Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 12

Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Davíð Oddsson forsætisráðherra á ráðstefnu Skýrr um deilur vegna gagnagrunnsfrumvarpsins Öfgar í vernd ekki betri en öfg- ar í nýtingu I upplýsingasamfélagi framtíðarinnar verða gerðar ríkari kröfur um skipuleg og öguð vinnubrögð varðandi persónuvernd en hingað til hefur þekkst. Slíkum kröfum er auðveldara að fullnægja í miðlægum gagnagrunni en dreifðum, að því er kom fram á ráðstefnu Skýrr hf. Andlát GUÐJÓN ÓLAFUR HANSSON GUÐJÓN Ólafur Hansson, öku- kennari og leigubílstjóri og fyrrver- andi formaður Ökukennarafélags íslands, lést síðastliðinn mánudag, 23. nóvember. Hann var 77 ára að aldri. Guðjón fæddist 26. júlí 1921 í Ólafsvík. Móðir hans var Kristín Bjarnadóttir frá Barði í Ólafsvík. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann í Reykholti 1938-1941 en flutti eftir það til Reykjavíkur. Guðjón hóf leigubílaakstur hjá Litlu-Bílastöðinni árið 1944 og keyrði síðan um árabil hjá Hreyfli frá 1950. Hann var ökukennari frá 1955 og kenndi á ferli sínum um 3700 nemendum. Guðjón sat í varastjórn Hreyfíls í nokkur ár og starfaði í fjölda nefnda á vegum fyrirtækisins. Þá var hann í stjórn Frama, félags leigubifreiða- stjóra, í mörg ár. Hann sat einnig í stjórn Ökukennarafélags íslands og var formaður þess í tólf ár og síðar heiðursfélagi. Á yngi-i árum stundaði Guðjón frjálsíþróttir hjá Glímufélaginu Ár- manni. Hann sat í stjórn frjálsí- þróttadeildar Armanns og síðar í aðalstjórn félagsins. Hann var sæmdur bæði gull- og silfurmerki Ármanns fyrir vel unnin störf. Guðjón starfaði mikið á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hann var í stjórn málfundafélagsins Óðins í mörg ár og var gjaldkeri þess. Hann sat í verkalýðsráði flokksins og fulltrúaráðinu í áratugi og einnig sat hann fjölda landsfunda. Guðjón kvæntist árið 1950 Guð- rúnu Brynjólfsdóttur en þau slitu samvistum. Þau eiga fjögur börn. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist fagna umræðuþingi um örugga vemdun persónuupplýsinga. Hann vék orðum sínum að umræðunni um hvemig Islendingar gætu beitt nýj- ustu erfðavísindum og upplýsinga- tækni til að bæta heilbrigðiskerfið og um leið leitast við að gæða at- vinnulífið stóraukinni fjölbreytni. Hann sagði að því miður hefði líka örlað á því að persónuverndin hefði verið notuð sem yfirskin eða tylliá- stæða í gagnrýni á frumvarp heil- brigðisráðherra af hálfu aðila sem mundu reyna að eyðileggja það, hversu góðum breytingum sem það kynni að taka. „Hefur verið ótrá- lega langt seilst af ýmsum virðuleg- um aðilum í þeirri viðleitni. Per- sónuvernd er enginn greiði gerður með slíkum málatilbúnaði, því hún er þá aðeins yfirskin og notað í ann- arlegum tilgangi til að ná fram óskyldum markmiðum." Davíð sagði að hafa yrði hugfast að öfgar væru aldrei rétti vegvísir- inn, hvorki í þessum málum né öðr- um. Hann sagði að sú staðreynd ætti jafnt við um náttúraauðlindir, upplýsingar og önnur tækifæri í okkar þjóðfélagi. „Öfgar í verndun eru ekki betri en öfgar í nýtingu. Sköpun nýrrar þekkingar og nýi-rar tækni þarf ekki að vera í andstöðu við friðhelgi einkalífs, ef við höldum rétt á. Það er notkunin og beitingin á nýju þekkingunni sem öllu máli skiptir. Þetta hefur almenningur í Iandinu skynjað og því verið fær um að sjá í gegnum allt moldviðrið, sem þyrlað hefur verið upp.