Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • LÁTTXJ sem ekkert sé er eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar. í kynningu segir: „Mary Higgins Clark sendir kaldan hroll niður eft- ir baki lesenda sinna með sögunni af Lacy Farrell, sem starfar við fasteignasölu á Manhattan í New York. Dag einn, þegar hún er að sýna hugsanlegum kaupanda glæsi- lega íbúð í einu af auðmannahverf- um borgarinnar, verður hún vitni að morði og stendur augliti til auglitis við morðingjann. I kjölfar þess verður hún að skipta um nafn - líf - meðan lögi’eglan leitar morð- ingjans. En morðinginn kemst á slóð Lacey og atburðarásin verður æsileg að hætti þessa heimsþekkta rithöfundar." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 295 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapore. Verð: 2.9S0 kr. • KIM í stórræðum er eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristins- sonar. Petta er fjórða bókin um hinn úr- ræðagóða Kim og félaga hans. Að þessu sinni fást þau við þrjóta sem fremja stórþjófnað í nágrenni þorpsins. Leiðin sem krakkarnir velja til að góma þá er óvenjuleg í meira lagi, segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 92 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapúr. Verð: 1.680 kr. • LJÓTI andarunginn og fjögur önnur ævintýri eftir H.C. Ander- sen. Teikningar eru eftir Svend Otto S. Þýðingu annaðist Atli Magnússon. I þessari bók er að finna fimm af þekktustu og dáðustu ævintýrum H.C. Andersens, Þumalínu, Greni- tréð, Litlu stúlkuna með eldspýt- urnar og Ljóta andarungann. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 155 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapúr. Verð: 1.980 kr. Með Freud í farteskinu _______Bækur___________ Skáldsögur LANGFERÐ LÚSÍU Höfundur: Alina Reyes. Guðrún Finn- bogadóttir íslenskaði. Fróði, Reykja- vik, 1998, 92 bls. FRANSKA skáldkonan Alina Reyes hefm- á undanfómum árum vakið alþjóðlega athygh fyrir tvær bækur sínar, Slátrarann sem út kom á 9. áratugnum og þá sem hér um ræðir, Langferð Lúsíu, sem kom upphaflega út 1990. Þetta er stutt skáldsaga, ljóðræn og erótísk og kannsld mætti líkja lestri hennar við að veltast niður mjúka moldarskriðu án þess að vita hvað við tekur fyrir neðan. Að lestri loknum, á jafn- sléttu, er ógjömingm- að lýsa tilfinn- ingunni sem eftir situr, aðeins hægt að segja að lesandinn búi að upp- lifuninni. Vafalaust er hægt að túlka líkinguna hér að ofan að freudískum hætti, en það er þá vel við hæfi því Langferð Lúsíu er hlaðin slíkum táknum, gott ef ferðin er ekki farin um hinar freudísku lendur hugans, fremur en taka eigi bókstaflega myndrænar og munúðarfullar lík- ingamar sem hvarvetna ber við í því landslagi sem Reyes lýsir. „Kletturinn varð nú sægrænn og blár, rakur og alsettur brestum eins og risastór kvartssteinn. Upp úr gróðurteppinu óx þétt blóm- skrúð og litur þess, sem ýmist var dökkur, ljós, gullinn eða ferskur, varpaði frá sér grænu ljósfióði. Eg kiifraði ekki heldur skreið niður eftir þvölum steinsúlunum í gegn- um burknagróður og mig sundlaði a f lyktinni af honum.