Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 64
N ‘TÞ)ÓNNINN ABawKinaa ÞARFASTI IBJfi Netfíriíty 03) NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hrundi úr hillum í Hveragerði í 4,5 stiga skjálfta í gær „Eldhúsið var eins og eftir loftárás“ JARÐSKJÁLFTI um 4,5 stig á Richter reið yfír laust fyrir klukk- an 15 í gær og fannst hann mjög greinilega í Hveragerði, þar sem munir féllu úr hillum. Upptök skjálftans voru rétt fyrir sunnan Þurrá í Ölfusi, sem er á svipuðum slóðum og upptök stóra skjálftans á föstudag. Jarðskjálftafræðingar á Veðurstofu Islands segja að enn geti veríð von á frekari skjálftum á næstunni, jafnvel allt að 5,5 stig- um. Aldís Hafsteinsdóttir fréttarit- ari Morgunblaðsins í Hveragerði sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að skjálftinn reið yf- ir að mikið af lauslegum munum hefðu hrunið úr hillum og skápum í híbýlum manna í bænum. Áldís sagðist vera orðin vön jarðskjálfta- kippum, en að þessu sinni hefði sér verið mjög brugðið. „Eldhúsið hjá mér er eins og eftir loftárás og ég fann að þetta var mjög kröftugur kippur,“ sagði Aldís. „Fyrst að hann mældist ekki nema 4,5 á Richter hlýtur skjálftinn að eiga upptök sín mjög nálægt bænum því tjónið sem skjálftinn á fóstudag olli vai' mun minna, þótt skjálftinn væri kröft- ugri.“ Aldís sagðist hafa fregnað að ljós hefðu hrunið úr gróðurhúsum garðyrkjubænda og lauslegir mun- ir hefðu ennfremur hrunið úr hill- um nágranna sinna. Björn Johnsen, læknir, sem sæti á í Almannavarnarnefnd Hvera- gerðisbæjar, sagði skömmu eftir að slyálftinn reið yfír að engar fregnir hefðu borist um tjón aðrar en þær að innanstokksmunir kynnu að hafa fallið úr hillum og annað slíkt. Þá hefði ónýtt hús á Þórustöðum í Ölfusi látið enn frek- ar á sjá. Einhvern veginn hefði skjálftinn leitt þannig að hann hefði fundist mjög greinilega í Hveragerði, en hins vegar hefði hann lítið fundist í Þorlákshöfn og þar fyrir vestan. Hrina eftirskjálfta sem mældust 3-4 á Richter reið yfír Suðurland í fyrrinótt í kjölfar stóra skjálftans á föstudagsmorgun sem mældist 5 á Richter. Um eftirskjálftana í fyiTÍnótt sagði Pálmi Erlendsson, jarðfræðingur, að upp úr klukkan fjögui' hafi komið skjálfti upp á 4 á Richter og síðan 2-3 aðrir á bilinu 3^1 og smáskjálftar í kjölfarið. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Ná þarf sátt um hálendið FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það verk- efni ráðamanna að ná fram sátt um nýtingu auðlinda á hálendinu. Hann telur að álver á Reyðarfirði, ef af byggingu þess verði, geti orðið þátt- ur í að mynda öflugan byggðakjarna. Finnur segir stóriðju kalla á full- komnustu tæki og hugbúnað sem dragi að velmenntað fólk. I nýjum byggðakjarna um miðbik Austur- lands gætu orðið 8-12 þúsund manns og atvinnusvæði sem yrði valkostur við Eyjafjörð og suðvesturhornið. Hægt verði að tengja byggðirnar saman með jarðgöngum sem séu að verða sífellt ódýrari framkvæmd vegna nýrrar tækni. Þessi tækni geti einnig valdið því að hægt verði að nýta vatnsafl á hálendinu án þess að raska landslagi jafn mikið og áður þurfti með uppistöðulónum. Það verði dýrara en þær aðferðir sem hingað til hafí verið notaðar við virkjanh- en líta megi á aukinn kostnað sem nauðsynlega fórn til að varðveita náttúruna. Iðnaðarráðuneytið spáir því að ár- ið 2010 verði hlutfall stóriðju í út- flutningstekjum komið í 26% og ferðaþjónustu í 20% en Finnur segir að stóriðja verði ekki grundvöllur lífskjara framtíðarinnar. „Eg á við iðnað í víðum skilningi. Mér skilst á þeim sem vinna í líf- tækni og erfðafræði að við getum tryggt 20% árlega aukningu í þekk- ingariðnaði næstu árin,“ segir ráð- herrann í viðtali við Morgunblaðið. „Eg er að setja af stað nefndarstarf með fólki úr atvinnulífínu til að benda á leiðir í því skyni. Formaður hennar verður Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, maður sem er brautryðjandi í ís- lenskum þekkingariðnaði." ■ Vil sátt milli/10 Kaupendur gera tilboð í vörurnar NÝSTÁRLEGUR vörulisti hefur starfsemi sína föstudaginn 20. nóv- ember nk. Vörulisti þessi hefur fengið heitið Talló og er frábrugð- inn öðrum slíkum hér á landi að því leyti að í reynd er um uppboðs- markað að ræða, þar sem væntan- '■^igir kaupendur gera tilboð í marg- víslegan varning á listanum. Hugmyndin að þessum nýju verslunarháttum er fengin frá ísra- elska íyrirtækinu The National Tender, sem á siðustu fjórum árum hefur náð gífurlegri útbreiðslu þar í landi, og má nefna að nú eru um 45% af öllum húsbúnaði í ísrael seld með þessum hætti og 15% nýrra bíla. Árleg velta ísraelska fyrirtæk- isins nemur nú um hálfum milljarði dollara. Talló hér á landi verður rekið samkvæmt sérleyfi frá ísraelska '3'yrirtækinu og Talló er jafnframt fyrsta sérleyfisfyrirtækið utan Isra- el til að hefja starfsemi, en sams- konar vörulistar eru einnig að fara af stað á hinum Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bretlandi og í Brasilíu á næstunni. Talló hefur samið við um 20 ís- -ijfrmsk fyrirtæki sem leggja til vör- urnar í hinum ýmsu deildum vöru- listans. í einni deildinni verður þannig m.a. boðið upp á nýja bfla, í annarri upp á tölvur, einnig húsbún- að, heimilistæki, verkfæri, sólar- landaferðir, barnavörur, svo sem bamavagna og bflstóla, líkamsrækt- arvörur, myndavélar og upptöku- tæki, eldhúsinnréttingar og hrein- lætistæki. Að sögn Jóhanns Sveinssonar, framkvæmdastjóra Talló, verður starfsemin með þeim hætti að einu sinni í mánuði verður vöralistanum dreift með Morgunblaðinu með upplýsingum um þann vaming sem á uppboði er og með tilheyrandi vörunúmeram. Næstu 10 daga frá því kl. 10 að morgni til 10 að kvöldi gefst neytendum færi á að hringja inn og gera tilboð í einstakar vörur, og má hver um sig gera alls 5 boð. Sérstakur hugbúnaður, sem ísra- elski sérleyfíshafinn leggur til, reiknar síðan út hæstu og lægstu boð og sér jafnframt til þess að jafnan era einhver kostakjör í boði, þannig að heppinn tilboðshafi getur hreppt vöruna á mun lægra tilboði en því hæsta sem hann kann að hafa sent inn. Sauðfjárbændur Hrun í verðiá gærum ÞRÁTT fyrir afhroð gærusölu ís- lenskra sauðfjárbænda á mörkuð- um í Asíu og Rússlandi bendir allt til þess að afkoma bænda verði betri í ár en síðastliðin tvö ár. Gærasala bænda nemur innan við 10% af heildartekjum þeirra, en vegna efnahagslægðar í Asíu og Rússlandi hefur orðið verðhran á hráefnisframleiðslunni, en Rússar og þjóðir Asíu eru langstærstu kaupendurnir. Hins vegar hefur gengið vel að selja lambakjöt og það skilar sér í batnandi afkomu bænda. Ari Teitsson, formaður bænda- samtakanna, hefur áhyggjur af stöðu gærasölunnar og segir ekki víst að til komi fyrirgreiðsla frá landbúnaðarráðuneytinu vegna ástandsins. „Gæraverðið hefur ekki verið lægra síðastliðin tíu ár,“ segir Ari. Hann segir að verð á gærum hafi fallið úr 300 kr. á kg niður í 68 kr. á kg og því sé ljóst að kreppan í Rússlandi hafi alvaileg áhrif á ís- lenskan landbúnað. Morgunblaðið/Golli Klettaklifur á Fellsströnd TVEIR ungir menn voru að klífa kletta í fjörunni á Fells- strönd á dögunum þegar blaðamenn Morgunblaðsins áttu leið um Hvammsfjörð. Tilgangurinn var að nota góða veðrið til útivistar og að styrkja líkamann. Morgunblaðið/Þorkell STEINUNN Einarsdóttir í hópi félaga sinna hjá Landhelgisgæslunni. Kona meðal kafara SEX kafarar luku á föstudag námi í atvinnuköfun hjá Land- helgisgæslunni. Kona er í hópn- um og mun hún vera fyrsta kon- r^an hér á landi, sem lýkur at- vinnuréttindanámi í köfun. Hún heitir Steinunn Einarsdóttir, 19 ára og hefur verið í ströngu bók- Iegu og verklegu námi undanfar- inn mánuð undir handleiðslu Kri- stjáns Þ. Jónssonar köfunarkenn- ara. Líðan drengsins óbreytt LÍÐAN níu ára drengsins sem slasaðist lífshættulega, þegar hann varð fyrir bfl á Miklu- brautinni á föstudagskvöld er óbreytt að sögn svæfingar- læknis á Borgarspítalanum. Honum er haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæsludeild, en hann hlaut alvarlega höfuð- áverka í slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.