Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 49 Fundur um verndun náttúru miðhálendisins AÐ tilhlutan náttúruvemdarsam- taka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um verndun náttúru miðhá- . lendisins í Háskólabíói, laugardag- inn 28. nóvember nk. kl. 14. Kjörorð fundarins eru: Með hálend- | inu gegn náttúruspjöllum. í fréttatilkynningu segir „Megin- markmið með fundinum eru: Að efla og sýna samstöðu náttúruunnenda um það að ósnortin náttúra miðhá- lendisins sé einhver dýrmætasta auðlegð þjóðarinnar. Að efla vitund almennings um að á miðhálendinu er stærsta víðerni Evrópu, shkum Isvæðum fari mjög fækkandi á jörð- inni og það sé skylda okkar gagnvart :,:i umheiminum að varðveita þetta 1 ósnortna land. Að gera landsmönn- um ljóst að ef við eyðileggjum nátt- úruperlur þessa landsvæðis með mannvirkjagerð verði þær ekki end- urheimtar, þær verði okkur og niðj- um okkar að eilífu glataðar. Að sýna fram á að verði Þjórsárver skert frekar en orðið er og Eyjabökkum sökkt undir miðlunaiión hafi náttúru íslands verið unnið óbætanlegt og óafsakanlegt tjón, enda hafi þessi einstæðu gróðursvæði miðhálendis- ins alþjóðlegt mikilvægi sem vai-p- lönd og sumarheimkynni þúsunda fugla. Að krefjast þess af stjóm- málamönnum að þeir snúist gegn fyrirhuguðum stómrkjunum á mið- hálendinu og beiti sér fyrir því að ósnortin náttúraauðlegð þess verði vemduð í þágu vistvænnar landnotk- unar. Að hvetja alla þá sem unna ís- lenskri náttúru til þess að berjast fyrir ofangreindum mai’kmiðum þar til fullur sigur er unninn.“ Á dagskrá verða ávörp og skemmtiatriði: Kórsöngur, tónlist, leikatriði, myndverk, ljóðalestur og fleira. Fundurinn stendur frá kl. 14-15.30 og er aðgangur ókeypis. Allir þeir sem koma fram leggja fram vinnu sína án endurgjalds. Veggspjald til styrktar málefninu verður til sölu á staðnum. Fundur um 1 beinþynningu LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og samtökin Beinvernd standa að sam- i'áðsfundi um beinþynningu, for- varnir og meðferð föstudaginn 27. nóvember nk. kl. 15-19 í Asgarði, sal Félags eldri borgara í Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík. í fréttatilkynningu segir: ,Á síð- Iustu árum hefur þekking á eðli og orsökum beinþynningar aukist verulega og miWar framfarir hafa orðið í sambandi við greiningu, for- varnir og meðferð. Landlæknisemb- ættið og samtökin Beinvernd gang- ast því fyrir fundi þar sem fjölmörg atriði varðandi beinþynningu verða kynnt og rædd ítarlega af sérfræð- ingum á þessu sviði. I framhaldi af fundinum er stefnt að því að semja ráðleggingar til leikra og lærðra i varðandi forvarnir og meðferð bein- j þynningar." Fundurinn er opinn öllu heil- brigðisstarfsfólki. Herrafatasýn- ing í Leikhús- kjallaranum HIN árlega herrafatasýning Herra- Ifataverslunar Kormáks og Skjaldar verður haldin fimmtudagskvöldið 26. nóvember í Þjóðleikhúskjallar- anum kl. 21. „Herramenn á öllum aldri sýna fallegan fatnað og landskunnir skörungar fara með söng, gaman- mál og karlmannlegan fróðleik. Sýrupolkasveitin Hringir ásamt gestum leikur séi-valið efni undir sýningunni,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Keppni um Herrafataverslunar ÍKormáks og Skjaldarbikarinn í ís- lenskri glímu fer nú fram í þriðja skipti. Orri Björnsson mun lýsa glímunni. Sýningin er í umsjá kaup- mannanna Skjaldar Sigurjónssonar og Kormáks Geirharðssonar, Ragn- ar Kjartansson verslunarstjóri lýsir fatnaði. