Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í norðausturhorni Portúgals
er lítt þekktur hæðóttur
þjóðgarður. „Landið kalda“,
Terra fria, kalla Portúgalir
þetta bakland þar sem um
9000 manns búa í um 90 litl-
um þorpum. Þetta er af-
skekkt veröld, staður sem
samtíminn veit ekki af og
------------------------7---
peningar virðast forðast. Ibú-
arnir segja að styrkjakerfi
Evrópubandalagsins nái ekki
til frumstæðs landbúnaðarins
sem þeir lifa á. Einar Falur
Ingólfsson ferðaðist um
Montesinho þjóðgarðinn.
/
IDÆGURLAGI nokkru segir að gleymdur
tími sé glataður þar til hann finnst. Það má
hæglega heimfæra á fólkið sem býr í
Montesinho þjóðgarðinum í hæðunum nyrst
í Portúgal. Því þótt Portúgalir séu almennt
að ná öðrum íbúum Evrópu hvað lífsgæði
snertir, og hagvöxtur sé mikill í landinu, þá hafa
þau áhrif ekki náð til fátækra bændanna nyrst í
Trás-os-Montes héraði. Samruni Evrópu og
hagsældin hafa ekki enn fundið þetta fólk og
leyst það úr viðjum annars fyrndra lífshátta.
Þjóðgarðurinn var stofnaður fyrir tíu árum
en er samt lítt kunnur og lítið kynntur fyrir er-
lendum ferðamönnum. Er það meðvituð ráð-
stöfun; markmið stjómvalda er að vemda gróð-
urríkið og jafnvægið í einföldu mannlífi svæðis-
ins. íbúamir eru þannig að vissu leyti varðveitt-
ir heima í héraði og reynt að halda umheiminum
frá þeim, meðal annars með því að takmarka
upplýsingar um svæðið og margbreytilega
möguleika þess.
En það er þó ekki svo að engir ferðamenn viti
af þjóðgarðinum. Að sumarlagi er hann nefni-
lega áfangastaður margra portúgalskra fjöl-
skyldna í helgarferð. Þá má víða sjá fólk í laut-
arferð eða að spjalli við bændur, gjaman við
verslunina í sendibílnum sem fer á milli flestra
þorpanna því þau em of fámenn til að kjörbúð
geti borgað sig.
Ibúamir í Montesinho þjóðgarðinum eru eitt-
hvað um 9000 og búa í rúmlega 90 þorpum. Á
milli þorpanna hlykkjast mjóir en víðast hvar
malbikaðir vegir; þorpin em jítil og hverfast
oftast nær um hlaðna kirkju. Ibúðar- og gripa-
hús renna síðan oft út í eitt og allsstaðar era ux-
ar og asnar og sauðfé. Dráttarvélar og bifreiðar
eru sjaldgæf sjón. Hinsvegar eru hrísbúntin
myndarleg við húsin og víða í stöflum uppi um
hlíðar og ása, nauðsynleg til upphitunar enda
verða vetumir kaldir á þessu svæði.
Eldra fólk er í meirihluta, sérstaklega í af-
skekktustu þorpunum. Skólabflar silast á milli
byggðanna og sameina börn í skólana í stærstu
þorpunum; síðar taka sum barnanna við fá-
breytilegum búskapnum en það er frekar und-
antekning; eins og annarsstaðar leita þau uppi
tækifæri utan fjallanna, nám og störf sem fela í
sér ávísun á öragga framtíð.
I kyrrð sinni og framandleika er Montesinho
skemmtilegur viðkomustaður ferðalanga sem
fara akandi um héruð Portúgals; ferðalanga
sem vilja kynnast fleiru en strandsvæðunum
fyrir sunnan er íbúar norðurhéraðanna fullyrða
að séu ekki lengur hið raunverulega Portúgal.
En Montesinho er raunverulegt svæði. Og
ferðalangurinn getur til dæmis haldið til í litlu
héraðsborginni Braganca og farið í dagsferðir
þaðan og kannað þjóðgarðinn og vinsamlegt
mannlífið innan hans. Þá er Montesinho
draumasvæði þeirra sem fara um á fjallahjólum
eða ganga, og slá upp tjöldum þegar líður á
kvöldið, eða falast eftir gistingu í þeim gistihús-
um sem finnast á svæðinu.
■
llsfliPS*
lifsSÍfis#
DYTTAÐ að vegarkanti við eitt þorpið; haki og skóflur eru áhöldin sem karlmennirnir nota,
vélvæðingin hefur ekki teygt langa anga sína til Montesinho.
í EINU þorpa þjóðgarðsins,
korti, hafa nokkrir íbúar 1
bermorgni og slátrað mynd
innyffum er skipt á mi