Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þorrinn
og súrinn
framundan
ÞAÐ er liðlega vika í að þorri
byrji, en sagt er að þjóðlegir sæl-
kerar séu þegar komnir með
vatn í munninn af tilhugsuninni
um súrmetið, sem þeir eiga í
vændum eftir bóndadaginn. Sum-
ir eru farnir að taka forskot á
sæluna og gæða sér á mysulegn-
um sauðfjárinnyflum og öðru
góðgæti þótt mörsugur sé enn
ekki allur. A veitingastaðnum
Múlakaffí vaka hvítklæddir
kokkar yfír súrnum.
Morgunblaðið/Ásdís
RANNSÓKN á fjórum innbrotum í
tölvukerfi einstaklinga og fyrir-
tækja af sjö sem kærð voru á síð-
asta ári er lokið hjá efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra, en ekki
verður gefín ákæra út í þeim. Þá
bíður mál frá árinu 1997 og varðar
innbrot í tölvukerfi íslenska
menntanetsins ákvörðunar um
ákæru. Allir þeir sem eiga hlut að
máli eru á aldrinum 13-17 ára.
Að sögn Amars Jenssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns hjá efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra,
upplýstist í þremur þessara mála
frá í fyrra hverjir brutust inn. í einu
þeirra er um að ræða unglinga sem
eru undir sakhæfisaldri og í tveimur
er um að ræða 17 ára dreng. Meint
brot hans var ekki talið uppfylla
skilyrði sem lögin um eignarspjöll
eða nytjastuld setja fyrir refsingu
þar sem brotsþoli varð ekki fyrir
tjóni.
I einhverju af þessum málum var
m.a. tölvupóstur skoðaður en slíkt
verður ekki að opinberu máli, held-
ur flokkast til einkarefsimála, að
sögn Amars. Sagði hann að þegar
eignarspjalla- og nytjastuldsákvæð-
um laga var breytt á síðastliðnu ári
og líka grein um friðhelgi einkalífs
hafi löggjafinn ákveðið að ganga
ekki alla leið, eins og t.d. flest lönd í
kringum okkur hafa gert, og gera
það að opinberu refsimáli ef einhver
brýst inn í tölvukerfi annarra og
skoðar þar tölvupóst.
í fjórða málinu frá í fyrra sem
rannsókn er lokið á tókst hvorki að
upplýsa innbrotsaðferðina né hver
að verki var. Er ástæðan sú að sam-
skiptaskráningarbúnaður netþjón-
ustuaðilans var svo takmarkaður að
13-17 ára ungling-
ar að verki í öllum
málunum
ekki reyndist unnt að rekja hvaðan
aðilinn kom í gegn og inn á tölvu
þess sem fyrir tjóni varð.
Málin þrjú sem enn em óupplýst
eru innbrot í tölvukerfi Garðaskóla
sl. haust, innbrot í tölvukerfi ein-
staklings og í tölvukerfi netþjón-
ustuíyrirtækis úti á landi.
Allir sakborningarnir
á aldrinum 13-17 ára
,AIhr þeir sem em granaðir og
allir þeir sem em sakborningai- í
þessum málum era á aldrinum
13-17 ára. Þegar maður fer inn á
heimili þessara krakka til þess að
gera húsleit, leggja hald á tölvur -
og þarf jafnvel að handtaka þá og
færa til yfirheyrslu - koma foreldr-
arnir yfirleitt alveg af fjöllum. Þeir
átta sig engan veginn á þessum hlut-
um. Og þeir fylgja í rauninni ekki
unglingunum eftir í tölvumálum, era
langt á eftir þeim í þessum hugsun-
arhætti; átta sig engan veginn á að
það sé hugsanlegt að þeir séu að
stunda þessa iðju,“ sagði Amar.
Hann sagði að skilaboð um siðaregl-
ur og lögmál til unglinganna, kyn-
slóðarinnar sem alist hefði upp við
tölvur og sæi þennan heim í allt öðra
ljósi heldur en foreldrarnir, kæmu
ekki frá foreldranum, nema í undan-
tekningartilvikum. „Við höfum rek-
ist á það líka, að fræðslu um siða- og
bannreglur vantar nánast alveg í
tölvunámi í grunnskólum og fram-
haldsskólum. Það virðist eins og
skoríi skilaboð til unglinganna, sem
era að tileinka sér þennan nýja
heim, um hvað má og hvað má ekki,“
sagði Arnar Jensson.