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á randalínur. Allir velkomnir. IFræðslufundur um rauða úlfa FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Gigtarfélags íslands um rauða úlfa (lupus) verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Frummælandi verður di'. Krist- ján Steinsson og fjallar hann um Ínýjar rannsóknarniðurstöður og framtíðarverkefni um sjúkdóminn á íslandi. Að loknu erindi verða al- mennar umræðui' og fyrirspurnum svarað. Gengið út að Gróttu HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrh' gönguferð frá Hafnar- húsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20, vestur með ströndinni út á Snoppu við Gróttu. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Á leiðinni verður litið inn hjá Landhelgisgæsl- unni og ýmislegt skoðað sem tengist sögu hennar og starfsemi í dag. Allir eru velkomnh'. Vilja ekki áfeng- isauglýsingar FUNDUR foreldra siglfirski'a barna skorar á fjölmiðla og aðra auglýs- ingamiðla að bh'ta ekki áfengis- og tóbaksauglýsingar. Fundurinn skorar jafnframt á stjórnvöld að þau taki af allan vafa sem kann að vera á lögmæti banns við slíkum auglýsingum. Fundurinn hvetur alla foreldra í landinu og aðra, sem láta sig forvarnir gegn vímuefnum varða, að taka undir þessa áskorun. ■ „ÞINGFLOKKUR óháðra harmai' þá niðurstöðu sem varð á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknai'flokksins þar sem hafnað var tillögum um lög- fonnlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og um undirrit- un á Kyoto-bókuninni. Hér er um að ræða afar mikilsverð umhverfismál sem fjöldi fólks hefur látið sig varða og hafa þýðingu fyrh’ stöðu Islands á alþjóðavettvangi," segh' í fréttatil- kynningu. „Fyi'ir Alþingi liggja nú tillögur um bæði þessi efni og hefur þeim verið vísað til umhverfisnefnd- ar þar sem lagt er til grundvallar að Island gerist fullgildur aðili að Kyoto-bókuninni og ekki verði ráðist í orkufrekan iðnað á meðan slík stefna er í mótun. Tillaga þessi er komin til iðnaðarnefndar. Þess verð- ur að vænta að umræddar tillögur komi til afgreiðslu fyrr en seinna á Alþingi svo að skýr afstaða þingsins til þessara mála komi í ljós.“ LEIÐRÉTT Kátir karlar sungu í FRÉTT Morgunblaðsins í gær af afliendingu bjartsýnisverðlauna til aldraðra á flokksþingi Framsóknar- flokksins var rangt farið með nafn kórsins sem söng við það tækifæri. Kórinn heitir Karlakórinn káth- kai'I- ai' og er hann hluti af kór félagsstarfs aldraðra. Þetta leiðréttist hér með. Einar sat hjá VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um samþykkt bæjarstjórnar Hveragerðis, vill Einar Hákonarson bæjarfulltrúi taka fram að hann sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu um fjárstuðning til 10. bekly- ar grunnskólans standi nemendur sig vel í samræmdum prófum í vor. í FRÉTTIR Myndasýning frá suðurpólnum MYNDASÝNING frá skíðaleið- angri á suðurpólinn verður í Há- skólabíói fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl. 20. Leiðangurs- mennirnir Olafur Orn Haralds- son, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason sýna þar lit- skyggnur og kafla úr mynd- bandi. I fréttatilkynningu segir: „Nú er eitt ár liðið frá því að leiðang- urinn lagði upp í þessa 1.100 km löngu göngu og náði án utanað- komandi aðstoðar á suðurpólinn á nýársdag á þessu ári. Göngu- mennirnir þurftu að takast á við margvíslega erfiðleika, bæði andlega og líkamlega, en mestu farartálmar ferðarinnar voru fimbulkuldi, mótvindur og skafl- ar á auðnum Suðurskautslands- ins. Þegar nær dró suðurpólnum var færi afar þungt og súrefnis- skortur dró úr líkamskröftum. Það var stór stund að ná lang- þráðu takmarki og reisa íslenska fánann á suðurpólnum. En suður- póllinn sjálfur kom Ieiðangurs- mönnum á óvart bæði frá sjónar- miði náttúru og rannsókna sem þar eru stundaðar. Heimferðin reyndi líka á þolinmæði ferða- langanna því að illviðri hamlaði för þeirra heim til íslands.