Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 23
Sólrún Bragadóttir syngur 1 Hafnarborg 1 kvöld
Af nógu að taka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SÓLRÚN Bragadóttir heldur tónleika í Hafnarborg kl. 20.30 í kvöld.
ANYJU geislaplötunni eru lög
eftir Sigvalda Kaldalóns, Þor-
kel Sigurbjörnsson, Atla
Heimi Sveinsson, Tryggva M. Bald-
vinsson, Karl 0. Runólfsson, Jón Ás-
geirsson og Sveinbjörn Sveinbjörns-
son. A tónleikunum í kvöld mun Sól-
rún einnig syngja fjögur lög eftir
Brahms, The recipes eftir Bernstein,
ítalskar óperuaríur og Exsultate Ju-
bilate efth- Mozai’t. Bandaríski pí-
anóleikarinn Margaret Singer leikur
með Sólrúnu á tónleikunum og
geislaplötunni, sem er sú fyrsta sem
Sólrún sendir frá sér en hún hefur
áður komið fram á geislaplötum sem
Menningarmiðstöðin Gerðuberg hef-
ur gefíð út.
„Hugmyndin um að gefa út disk
með íslenskum lögum hefur legið í
maganum á mér í nokkur ár, en ein-
hvern veginn hefur aldrei verið rétti
tíminn fyrir það fyrr en einmitt nú.
Eg hef margsinnis breytt lagavali og
uppröðun og farið marga hringi. Það
er mjög erfitt að að gera upp á mflli,
það eru tfl svo mörg yndisleg lög og
margir góðir höfundar, bæði núlif-
andi og dánir. En ég er mjög sátt við
það sem ég valdi saman á þennan
disk. Svo er það skemmtileg tilviljun
að þrjú af tónskáldunum eiga stóraf-
mæli á þessu ári, þeir Þorkell, Jón
og Atli Heimir,“ segir Sólrún. Hún
segist hafa valið saman þekkt lög og
lög sem lítið hafa heyrst áður. „Það
er af nógu að taka og ég væri alveg
til í að gera annan svona disk, þetta
er bara byrjunin." Upptakan fór
fram í hljóðveri Hrólfs Vagnssonar í
Hannover í Þýskalandi og útgáfufyr-
irtæki hans, CordAria, gefur plötuna
út og dreifir henni á alþjóðlegan
markað en Japis sér um dreifinguna
á Islandi.
Með Sólrúnu á plötunni og
tónleikunum leikur banda-
ríski píanóleikarinn Marg-
aret Singer. „Hún býr í Kai’lsruhe
og við höfum þekkst í ein sex eða sjö
ár. Það er mjög gaman að vinna með
henni. Hún gaf sér góðan tíma og
var í marga daga með mér. Mér
fannst líka svolítið sérstakt að fá er-
lendan tónlistarmann inn í þetta, því
hún horfir á lögin frá öðru sjónar-
horni. Hún vildi auðvitað fá að vita
allt um lögin og ljóðin og hefðina í
túlkun þeiiTa. Mér fínnst hún hafa
komið með ferskan vind inn í lögin,“
segh’ Sóh’ún.
I liðinni viku söng Sólrún á tón-
leikum í Bolungarvík og á Akureyri
en tónleikar sem vera áttu í Stykkis-
Sólrún Bragadóttir óp-
erusöngkona fylgir
þessa dagana úr hlaði
sinni fyrstu geislaplötu,
sem hefur að geyma ís-
lenskar einsöngsperlur.
Margrét Sveinbjörns-
dóttir ræddi við Sól-
rúnu í tilefni af ein-
söngstónleikum hennar
í Hafnarborg í kvöld og
komst að því að söng-
konan er á leiðinni til
New York til þess að
finna lyktina af borg-
inni, eins og hún orðar
það. Hún er síðan
væntanleg hingað til
lands aftur 1 byrjun
næsta árs.
hólmi á mánudagskvöld féllu niður
vegna veðurs. Það þótti henni afar
leitt, því hana langai’ tfl þess að
styrkja tónlistarlífíð þar sem hún
finnur að uppsveifla er í þvi, eins og
raunin er í Stykkishólmi nú. Yfirleitt
þykh' henni líka gaman að syngja á
landsbyggðinni en hún getur þó ekki
orða bundist yfír dræmri mætingu
Akureyringa á tónleika. Þá er hún
ekki einungis að tala um sína eigin
tónleika um síðustu helgi, þar sem
nítján manns létu sjá sig. Hún
kveðst ekki alveg skilja hvað vaki
fyrir Akui’eyringum, sem gefí sig út
fyrir að vilja byggja upp öflugt tón-
listarlíf í bænum en sýni svo ekki
meiri áhuga en raun ber vitni þegar
haldnir eru tónleikar, nema ef vera
skyldi þegar Kiústján Jóhannsson
kemur heim endrum og eins.
En hvað skyldi Sólrún annars
vera að fást við um þessar
mundir? „Ég hef auðvitað
eytt miklum tíma í geislaplötuna, ég
hef verið að vinna í henni í allt haust.