Fjögur innbrot í tölvu-
kerfi í fyrra upplýst
Fyrrverandi sýslu-
maður á Akranesi
7,9 milljóna
skaðabóta-
krafa á hend-
ur ríkinu
MUNNLEGUR málflutningur
Jóns G. Tómassonar ríkislög-
manns um frávísunarkröfu í
skaðabótamáli, sem Sigurður
Gizurarson, fyrrverandi sýslu-
maður á Akranesi, hefur höfðað
gegn ríkinu, dómsmálaráðherra,
fyrir að flytja sig úr embætti
sýslumanns á Akranesi til Hólma-
víkur, hefst í dag í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Dómkrafa Sigurðar
er sú að staðfest verði með dómi
að honum verði dæmdar 7 milljón-
h’ króna úr ríkissjóði fyrir miska,
sem dómsmálaráðherra olli hon-
um með ákvörðun sinni, áreitni og
ærumeiðingum og tilræði er henni
tengjast.
Þá hefur Sigurður höfðað mál á
hendur dómsmálaráðhera fyrir
áminningu, sem ráðherra veitti
honum fyrir meðhöndlun hans á
sektarinnheimtu Þórðar Þórðar-
sonar á Akranesi. Rrefst Sigurður
þess að áminningin verði felld úr
gildi og að sér verði greiddar 900
þúsund krónur í skaðabætur. Sig-
urður mun sjálfur flytja mál sitt
fyrir dómi.
Ok utan í vegg í
veggöngum
ÖKUMAÐUR sendiferðabifreiðar
slapp ómeiddur er hann ók utan í
vegg vegganganna í gegnum Ai-n-
ameshamar við Skutulsfjörð á
leiðinni til Súðavíkur frá ísafirði í
gærmorgun. Hálka var þegar
óhappið vildi til. Þegar lögregla
kom á vettvang var ökumaður
kominn út úr bifreiðinni, sem
reyndist lítið skemmd.
Umferðaróhöppum hefui’ fækk-
að mjög við göngin eftir að þau
voru breikkuð fyrir tveim áram,
að sögn lögreglu, en þó mun eitt-
hvað um það að menn „hitti ekki á
gatið“ í hálku, eins og sagt er um
óhöpp við göngin.
Göngin, sem era 35 metra löng,
voru grafin árið 1948 og eru elstu
göng landsins.
Vinnuslys í
Kringlunni
TVEIR menn slösuðust við störf
sín í Rringlunni í gærmorgun
þegar 5 tonna svalaeining, sem
þeir voru að saga, féll undan þeim
með þeim afleiðingum að menn-
irnir ásamt steinsög, sem þeir
notuðu við verkið, féllu rúma þrjá
metra til jarðar.
Mennirnir voru fluttir á slysa-
deild Borgarspítalans þar sem
meiðsl jieiira voru könnuð. Fékk
annar þeirra að fara heim fljót-
lega eftir rannsókn, en hinum,
sem hlaut beinbrot, var haldið
lengur til frekari rannsókna. Að
sögn læknis sluppu báðir menn-
irnir þó ótrúlega vel og fór betur
en á horfðist.
Akærumálum
fjölgað og gjald-
þrotaskiptum
fækkað
í HEILDARYFIRLITI mála á
tímabilinu 1993-1998 hjá Héraðs-
dómi Reykjaness kemur fram að
ákærumálum hefur fjölgað á
tímabilinu úr 308 í 1.044, þar með
talin 630 sektarboð. Þá fækkaði
gjaldþrotaskiptum umtalsvert á
tímabilinu og voru 393 í árslok
1998.
Flest voru gjaldþrotaskipti árið
1994, eða 667, og fæst í árslok
1997, eða 321. Óafgreidd ákæra-
mál í árslok 1998 vora mun færai
en í árslok undanfarinna ára. Mál-
in voru 14 talsins í árslok 1998, en
til samanburðar vora þau að með-
altali 31 í árslok 1993-1997. Þá
hefur málum afgreiddum á venju-
legu þingi fækkað úr 1.859 í 1.300
síðan 1993.
Tekinn með 80
grömm af hassi
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók tæplega tvítugan mann í Þing-
holtunum í fyrrinótt með 80
grömm af hassi. Hann var færður
í fangageymslur og yfirheyrður í
gær og telst málið upplýst af hálfu
lögi-eglu.
Maðurinn hefur ekki komið við
sögu lögreglu áður vegna fíkni-
efna en lögreglan þekkti hann
vegna tengsla hans við önnm- af-
brot. Söluverðmæti fíkniefnanna
er um 120 þúsund krónur.
A gjörgæslu
eftir bílveltu
KARLMAÐUR liggur á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans eftir
bflveltu á Suðurlandsvegi við
Hólmsá á þriðjudagsmorgun.