“ Ung kona, Lúsía, villist í fjall- lendi og sest að í helli með bjarn- dýri og nýtur þar ásta með því í þröngum dal við lygnt stöðuvatn. Hún hverfur síðan með barn þeirra bjarnarins til borgarinnar þar sem allt er á heljarþröm og hún dregur fram lífíð á betli og smáþjófnaði. Hún kynnist gömlum rithöfundi sem segir henni söguna af ástum sínum og Lúsí, brúðkaupsnótt þeima í tumi hennar og hræðilegu leyndarmáli sem Lúsí getur ekki afborið að hann viti um. Jörðin opnast og borgin hrynur í ginn- ungagapið, Lúsía sleppur burt með bam sitt en gamli maðurinn verður sjálfviljugur eftir. Það er nánast ósanngjarnt að draga út söguþráðinn með þessum hætti, kostir sögunnar em ekki fólgnir í atburðarásinni, heldur ljóðrænum stíl og mögnuðu goð- sagnakenndu myndmálinu; „lesist eins og !jóð“, gæti verið forskrift að lestri bókarinnar. Langferð Lúsíu liggur um leyndardómsfullt landslag líkamlegs munaðai' og ást- ar, þó harðneskjulegur raunveru- leikinn þrengi sér að og leyfi ekki draumnum að standa ótrufluðum til enda. Astarævintýrið með bjamdýrinu fær sviplegan endi og við tekur lífsbaráttan í borginni. Imyndaður raunveraleiki eða raun- veraleg ímyndun. Blanda af hvora- tveggja. Guðrán Finnbogadóttir þýðir á skáldlegt og á köflum upp- hafið mál, vafalaust krefst fram- textinn þess, áhrifin auka á ljóð- rænan tóninn og setja lesandann ósjálfrátt í þær stellingar að text- inn skuli meðtekinn af íhygli og andakt. Hávar Sigurjónsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ stofnfundi Menningarklúbbs Klassíkur FM á Hótel Borg. Menningar- klúbbi komið á fót MENNINGARKLÚBBUR út- varpsstöðvarinnar Klassíkur FM hélt stofnfund sinn á Hótel Borg síðastliðinn sunnudag. Fjöldi manns sótti fundinn. Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðluleikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleik- ari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og Bergþór Pálsson, óperusöngvari, skemmtu gestum. Heiðursgestir fundarins voru Rögnvaldur Sigurjónsson, píanó- leikari og Jórunn Viðar, tón- skáld. Halldór Hauksson, dagskrár- stjóri Klassíkur FM, ávarpaði gestina. Hrafnhildur Schram, list- fræðingur, sagði frá heilagri Sesselju, verndardýrlingi tónlist- arinnar, en við hana var fundur- inn kenndur. Ingiveig Gunnars- dóttir, ferðafrömuður í Land- námu, kynnti væntanlegar menn- ingarferðir á vegum klúbbsins. Lesið úr nýjum bók- um á Grandrokki BESTI vinur Ijóðsins stendur fyrir upplestri úr sex nýjum bókum á Grandrokki við Klapparstíg, í kvöld kl. 21. Steingrímur Hermannsson og Dagur B. Eggertsson kynna ævisögu Steingríms, sem Dagur færði í letur, Silja Aðalsteinsdóttir les úr bók- inni Perlur úr ljóðum ís- lenskra kvenna, Sigmundur Ernir Rúnarsson flytur ljóð úr bók sinni Sjaldgjaft fólk, Guðrán Eva les úr smásagna- safninu A meðan hann horfir á þig ertu María mey, Jón Múli Arnason les úr þjóð- sagnasafni sínu og Þorvaldur Þorsteinsson fer með kafla úr bók sinni Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Kynnir er Hrafn Jökulsson. ÞATTARÖÐ Ríkissjónvarpið AÐ BYGGJA LAND 3. þáttur. Höfundur texta og þulur er Þorvaldur Gylfason prófessor en hann er jafnframt fram- leiðandi og valdi tónlistina. Myndhandrit: Jón Egill Bergþórsson. Leikmynd: Jón Egill Berg- þórsson og Vigni Jóhannssyni. ÞRIÐJI og síðasti þátturinn í röðinni Að byggja land eftir þá Þorvald Gylfason og Jón Egil Bergþórsson var á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudagskvöld. í þetta sinn var Halldór Laxness í sviðsljósinu, hagstjórnarhugmyndir hans, gagnrýni og umbótaviðleitni. Aður hafði kastljósinu verið beint að skoðunum Jóns Sig- urðssonar og Einars Benediktssonar á efna- hagsmálum. í þessum lokaþætti er víða tengt við fyrri þætti, hugmyndir Jóns forseta en þó einkum Einars Benediktssonar, og þannig reynt að mynda eina efnislega heild. Svipuð framsetning og uppbygging bindur þættina einnig saman. Gagnrýnandinn skiptist í sjö kafla líkt og fyrri þættir. í þeim fyrsta, „Alþýðufræðari", er m.a. undrast hversu lítill gaumur hafi verið gefinn að ritgerðasöfnum Halldórs miðað við skáldverk hans. Þó hafí