Svo hef ég komið fram á nokkrum
galakvöldum og litlum ljóðakvöldum.
Eg var líka að syngja í Brúðkaupi
Fígarós í Diisseldorf og nú er ég að
undh’búa ferð til New York, svona
aðeins til að kanna grundvöllinn þar
og finna lyktina af borginni. Maður
verður að kynna sig, sýna sig og sjá
aðra. Það er rosalega erfitt að ná
tengslum við stóra staði eins og New
York öðruvísi en að mæta bara sjálf
á staðinn og athuga hvernig landið
liggur,“ segir Sólrún, sem er auk
þess að búa sig undir hlutverk
Donnu Önnu í óperunni Don
Giovanni, sem verður frumsýnd í
byi’jun janúar í Liége í Belgíu. Þá er
hún einnig að æfa dagskrá með ís-
lenskri jólatónlist ásamt eiginmann-
inum, Þórarni Stefánssyni píanóleik-
ara, en hún verður flutt við norræna
messu sem er árlegur viðburður í
stórri kirkju í Hamborg. Reyndar
segir hún það nokkrum erfíðleikum
bundið að setja saman alíslenska
jólatónlistardagskrá, þar sem erlend
lög séu mjög áberandi í jólatónlistar-
bókmenntunum hér á landi. „Og það
er eiginlega varla hægt að syngja
mikið af jólasveina- og grýlukvæðum
í kirkju," segir hún.
Eftir áramót liggur leið Sólrún-
ar aftur til Islands, að þessu
sinni til þess að syngja rneð
Elsu Waage á dúettatónleikum í ís-
lensku óperunni, við undirleik Ger-
rits Schuil píanóleikara. í febrúar
hefjast svo æfingar á nýju óperuleik-
verki sem verður frumsýnt í Iðnó um
páskana. „Þetta er mjög spennandi
verkefni sem Karólína Eiríksdóttir
er að semja við leikgerð Árna Ib-
sen,“ segir Sólrún, en auk hennar
taka þátt söngvararnir Sverrir Guð-
jónsson og John Speight og fjórir
hljóðfæraleikarar. Leikstjóri verður
Auður Bjarnadóttir og Messíana
Tómasdóttir hannar búninga.
Sóh-ún hefur verið búsett í Þýska-
landi síðastliðin ellefu ár og verið
fastráðin við tvö óperuhús þar í
landi, fyrst í Kaiserslautern og síðan
í Hannover, auk fjölda annarra tfl-
fallandi verkefna. Fyrir fjórum árum
sagði hún starfi sínu við
Hannoveróperuna lausu en hefur
engu að síður í nógu að snúast. „Mér
líkar það mun betur að vera á lausu,
þó að það hafi líka sína ókosti. Kost-
irnir eru þeir að maður ræður sér
sjálfur, getur oft fengið spennandi
verkefni, ferðast meira og kynnist
skemmtilegum hlutum. Það getur
svo líka verið fjárhagsleg áhætta, ég
hef t.d. lent í því stundum að fá fullt
af tilboðum á sama tíma og þess
vegna orðið að hafna fjölda verk-
efna,“ segir Sólrún og bætir við að
hún leyfi sér líka oft að segja nei við
tilboði og taka fjölskylduna fram yf-
ir, en hún á fjögurra ára dóttur og 17
ára son. Annað sem hún segir já-
kvætt við lausamennskuna er að nú
hefur hún tækifæri til að koma meira
hingað heim og hafa betri tengsl við
íslenskt tónlistarlíf.
Ekki er hægt að segja að starf óp-
erusöngkonunnar sé alltaf dans á
rósum. „Stundum koma tímar þar
sem maður liggur og skælir og vill
bara hætta öllu saman og henda
þessu frá sér. Síðan koma líka tímar
þar sem maður fær fólk til þess að
gráta þegar maður syngui’ - og þá
finnst manni það aftur vera þess
virði. Ef ég get hreyft við tilfinning-
um fólks til góðs þá er mínum til-
gangi náð. Ef ég get læknað með
söng mínum, grætt einhver sár, þá
er ég hamingjusamasta manneskja í
heimi,“ segir Sólrún Bragadóttir.
Með augum
hirðfíflsins
LEIKHIJS
Leikfélag Kðpavogs
F é I a g s Ii e i m i I i
K 6 p a v o g s
BETRI ER ÞJÓFUR í HÚSI EN
SNURÐA Á ÞRÆÐI
Eftir Dario Fo. Leikstjóri Vala Þórs-
dóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra
Jenný Ingudóttir. Þýðandi: Ulfur
Hjörvar. Leikendur: Magnús Guð-
mundsson, Helgi Róbert Þórisson,
Birgitta Birgisdóttir, Ásta Sóley
Sturludóttir, Kristjana Magnea Jón-
asdóttir, Þórður Bjarnason. Frum-
sýnt laugardaginn 21. nóvember.
