Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 64
( ?flir
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Drögum næst
10. desember
.WL. HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Yfír sjö mánaða biðlisti hjá barna- og
unglingageðdeild vegna ofvirkra barna
stöðugt. Sextíu börn með hegðunar-
vandamál eða sem greinst hafa of-
virk eru nú á biðlista og eru þau yf-
irleitt á aldrinum 5 til 6 ára og upp í
um 12 ára. Deildin getur tekið í
meðferð tvö ný börn á mánuði
þannig að biðtíminn er nú lengri en
sjö mánuðir.
Betra aðgengi
og meiri vitneskja
Skýringuna á fjölgun segir Ólafur
margháttaða, svo sem aukna sjúk-
dómstíðni, betra aðgengi, umræðu
og vitneskju fólks um það hvar að-
stoð er að fínna. „Petta er líka
vegna þess að kostur þeirra aðila
sem fást við málin áður en þeim er
vísað til okkar, svo sem sérfræðinga
á stofum og skólasálfræðinga, hefur
þrengst. Fólk hefur nú orðið minni
möguleika á að leita til þessara aðila
og þeir geta ekki tekið við jafn-
mörgum og áður. Skólasálfræðingar
eru fáliðaðir og þyrftu að vera fleiri
en hlutverk þeirra er einkum grein-
ing en síður meðferð. Sérfræðingar
á eigin stofum anna heldur ekki
þessu aukna álagi,“ segir Ólafur
meðal annars og segir almennt
aukna ásókn í þjónustu barna- og
unglingageðdeildarinnar. Hann
sagði deildina eiga að sinna erfið-
ustu tilfellunum sem sérhæfðasta
stofnunin á þessu sviði en aðrir aðil-
ar ættu að geta sinnt ákveðnum
hluta þessa vanda, t.d. heilsugæsl-
an.
Þá segir Ólafur að ríkisvaldið
gæti látið almannatryggingar taka á
sig hluta af kostnaði við viðtöl og
meðferð hjá sálfræðingum á eigin
stofum en þær taka engan þátt í
slíkum kostnaði í dag.
Ólafur Ó. Guðmundsson sagði að
í nýlegri skýrslu til heilbrigðisráð-
herra um stefnu í geðheilbrigðis-
málefnum væri m.a. nefnt sem for-
gangsatriði að sinna þyrfti' betur
geðheilbrigðisþjónustu við ung-
menni. Þar er einnig bent á þá leið
að koma á meiri geðheilbrigðis-
þjónustu á heilsugæslustöðvum.
Forseti ræðir hlutverk forsetaembættis og stækkun NATO í sænsku blaðaviðtali
Utanríkisráðherra ósam-
þykkur túlkun forseta
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segist ekki kannast við að
sjónarmið Islendinga varðandi
stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO) séu óvinsæl meðal stjórn-
(j^y^ilda í Þýskalandi og Bandaríkjun-
um. I viðtali, sem birtist í Svenska
Dagbladet í gær, segir Ólafur Ragn-
ar Grímssonj forseti Islands, að sú
áhersla sem Islendingar leggi á aðild
Eystrasaltsríkjanna að NATO eigi
ekki alls staðar upp á pallborðið.
„Það liggur ljóst fyrir að skoðanir Is-
lendinga eru ekki sérlega vinsælar í
Washington og Bonn, en þar vilja
menn bíða og sjá,“ segir Ólafur
Ragnar m.a. í viðtalinu.
Forseti segist ávallt hafa lagt
áherslu á nauðsyn þess að gefa
Eystrasaltsríkjunum tækifæri á að-
ild er hann hafi átt fundi með erlend-
um stjórnmálamönnum. Annað væri
einungis viðurkenning á því að Sov-
étríkin væru enn við lýði.
Halldór Asgrímsson segir í sam-
tali við Morgunblaðið, að hann kann-
ist ekki við þessa afstöðu þýskra og
bandarískra stjórnvalda. „íslenska
stjómin hefur átt mjög náið og gott
samstarf um stækkun NATO við
Bandaríkjastjórn, sem hefur verið
ánægð og þakklát fyrir framlag ís-
lendinga í þeim efnum.“
Hefur lýðræðislegt;
umboð
í viðtalinu við Svenska Dagbladet
er Ólafur Ragnar einnig spurður
hvort þátttaka hans í pólitískri um-
ræðu sé ekki á skjön við stjórnar-
skrá íslands. Hann svarar því til að
hann sé kjörinn beinni kosningu af
þjóðinni og hafi því lýðræðislegt um-
boð. Síðan segir Ólafur Ragnar:
„Það er ekki til nein ein uppskrift að
starfssviði mínu. En ef forseti tekur
ekki þátt í þeim umræðum, sem
snerta fólk, gæti það spurt: Hvaða
tilgangi þjónar hann?“
Á blaðamannafundi í gær var Ólaf-
ur Ragnar spurður frekar út í þessi
ummæli í viðtalinu. I máli forseta
þar kom fram að hann liti ekki svo á
að síðustu forsetakosningar hefðu
verið pólitískar. Hann hefði heldur
ekki verið að leggja til endurskoðun
forsetaembættisins heldur benda á
að eðlilegt væri að stöðugt færui
fram umræður milli forseta og þjóð-
arinnar um inntak embættisins.
