Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 44
^4 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
WERNERPAUL
HANS TESSNOW
+ Werner Tess-
now fæddist 7.
febrúar 1916. Hann
lést 8. nóvember
1998.Foreldrar
lians voru Olga
Tessnow og Vil-
helm Tessnow.
Systur hans Ella
Funk og Erna
Federling. Werner
giftist Ingunni
Magnúsdóttur
Tessnow, f. 26.10.
>-1913, d. 7.2.1996, og
eignuðust þau eina
dóttur, Unni
Tessnow, f. 1935. Eiginmaður
hennar er Baldvin Skúlason, f.
1933, og eignuðust þau fjögur
börn. 1) Ingvar Svan, f. 12.1.
1955, d. 25.11. 1989, hans kona
Jóhanna Jóhannsdóttir og eign-
uðust þau þrjár dætur, Önnu
Maríu, f. 1977, Unni Olgu, f.
1980, og Ingunni Erlu, f. 1989. 2)
Huldu Björgu, f. 1956, hennar
maður Jóhannes Kristjánsson.
Þeirra böm em Ingibjörg Rún,
f. 1990, og Kristján Ingi, f. 1992.
3) Hafdís Erla, f. 1958, hennar
maður Einar Ragn-
arsson. Þeirra börn
Baldvin Örn, f. 1982,
Birkir ísak, f. 1989,
og Sandra Dögg, f.
1993. 4) Helgi Magn-
ús, f. 1961,_ hans
kona Bára Agústs-
dóttir. Þeirra börn
Darri Freyr, f. 1985,
Elfa Rós, f. 1993, og
Birta Hlín, f. 1995.
Wemer átti tvær
dætur aðrar, Svan-
hildi, f. 1935, d. 1997
og Karen, f. 1943.
Böm hennar em
Tomas og Bianca. Böm Tomas-
ar em Charleen og Nico.
Wemer vann við veitinga-
rekstur eftir stríð og einnig
harmonikkuleik. Síðar vann
hann við akstur og eftir að hann
fluttist til Islands vann hann
skamma hríð í dósagerðinni í
Kópavogi.
Utför Wemers fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn
16. nóvember og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mig langar í nokkrum orðum að
þakka honum afa mínum fyrir sam-
veruna þau liðlega 20 ár sem við höf-
um þekkst. Ég kynntist ekki afa fyrr
en ég var orðin 16 ára. Þá voru hann
og amma nýgift. Hann hafði komið í
heimsókn til Islands eftir um 40 ára
fjarveru og hreinlega numið ömmu á
brott með sér til síns heima henni til
mikillar ánægju. Við systkinin þrjú
elstu fórum sumarið eftir í heimsókn
til þeirra í litlu íbúðina í Elmshorn.
4'ar var tekið á móti okkur eins og
best varð á kosið. Við sátum í góðu
yfirlæti í yndislegu veðri úti í garði
og það var mikil upplifun fyrir ís-
lensk ungmenni sem ekki höfðu áður
farið út fyrir landsteinana, eins og
okkur systumar, að geta lesið ávexti
af trjánum í garðinum hans afa. Það
var unun að því hvað afi sýndi okkur
stoltur gersemar Hamborgar eins og
höfnina, dýragarðinn, Tivolíið og síð-
ast en ekki síst Planten und Blumen
og vatnsorgelið sem við heilluðumst
svo af. Það sem þó ber hæst í minn-
ingu minni er veislan sem afi hélt
okkur nýfundnu barnabörnunum
sínum. Hann lagði sálu sína í undir-
búninginn þó fleiri kæmu þar óneit-
anlega við sögu. Þar á meðal var
langamma, mamma afa, sem var
yndisleg kona, systur hans og svo
auðvitað amma. Það var ekkert til
sparað. Heilt svín var þrætt á tein og
grillað í garðinum frá miðjum degi,
garðurinn prýddur ljósum og garð-
húsið gert að glæsilegum borðsal.
Eftir yndislega máltíð með fjölskyld-
unni og nánum vinum var stiginn
dans undir dillandi harmonikkuspili.
