Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 31
________LISTIR_____
Teitur flakkar
um tímann
BÆKUR
TEITUR TÍMAFLAKKARI
Sigrún Eldjárn Forlagið Reykjavík
1998 80 bls.
PAÐ ERU gömul sannindi og ný
að okkur gengur betur að læra þeg-
ar við fáumst við eitthvað sem er
skemmtilegt og vekur áhuga okkar.
Þá er auðvelt að einbeita sér og tím-
inn flýgur án þess að maður veiti
honum sérstaka athygli.
Teitur tímaflakkari er einmitt
skemmtileg bók og þess vegna er
hún tilvalin fyrir börn sem eru að
læra að lesa og jafnvel fullorðna sem
eru að læra íslensku. Söguþráðurinn
er spennandi og það er erfitt að
hætta lestrinum í miðju kafi. Að
minnsta kosti mótmælti tæplega
fímm ára hlustandi kröftuglega þeg-
ar kvöldlestrinum var lokið og bókin
bara hálfnuð. Mamma hans hefði vel
getað hugsað sér að halda áfram.
Teitur tímaflakkari er einbirni.
Hann býr hjá móður sinni, sem vinn-
ur myrkranna á milli fyrir lifi-
brauðinu og þau mæðginin hittast
sjaldan. Teitur er vinafár og ein-
mana drengur. I fyrsta kafla bókar-
innar fær lesandinn að vita að Teitur
er fróðleiksþyrstur og hann ætlar að
verða uppfinningamaðui-
þegar hann verður stór.
Hann ætlar að finna upp
gagnlega hluti þannig að
heimurinn verði betri og
fólkið glaðara. Og hann
er búinn að skrifa bréf
til mömmu sinnar. Við
fáum ekki að vita hvað
stendur í bréfinu fyrr en
nokkrum köflum síðar
og eins og gefur að skilja
verður maður spenntur.
I næsta kafla kynnumst
við Tímóteusi uppfinn-
ingamanni, sem gerir
vafasamar tilraunir á
dýrum og jafnvel á
mönnum líka. Hann er
geðvondur karl sem
svífst einskis í tilraunum sínum til að
ná heimsyfirráðum og það rennur
upp fyrir lesandanum að hann getur
sent fólk til framtíðarinnar með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Sumir
komast nefnilega ekki aftur til baka
svo hræðilegt sem það er. Spennan
eykst og áður en langt um líður hef-
ur atburðarásin leitt þá saman, Teit
og Tímóteus. Og eins og ráða má af
heiti bókarinnar leiða kynni jieirra
til þess að Teitur er sendur til fram-
tíðarinnar þai- sem óvæntir atburðir
gerast. Það allra besta er að honum
tekst að hafa uppi á pabba sínum
sem hvarf sporlaust
nokkrum ái-um áður.
Brotthvarf hans á sér
aðrar skýringar en gert
hafði verið ráð fýrh’.
Söguþráðurinn er
ævintýri sem skerph-
ímyndunarafl og hug-
myndaflug lesenda.
Hann er vel útfærður
og stíllinn er góður.
Lesandinn fylgist með
frá öllum hliðum og
spenna skapast bæði
innan hvers sögusviðs
og í bókinni sem heild.
Sagan er ófyrirsjáanleg,
a.m.k. í augum ungra
lesenda, og það gerir
bókina enn betri. Hún
er skrifuð af leiftrandi frásagnar-
gleði. Samtöl eru eðlileg og laus við
tilgerð hvort heldur sem þau gerast í
nútíð, framtíð eða fortíð.
Ein til tvær litmyndir, að
sjálfsögðu eftir Signínu sjálfa, prýða
hverja opnu. Sumar þeirra eru
hefðbundnar, teiknaðar myndir en
aðrar afar skemmtilega unnar teikn-
ingar ofan á ljósmyndir. Þær er
hægt að skoða lengi og alltaf er eitt-
hvað nýtt að sjá.
Teitur tímaflakkari er yndisleg
bók.
María Hrönn Gunnarsdóttir
Sigrún
Eldjárn
Skógarljóð
I GARÐI konu minnar heitir ný
Ijóðabók eftir Guðjón Sveinsson.
Þetta er önnur Ijóðabók Guðjóns en
áður hefur hann skrifað fjölda
barna- og unglingabóka
og nokkrar skáldsögur.
Bókin er myndskreytt
af svissneskri myndlist-
arkonu, Marietta Mais-
sen, og með nokkrum
ljóðanna fylgja nótur.
Kona mín tók þátt í
að endurreisa
skógræktarfélag í
kringum 1990 og ég
dróst með. Uppfrá því
fóru að detta á blað
ljóð. Með ljóðunum
langar mig til að segja
frá mannbætandi áhrif-
um skógræktar og
gróðurverndar. Að um-
gangast skóg eflir hinn
andlega gróður. Og
ekkert, lyf er betra við
þunglyndi en að ganga útí
náttúrunni. En það er líka svolítill
uggur í bókinni þó ekki beri mikið
á honum, vegna þess sem við menn-
irnir erum að gera náttúrunni og
hverjir öörum. Svar mitt við þeirri
vá sem að okkur steðjar er að snúa
sér til náttúrunnar og efla og
varðveita það sem við eigum og
höfum átt.
