Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrrverandi viðskiptafélagi Bills Clintons Bandaríkjaforseta
McDougal sýknuð af
ákæru um þjófnað
Santa Monica. Reuters.
SUSAN McDougal, vinkona Bills
Clintons, forseta Bandaríkjanna, og
fyrrverandi félagi hans í Whitewat-
er-fasteignaviðskiptunum, var sýkn-
uð í fyrradag af ákæru um að hafa
stolið um 3,6 millj. ísl. ki\ af hinum
kunna hljómsveitarstjóra Zubin
Mehta og Nancy, konu hans, og
einnig af ákæru um skattsvik og
skjalafals.
McDougal var sýknuð af öllum
ákærum í þessu máli en verjendur
hennar héldu því fram, að til þess
hefði verið stofnað vegna þrýstings
frá Kenneth Starr, sem kannaði mál
Clintons. Var hún upphaflega sökuð
um að hafa stolið rúmíega 10 milljón-
um kr. en dómarinn breytti því síðar
í meintan þjófnað á 3,6
millj. kr.
McDougal brast í grát
er sýknudómurinn var
kveðinn upp og sagði síð-
ar við fréttamenn, að
hún hefði verið farin að
halda, að þessi stund
myndi aldrei renna upp.
Kvaðst hún ekki hafa um
annað hugsað í næstum
heilt ár í fangelsi.
í fangelsi sat
McDougal fyrir að neita
að bera vitni í Whitewat-
er-málinu en Mehta-
málið var óskylt því.
Hún sjálf og lögfræðing-
Susan McDougai
Lögfræðingur
Willey yfirheyrður
Demókratar segja repúblikana vera
að leita að sakarefnum
Washington. Reuters.
DANIEL Gecker, lögfræðingur
Kathleen Willey, konu, sem held-
ur því fram, að Bill Clinton, for-
seti Bandaríkjanna, hafi leitað á
sig í Hvíta húsinu, var yfirheyrður
í fyrradag af rannsóknarmönnum
fulltrúadeildarinnar. Dómsmála-
nefnd deildarinnar mun fjalla í
næstu viku um afleiðingar hugs-
anlegs meinsæris en stefnt er að
því, að Clinton-málin verði full-
könnuð fyrir miðjan desember.
Willey, sem starfaði sem sjálf-
boðaliði í Hvita húsinu, segist
hafa gengið á fund Clintons í
nóvember 1993 til að biðja um
fast starf en þá hefði hann þuklað
á sér og reynt að kyssa sig. Fyrir
utan yfirheyrslurnar yfir Kenn-
eth Starr í síðustu viku var þetta
fyrsti vitnisburðurinn af fjórum,
sem rannsóknarmenn deildarinn-
ar ætla að hlýða á. Hinir þrír,
sem kallaðir hafa verið fyrir, eru
Nathan Landow, sem er sagður
hafa reynt að fá Willey til að
breyta framburði sínum; Robert
Bennett, lögfræðingur Clintons,
sem talaði máli hans í Paula Jo-
nes-réttarhöldunum, og Bruce
Lindsey, aðstoðarráðgjafi í Hvíta
húsinu.
Ekkert saknæmt í niálinu?
Starr, sem sakar Clinton um
meinsæri og misnotkun valds,
sendi dómsmálanefndinni gögn
um Willey-málið fyrr í þessum
mánuði þótt hann haldi því ekki
fram, að Clinton hafi gerst sekur
um embættisglöp í því máli. Hafa
demókratar í dómsmálanefndinni
gagnrýnt það harðlega og halda
því fram, að repúblikanar í
nefndinni noti það aðeins í leit
sinni að einhverju bitastæðara.
Repúblikanar segjast hins veg-
ar vonast til, að Willey-málið
verði til að sýna hvernig fram-
koma Clintons hafi verið gagn-
vart konum og styrkja þannig
ásakanir annarra kvenna á hann.
ar hennar fullyrtu hins
vegar, að Starr hefði
fengið saksóknara í
Los Angeles til að
kæra hana i því máli.