Og auðvitað var það afi sem spilaði
því það kunni hann svo vel. Við átt-
um eftir að njóta þess síðar því árið
1979, þegar afi fór á eftirlaun, fluttu
afi og amma alkomin heim til Is-
lands. Já, hann afi kunni að skemmta
bæði sér og ekki síður öðrum og það
Viðarrimi — GrafarvogiEigum til nokkur vel skipulögð 153 og 163
fm tengi-einbýlishús á einni hæð með innb. bílskúr. 3 svefnherb.
Húsin verða afh. fúllbúin að utan með varanlegri múrhúð, en tilb. til
innréttinga. Verð frá 10,4 millj. Teikn. á skrifst. Góð staðsetning.
Breiðavík 15—17Vel skipulagðar og rúmgóðar 3ja og 4ra herb.
íbúðir með sérinngangi í nýju húsi við Breiðuvík. íbúðunum verður
skilað fullbúnum án gólfefna. Þvottaherb. í íbúð. Stærð 100—126
fm. Að utan verður allt frágengið. Teikn. á skrifstofu.
Eyjabakki Góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu). fbúðin snýr yfir
borgina með glæsilegu útsýni. 3 svefnherb. Nýtt í eldhúsi. Parket og
flísar. Áhv. 3,7 millj. Verð 7,2 millj. 9307.
Veghús — útsýni Vorum að fá í sölu fallega og rúmgóða 159 fm
íbúð á tveimur hæðum í góðu fjölb. Góðar innr. 4 svefnherb. 2 stof-
ur. Þvottaherb. í íb. Panilkætt loft í risi. Áhv. 5,0 millj. Verð 10,9
millj. 9261.
Dalsel — laust Mjög góð 89 fm endaíb. á tveimur hæðum ásamt
stæði í bílskúr. 3ja—4ra herb. íb. í góðu standi og hús klætt að utan.
Áhv. 3,7 millj. byggsj. Ath. skipti á 2ja herb. íb. möguleg. Laus strax.
8971.
Jöldugróf — bflskúr Góð efri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr og
stórri geymslu. 4 svefnherb. Góðar stofur. Parket. Stærð 162 fm sam-
tals. Gott útsýni. Verð 11,7 millj. Ath. Skipti á minni eign möguleg.
9304.
Dalsel — skipti Fallega innréttuð raðhús á tveimur hæðum ásamt
kj. og stæð í bílskýli. 4—5 svefnherb. Góðar stofur. Parket. Hús klætt
að utan og í góðu ástandi. Stærð 179 fm. Verð 11,9 millj. Ath. Skipti
á minni íbúð möguleg. 9203.
Sogavegur Glæsilegt og mikið endurnýjað 128 fm einbýlishús ásamt
33 fm bílskúr. 3 svefnherb., 2 stofur. Glæsil. eldhús með rauðeik í
innr. Ný tæki. Parket og flísar. Sólskáli. Hús klætt að utan. 9251.
Vantar — vantar — vantar — vantar
Óskum eftir íbúð fyrir aðila sem þegar hefur selt eign sína.
íbúðin þarf að vera 100—130 fm. helst með bílskúr/bílskýli.
Skoða allt Reykjavíkursvæðið fyrir allt að 10 milljónir.
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Ármúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
gerði hann af lífi og sál mestan hluta
ævinnar. Harmonikkan var einnig
hans huggun á erfiðum tímum þegar
hann var hermaður í seinni heims-
styrjöldinni en hana hafði hann alltaf
með sér. Hún hefur eflaust einnig
bjargað lifi hans oftar en einu sinni í
þeim hörmungum sem hann og fé-
lagar hans lentu í í fangabúðum
Rússa og loks var hún seld fyrir einn
brauðhleif.
Ég trúi því að nú sért þú hjá Ingu
ömmu glaður og fínn, eins og hana
Unni Olgu dreymdi þig og þú sagðir
að amma ætlaði að sækja þig. Hún
hefur beðið þín nú eins og hún beið
þín forðum. Frá því þú fórst heim til
Þýskalands sem ungur maður og
hún sat eftir í festum þunguð af
henni móður minni. En biðin varð
lengri en ætlað var og enn beið hún
fjörutíu árum síðar er þú komst í
heimsókn og ástin blómstraði á ný
og þið giftuð ykkur. Saga ykkar er
falleg þó hún sé í senn sorgleg en nú
sé ég ykkur svo sæl fyrir mér á
ströndinni hinum megin og ekkert
fær ykkur skilið. Svo er ég viss um
að hann Ingi bróðir er þarna hjá
ykkur, ykkur til mikillar ánægju.
