Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
FÓLK í FRÉTTUM
Gátu ekki beðið
LEIKKONAN Kate Winslet
giftist Jim Threapleton á
sunnudaginn var í enska bæn-
um Reading. Presturinn sagði
að giftingin hefði verið hin
venjulegasta þrátt fyrir stranga
öryggisgæslu í kirkjunni. Brúð-
hjónunum var vel tekið þegar
þau komu út úr kirkjunni og á
meðan þau kysstust voru þau
böðuð litríkum skrautborðum
sem gestirnir köstuðu yfir þau í
tilefni dagsins.
Winslet klæddist antíkhvítum
Givenchy-brúðarkjól sem var
alsettur perlum og á enninu
skartaði hún einnig perlubandi.
Hún sagði eftir að giftingin var
um garð gengin að „sér liði
stórkostlega". Winslet hitti eig-
inmanninn fyrst í Marokkó á
síðasta ári þegar hún var við
tökur á kvikmyndinni „Hideous
Kinky“ sem hefur enn ekki ver-
ið sýnd. í síðasta mánuði sagði
parið við fjölmiðla að þau hefðu
í hug að giftast, en brúðkaupið
yrði ekki fyrr en á næsta ári.
Þau gátu greinilegaekki beðið
svo lngi.
FRÆG sena úr myndinni Titanic, þar sem Kate Winslet og Leon-
ardo DiCaprio léku ástfangið par.
MYNDBÖND
Stanslaus
yfírkeyrsla
Ragnarök
(Armageddon)
H a s a r
★ >/2
Leikstjórn: Micheal Bay. Aðalhlut-
verk: Bruce Willis, Ben Affleck og
Liv Tyler. 151 mín. Bandarísk. Sam-
myndbönd, ndvember 1998. Bönnuð
innan 16 ára.
HEIMSENDIR er í nánd og eini
möguleiki mannkynsins til að lifa af
er harðjaxla- og rugludallateymi
Harry Stampers (Willis) sem vinnur
við að bora göt í
jörðina. Einvalalið
leikara fer með
helstu hlutverk í
myndinni, en auk
tæknibrellna er
það hennar eina
skrautfjöður. Frá-
sögnin er mein-
gölluð. Fyrri hlut-
inn er óvenju
klisjukenndur og væminn, meira að
segja af Hollywood stórmynd að
vera, og síðari hlutinn er einfaldlega
ótrúleg vitleysa. Takmark leiðang-
urs harðjaxlanna út í geim er að
granda smástirni sem stefnir á jörð-
ina. A leiðinni eru erfíðir áfangar,
og er hver þeirra byggður upp sem
brjálæðislegur hápunktur þar sem
leiðangursmenn sleppa á síðasta
sekundubroti frá ógurlegum hörm-
ungum. Þetta mynstur er endurtek-
ið aftur og aftur, ég veit ekki hvað
mörgum sinnum, þar til sjálfur
endirinn verður ómerkilegt bergmál
hápunktanna á undan. Steve
Buscemi tekst með hlutverki sínu
sem Rockhound aðeins að glæða
myndina kómískum sjarma, en það
nær ekki langt við að vega á móti
yfírkeyrðum klisjunum. Þetta er
hugsunarlaus tryllir sem skilur ekk-
ert eftir nema minninguna um popp
og kók.
Guðmundur Asgeirsson
Gras og aft-
ur gras
Taktu þátt í léttum jólaleik í Dagskrá
Morgunblaðsins í hverju blaði til jóla og
þú gætir unnið glæsileg verðlaun.
Hálfbakað
(HalfBaked)__________________
Gamanmynd
'k'kV-i
Framleiðsla: Robert Simonds. Leik-
stjórn: Tamra Davis. Handrit: Dave
Chappelle og Neal Brennan. Kvik-
myndataka: Steven Bernstein. Tón-
list: Alf Clausen. Aðalhlutverk: Dave
Cliappelle, Jim Breuer, Harland
Williams og Guillermo Diaz. 84 mín.
Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember
1998. Bönnuð innan 12 ára.
Það er einfalt að vera með: Á blaðsíðu 44 í Dagskránni 25. nóvember eru nokkrar léttar
spurningar um efni blaðsins. Ef þú svarar rétt átt þú kost á að vinna TAL 12 Slimlite
GSM-síma og TALkort eða matarkörfu frá verslunum 11-11.
Fyrir rétt svör í barnaþrautinni er hægt að vinna Sony Playstation-leikjatölvu frá Skífunni.
Nöfn allra þátttakenda fara í jólapott þar sem dregið er um glæsilega
iMac-tölvu frá Aco-Applebuðinni.
Taktu þátt í léttum leik og hver veit nema þú vinnir!
VIÐFANGSEFNI þessarar mynd-
ar er óvenju skýrt og afmarkað, hún
fjallar um maríjúana. Söguþráður-
inn er einfaldur og út í hött eins og
myndin öll. En
hún er líka drep-
fyndin. Mörgum
þekktum andlitum
bregður fyrir í
aukahlutverkum,
þ.á m. hinum
þekkta grasreyk-
ingamanni og kán-
trístjörnu Willy
Nelson. Það er
erfitt að negla niður nokkurn ákveð-
inn boðskap í myndinni, því fjallað
er um grasið af augljósri væntum-
þykju þótt víða sé að fínna ákveðnar
aðvaranir og ábendingar um nei-
kvæðar afleiðingar neyslunnar.
Leikarahópurinn er bráðskemmti-
legur þótt mikið sé gi’ipið til ofleiks
og vitleysisgangs. Þetta er þó allt í
samræmi við heildarsvip myndar-
innar og gengur vel upp. Þetta er
mynd sem kemur virkilega á óvart.
Guðmundur Asgeirsson