkæran
son og bróður. Sigríður Dóra,
Magnús Þór og Helga Björg hafa
misst einstakan mann og föður.
Megi guð styrkja þau í sorg sinni.
Stefán Arnórsson og
Edda Árnadóttir.
Okkur langar að minnast Gylfa
Þórs í örfáum orðum. Mér finnst að
mig hljóti að vera að dreyma þegar
ég hugsa til þess að Gylfi Þór sé
farinn. Ég og fjölskylda mín kynnt-
umst Gylfa Þór og fjölskyldu þegar
ég hóf störf hjá SH á Akureyri sem
ritari hans. Betri yfirmann var ekki
hægt að hugsa sér. Gylfi Þór var
mjög góður hlustandi með stórt
hjarta, og leit á alla sem jafningja
sína. Hann var góður stjórnandi
með þá hæfileika að geta alltaf lægt
allar öldur, sama á hveiju gekk.
Eða eins og 7 ára sonur minn sagði:
„Hann sem var svo yndislegur mað-
ur.“
Gylfi Þór átti yndislega fjöl-
skyldu sem hann elskaði og var
mjög stoltur af og bar hag hennar
ávallt fyrir brjósti. Þegar hann tal-
aði um hana við mig færðist sér-
stakur aðdáunarsvipur yfir andlit
hans og honum fannst hann vera
ríkasti maður í öllum heiminum.
Elsku Sigga Dóra, Magnús Þór,
Helga Björg, Sigríður og fjöl-
skylda, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Megi góður guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Ykkar vinir,
Vilborg*Birningur, Birgir
Orn og Torfi Birningur.
Kveðja frá Háskólanum á
Akureyri
Árið 1995 flutti Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna (SH) hluta af
starfsemi sinni í Hvannavelli 14 á
Akureyri. Yfirmaður starfsemi SH
á Akureyri var Gylfi Þór Magnús-
son, framkvæmdastjóri, sem lést sl.
föstudag langt um aldur fram.
Bækistöðvar SH á Akureyri eru í
næsta nágrenni við húsnæði sjávar-
útvegsdeildar Háskólans á Akur-
eyri. Um leið og Gylfi Þór fluttist
norður kom í ljós að Háskólinn á
Akureyri hafði eignast traustan
velunnara og góðan nágranna.
Gylfi hafði lifandi áhuga á há-
skólamenntun í sjávarútvegsfræði
og lagði henni mikið lið á margvís-
legan hátt. Fyrir hönd SH stýrði
hann farsællega viðræðum við Há-
skólann á Akureyri sem lyktaði
með því að SH kostar stöðu pró-
fessors í sjávarútvegsdeild háskól-
ans. Þetta var tímamótaákvörðun
enda um að ræða fyrsta prófessors-
embætti í sjávarútvegsfræði hér á
landi. Þrátt fyrir erilsamt og krefj-
andi starf var Gylfi ætíð reiðubúinn
að taka að sér mikilvæg verkefni
fyrir sjávarútvegsdeildina. Þannig
var Gylfi prófdómari við ýmis B.S.
lokaverkefni nemenda í sjávarút-
vegsdeild og kom þar vel í ljós yfir-
burða þekking hans á markaðsmál-
um atvinnugreinarinnar, skarp-
skyggni hans og nákvæmni. Gylfi
tók jafnan þátt í faglegri umræðu
um málefni sjávarútvegs á vegum
deildarinnar með fyrirlestrum,
kynningum og það var aðdáunar-
vert að fylgjast með Gylfa stýra
ráðstefnum um málefni sjávarút-
vegsins þar sem fagleg þekking
hans og rökvísi laðaði fram eftir-
minnileg skoðanaskipti. Gylfi hafði
mikinn áhuga á velferð nemenda í
sjávarútvegsdeild og var óþreyt-
andi að liðsinna þeim um fagleg
málefni sem og að kynna starfsemi
fyrirtækisins fyrir þeim.
Ég vil fyrir hönd Háskólans á
Akureyri þakka Gylfa fyrir framlag
hans til háskólamenntunar í sjávar-
útvegsfræði, ánægjulega viðkynn-
ingu og velvild. Jafnframt votta ég
fjölskyldu Gylfa innilega samúð
mína.
Þorsteinn Gunnarsson.
ANNA
ÞÓRHALLSDÓTTIR
+ Anna Þórhalls-
dóttir söngkona
fæddist á Höfn í
Hornafirði 27. des-
ember 1904. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 5. nóv-
ember siðastliðinn
og fór útför hennar
frani frá Hafnar-
kirkju á Höfn í
Hornafirði 13. nóv-
ember.
Skömmu eftir að ég
flutti á Birkimel 8B
mætti ég roskinni komu í stiganum.
Hún tók mig tali - vildi greinilega
vita eitthvað um þennan nýkomna
íbúa sem tekinn var að deila með
henni heilum stigapalli. Samtalið
dróst á langinn enda konan ræðin
og endaði með því að hún spurði
hvort ég ætti nokkuð leið niður í
bæ. Hún þyrfti að komast niður á
Morgunblað, sem þá var í Aðal-
strætinu. Forvitni mín hafði vaknað
á þessari persónu svo ég gerði mér
upp erindi í Kvosina og konan sett-
ist inn í bflinn hjá mér. Á leiðinni
héldum við áfram að spjalla og mér
fannst ég vita orðið nokkuð um
hana. Þegar við höfðum staðnæmst
fyrir framan Morgunblaðshúsið
spurði hún án nokkurs formála
hvort ég þekkti til í Höfðahverfi
norður við Eyjafjörð. Þar hefði ver-
ið uppi mjög merkur maður á síð-
ustu öld. Þegar ég sagðist þekkja
nokkuð til þar og væri ættaður að
norðan tók hún að segja mér frá
Einari Ásmundssyni í Nesi, afrek-
um hans á lífstíð og skyldmennum.