ÞEGAR sænska akademían
gerði heyrinkunnugt að Dario Fo
hefði hlotnast Nóbelinn var m.a.
sagt að hann einn ætti tilkall til
„sæmdarheitisins" hirðfífl. Svona
getur merking orða nú snarsnúist
með tímanum. Þegar hugsað er
betur um þessa akademíuumsögn
kemur í ljós að hún er anzi nærri
lagi. Hirðfíflin ein gátu sagt hug
sinn, bent konungi á fljótfærni eða
hugsunarleysi sitt og hreinlega
gert grín að honum, innan vissra
marka að sjálfsögðu, án þess að
eiga á hættu að vera borin örend
úr höllu. Er það ekki einmitt þetta
sem Dario Fo gerir í leikritum sín-
um? Uppfærzlur verka hans eru
hátt á fimmta tuginn hérlendis; sú
fyrsta 1965, sú síðasta á laugar-
daginn var, þegar Leikfélag Kópa-
vogs frumsýndi Betri er þjófur í
húsi en snurða á þræði.
Þar segir af þjófí í húsi, konunni
hans og hjónunum sem í húsinu
búa, sem koma óvænt heim.
Reyndar ekki saman heldur fylgir
manninum ástkona hans og kon-
unni ástmaður hennar. Ástkonan
og ástmaðurinn eru líka hjón og
úr verður þessi líka Fo-flækja,
vegna þess að ekki þykir ráðlegt
að hringja í lögregluna; því betri
er þjófur í húsi en snurða á þræði
mannorðs heiðvirðra hjóna. Það
snilldarlega við flækjuna, að mínu
mati, er að hún er ekki leyst í leik-
ritinu; það hættir er hæst stendur.
Leikendurnir sex náðu vel sam-
an undir stjórn Völu Þórsdóttur
leikstjóra. Allir voru þeir í Um-
hverfís jörðina í apríl síðastliðnum
og kunna því væntanlega vel hver
inn á annan; samleikur bar vott um
lengri „aðlögunartíma" en sem
nemur æfíngum fyrir eitt verk.
Ekki má svo gleyma að segja að
miðasölulúgan í Fannborg er lokuð
og verður lokuð meðan á sýningum
stendur (28. nóv., 5. og 6. des.). Það
er því engin ástæða tfl að „missa
af“ Nóbelskáldsverki.
Heimir Viðarsson
#mSIEMENS
Siemens ryksuga
62A00
Kraftmikil 1300 W
l\ ryksuga,
II létt og lipur, stiglaus
1 11 sogkraftsstilling,
. m mjög hljóölát.
Bosch hrærivél
MUM 4555EU
I Ein vinsælasta hrærivélin
á íslandi í fjöldamörg ár.
Og ekki að ástæðulausu.
Allt í einum pakka:
öflug grunnvél, rúmgóð hræriskál,
tveir þeytispaðar og einn hnoðari,
hakkavól, blandari, grænmetisskeri
með þremur rifjárnum.
Nauðsynleg við jólabaksturinn.
Siemens og Bosch
heimiiistækin eru
hvarvetna rómuð fyrir
gæði og styrk.
Gríptu tækifærið
og njóttu þessi
Nýr þráðlaus sími frá
Siemens
GIGASET 2010
Nýr þráðlaus sími
frá Siemens
af allra bestu gerð.
DECT/GAP-staðall.
Ö ö Svalur. Stafrænn. Sterkur.
jy-.v i Mikil hljómgæði.
Siemens uppþvottavél
Sannkölluð hjálparhella í
eldhúsinu.
Einstaklega hljóðlát og
sparneytin. Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir
viðkvæmt leirtau), fjórföld
flæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavél eins og
þú vilt hafa hana.
SMITH &
NORLAND
UMBOÐSMENN:
Akranes: ||jM Sigirdirs - Igrgincs: Eliliii-Snælellsíær: KmmIi - Grundarfjirinr: Ciji Haljnnsson - Stykkishólmur: Sfri - Bóðardalur: kiíi ■ Isaljirln: Piliii
Heammslanoi: Si|iii - Sauðárkrókur: Mji - Siglufjörður: Iiijii - ktiim Ijúsgjalinn - Húsavik: Öiyggi - Vapnafjöröur: Ralnagist h tl • Keskaupstaður: RgfiMi - Reyðartjöröur:
Rafvélanikst. h E. - Egilsiiaðir: Snn Guiisnteia - Bseiðdalsvík: Sletáa I Sldiœu - Hðtn i Homafirli: bisu s j M - Vlk i Hýrdal: Rakkai-Vesinannaeyiar: lieveik - Hvolsvðllur:
Itlniiisnisl kR - Hella: Gilsá - Silloss: Iniriin -1 nndaiík: Ralbng - Earður: Raltaikjai Sig Itgvatss. - tellavik: Ljishggiin - Halnarljörður: RaRiíi Sknla. Álfaskiiii.
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Búhnykksverð:
Búhnykksverð: