Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
20% afsláttur
af DRAGTAR-jökkum, -buxum og -pilsum
dagana 16. til 30. nóvember
Tannverndarráð
ráðleggur foreldrum
að gefa börnum sínum
jóladagatöl
án sælgætis
Hafdís Norðfjörð
hefur rekstur á Hárhúsi,
HEILSA OG FEGURÐ,
Síðumúla 34, sími 568 8850
frá og með þriðjud. 17. nóv.
Gamlir og nýir viðskiptavinir boðnir
hjartanlega velkomnir.
Fagfólk ath.:
Hef stóla til leigu — frábært tækifæri.
Upplýsingar í símum 568 8850 og 421 6588.
r
í DAG
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver á þessar myndir?
PEIR sem þekkja til þessara mynda eru vinsamleg-
ast beðnir að hafa samband við Hans Petersen,
Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 570 7555.
Grunaði ekki Gvend
í GREIN á forsíðu Morg-
unblaðsins í dag, sem nefn-
ist Meðganga eykur gáf-
urnar, segir m.a.: „Með-
ganga virðist auka gáfur
kvenna og hugsanlega til
frambúðar. Hefur komið í
Ijós við rannsóknir á dýr-
um að kynhormónarnir
sem mikið er af meðan á
meðgöngu og brjóstagjöf
stendur, efla þær heila-
stöðvar sem fást við nám
og minni.
Kom þetta fram á ráð-
stefnu taugasérfræðinga í
Los Angeles. Með mynd-
um hefur verið sýnt framá
að fjöldi svokallaðra tauga-
griplna, sem flytja boð á
milli taugafrumna, tvöfald-
ist við meðgöngu og
brjóstagjöf og svo var líka
með taugatraðimar, sem
eru taugafrumunum til
styrktar."
Ungar konur, sem
leggja út á framabraut,
hvort sem er í stjómmál-
um eða annars staðar, gefa
minna af sér eftir ofan-
greindri skilgreiningu
heldur en hinai- sem hlýða
kalli móður náttúru og
eignast nokkm- börn.
Ráðamenn sem meta ekki
heimilisuppeldi til fjár,
ráða auðsæilega ekki yfir
gáfum sem gagnast gætu
þjóðinni svo hún fái lifað í
landinu til frambúðar.
Rannveig Tryggvad.,
þýðandi.
Sammála Þórunni
MIG LANGAR til að taka
undir það sem Þórunn
skrifaði í Velvakanda í síð-
ustu viku um dýra viðgerð-
arþjónustu hjá Heimilis-
tækjum. Eins fannst mér
bæði afgreiðslufólkið og
viðgerðarmennirnir virki-
lega dónalegir þegar ég
hringdi til að kvarta.
Gyða í vesturbænum.
Islenski fáninn
JÓN hafði samband við
Velvakanda og spurði
hann hvort ekki væri hægt
að ætlast til þess af stórum
auglýsingastofum eins og
AUK, sem er með stóraug-
lýsingu í Morgunblaðinu,
að þær hafi íslenska fán-
ann réttan. Segir hann að í
áðurnefndri auglýsingu sé
íslenski fáninn ekki í rétt-
um hlutföllum. Segir hann
að sér finnist sárt að að sjá
okkai' fallega fána svona
vitlausan.
Slæm þjónusta
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
„Ég var að skoða íbúð
sem var til sölu hjá fast-
eignasölunni Lundi. Gerði
ég síðan tilboð í íbúðina
sem átti að gilda til kl. 18
næsta dag. Þegar ég
hringdi daginn efth' til að
spyrjast fyrir um tilboðið
var mér sagt að það væri
komið annað tilboð í íbúð-
ina. Fór ég þá á fasteigna-
söluna til að gera annað til-
boð en þegar þangað vai'
komið vai' búið að selja
íbúðina og fékk ég ekíd
tækifæri til að bjóða betur.