umbótaástríðan ekki síður verið rík í honum en listhneigðin. Hann var hvass þjóðfélagsrýnir, vissulega umdeild- ur en maður sem hlustað var á og tekið eftir. Fram kemur að Halldór hafi verið brennandi áhugamaður um búnaðarmál og búsumbætur og litið á þær sem lykilinn að almennum efna- hagsúmbótum. Vísað er til þess að á uppvaxt- arárum hans hafi fjörug kaupmennska og frjáls innflutningur sett ríkan svip á Reykja- vík og svo hafi staðið fram undir 1930, meira að segja hafi landbúnaðarvörur streymt inn í landið. Þegar Halldór Laxness hafi sest að í höfuðstað Islands eftir langa útivist hafi and- rámsloftið í bænum hins vegar verið orðið annað. Kreppan var gengin í garð og lagði lamandi hönd yfir landið, haftastefnan reið húsum og verslunin var ekki lengur frjáls. ,Á^tand þjóðlífsins bar þess merki að hag- frelsis- og framfarahugsjónir Jóns Sigurðs- sonar og Einars Benediktssonar höfðu lotið í lægi'a haldi á vettvangi stjórnmálanna," eins og Þorvaldur Gylfason orðar það. Þótt höftin hafi átt að vera tímabundin kreppuráðstöfun stóð haftatíminn nánast óslitið til 1960 eða þar til ríkisstjórnin sem aflétti ávaxtabanni greip til rót- tækra efnahagsaðgerða. Þetta hafi verið árin sem stjómmála- og embættismenn skömmtuðu lánsfé eftir geðþótta til þeirra verkefna sem þeir höfðu velþókn- un á, annað hafi verið látið sitja á hakanum. Ymiss konar spilling hafi grafið um sig og breiðst út enda ævinlega og alls staðar fylgifiskur haftabúskapar. En ýmsir streittust þó gegn þessari þróun. Þorvaldur Gylfason telur að enginn hafi samt lyft hagfrels- ismerki Jóns forseta og Einars Benediktssonar hærra en Hall- dór Laxness með gagnrýni sinni á haftastefrtuna. I huga Halldórs hafi búvöru- viðskiptahöftin ekki verið einangrað fyrir- brigði heldur aldarfarseinkenni. I öðrum og þriðja kafla, „Raflýsing sveit- anna“ og „Sjálfsagðir hlutir", eru hagstjómar- hugmyndir Halldórs Laxness í brennidepli. Einkum er lagt út af afstöðu hans til landbún- aðarmála þegar kemur að hagfræðilegu hlið- inni og vitnað til skrifa hans um 1930 og síðan margra beittra blaðagreina á fimmta áratugn- um þar sem innflutningsvemdin og aðrir angar búvemdarstefnunnar era gagnrýndir. Þor- valdur Gylfason segir að Halldór hafi séð það í hendi sér að ónóg samkeppni hlyti að bitna á verði, gæðum og hollustu matarins á borðum landsmanna og þá á lífskjöram fólksins um leið, og þá ekki síst á bændum sjálfum. Mál- flutningur Halldórs var liður í baráttu hans fyrir bættum kjörum fátæks fólks á sinni tíð en Þorvaldur telur hann að mörgu leyti eiga jafn vel við á okkar dögum. Og Halldór talar beint til áhorfenda í gervi Pálma Gestssonar leikara sem leggur sig jafnframt fram um að líkja eftir rödd skáldsins og sumum eftirminnilegum töktum. Samtímaskírskotun Þorvaldar Gylfa- sonar tengist m.a. innflutningi landbúnaðar- vöru og eftir að hafa hlustað á valda kafla úr skrifum Halldórs ætti áhorfandinn vart að fara í grafgötur um hagkvæmni slíks innflutnings. Raunar telur Þor- valdur að gagnrýni Halldórs Lax- ness á innflutningsvemdina sýni að hann hafi haft gott vald á hag- fræði enda hafi talsmönnum inn- fiutningshafta ekki tekist að hrekja rök hans á þeim grund- velli. Einnig er í þættinum tengt við stærð og fjölda býla á Islandi og svo virðist sem gagnrýni Hall- dórs Laxness um miðjan fimmta áratuginn sé notuð til að setja út á rekstur íslensks landbúnaðar í dag, enn sé nauðsynlegt að fækka búum og stækka þau. Líkt og í fyrri þáttum er áhorfandinn þannig rækilega minntur á nú- tímann þótt vafalaust séu þessar samtímatengingar ekki öllum að skapi. í fjórða