Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 45^ KIRKJUSTARF + Guðmundur E. Sigurðsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1938. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. september síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Keflavíkurkirkju 26. september. Elsku pabbi. Af hverju? Af hverju þú og hvers vegna svona fljótt? Þú sem áttir eft- ir að gera svo margt. Slappa af í nýja húsinu ykkar mömmu í Flórída og njóta lífsins og horfa á bamabörnin vaxa úr grasi. Eg býst við að þér hafi verið ætlað mikilvægara hlutverk þama uppi og kannski að öryggiskerfið á himnum hafi verið í ólagi og að Guð hafi engum treyst nema þér til að kippa því í lag. Hver veit? En ég vil að þú vitir að ég er rosalega stoltur af þér. Ég tók því sem sjálfsögðum hlut hér áður fyrr að þú værir starfsmaður hjá Sam- einuðu þjóðunum og ferðaðist á þeirra vegum um allan heim, m.a. til Afríku, Sviss, Miðausturlanda o.fl. En í dag sé ég hvað þú varst í raun mikils metinn og fær á þínu sviði. Ég þoldi illa að fara með þér út að versla því þú talaðir við alla sem þú hittir og það tók svo langan tíma því þú hafðir frá svo mörgu að segja. Núna á ég eftir að sakna þess að geta ekki farið oftar með þér út að versla. Mikið var nú erfitt að koma til íslands frá Flórída og sjá þig liggja svona máttvana og undarlegan á + Berta Sigríður Stefánsdótt- ir var fædd á Hóli í Stöðvar- firði 13. nóvember 1931. Hún lést á Sólheimum í Grímsnesi 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 23. nóvember. Þegar fregnin af andláti hennar Bertu barst okkur komu upp í hug- ann minningar frá fyrstu árum okk- ar hjóna á Sólheimum. Þegar við vorum umsjónarmenn í Brekkukoti þar sem Berta bjó ásamt sjö öðrum heimilismönnum. Það var oft glatt á hjalla og hamagangur, enda stórt heimili. Berta tók virkan þátt í öllu heimilishaldi og lét hina oft heyra það. „Hverskonar börn eru þetta eiginleg hér á Sólheimum, getur enginn gert neitt nema ég“ heyrðist oft, en Berta kallaði hina heimilis- mennina alltaf börn þó öll væru löngu komin í fullorðinna manna tölu og leit á sjálfa sig sem einskon- ar stóru systur. Hún bar mikla um- hyggju fyrir vini sínum honum Tomma sem látinn er fyrir nokkr- um árum, hjálpaði honum mikið og hafði miklar áhyggjur af honum en skammaði hann að sama skapi. Berta var mjög barngóð og börn hændust að henni. Hún átti heil ósköp af dúkkum og dúkkulísum en í sérstöku uppáhaldi hjá henni var þó Shirley Temple sem hún átti síð- an hún var stelpa. Oft sátum við saman á kvöldin að sauma föt, ég á barnabörnin en hún á börnin sín, dúkkurnar. Þá hvarf hugur hennar oft heim á Stöðvarfjörð, þangað sem hún átti svo margar góðar minning- ar frá því hún ólst upp og svo þegar hún var að vinna í frystihúsinu. Berta átti góða að og voru ætt- ingjar hennar mjög duglegir að heimsækja hana austur og hugsuðu vel um hana. Henni var þó oft að orði þegar hún sat í garðskálanum í Brekkukoti og reykti: Þeir eru nú ekki að renna hingað uppeftir þess- litinn á sjúkrahúsinu. Þú sem varst alltaf svo stór og sterkur. Þú áttir erfitt með að hreyfa þig og að tala við okkur, ég sá bara hvernig krabbameinið tók hægt og rólega yf- irhöndina. En nú veit ég að þú ert kominn í góðar hendur og þér er strax farið að líða betur. Þín hafa beðið læknar að handan og linað þjáningarnar. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, mömmu, Sólveigu, Helgu, Sonju og Gumma. Guð geymi þig og gefi þér frið. Þinn sonur, Asgeir Freyr. Kæra frú Sigurðsson. Mér hafa nýlega borist þær sorglegu fréttir að Guðmundur E. Sigurðsson, eig- inmaður yðar, sé látinn. Harmi sleginn votta ég yður og fjölskyldu yðar, einnig fyrir hönd konu minn- ar, okkar dýpstu samúð. Herra Guðmundur E. Sigurðsson starfaði hjá mér sem lífvörður og leysti það starf með miklum sóma. Hann var mikilsmetinn starfsmað- ur öryggisþjónustu Sameinuðu þjóðanna. Hann var vel liðinn af öllu samstarfsfólki ekki síst hjá mér sjálfum og vandamönnum mín- um. Meðal almennings var Guð- mundur vel liðinn einstaklingur. Vér vottum yður virðingu og sendum innilegai’ samúðarkveðjur. Kurt Waldheim, fyrrverandi að- alritari Sameinuðu þjóðanna og fyrrverandi forseti Austurríkis. ir hanastertar (bræður hennar), en flesta karlmenn kallaði hún hana- sterta, enda mundi hún ekki orðið nöfn á fólki og svo tók hún þá í gegn og „úrbeinaði" þá, en það voru oftast karlmenn sem lentu í þessari úrbeiningu en stöku kvenmenn sem