“ Tölvulög til endurskoðunar Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, svokölluð tölvu- lög, eru til endurskoðunar í því skyni að tryggja samræmi á milli laga hér á landi og tilskipunar Evr- ópusambandsins um vernd einstak- linga við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýs- inga. Oddný Mjöll Arnardóttir, lög- fræðingur, sem fjallaði um verndun persónuupplýsinga og lagaumhverf- ið á ráðstefnu SkýiT, sagði að innan tíðar yrði tilskipunin hluti af EES- samningnum og að íslenska ríkið yrði að hlíta reglum samningsins. Hún sagði að ganga mætti út frá því að ákvæði nýrra tölvulaga yrðu í að- alatriðum í takt við tilskipun Evr- ópusambandsins. „Geta má þess að danskt frumvarp til nýrra laga um meðferð persónuupplýsinga er til dæmis nánast efnislega samhljóða tilskipuninni hvað varðar almennar reglur og ekki er sérstök ástæða til að ætla að staðið verði að innleið- ingu tilskipunar í landsrétt hér með öðrum hætti en í nágrannalöndum.“ Verðmætar upplýsingar Hrafnkell V. Gíslason, fram- kvæmdastjóri þjónustudeildar Skýtr, sagði að umræðan um mið- lægan gagnagrunn hefði vakið upp spurningar um verndun persónu- upplýsinga, sem væri auðveldara að tengja saman vegna meiri notkunar kennitölu hér heldur en víða í Evr- ópu. „Fyrirtæki geta notað upplýs- ingar í markaðslegum tilgangi, í sölutilgangi eða til að skoða hegðun kaupendahópa. Slíkar upplýsingar skipta fyrirtæki orðið miklu máli enda er persónuleg þjónusta að aukast og mun greina á milli feigs og ófeigs á því sviði þegar fram líða stundir.“ Hrafnkell sagði að flestar þær upplýsingar sem fyrirtæki og stofn- anir yrðu sér úti um litu í upphafi út fyrh’ að vera saklausar, en þegar bú- ið væri að setja upplýsingarnar í samhengi, sem væri ekki heimilt samkvæmt lögum, gætu þær orðið viðkvæmar. Hann sagði að ríkið yrði að giípa inn í og setja reglur um hvernig persónuupplýsingar væru meðhöndlaðar, hversu ómerkilegar sem þær kynnu að vera. Hrafnkell sagði að Skýn’ hefði áratugareynslu í starfsemi gagna- grunna, sem væri homsteinn margra fyrirtækja. Hann sagði það reynslu fyrii’tækisins að miðlægir gagnagi’unnar væru mun hentugri í notkun heldur en dreifðir gagna- grunnar. I þeim væri auðveldara að tryggja rekstrar- og aðgangsöryggi og því persónuvernd. „Miðlægir gagnagrunnar eru auðveldari í notkun og ódýi’ari í rekstri heldur en dreifðir gagna- grunnar. I því lagaumhverfi sem fyrirtæki á sviði upplýsingatækni Morgunblaðið/Ásdís munu í framtíðinni búa við er ljóst að kostir miðlægs gagnagi’unns verða augljósari en áður. Þar verða gerðar ríkari kröfur um skipuleg og öguð vinnubrögð varðandi per- sónuvernd, en þær kröfur er einmitt auðveldara að uppfylla í miðlægum gagnagrunni en dreifð- um.“ Hættur á Netinu Stefán Hrafnkelsson fram- kvæmdastjóri Margmiðlunar hf. sagði að Netið væri orðið ómissandi þáttur í starfsemi fyi’irtækja enda væri það orðið ein öruggasta leiðin til miðlunar upplýsinga. Hann benti hins vegar á að margt væri að óttast ef fyrirtæki væru ekki meðvituð um þær ógnanir sem væru fyrir hendi á Netinu. Stefán sagði að ný kynslóð af hugbúnaði gerði tölvuþrjótum kleift að brjótast inn í heimilistölvur á einfaldan hátt og ná fullu valdi yf- ir lyklaborði og lestri og ski-ift af hörðum diski. Algengast er að tölvuþrjóturinn komist inn með því að smygla til notandans smituðu forriti. En það eru ekki aðeins verk utan- aðkomandi notenda sem geta valdið vandamálum innan fyrirtækja. Stef- án tók dæmi af tölvupóstnotkun starfsmanna fyrirtækja sem færi vaxandi. Hann sagði að margir óvið- komandi hefðu aðgang að tölvupósti starfsmanna, svo sem kerfisstjórar staðarneta og jafnvel kei’fisstjórar netþjónustuaðila. Lausnin fælist í að brengla póstsendinguna sem kemur í veg fyrir að óviðkomandi geti lesið póstinn. Jón Sigurðsson um forystu Frjálslynda flokksins og áhrif á fiskveiðistjórn Von um áhrif undir stjórn Sverris Hermannssonar „FYRIR mér horfir málið einfaldlega þannig að von sé til þess að Frjálslyndi flokkurinn geti komist til áhrifa með andóf sitt við stefnu stjórn- valda í fiskveiðistjórn undir stjórn Sverris Her- mannssonar en vonlaust að svo geti orðið undir stjórn Bárðar Halldórssonar," segir Jón Sigurðs- son, fyri-verandi framkvæmdastjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær aðspurður hvernig hann meti möguleika nýs framboðs Frjálslynda flokks- ins sem nú er unnið að en stofnfundur flokksins er ráðgerður um næstu helgi. Jón Sigurðsson segist á sínum tíma hafa skrif- að undir áskorun um stofnun Samtaka um þjóð- areign og horft álengdar á starf samtakanna. Hann sagði samtökin hafa haft mikinn byr í upp- hafi en síðan hafí þau misst flugið og kvað hann þau lítið hafa gert í rúmt ár. „Ég er nú ekki hóg- værari maður en það,“ segir Jón, „að mér finnst allt eins víst að skrif mín í Morgunblaðinu hafi haft fullt eins mikil áhrif á að halda lífinu í andóf- inu gegn fískveiðistjórninni eins og þessi Samtök um þjóðareign.“ Jón segir að um æði langa hríð hafí verið sótt mjög hart að ýmsum forystumönnum samtak- anna um að þau mættu ekki efna til nokkurs samstarfs við Sverri Hermannsson. „Það voru margir sendiboðar gerðir út til að koma því á framfæri. Síðan gerist það fyrir frumkvæði Bárð- ar Halldórssonar að stjórn samtakanna leitar eft- ir þessu samstarfi við Sverri og í haust er haldinn aðalfundur samtakanna, sem raunar hefði aldrei orðið neitt ef hann hefði ekki verið mannaður frá Sverri, og þar er að frumkvæði Bárðar skipt um stjórn og að því er virðist ýtt út úr henni þeim sem ærlega efndu til þessa samstarfs. Strax og ný stjórn kom saman er uppi það sjónarmið inn- an hennar að forysta Sverris í þessu sambandi sé óæskileg." Starfa ekki með Bárði „Þessum ágreiningi er komið í blöð og ég verð að segja sem áhorfandi að þessu að mér finnst vera kvótalykt að þessu öllu saman og bera með sér óskapleg óheilindi í samstarfinu við Sverri. Mat mitt er það að ég lít svo á að það sé von til þess að andófið geti komist til áhrifa í þessu efni undir stjórn Sverris en að það sé öldungis von- laust undir stjórn Bárðar," segir Jón. Hann segist eftir skrif sín í Morgunblaðið hafa orðið hugmyndafræðingur í sjávarútvegsmálum í undirbúningi Sverris. „Og ég stend með honum í því að þetta sé eina vonin til þess að ná einhverj- um árangri. Þeir sem standa að núverandi fisk- veiðistjórn sjá það sem hina bestu lausn að SveiTÍr verði ekki í fyrirsvari. Þess vegna finnst mér vera kvótalykt að þessu og þeir sem þarna eiga í hlut hafa gert þessum málstað óskaplega mikið ógagn. Hvað verður veit ég ekki enda stend ég álengdar og hef ákveðið verkefni sem ég fæst fyrst og fremst við en svo mikið er víst að ég mun ekki treysta mér til og ekki nenna að leggja fram neitt til þessa máls ef það á að vera í jafn vonlausum höndum og Bárðar Haildórssonar. Það er enginn vafi á því að Sverrir hefur á sínu bandi mikinn meirihluta þess fólks sem að stofn- fundinum myndi koma. En skaðinn, sem búið er að gera og hægt væri að gera, undir ljósum fjöl- miðlanna er ómældur," sagði Jón Sigurðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.