Tekið upp eftir
fimni ár
McDougal var að-
stoðarmaður og bók-
haldari Mehta-hjón-
anna frá 1989 til 1992
þegar Nancy Mehta bar
henni þjóftiað á brýn.
Segir McDougal, að sú
ákæra hafi aldrei stuðst
við nokkum skapaðan
hlut enda hafi kviðdóm-
endur áttað sig á því.
Nokkrir þeirra furðuðu sig raunar á
því, að málið skyldi vakið upp fimm
árum eftir að Nancy impraði íyrst á
því og einn þeirra kvaðst viss um, að
það tengdist Whitewater-málinu.
McDougal var sökuð um að hafa
stolið fénu frá Mehta-hjónunum með
því að falsa tékka frá Nancy og með
því að nota greiðslukortið hennar í
heimildarleysi. Við réttarhöldin
kvaðst Nancy hafa treyst McDougal
algerlega þar til hún komst að þessu
en er verjandi McDougals spurði
hana betur, viðurkenndi hún, að
sumar úttektir með greiðslukortinu,
sem hún hafði áður kallað þjófnað,
hefðu verið gerðar að hennar beiðni.
Mark Geragos, verjandi
McDougals, lýsti Nancy sem óá-
nægðri konu, sem hefði sólundað
peningum eiginmanns síns til að
börnin hans, sem hann hefði átt áð-
ur, kæmust ekki yfir þá. Hefði hún
síðan reynt að koma sökinni yfir á
McDougal.
Onnur réttarhöld bíða
McDougal var í fangelsi í hálft
annað ár fyrir að neita að bera vitni í
Whitewater-málinu en hún og eigin-
maður hennar heitinn, James
McDougal, voru viðskiptafélagar
Clintons seint á áttunda áratugnum.
Þá sat hún einnig inni í þrjá mánuði
fyrir svik í sambandi við 22 milljón
kr. lán. Á hún enn yfir höfði sér rétt-
arhöld vegna ákæru um að hafa sýnt
dómsvöldum lítilsvirðingu og hindr-
að framgang réttvísinnar.
Reuters
ELISABET Bretadrottning kemur til þingsetningar í gær ásamt eig-
inmanni sínum, Filippusi drottningarmanni.
Breska stjórnin
boðar uppstokkun
á velferðarkerfínu
London. Reuters, The Daily Telegraph.
ELÍSABET Bretadrottning flutti í
gær stefnuræðu bresku ríkisstjórn-
arinnar þegar þingið í Westminster
kom saman á nýjan leik. Er gert ráð
fyrir að á þessu þingi muni þau
áform ríkisstjórnar Verkamanna-
flokksins að afnema ævafornan
erfðarétt aðalsmanna til að sitja og
greiða atkvæði í lávarðadeild breska
þingsins valda mestum átökum.
Sagði Bretadrottning í ræðunni að
stjórn sín hygðist á þinginu hefja
stjórnarskrárumbætur sem ætlað
væri að gera lávarðadeild þingsins
lýðræðislegri og háðari óskum og
vilja umbjóðenda sinna. Fyrsta
skrefið yrði að afnema erfðarétt 759
aðalsmanna til setu í lávarðadeild-
inni, en í mörgum tilfellum hefur
réttur þessi gengið í erfðir um aldfr í
ákveðnum fjölskyldum. Létu þing-
menn Verkamannaflokksins í ljósi
ánægju sína með því að kalla „heyi’
heyr“ og lét Elísabet það ekkert á
sig fá þótt venjan sé sú að þingmenn
beggja deilda þingsins hlýði á ræðu
drottningar í algerri þögn.
En þótt líklegt sé að þetta mál
veki harðastar deilur á þinginu hefur
forsætisráðherrann, Tony Blair, lagt
á það áherslu við stjórnarliða að þeir
láti það ekki varpa skugga á 21
frumvarp sem Elísabet, skv. gamalli
hefð, kynnti fyrir hönd stjórnarinnar
Brezkir nautakjötsframleiðendur eiga á brattann að sækja
Þjóðverjar hóta að snið-
ganga allt nautakjöt
London, Bonn. Reuters, Daily Telegraph.