Þegar ég var að pússa Ijóðin fór
ég að raula undir. Þetta sótti æ
fastar á mig og ég byrjaði að raula
ljóðin inn á vasaþulu. Vasaþula er
mitt orð fyrir diktafón. Síðan bað
ég norskan tónlistar-
kennara, Thorvald
Gerde, að hlusta á
raulið og tala ekki upp
í eyrun á mér, heldur
segja mér alveg eins og
er. Svar hans var að
taka upp blýant og
nótera rauiið og því
eru í bókinni fimm ljóð
með nótum.
Um daginn hlustaði
ég svo á kór syngja út-
setningar á fjórum af
þessum Ijóöum. Og ég
var glaður í hjartanu
að heyra þetta raul
mitt komið í svona
form og að Thorvald
hefði ekki skrökvað að
mér. Svona getur kom-
ið fyrir mann þegar maður fer að
klífa seinni hlutann, kominn upp
fyrir miðjuna í ævistiganum.
Mörg ljóða minna verða til í
skóginum og útí náttúrunni. Þá fer
ég út að ganga og tek vasaþuluna
mína með mér og les inná hana.
Síðan kem ég heim og færi af
vasaþulunni yfir á tölvuna mína og
siðan byrja ég að raula. Þetta er
einsog þeir segja í dag: Bilun.
Talað við skóginn
Éghverftilþín
haustklæddi skógur
hlýði á mál þitt
í helgidómi litar og friðar
anda að mér
hreinleika ogsannleika
þai-sem þaðsmáa
verður mikilvægt.
Styðst við stofna
klædda hrjúfum berki
skrýdda
gulbleikum serk.
Hlýði á milda rödd þína
skógur
andardrátt sem geymir
hverja andrá eilífðar.
Tak migífaðm þinn
er náttar
látmighvúa
í gulu ílosskauti þínu
kvikir þrestir
kveði mér dægralöng stef
um fegurð himins ogjarðar.
Er hægt að hugsa sér
betra, skógur?
Ur bókinni I garði konu minnar.
Guðjón
Sveinsson
Rípfaðu nýja ilminn fyrir konur
clinique happy.
Angan af ávöxtum
og ótal blómum -
lífsgleðin sjálf.
Clinique Happy Body Smoother
— létt og rakagefandi húðmjólk
fyrir líkamann frá toppi til táar,
Clinique Happy Body Wash —
ilmandi fljótandi sápa í sturtuna
eða í baðið.
Clinique Happy Perfume Spray
30 ml kr. 2.755
50 ml kr. 3.599
100 ml kr. 5.510
Clinique Happy Body Smoother
200 ml kr. 2.590
Clinique Happy Body Wash
200 ml kr. 2.362
UJNjyUI www.clinique.com
SAMRAÐSFUNDUR UM
BEINÞYNNINGU
FORVARNIR - MEÐFERÐ
á vegum Landlæknisembættisins og samtakanna Beinvernd
föstudaginn 27. nóvember nk. ki. 15:00-19:00 í Ásgarði,
sal Félags eldri borgara í Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík
Dagskrá
Kl. 15:00 Setning: Ólafur Ólafsson, landlæknir og formaður Beinverndar.
Kl. 15:05 Beinbrot: Umfang vandomálsins, Brynjólfur Mogensen, yfilæknir.
Kl. 15:25 Greining á beinþynningu: Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir.
Kl. 15:45 Næring og beinþynning: Hver er kalk- og D-vítamínþörf ?
Leifur Franzson, lyfjafræðingur.
Kl. 16:05 Hvernig er kalk- og D-vífamínþörfinni best mætt?
Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs íslands.
Kl. 16:25 Kaffihlé í 15 mínútur
Kl. 16:40 Aðrir lífshættir: Reykingar - áfengi - kaffi,
Katrín Fjeldsted, heilsugæslulæknir.
Kl. 17:00 Líkamsáreynsla og hreyfing: Örnólfur Valdimarsson, læknir
og Þórunn Björnsdóttir, yfirsjúkraþjálfari.
Kl. 17:20 Östrogen og skyld efni: Jens A. Guðmundsson, kvensjúkdómalæknir.
Kl. 17:40 Bisphosphonöt og önnur lyf: Ari Jóhannessan, yfirlæknir.
Kl. 18:00 Sykurvirkir sterar og beinþynning: Ingvar Teitsson, gigtsjúkdómalæknir.--
Kl. 18:20 Sérvandamál og úrræði aldraðra: Sigurbjörn Björnsson, öldrunarlæknir.
Á pallborði:
Anna Björg Aradóttir, Ástráður B. Hreiðarsson, Björn Blöndal, Björn Guðbjörnsson,
Brynjólfur Jónsson, Helgi Jónsson, Júlíus Valsson, Magnús Einarsson, Ólafur Þór
Gunnarsson, Páll Gíslason, Rafn Benediktsson, Reynir Tómas Geirsson, Þór Halldórsson.
Fundurinn er opinn öllu heilbrigðisstarfsfólki.
í framholdi af fundinum verður stefnt að því að semja ráðleggingar til leikra og lærðra
varðandi forvarnir og meðferð beinþynningar.
Landlæknir,
samtökin Beinvernd
Úlpudagar í Spar-Sport
15% afsláttur
Kynnum nýju
Troðfull búð af
vikuna 23.-28
vetrarlínuna
nýjum vörum
nóvember
SPAR SP0RT
TOPPMERKI Á LAGMARKSVERÐI
NÓATÚN 17
T
S. 511 4747