“ I anddyri Háskólabíós verður sýndur hluti af búnaði leiðang- ursmanna. Öllum er heimill að- gangur á meðan húsrúm leyfír. Aðgangseyrir er 600 kr. Jóla- kort SKB JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna í ár prýðir mynd eftir Braga Einarsson sem hefur sett merki félagsins í mjallarbúning. Jólakortin eru tvöföld, 105 mm á hæð og 147 mm á breidd. Þau kosta 80 kr. stykkið og eru fá- anleg á skrifstofu félagsins á Suð- urlandsbraut 6 í Reykjavík. Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar Tryggja verður tekjustofna við flutning til sveitarfélaga FULLTRÚAFUNDUR Landssam- taka Þroskahjálpar var haldinn á Flúðum dagana 13.-15. nóvember sl. Samhliða fulltrúafundinum var hald- ið málþing sem bar yfirskriftina: Þjónusta við fatlaða í upphafi nýrrar aldar og var umfjöllunin í ljósi þess að ákveðið hefur verið að flytja mál- efni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fjallað var um fyrirhugaðar breytingar á lögum um félagsþjón- ustu sveitai-félaga sem unnið er að á vegum félagsmálaráðuneytisins og réttindagæslu fatlaðra í því sam- hengi. Þá var rætt um ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu á landsvísu frá sjónarhorni sérfræðinga og neyt- enda. í ljósi breyttra tíma voru til umræðu nýjar áherslur í þjónustu við fatlaða, hvar tækifærin séu til framfara og hvað beri að varast. Til að auðvelda fólki sem er þroskaheft eða seinfært til þátttöku á fundinn var fluttur útdráttur úr öllum erindum á einföldu og auð- skildu máli. Fundurinn samþykkti ályktanh' þar sem mótmælt er harðlega skerð- ingu á lögbundnum tekjum Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra um meira en helming. Fundurinn álítur að verði fjárlagafrumvarpið óbreytt að lög- um, stefni það í óefni yfirtöku sveit- arfélaga á þjónustu við fatlaða. Fundurinn leggur sérstaka áherslu á að málefni fatlaðra verði ekki flutt til sveitarfélaganna nema þeim verði tryggðir tekjustofnai' til að sinna þeim á viðhlítandi hátt. Fundui'inn skorar á Alþingi að ákveða nýja dag- setningu fyi'ir yfirfærsluna og jafn- framt að félagsmálaráðherra leggi fram framkvæmdaáætlun um nauð- synlega uppbyggingu i málefnum fatlaðra, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn Itrekar þá skoðun sam- takanna að áður en af yfirtöku sveit- arfélaga á þjónustu við fatlað fólk geti orðið þurfi einnig að ti'yggja réttindagæslu og ráðgjafar- og sér- fræðiþjónustu þeim til handa. Fulltrúafundurinn skorar á stjórn- völd að ráðast í breytingar á örorku- bótum. Fundurinn telur að þeh' sem aðeins hafa örorkubætur til fram- færslu séu í raun og veru dæmdir frá fjölskyldulífi og eðlilegri þátttöku í samfélaginu. Fundurinn bendir á þá staðreynd að fjárframlög til velferð- armála eru mun lægri á Islandi en á öðram Norðui'löndum og álítur kjör öryrkja smánarblett á þjóðfélaginu. Fulltrúafundurinn vekur athygli á sérstökum vanda seinfærra og þroskaheftra foreldra og hvetur til að þeim sé veittur réttur og nægileg- ur stuðningur til að ala upp börn sín. Til heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra er beint þeirri áskorun að staðið verði við loforð um nýja og betri búsetu fyrir íbúa Kópavogs- hælis. Bent er á að mikið af húsnæði stofnunarinnar sé fjármagnað með sérstökum framlögum til málefna fatlaðra og því sé eðlilegt að Ríkis- spítalar kaupi húsnæðið þegar það er tekið til annarra nota. Rekstrarfé sé þegar til staðar og eðlilegt sé að það fylgi einstaklingunum í nýja bú- setu. Að lokum lagði fundurinn til að öllum fótluðum væri ti'yggt að minnsta kosti fjögurra ára nám í framhaldsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.