BREZKIR nautakjötsframleiðendur horfa nú
fram á langa og stranga baráttu til að endur-
heimta fyrri útflutningsmarkaði sína á meginlandi
Evrópu og annars staðar í heiminum, eftir að
traust neytenda á þessum svæðum á brezkum
nautakjötsafurðum hrundi í kjölfar kúariðufársins
og útílutningsbannsins, sem ESB setti í marz
1996, en hefur nú ákveðið að afnema að hluta.
Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöð-
in RTL gerði meðal þýzki’a áhorfenda myndu 87%
þeirra vilja sniðganga allt nautakjöt í mótmæla-
skyni við að sala á brezku kjöti skyldi leyfð á ný á
Evrópumarkaðnum, áður en öllum kúariðusmituð-
um nautgripum hefur verið slátrað í Bretlandi.
Um fjórum milljónum nautgripa hefur verið
slátrað í Bretlandi frá því bannið var sett, en það
var gert fimm dögum eftfr að brezka stjórnin við-
urkenndi að tengsl væru milli kúariðu og smits á
hinum banvæna heilahrörnunarsjúkdómi Creutz-
feldt-Jacob, sem dregið hefur 30 manns til bana
svo vitað sé. Kostnaður brezka ríkisins sem af
þessu hefur hlotizt nálgast að sögn The Daily Tel-
egraph 4,6 milljarða sterlingspunda, um 534 millj-
arða króna.
Nick Brown, landbúnaðarráðherra Bretlands,
segir að það verði erfiðleikum bundið að endur-
heimta þann sess sem brezkt nautakjöt naut á út-
flutningsmörkuðum sínum áður en kúariðumálið
kom upp. Árið 1995 munu tekjur brezkra naut-
gripabænda af þessum útflutningi hafa numið yfir
650 milljónum punda, um 75 milljörðum króna.
Að sögn Browns verða bændur og ríkisstjórn
Bretlands að leggjast á eitt til að reyna að minnka
„fordóma" gagnvart brezku kjöti meðal neytenda
á erlendum mörkuðum. En hann segir Bretum
nauðsynlegt að taka þennan slag: „Ef við hefjumst
ekki handa við að reyna að vinna þessa markaði
aftur gerum við það aldrei. (...) Boðskapur dagsins
er að óhætt er að neyta okkar kjöts.“
Ströng skilyrði
Þýzki landbúnaðarráðherrann var sá eini sem
greiddi atkvæði á móti því að banninu skyldi
aflétt, en fjórir sátu hjá. í kjölfar ákvörðunarinnar
lýstu fulltrúar bæði þýzku bændasamtakanna og
samtaka franskra kjötframleiðenda mikilli óá-
nægju með hana. Ótímabært væri að aflétta bann-
inu á brezkar nautakjötsafurðir; ákvörðunin gæti
leitt til þess að neytendur yrðu aftur almennt tor-
tryggnari og forðuðust að kaupa nautakjöt yfir-
leitt.
En brezkir nautakjötsframleiðendur þurfa að
uppfylla tvö skilyrði áður en til þess kemur að
framkvæmdastjórn ESB heimili aftur útflutning.
Fyrst verður 4000 kálfum slátrað sem riðusýktar
kýr báru eftir 1. ágúst 1996. Fram til þessa hefur
650 þessara kálfa verið slátrað að eigin frumkvæði
eigendanna. Þá þurfa sérskipaðir fulltrúar ESB að
samþykkja úrval brezkra nautgiipabænda, sem
munu fá sérleyfi til að flytja út sína framleiðslu.
Eftirlitsfulltrúana verður að fullvissa um að rétt-
um aðferðum sé beitt við að úrbeina kjötið og að
merkingar séu réttar þannig að hægt sé að rekja
uppruna afurðanna. Þegar þeir hafa fengið vissu
sína getur framkvæmdastjórnin aflétt útflutnings-
banninu formlega án þess að fulltrúar aðildarríkj-
anna greiði aftur um það atkvæði. Búizt er við að
af þessu geti orðið í vor.
Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í
framkvæmdastjórn ESB, sagði í fyrradag að það
væri nú undir Bretum komið að tilkynna hvenær
hægt væri að hefja eftirlitið. Næsta stóra verkefni
yrði að byggja aftur upp traust neytenda á brezku
nautakjöti.
Áður en bannið gekk í gildi var kjöt flutt út frá
Bretlandi til yfir 12 landa. Stærstu viðskiptalöndin
voru evrópsku meginlandsríkin og mest var jafnan
selt til Frakklands.
við setningu þings í gær. Óttast Bla-
ir að það muni taka drjúgan tíma í
þingstarfinu.
Uppstokkun á
velferðarkerfinu
Mesta áherslu leggur stjórnin á
frumvarp um uppstokkun á velferð-
arkerfinu sem m.a. myndi hafa í för
með sér nýtt fyrirkomulag á úthlut-
un bóta. Mjög hefur verið beðið eftfr
þessu frumvarpi, en töluvert hafði
verið deilt um málið innan ríkis-
stjómarinnar. Skar Blair á hnútinn í
júlí síðastliðnum þegar hann skipti
um ráðherra velferðarmála og gerði
Alistair Darling að hæstráðanda í fé-
lagsmálaráðuneytinu.
Er markmið lagasetningarinnar
að bæta aðstöðu ýmissa bótaþega,
verður eignalausum konum m.a. gert
kleift að njóta góðs af eftfrlaunum
fyrrverandi eiginmanna sinna, ekkl-
ar munu í fyrsta skipti njóta sam-
bærilegra réttinda og ekkjur, og
lögð verður áhersla á að gera öryrkj-
um kleift að fara aftur út á vinnu-
markaðinn, hafi þeir áhuga á því.
Síðasttalda atriðið er reyndar talið
geta vakið nokkrar deilur meðal
stjórnarliða, því margir óttast að það
skerði bætur sumra og neyði fólk til
að leita sér að atvinnu. Þessu reynir
stjómin hins vegar að spoma gegn
með því að stofna til sérstaks ör-
yrkjaráðs þangað sem öryrkjai’
munu geta skotið máli sínu. Loks
munu bótaumsækjendur, sem ekki
stunda fulla vinnu en eru á vinnu-
aldri, þurfa að eiga tal við sérstakan
ráðgjafa áður en þeim er úthlutað
bótum.
Hóta að tefja önnur
s(j órnarfrumvörp
Hins vegai- er alls óvíst um afdrif
frumvarpa stjórnarinnar, láti lávarð-
ar, en næstum helmingur þefrra er
meðlimir í Ihaldsflokknum, verða af
þeirri hótun sinni að berjast með
kjafti og klóm gegn breytingum á
erfðaréttinum.
Vai'ð frumvarpið ekki að lögum á
síðasta þingi, sem lauk í síðustu viku,
vegna andstöðu lávarðadeildarinnar.
Drottningin tilkynnti hins vegar í
gær að frumvarpið ýrði lagt aftur
fyrir á þessu þingi og sögðu ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar að verði frum-
varpið ekki samþykkt án tafar muni
ekki verða hægt að beita því við Evr-
ópukosningarnar, sem fram fara í
júní á næsta ári.
Fulltrúar lávarðadeildarinnar
segjast reyndar ekki vera á móti
breytingum á lávarðadeildinni en
segja að með erfðarétti sumra lá-
varða sé varðveitt sérensk hefð og að
þessir fulltrúar séu jafnan alls óháðir
sviptivindum dægurstjórnmála. Vilja
íhaldsmenn aukinheldur að ríkis-
stjórnin kynni nákvæmlega hug-
myndir sínar um framtíðarskipun
mála í efri deild breska þingsins áð-
ur en þeir Ijá máls á breytingum.