Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 10
I
...... j
10 B SUNNUDAGUR10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ
AF EINHVERJUM ástæð-
um tók langan tíma að gera
mína menn, strákana í IBK,
að íslandsmeisturum í
fyrsta skipti. Það takmark
náðist 1964 og ég man að
okkur í Keflavík fannst við
hafa sigrað heiminn. Öllum.
Við vorum aðal. Það var ekkert
annað að gerast í veröldinni og okk-
ar maður var Óli B. Jónsson, þjálf-
ari liðsins þetta árið.
Þetta var mikil upphefð, vegna
þess að við sem bjuggum þarna
suður með sjó höfðum aldrei verið
nálægt því að vinna nein afrek í
boltanum. Enda varð þetta til þess
að allt krakkagerið í bænum hellti
sér út í fótbolta. Við stelpurnar
byrjuðum að vísu að æfa úti á
Svínavelli við hliðina á eina svína-
búinu í bænum, velli sem var allur í
þúfum og á voru götótt mörk. Is-
landsmeistaravöllurinn var hinn
helgi staður karlpeningsins sem
aftur stóð sig með prýði í meistara-
flokki árið eftir. En svo hætti Óli B.
og Islandsmeistarabikarinn fór á
flakk - annað. Mínir menn sneru
sér að poppinu.
En Óli B. gerði fleiri garða fræga
en lítinn túnfót suður með sjó, því
það má segja að hans knattspyrnu-
saga sé ein óslitin sigurganga í tutt-
ugu og sjö ár.
Óli B. vann sinn fyrsta íslands-
meistaratitil árið 1941. Hann var þá
leikmaður hjá KR sem hann lék
með í ein 13 ár, síðast árið 1949,
enda urðu KR-ingar þá íslands-
meistarar. Þá var Oli orðinn þjálf-
ari meistaraliðsins, en hafði áður
þjálfað yngri flokkana sem hann
átti efth’ að hitta í eldri útgáfu síð-
ar.
„Eg tók að mér að þjálfa yngri
flokkana um leið og ég var að æfa
sjálfur," segir Óli, þegar við setj-
umst niður á fallegu heimili hans
við Kleppsveginn, „og það gerði ég
fyrir ekki neitt. A þeim tíma þótti
sjálfsagt að menn gerðu þetta af
hugsjón.
En einn dag árið 1944 var ég
staddur í veiðarfæraversluninni
Geysi. Þá birtast allt í einu Erlend-
ur Pétursson og Kristján Gestsson
sem var með verslunina Haraldur
Árnason. Eg sá strax á þeim að það
7
Oli B. Jónsson er einn þeirra manna sem
-------------------------7----------------
segja má að hafí kennt Islendingum að
leika knattspyrnu á heimsmælikvarða.
----------------------7-------------------
Hann á að baki fjölda Islandsmeistaratitla,
bæði sem leikmaður og þjálfari. Súsanna
Svavarsdóttir hitti Ola B. á dögunum og
spjallaði við hann um knattspyrnuna,
þjálfarahlutverkið og lífshlaupið.
Ljósmynd/Brynjar Gauti
BRÆÐURNIR Óli B., Guðbjörn, Hákon og Sigurjón Jónssynir.
„Við erum fjórir bræðurnir og höfum allir
orðið íslandsmeistarar í meistaraflokki í
KR. Við vorum þrír saman í liðinu 1943,
og urðum íslandsmeistarar það ár. For-
eldrar okkar fengu einu sinni verðlaun
fyrir það að eiga svona marga duglega
stráka sem voru í íþróttum.
stóð eitthvað mikið til, því Kristján
fór að laga á mér bindið. Hann
gerði það alltaf þegar hann þurfti
að fá mig á sitt band. Svo spyrja
þeir hvort ég sé til í að fara að
þjálfa meistaraflokk. Eg bað um
umhugsunarfrest í einn sólarhring.