kafla, Vettvangur dagsins, er m.a. rætt um viðbrögðin við umvöndunum Hall- dórs Laxness en boðskapurinn vakti oft andúð þótt skáldið hafi einnig átt marga dygga aðdáendur og stuðningsmenn. f þeim fimmta, Innblástur að utan, er því haldið fram að Halldór Laxness hafi verið mestur heims- maður íslenskra skálda, ásamt Einari Bene- diktssyni, _en útivistin hafi þó gert hann að enn meiri íslendingi. Bent er á mikilvægi þess að kynnast umheiminum og hvemig borgar- menningin frjóvgar og auðgar andann. Og í sjötta kafla, „Sósíalisti fær sýn“, er áhugi Halldórs og þátttaka í stjórnmálum gerð að umtalsefni, rætt um afstöðu hans til Sovét- ríkjanna og sinnaskipti hans í þeim efnum og sagt að þjóðfélagsumbótaástríða og samúð með fátæku fólki renni eins og rauður þráður í gegnum verk hans öll. í lokakaflanum, Að byggja land, era síðan dregnar ályktanir af efni þáttaraðarinnar í heild og rætt um þá Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson og Halldór Laxness í samhengi, meira ber þó á saman- burði á Einari og Halldóri. Allir áttu það þó sameiginlegt að vera framsýnir og berjast gegn ofureflinu, og allir vildu reyna að færa Island og íslenska þjóð nær nútímanum. Umgjörð þáttarins og leikmynd er með sams konar sniði og áður. Myndlistarmaðurinn Vignir Jóhannsson hannar myndverk á vegg í tiltölulega þröngu rými með svipuðum hætti og fyrr, rammar inn líf Halldórs með hliðsjón af þulartexta. Aðferðin kemur ekki lengur mjög á óvart en inni á milli era skemmtilegar útfærsl- ur, t.d. þegar rætt er um efnalega afkomu Halldórs Laxness og Einars Benediktssonar. Þá eru bækur hins fyrrtalda teknai' úr hillu og bak við þær leynast gamlir peningaseðlar ásamt myndum af skáldunum. Einnig eru ávextir á víð og dreif um vinnustofu myndlist- armannsins en þeir era ein táknmynd haft- I anna. Miðað við fyrri þætti ber talsvert meira á beinum tilvitnunum í þessum. Alls er Pálmi Gestsson næstum tuttugu mínútur í mynd, eða nærri hálfan þáttinn, og talar til áhorfenda kjamyrtu máli Halldórs. Ræðurnai' era mis- langar og þegar lengstu kaflarnir era leiknir dregur myndlistarmaðurinn sig í hlé, kemur sér þægilega fyrir í stól og fylgist með líkt og áhorfandinn heima í stofu. Bregður sér þannig í hlutverk áhorfandans. Vart fer framhjá nokkram að Þorvaldur 1 Gylfason leggur mikið upp úr því að tengja hagstjómarhugmyndir þeirra Jóns forseta, Einars Benediktssonar og Halldórs Laxness við nútímann. Hann talar óhikað til samtím- ans, skammast stundum dálítið út í fortíðina og segir stjórnvöldum fyrri tíðar til syndanna. Áhorfendur era ekki vanir því að í sögulegum þáttum sé tengt með jafn afdráttarlausum hætti við mál í samtímanum, sum afar um- deild og stórpólitísk. Skoðanir eru örugglega skiptar um svo ögrandi framsetningu. A með- an einum finnst rétt að hrista upp í áhorfand- j anum og vekja hann til umhugsunar með samtímaskírskotun telur annar að mál séu einfókluð um of, þau hafi verið sett fram í öðra samhengi og á öðrum tíma og eigi því ekki vel við í nútímanum. En lokaskilaboð Þorvaldar Gylfasonar eru skýi'. Þrátt fyrir að þeir Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson og Halldór Laxness hafi nær ávallt verið í minni- hluta í innanlandsmálum standi „þeir nú allir þrír með pálmann í höndunum við upphaf nýrrar aldar. Viðhorf þeirra til markaðsbú- skapar, millilandaviðskipta og erlendrar fjár- festingar í framfaraskyni hefur heimsbyggðin nær öll gert að sínu sjónarmiði hin síðustu ár með rök og langa reynslu að leiðarljósi." Eggert Þór Bernharðsson Gagnrýnandinn Halldör Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.