Það var ekki haft samband
við mig frá fasteignasöl-
unni og mér boðið að
hækka mitt tilboð eða ég
Iátin vita, þannig að ég
missti af íbúðinni. Hélt ég
þó að ég hefði forgang þar
sem ég var með tilboð í
gangi. Finnst mér að vara
eigi fólk við svona þjón-
ustu.“
Sylvia Kolbrún
Halldórsdóttir.
Tapað/fundið
Útprjónaðir vettlingar
í óskilum
ÚTPRJÓNAÐIR vettling-
ar fundust við Langholts-
veg. Upplýsingar í síma
553 5901.
V.
Reykjavíkurborg býður upp á námskcið
fyrir reykvískar athafnakonur sem hafa áhuga á að
hrinda eigin viðskiptahugmynd i framkvæmd.
Þátttakendur munu næsta árið tileinka sér ný vinnubrögð í rekstri
og stjómun fýrirtækja, veita eigin viðskiptahugmynd brautargengi
undir leiðsögn ráðgjafa og afla sér um leið hagnýtrar þekkingar á
íslensku viðskiptaumhverfi. Stjómendur og reyndir fyrirlesarar
munu kenna helstu atriði í viðskiptafræðum og leggja fýrir
þátttakendur afmörkuð verkefni. Fyrirtæki í ýmsum greinum
atvinnulífsins verða einnig heimsótt.
Námskeiðið tekur eitt ár og hefst í janúar 1999. Það skiptist í
tvær annir, janúar - júní og september - desember. Gert er ráð
fyrir 20 fundum á fyrri önn og 13 fundum á þeirri seinni.
Allar frekari upplýsingar era veittar á skrifstofu
Atvinnu- & ferðamálastofú Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6,
ísíma 563 2250
og á Veraldarvefnum: www.reykjavik.is
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Atvinnu- & ferðamálastofu Reykjavikurborgar.
Umsóknarfrestur er til 2. desember 1998.
Reykj avílvuriiorg
Atvinnu- & ferðamálastofa
SKAK
Uinsjón Margeir
I’étursson
STAÐAN kom upp á öflugu
opnu móti, Monareh Insurance
International, sem nú stendur
yfir í Englandi. Rússinn Alex-
ander Baburin (2.590), sem nú
teflir íyrir írland, var með
hvítt en Norðmaðurinn Erik
Gullaksen (2.360) hafði svart
og átti leik.
19. _ Hxe3! 20. fxe3 _ Bc5 21.
Kfl _ Rg4 22. Hd7? (Baburin
er greinilega illa brugðið, hann
varð að reyna 22. Hd8+ _ Kg7
23. Hcl Rxe3+ 24. KÍ2 Bb6
þótt svart-
ur hafi
fyllilega
nægar
bætur fyrir
skiptamun-
inn) 22.
Rxe3+ 23.
Kel
Hxb3! 24.
axb3 _
Rc2+ 25.
Kdl
Rxal og
með tvo
menn fyrir
hrók og
peð yfir
vann
Gullaksen skákina örugg-
lega.
Deildakeppni SÍ. Fjórða
umferðin hefst í dag kl. 10
í félagsheimili Hellis,
Þönglabakka 1 í Mjódd. 40
sveitir tefla í keppninni í
fjórum deildum.
Víkveni skrifar...
NORÐMENN draga í efa ís-
lenzkt þjóðerni Eiríks rauða og
Leifs heppna, sem komu við sögu
landafunda í Vesturheimi. Víkverji
lærði það ungur að fyrsta tilraun til
landnáms á Grænlandi hafi verið
gerð um 970. Þá sigldi Snæbjörn
galti Hólmsteinsson með 20 menn í
leit að Gunnbjarnarskerjum. Eftir
vetursetu á Grænlandi kom hann
aftur til íslands.