Þá sagði ég þeim að ég skyldi taka
þetta að mér en fyrst vildi ég fara á
Iþróttakennaraskóla Islands á
Laugarvatni. Þeir samþykktu það
og þar var ég í eitt ár, lauk prófi
1946.“
Ég treysti því að þú
standir þig vel
„Sumarið sem ég lauk náminu
var enskur þjálfari hjá KR. Ég
hafði alltaf verið sóttur á Laugar-
vatn til að keppa en þessi þjálfari
var nýr og þekkti mig ekki. Þá var
Björgvin Schram formaður knatt-
spyrnudeildar. Fyrir fyrsta leikinn,
sem ég tók þátt í, sagði hann við
mig: „Ég treysti því að þú standir
þig vel, vegna þess að þjálfaranum
er illa við að taka mann sem hann
hefur aldrei séð.“ En þegar leikur-
inn var búinn, kom Björgvin aftur
til mín og sagði að þjálfarinn hefði
sagt: „Ef við hefðum tvo svona
menn, þá gætum við unnið alla.“ En
þetta var bölvað puð hjá mér,
vegna þess að ég þurfti alltaf að
vera kominn aftur á Laugarvatn
fyrir miðnætti og svo í sund klukk-
an átta næsta morgun, jafnvel allur
skrámaður."
Svo var það árið 1949 að Óli lék
sinn síðasta leik. En hvers vegna
hætti hann?
„Það var vegna þess að hin félög-
in voru óánægð með að ég væri
þjálfarinn og léki líka með. Ég
hafði þá verið þjálfari meistara-
flokks 1948 og 1949 og leikið með
bæði árin.“
Var eitthvað sem bannaði það?
„Nei, en þannig var það ekki hjá
hinum félögunum og þess vegna
vildu þau ekki að KR-ingar hefðu
þennan háttinn á. Ég tók það hins
vegar upp hjá sjálfum mér að
hætta. Þá var ég búinn að prófa
nokkra sem gætu fyllt stöðuna
mína og fann manninn. Það var
Hörður Felixson."
En Óli B. hafði hreint ekki kvatt
KR-inga og það sem meira er,
bræður hans hafa allir komið þar
við sögu.
„Við erum fjórir bræðumir og
höfum allir orðið Islandsmeistarar í
meistaraflokki í KR. Við vorum
þrír saman í liðinu 1943, og urðum
Islandsmeistarar það ár. Foreldrar t
okkar fengu einu sinni verðlaun
fyrir það að eiga svona marga dug- i
lega stráka sem voru í íþróttum. |
Svo áttum við systur sem var líka í
íþróttum." Þess má líka geta að Óli
á tvo syni og annar þeirra, Jón
Már, lék með meistaraflokki KR í
nokkur ár. Það má því segja að fjöl-
skyldan hafi verið mikill burðarás í
þessu íþróttafélagi.
Dugði ekkert
annað en járnagi
Árið 1948, þegar Óli tekur við 1
þjálfun meistaraflokks hjá KR J
verða þeir Islandsmeistarar og síð-
an aftur árin 1949 og 1950.
„En árið 1947, þegar ég hafði
lokið vertíðinni hér, fór ég til Eng-
lands pg var hjá Queen Parks Ran-
gers. Ég fylgdi eftir öllum æfingum
hjá þeim ogpkrifaði niður allt sem
þeir gerðu. Ég kom heim rétt fyrir
jólin og var þá með heilmikið safn g
af æfingum sem ég var búinn að ná fj
Ekki var þessi aðferð stunduð 1
meðal knattspyrnuþjálfara á þess-
um tíma, en ðli B. hélt þessum sið
árum saman og hefur sótt fjölda
námskeiða og var stöðugt að endur-
nýja þekkinguna.
„Þarna úti sá ég að það dugði
ekkert annað en járnagi. Ég rak
strákana umsvifalaust heim, ef þeir
fóru ekki nákvæmlega eftir því sem j
ég sagði. Ef ég hóstaði, þá hrukku
þeir í kút.“
Enda leið ekki á löngu þar til Óli
B. var beðinn um að taka að sér
þjálfun landsliðsins í knattspyrnu.
„Ég tók við landsliðinu 1951 og
það ár unnum við Ólympíumeist-
ara Svía á Melavellinum, 4:3. Rík-
harður Jónsson frá Akranesi gerði
öll fjögur mörkin. Hann var
óhemju góður knattspyrnumaður
og hefði getað komist í erlend lið,
en hann fór ekki. Hvers vegna,
veit ég ekki. En þetta var pumar |
stórra sigi-a fyrir okkur Islend- *
inga, því á sama tíma unnum við