Henni þótti greinilega nokkuð til
mannsins koma og lauk máli sínu á
að segja mér frá því að hánn hefði
verið ömmubróðir sinn. Hún vildi
vita hvort ég hefði heyrt þessa heið-
ursmanns getið og ég var í fyrstu
nokkuð hikandi að játa því mann-
eskjan var að ræða um langalangafa
minn. Um síðir upplýsti ég hana að
fleiri í bflnum væru í ætt við Einar í
Nesi en hún sjálf og þá fyrst kom
dálítið þögn í málflutning þessarar
ágætu konu því nú uppgvötvaði hún
að hún hafði ekki aðeins eignast
nýjan nágranna heldur einnig
frænda. Frændsemin hefur eflaust
orðið til þess að kynnin við Önnur
Þórhallsdóttur söngkonu urðu meiri
en annars hefðu orðið um venjuleg-
an nágranna. Anna var fyrir margra
hluta sakir merkileg manneskja.
Hún kaus ávallt að fara sínar eigin
leiðir í lífinu og lagði ýmislegt á sig
til þess að þær væru henni greiðar
og færar. Ánna var tónlistarmann-
eskja af Guðs náð og auðgaði þá
hæfdeika sína með námi fyrr á ár-
um. Þótt hún legði söng og hljóð-
færaleik ekki fyrir sig sem atvinnu
nema að hluta þá var hugur hennar
ætíð bundinn þessu stóra áhugamáli
og allt fram á síðustú
ár settist hún við pí-
anóið sitt og söng með
þótt röddin væri farin
að gefa sig vegna
langvarandi veikinda.
Á hljóðum síðkvöldum
fékk nágranninn
stundum notið lagavals
hennar, leiks og söngs
þótt einangraður vegg-
ur skildi stofur að.
Áhugi hennar fyrir
langspilinu, hinu forna
hljóðfæri, var einnig^
eftirtektarverður. Hún
bar mikla virðingu fyr-
ir þeim grip er sjá mátti af því á
hvern hátt hún handfjallaði það.
Hún hafið kynnt sér sögu þess og
lært að leika á það ein fárra íslend-
inga. Hún leyfði landsmönnum
einnig að deila þeirri þekkingu með
sér því á árum áður ferðaðist hún
um landið, kynnti langspilið og hélt
söngskemmtanir. Einhverju sinni
um jólaleytið hringdi Anna dyra-
bjöllunni hjá mér og spurði hvort
ég þægi hjá sér kaffisopa. Ég ákvað
að þiggja kaffið, þótt langt væri lið-
ið á kvöld, ekki síst af því að komið
var tækifæri til þess að fræðast af
henni um langspilið og fá hana tiV
þess að leika á það. Það þurfti ekki
annað en að nefna þetta hljóðfæri
sem Anna hafði tengst sterkum til-
finningaböndum. Hún stóð upp og
sótti langspilið. Ræddi nokkuð um
sögu þess en hóf bogann síðan á loft
og hóf að spila upp úr hinum þjóð-
legu íslensku tónbókmenntum.
Anna var Hornfirðingur og upp-
runa sínum gleymdi hún aldrei.
Hún bar ætíð mikla virðingu fyrir
fjölskyldu sinni, föður sínum Þór-
halli Daníelssyni, sem af mörgu^
er talinn faðir Hafnar í Hornafirði.
Eflaust væri ég ófróðari um upp-
byggingu þess staðar ef Anna hefði
ekki fært mér ævisögu föður síns
sem jafnframt er nokkurs konar
uppbyggingarsaga Hafnar og rituð
af henni sjálfri.
Kynnin af Önnu Þórhallsdóttur
söngkonu verða minnisstæð.
Akveðin lífssýn og sterkur per-
sónuleiki sem ætíð stóð fast á sínu
gleymist ekki auðveldlega. Anna
var í raun baráttumanneskja og
ekki var heldur annað hægt en að
bera virðingu fyrir viðhorfum henn-
ar til þess sem henni var annt um.
Viðhorfin til heimahaganna,
langspilsins og tónlistarinnar .í
heild endurspegluðu hennar innri^
mann. Ég er heldur ekki frá því að
við bræðurnir höfum notið þess að
einhverju leyti eftir að ættirnar
voru raktar saman þótt það kæmi
fram á þann hátt sem henni einni
var lagið. Að leiðarlokum viljum við
Sveinn bróðir minn þakka. þá sam-
fylgd er við þáðum um nokkurra
ára skeið í Vesturbænum.
Þórður Ingimarsson.
t Elskulegi eiginmaður minn, faðir og afi VIGFÚS SIGURÐSSON Sogavegi 34 Reykjavík lést að heimili sínu föstudaginn 13. nóvember. Ragna Þ. Stefánsdóttir Hanna Rúna Vigfúsdóttir Ragna Skinner
t Ástkaer sonur okkar og bróðir, mágur, föðurbróðir og barnabarn ÓLAFUR ELDJÁRN lést í Landsspítalanum, föstudaginn 13. nóvember. Unnur Ólafsdóttir Þórarinn Eldjárn Kristján Eldjárn Eyrún María Rúnarsdóttir, Unnur Sara Eldjárn Úlfur Eldjárn Ari Eldjárn Halldór Eldjárn Anna Sigríður Björnsdóttir Ólafur Þálsson Halldóra Eldjárn V