voru þá í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Elsku Berta, það er gott að hafa fengið að kynnst þér, þessari litlu hressu konu sem horfðir á lífið á svo einfaldan og sannan hátt. Við hjónin eigum margar góðar minn- ingar um þig sem ylja okkur um hjartaræturnar og kitla hláturtaug- arnar. Við vottum ættingjum þínum og samferðafólki á Sólheimum samúð okkar. Guðný og Grétar. Safnaðarstarf Jólahald í skugga sorgar ÁRBÆJARKIRKJA hefur undan- farið ár boðið upp á samveru syrgj- enda síðasta fimmtudag hvers mán- aðar. Þörfin er mikil og full ástæða er að sinna þessum þætti safnaðar- starfsins. Prestar safnaðarins hafa umsjón með þessu starfi. Ymsar birtingamyndh- sorgarinnar hafa verið tekin fyrir og rædd. Hafa þessar samverur mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa sótt þær að stað- aldri. Á morgun, fimmtudag 26. nóv- ember, kl. 20.30, kemur sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum og ræðir efnið Jólahald í skugga sorgar“. Víst er að margur kvíðir komandi jólahaldi vegna þess að autt eða auð sæti eru við jólaborðið. Þessar samverur ei-u opnar safnaðarfólki sem lifir við missi vegna fráfalls ættingja og eða vegna skilnaðar. Sorg vegna missis getur verið af ýmsum orsökum. Er það von okkar er að þessum sam- verum standa að allir þeir sem finna að þeir eigi erindi nk. fimmtu- dag komi og eigi stundarkorn með þeim sem standa í sömu sporum eða svipuðum. Fá styrk og þor til að takast á við komandi tíma í skugga sorgar. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar. TTT-starf 10- 12 ára kl. 16.30. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. íhugunar- og fyrirbænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13- 15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Fræðsla: Afbiýðisemi. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16. Myndasýning. Umsjón Krístín Bögeskov, djákni. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í Birtíng a fmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargi-einar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda gi-einarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi-ein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON BERTA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkarar", starf fyi-ir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Biblíulestur kl. 18. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 (TTT) ára börnum kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnar fj ar öarki rkj a. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12- 12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið hefst með borðhaldi í Kirkjulundi' kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Námskeiðið er fræðsla um kristna trú fyrir hjón og einstak- linga. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Samvera foreldra með ungum bömum sín- um. Kl. 12.05 bæna- og kyrrðar- stund í hádeginu í Landakirkju. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Fjölskyldusamvera k. 18.30 sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Allir hjartan- lega velkomnir. Kristniboðssalurinn, Háaleitis- braut 58. Almenn samkoma í dag, miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 20.30 á vegum fjáröflunarnefndar. Sr. Frank M. Halldórsson flytur hugleiðingu. Kanga-kvartettinn syngur. Kórsöngur. Einnig verða veitingar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. + Útför föður míns, tengdaföður og bróður, ÞÓRÐAR GUÐJOHNSENS, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Friðjón Guðjohnsen, Gislina Ólafsdóttir, Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen, Kristín Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR ÁGÚSTSSON, áður til heimilis á Álfhólsvegi 30, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 19. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 27. nóvember nk. kl. 10.30. Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Jón Pétur Sveinsson, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson, Natasa Babic-Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR L. STEFÁNSSONAR á Kleifum í Gilsfirði. Unnur Guðjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson, Stefán Jóhannesson, Brynja Bernharðsdóttir, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Upplýsingar í símum * 562 7575 & 5050 925 aaK 9 5 f HOTEL LOETI.EIÐIR I t i i > ■ í < i > H Ö f ÍVÍ Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.