Þakka þér fyrir samveruna elsku
afi minn.
Guð geymi þig í ljósi og sælu.
Þín dótturdóttir
Hafdís Erla og fjölskylda.
Afa sá ég fyrst þegar ég var 11
ára, eða 1973. Hann kom hingað til
lands í heimsókn ásamt systrum sín-
um og mági. Þá strax blossaði að
nýju upp ást á milli afa og ömmu,
sem ekki höfðu hist í nær 30 ár. Það
fór svo að amma flutti til Þýskalands
stuttu síðar og giftist afa. Þar dvöldu
þau næstu ár, en komu þó í heim-
sóknir til Islands. Sérstaklega man
ég þó eftir því þegar þau komu hing-
að í ferminguna mína. Það var ein-
staklega gott veður þann dag og
meðan veislan var undirbúin vorum
við afi úti i garði þar sem hann spil-
aði fyrir mig á harmonikku og sýndi
mér fimleikalistir. En hann var lík-
amlega mjög hraustur á þessum ár-
um. Arið 1979 fluttu þau aftur til ís-
lands og bjuggu hér til dánardags,
en amma dó á 80 afmælisdegi afa, 7.
febrúar 1996.
Saga afa er okkur flestum hulin.
Hann vildi lítið rifja upp þá fortíð
sem hann lifði á stríðstímum, enda
vist í fangabúðum tæplega til þess
fallin að rifja upp með barnabörnun-
um. Við fengum tímalaus minningar-
brot öðru hvoru og af sögunum gat
maður smám saman byggt upp
mynd af honum. Hann var
músikalskur og spilaði bæði á harm-
onikku, hljómborð og munnhörpu af
einstakri list. Hann hafði gaman af
að vera innan um fólk og skemmta
því og sjálfum sér með hljóðfæraleik
og öll tilefni notuð til að koma saman
og syngja og spila.
Þegar ég hélt upp á 30 ára afmæli
mitt kom afi í afmælið og spilaði af
mikilli ánægju á harmonikku og
munnhörpu fyrir gestina.
Ég kveð afa og bið guð að geyma
hann.
Helgi.
AÐALSTEINN
LÚTHER
INDRIÐASON
+ Aðalsteinn
Lúther Indriða-
son fæddist á Pat-
reksfirði 10. októ-
ber 1906. Hann lést
á Droplaugarstöð-
um 6. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Indriði
Guðmundsson og
Guðríður Karvels-
dóttir. Systkini Að-
alsteins _ voru:
Bjarni Ólafur f.
27.10. 1897; Ágúst,
f. 4.8. 1901; Guðný,
f. 23.6. 1904; Sigur-
ey, f. 24.12. 1910, og Hermann,
f. 14.12. 1912. Þau eru látin.
Eiginkona Aðalsteins var
Stefánía Jóhannsdóttir, fædd
20. mars 1902. Hún lést 6. októ-
ber 1997. Börn þeirra eru 1)
Leifur Ársæll, f. 30.11. 1943,
eiginkona hans er Margrét Val-
gerðardóttir. Þau eiga þijú
börn og þrjú barnabörn. 2) Að-
alsteinn Ólafur, f. 3.11. 1945,
eiginkona hans er Ásdís Elín
Júlíusdóttir. Þau
eiga einn son. Stef-
ánía átti fyrir dótt-
ur, Jóhönnu Guð-
nýju Sigurðardótt-
ur, f. 25.5. 1924, og
gekk Aðalsteinn
henni í föðurstað.
Aðalsteinn ólst
upp á Patreksfirði
og vann við sjó-
mennsku frá ung-
lingsaldri. Hann tók
mótoristapróf í
Stykkishólmi 1925
og stundaði sjó frá
V e stm a n n a eyju ni,
lengstum hjá Utgerð Ársæls
Sveinssonar. Aðalsteinn starf-
aði við vélgæslu í Vestmanna-
eyjum og Reykjavík. Um árabil
vann hann hjá verslun Gísla J.