Hlutverk forseta
nægilega skýrt
Halldór Ásgrímsson segist telja að
hlutverk forseta Islands sé nægilega
skýrt í stjórnarskránni og ekki þörf
á endurskoðun þess. ísland sé þing-
ræðisríki og það feli í sér ákveðna
verkaskiptingu. Ljóst sé að ríkis-
stjórnin og utanríkisráðherra fyrir
hennar hönd beri ábyrgð á utanríkis-
málum. Hann segist þó ekki telja
óeðlilegt að forseti tjái sig um utan-
ríkismál í opinberum heimsóknum.
,A-ðalatriðið er að það sé samræmi í
þeim sjónarmiðum sem forsetinn
setur fram og sjónarmiðum ríkis-
stjórnarinnar,“ segir utanríkisráð-
herra.
■ Bandarfkin/33
MIKIL fjölgun hefur orðið á nýjum
málum sem vísað er til bama- og
unglingageðdeildar Landspítalans
frá síðasta ári eða úr 350 í fyrra í
500 í ár. Stór hluti þeirra snýst um
böm sem eiga í hegðunarerfiðleik-
um og hafa jafnvel verið greind of-
virk. Um 60 börn með slík einkenni
era nú á biðlista og er útlit fyiir að
þau þurfi að bíða eftir meðferð í allt
að sjö mánuði.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir barna- og unglingageðdeild-
ar Landspítalans, segir að þrátt fyr-
ir að tekist hafi að auka mjög afköst
á deildinni varðandi greiningu og
meðferðarúrræði hafi deildin ekki
undan þegar tilfellum fjölgar
FLT-PICA
Heiðursvörður kannaður
KARL Gústaf Svíakonungur og Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, kanna heiðursvörð líf-
varðasveitar konungs í Stokkhólmi í gær, á fyrsta
degi opinberrar heimsóknar forsetans til Svíþjóðar.
Ólafur Ragnar hitti meðal annars Göran Persson,
forsætisráðherra Svíþjóðar, að máli og bauð íslend-
ingum til móttöku á Nordiska museet. Dagurinn í
dag verður helgaður sænsku og íslensku viðskipta-
lífi og forsetinn heldur sænsku konungshjónunum
veislu.
■ íslenskir hestar/32
Hægt að taka
inn tvö ný
börn á mánuði
Rekstur Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins
Afkoman batnaði um 222
milljonir frá síðasta ári
Morgunblaðið/RAX
Líflegar heyrúllur
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi Flugleiða og dótturfélaga eft-
ir skatta nam 349 milljónum króna
fyrstu níu mánuði ársins en var á
sama tíma í fyrra 127 milljónir
( króna. Afkoman af reglulegri
rítarfsemi Flugleiða og dótturfé-
laga eftir skatta batnar því um 222
milljónir króna, eða 274% fyrstu
níu mánuði ársins frá því á sama
tíma í fyrra.
Hagnaður af heildarstarfsem-
inni fyrstu níu mánuði ársins
minnkaði um 35% frá sama tíma-
- bili í fyira, er 339 milljónir króna
en var á sama tíma í fyrra 519
milljónir króna. Á samanburðar-
tímabilinu í fyrra féll til um 392
milljóna króna söluhagnaður, fyrst
og fremst vegna flugvélasölu. Ekki
er sambærilegur söluhagnaður í
níu mánaða reikningsskilum fyrir
þetta ár. Fyrstu sex mánuði ársins
nam tap Flugleiða 1.578 milljónum
króna.
Talsverð viðskipti voru með bréf
Flugleiða á Verðbréfaþingi Islands
í gær, eða fyrir 62 milljónir króna.
Síðustu viðskipti voru á genginu
3,26 sem er 0,6% lækkun frá síð-
asta viðskiptadegi. Gengið fór
hæst í 3,43 og lægst í 3,15 í við-
skiptum með bréf félagsins á Verð-
bréfaþingi í gær.
Stjórn Flugleiða samþykkti í gær
samning sem gerður hefur verið
um sölu Boeing 737-400 flugvélar
til bandarískra aðila sem afhent
verður nýjum eiganda í desember.
Áætlaður 350 milljóna króna sölu-
hagnaður vegna hennar kemur til
tekna á fjórða ársfjórðungi.
Gert er ráð íyrir að hagnaður
verði af heildarstarfsemi Flugleiða
á árinu vegna söluhagnaðar af flug-
vélinni.
■ Afkoma Flugleiða/18
HEYRÚLLURNAR eru ólíkt líf-
legri þegar andlit hafa verið mál-
uð á þær en án þeirra. Ekki mun
óalgengt að vegfarendur geri hlé
á för sinni um Fáskrúðsfjörð, þar
sem myndin var tekin, til að virða
þær fyrir sér. Krökkunum finnst
líka gaman að hnoðast í rúilunum.