Þá hafði Eiríkur rauði Þorvalds-
son, sem bjó á Eiríksstöðum í
Haukadal í Dölum, verið dæmdur
fyrir vígaferli. Hann lagði upp í
landkönnun til Grænlands árið 981
eða 982, sigldi í norðvestur frá
Breiðafirði suður með strönd Græn-
lands og fór fyrstur manna fyrir
suðurodda landsins. Kannaði suð-
vesturströndina í 3 ár en hélt síðan
heim.
Árið 986 eða 987 sigldi hann öðru
sinni til Grænlands, ásamt 300 land-
nemutn (og kvikfé) á 25 skipum. Ell-
efu fórust í hafi eða hröktust aftur
til Islands. Eiríkur og fylgdarlið
settust að í Eystribyggð (Juli-
anehaab) og Vestribyggð
(Godthaab). Bær Eiríks hét Bratta-
hlíð. Talið er að um 1000 mans hafi
flutzt frá Islandi til Grænlands og
að þar hafi búið 4.000 til 5.000 nor-
rænir menn þegar flestir voru.
BJARNI HERJOLFSSON frá
Eyrarbakka hugðist sigla til
Grænlands haustið 986. Hann
hrakti af leið og gi'eindi lönd í vestri
(Ameríku) en kannaði ekki. Leifur
heppni, sonur Eiríks rauða, sem
fæddur var í Dölum vestur, fór um
eða upp úr 990 að leita landa þeirra
er Bjarni Herjólfsson taldi sig hafa
séð. Hann fann þau og kallaði
Helluland, Markland og Vínland hið
góða.
Arið 1000 fór Þorfmnur karlsefni
Þórðarson frá Höfðaströnd í Skaga-
firði í landkönnunarferð ásamt konu
sinni, Guðríði Þorbjamardóttur, til
Vínlands hins góða. Hún var fyrsta
hvíta konan sem kom til Ameríku.
Hún fór síðar í pílagrímsferð til
Rómar, eins og þá var títt. Þessi
skagfirzka, kristna kona gerði því
víðreist um sína daga.
xxx
VERT ER upphaf íslenzks
þjóðernis? Hvenær urðu ís-
lendingar að Islendingum, ef Vík-
verji má taka þannig til orða? Um
þetta er deilt, m.a. með tilliti til þess
hvort telja eigi Leif heppna íslend-
ing eða Norðmann.
Landnámsöld er talin hafa staðið
frá því um eða litlu fyrir 870 fram til
930. Það ár er stofnað íslenzkt þjóð-
veldi að Þingvöllum við Öxará. Frá
þeim tíma a.m.k. er réttlætanlegt að
tala um íslenzkt ríkisfang og ís-
lenzka þjóðernisvitund.
Nafnið Island kemur fyrst fram í
norrænum kvæðum á 10. öld, segir í
íslandssögu Einars Laxness. Það
má og sjá í ritum Adams erkibisk-
ups í Brimum frá árinu 1072. Enn-
fremur á bresku korti og rúnasteini
frá 11. öld. Heitið Islendingur kem-
ur fyrst fyrir í samningi, sem Is-
lendingar gerðu við Ólaf helga Nor-
egskonung um 1022 (skrásettur um
1083). Á 11. öld notaði Sighvatur
skáld Þórðarson orðið íslenzkur í
Austurfararvísum.
xxx
ÞAÐ ER völlur á okkur íslend-
ingum í dag sem á þjóðveldis-
öld. Sólarferðir nánast uppseldar
fram á nýtt ár.Einnig skíðaferðir til
Mið-Evrópu. ítem flestar leiksýn-
ingar í menningar- og bjórkráa-
borginni Reykjavík. Eftirspurn eft-
ir jólahlaðborðum er sögð meiri en
nokkru sinni. Og það þykir ekki
saga til næsta bæjar þótt vinnu-
staðaárshátíðir séu haldnar í hinum
og þessum erlendum stórborgum.
Já, við erum menn með mönnum,
Mörlandarnir, hvað sem líður fyrir-
hyggjunni og ráðdeildarseminni.