Johnsen og Stillingu hf. Síðustu
starfsárin var Aðalsteinn
gangavörður í Vogaskóla.
Utför Aðalsteins fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun, 16.
nóvember, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Langiá og farsælli ævi afa míns
er lokið. Ég sakna góðs manns og
umhyggjusams afa en veit að hann
er ánægður með að vera aftur við
hlið ömmu, Stefáníu Jóhannsdóttur,
sem lést á síðasta ári. Afi var sér-
stakur gæfumaður sem gaf sam-
ferðamönnum sínum af gnægta-
brunni gæsku og hlýju. Hann átti
ástríka eiginkonu, lifði löngu og
góðu lífi og dó í sátt við Guð og
menn.
Aðalsteinn varð níutíu og tveggja
ára gamali, fæddur í allt öðrum
raunveruleika en við þekkjum í dag.
Lífið var eflaust ekki auðvelt fyrir
dreng sem reri fyrst ellefu ára gam-
all á opnum bát til fiskjar og mátti
standa á eigin fótum frá fermingu.
En afi var ekki maður mótaður af
erfiðleikum. Þvert á móti. Hann var
einstaklega glaðlyndur og æðrulaus
maður. Alltaf umburðarlyndur,
nærgætinn og jákvæður. Umhyggja
hans gagnvart okkur barnabörnun-
um og barnabarnabörnunum kunni
sér lítil eða engin takmörk. Skilyrö-
islaus kærleikur hans og stuðningur
var mikilvægur bakhjarl fyrir okkur
öll. Frá honum kom aldrei styggð-
aryrði, aðeins velvild og hlýja. Börn
læra af því sem fyrir þeim er haft
og af fordæmi þeirra sem þau líta
upp til. Það var ómetanlegt að geta
sótt fyrirmynd í jafnlyndi og heiðar-
leika Aðalsteins.
Innilegt og kærleiksríkt samband
afa og ömmu fram á síðustu stundu
snerti djúpt alla þá sem þekktu þau.
Ég gleymi aldrei heimsóknum með
afa á sjúkrahúsið til ömmu síðasta
Dalvegur
frábær staðsetning
árið sem hún lifði. Hugur afa var
stöðugt hjá ömmu, hann gat ekki
beðið þess að koma til hennar og
þegar þau héldust í hendur urðu
bæði stærri og sterkari. Augnatillit
og snerting nægði til að tjá gagn-
kvæma ást og virðingu. Nú hefur
sál afa yfirgefið lúinn líkama. Hann
er aftur við hlið ömmu og hefur tek-
ið sér bólfestu hjá Guði. Ég er stolt-
ur af að hafa nafnið þitt afi og þakk-
látur fyrir allt það sem þú hefur
gefið mér.
Aðalsteinn Leifsson.
Mig langar til að kveðja tengda-
föður minn Aðalstein Indriðason
með nokki’um orðum. Að morgni
jarðarfarardags fóður míns og afa
sonar míns kvaddi hann þennan
heim.
Þótt aldurinn væri hár og heilsan
farin að bila er sorgin og söknuður-
inn sá sami, og erfitt er fyrir ungan
dreng að missa báða afa sína með
svo stuttu millibili. Aðalsteinn var
einstakt ljúfmenni, svo blíður og
góður, að hann átti fáa sína líka.
Mér er minnisstætt hjartnæmt
samband hans og tengdamóður
minnar Stefaníu, sem lést fyrir
rúmu ári, og syrgði hann hana mik-
ið. En nú hafa þau sameinast hand-
an við móðuna miklu, og okkar er að
þakka liðna tíð og allt sem þau
gerðu fyrir okkur.
Far þú í friði,
fiiður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu sæll, elsku tengdapabbi og
afi.
Ásdís Elín og Stefán Orri.
||®
3tnrnsm
Til sölu mjög glæsilegt fullbúið húsnæði sem er sérhannað þjónustu-
húsnæði. Steerðir frá 70—310 fm. Allur frágangur mjög vandaður.
Hús þetta hefur mikla nýtingarmöguleika og frábært auglýsingagildi.
Til afhendingar mjög fljótlega. Verð frá 5,6 millj. Einkasala.
Upplýsingar veitir Ásbyrgi fasteignasala,
Suðurlandsbraut 54, sími 568 2444.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.