Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 FÓLK í FRÉTTUM Gátu ekki beðið LEIKKONAN Kate Winslet giftist Jim Threapleton á sunnudaginn var í enska bæn- um Reading. Presturinn sagði að giftingin hefði verið hin venjulegasta þrátt fyrir stranga öryggisgæslu í kirkjunni. Brúð- hjónunum var vel tekið þegar þau komu út úr kirkjunni og á meðan þau kysstust voru þau böðuð litríkum skrautborðum sem gestirnir köstuðu yfir þau í tilefni dagsins. Winslet klæddist antíkhvítum Givenchy-brúðarkjól sem var alsettur perlum og á enninu skartaði hún einnig perlubandi. Hún sagði eftir að giftingin var um garð gengin að „sér liði stórkostlega". Winslet hitti eig- inmanninn fyrst í Marokkó á síðasta ári þegar hún var við tökur á kvikmyndinni „Hideous Kinky“ sem hefur enn ekki ver- ið sýnd. í síðasta mánuði sagði parið við fjölmiðla að þau hefðu í hug að giftast, en brúðkaupið yrði ekki fyrr en á næsta ári. Þau gátu greinilegaekki beðið svo lngi. FRÆG sena úr myndinni Titanic, þar sem Kate Winslet og Leon- ardo DiCaprio léku ástfangið par. MYNDBÖND Stanslaus yfírkeyrsla Ragnarök (Armageddon) H a s a r ★ >/2 Leikstjórn: Micheal Bay. Aðalhlut- verk: Bruce Willis, Ben Affleck og Liv Tyler. 151 mín. Bandarísk. Sam- myndbönd, ndvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. HEIMSENDIR er í nánd og eini möguleiki mannkynsins til að lifa af er harðjaxla- og rugludallateymi Harry Stampers (Willis) sem vinnur við að bora göt í jörðina. Einvalalið leikara fer með helstu hlutverk í myndinni, en auk tæknibrellna er það hennar eina skrautfjöður. Frá- sögnin er mein- gölluð. Fyrri hlut- inn er óvenju klisjukenndur og væminn, meira að segja af Hollywood stórmynd að vera, og síðari hlutinn er einfaldlega ótrúleg vitleysa. Takmark leiðang- urs harðjaxlanna út í geim er að granda smástirni sem stefnir á jörð- ina. A leiðinni eru erfíðir áfangar, og er hver þeirra byggður upp sem brjálæðislegur hápunktur þar sem leiðangursmenn sleppa á síðasta sekundubroti frá ógurlegum hörm- ungum. Þetta mynstur er endurtek- ið aftur og aftur, ég veit ekki hvað mörgum sinnum, þar til sjálfur endirinn verður ómerkilegt bergmál hápunktanna á undan. Steve Buscemi tekst með hlutverki sínu sem Rockhound aðeins að glæða myndina kómískum sjarma, en það nær ekki langt við að vega á móti yfírkeyrðum klisjunum. Þetta er hugsunarlaus tryllir sem skilur ekk- ert eftir nema minninguna um popp og kók. Guðmundur Asgeirsson Gras og aft- ur gras Taktu þátt í léttum jólaleik í Dagskrá Morgunblaðsins í hverju blaði til jóla og þú gætir unnið glæsileg verðlaun. Hálfbakað (HalfBaked)__________________ Gamanmynd 'k'kV-i Framleiðsla: Robert Simonds. Leik- stjórn: Tamra Davis. Handrit: Dave Chappelle og Neal Brennan. Kvik- myndataka: Steven Bernstein. Tón- list: Alf Clausen. Aðalhlutverk: Dave Cliappelle, Jim Breuer, Harland Williams og Guillermo Diaz. 84 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Það er einfalt að vera með: Á blaðsíðu 44 í Dagskránni 25. nóvember eru nokkrar léttar spurningar um efni blaðsins. Ef þú svarar rétt átt þú kost á að vinna TAL 12 Slimlite GSM-síma og TALkort eða matarkörfu frá verslunum 11-11. Fyrir rétt svör í barnaþrautinni er hægt að vinna Sony Playstation-leikjatölvu frá Skífunni. Nöfn allra þátttakenda fara í jólapott þar sem dregið er um glæsilega iMac-tölvu frá Aco-Applebuðinni. Taktu þátt í léttum leik og hver veit nema þú vinnir! VIÐFANGSEFNI þessarar mynd- ar er óvenju skýrt og afmarkað, hún fjallar um maríjúana. Söguþráður- inn er einfaldur og út í hött eins og myndin öll. En hún er líka drep- fyndin. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir í aukahlutverkum, þ.á m. hinum þekkta grasreyk- ingamanni og kán- trístjörnu Willy Nelson. Það er erfitt að negla niður nokkurn ákveð- inn boðskap í myndinni, því fjallað er um grasið af augljósri væntum- þykju þótt víða sé að fínna ákveðnar aðvaranir og ábendingar um nei- kvæðar afleiðingar neyslunnar. Leikarahópurinn er bráðskemmti- legur þótt mikið sé gi’ipið til ofleiks og vitleysisgangs. Þetta er þó allt í samræmi við heildarsvip myndar- innar og gengur vel upp. Þetta er mynd sem kemur virkilega á óvart. Guðmundur Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.