Maðurinn, sem ók jeppa, fór
eina veltu út af veginum og
kastaðist út úr bflnum og var flutt-
ur á Borgarspítalann til aðgerðar
með alvarleg meiðsl á hrygg. Bfl-
belti vora ekki notuð og jeppinn er
talsvert skemmdur og var dreginn
á brott með kranabifreið.
Grunur um
nauðganir eftir
neyslu svefnlyfja
GRUNUR leikur á að dæmi séu um að svefn-
lyfi sem inniheldur efnið flunitrazepam hafi
verið laumað í áfengi stúlkna og þeim hafi síð-
an verið nauðgað. Eyrún Jónsdóttir, forstöðu-
maður á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir að þessi grun-
ur hafi ekki verið staðfestur, en allmargar
stúlkur hafi leitað til deildarinnar og haft
þessa sögu að segja. Talsverð umræða hefur
verið í Svíþjóð um misnotkun af þessum toga.
„Það era talsvert mörg mál sem hafa komið
til okkar þar sem konur staðhæfa að þær hafi
orðið fyrir nauðgun eftir að svefnlyfi var
laumað í glas þeirra. Miðað við einkenni og
annað gæti þetta vel hafa átt sér stað. Við get-
um hins vegar ekki staðfest þetta nema hafa
sýnt fram á þetta með mælingu. í hvert skipti
sem kemur upp mál um svona misnotkun lát-
um við gera lyfjamælingu, en við höfum ekki
getað staðfest þetta. Það ber að hafa í huga að
lyfið er horfið úr líkamanum sólarhring eftir
að þess er neytt og það er oft þannig að konur
treysta sér ekki til að koma strax til okkar.
Lyfjamælingar era dýrar og við látum ekki
gera þær nema það sé hugsanlega hægt að
finna þetta,“ sagði Eyrún.
Eyrún sagði að það yrði að hafa í huga að
áfengi færi mjög misjafnlega í fólk. Fólk gæti
dáið áfengisdauða af tiltölulega litlu magni af
áfengi. Aldur, hæð, þyngd og ástand konunn-
ar skipti máli varðandi áhrif áfengisins á hana.
Það væri því í sumum tilvikum erfitt að full-
yrða að það væri eitthvað annað en áfengið
sem væri valdur af minnisleysinu. Það væri
ekki síður algengt að konur hefðu verið þving-
aðar til að drekka áfengi og verið misnotaðar
á eftir.
Minnisleysi þrátt fyrir
litla drykkju
Þórunn Þórarinsdóttir, hjá Stigamótum,
sagði að nokkrar konur hefðu leitað til Stíga-
móta vegna grans um að þær hefðu verið mis-
notaðar eftir að svefnlyf var sett út í áfengi
sem þær drakku. Eins hefðu nokkrar konur
hringt í Stígamót vegna svona tilvika án þess
að það hefði leitt til þess að þær kæmu í við-
töl. Þórunn sagði því erfitt að fullyrða um
fjölda málanna en þau væra nokkur.
Þórann sagði að konurnar hefðu sömu sögu
að segja. Þær segðust hafa upplifað algjört
minnisleysi. Þær muni einungis að þær hefðu
verið á tilteknum stað með vínglas og síðan
rönkuðu þær við sér án þess að hafa hugmynd
um hvað þær hefðu verið að gera. í einstökum
tilvikum hefði þetta óminni átt sér stað þrátt
fyrir að konurnar væra með sitt fyrsta glas.
Staðfest hefði verið á Neyðarmóttöku að kon-
ur, sem hefðu þessa sögu að segja, hefðu orðið
fyrir nauðgun.
Takmarkanir á notkun lyfsins
Guðrún Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
Lyfjaeftirlits ríkisins, sagði að lyf sem inni-
héldu flunitrazepamsem væra flokkuð sem
ávana- og fíkniefni. Meðferð lyfsins tæki mið
af því. Lyfið hefði verið á markaði hér á landi
í um 20 ár. Strax í upphafi hefðu heilbrigðis-
yfirvöld tekið ákvörðun um að stemma stigu
við notkun þess með því að takmarka hversu
mikið mætti ávísa hverju sinni.
„Við göngum lengra í því að takmarka notk-
un lyfsins en gert er í mörgum nágrannalönd-
um okkar. Umræða um þetta tiltekna lyf hef-
ur leitt til þess að á seinni árum hefur það ver-
ið flutt til milli hættuflokka á alþjóðlegum list-
um og menn era að íhuga hvort það þurfi ekki
að gifpa til frekari aðgerða eins og t.d. að gera
það eftirritunarskylt. Þetta hefur einnig verið
til athugunar hér m.a. í tengslum við breyt-
ingai’ á reglum um meðferð ávana- og fíkni-
efna sem nú er unnið að,“ sagði Guðrún.
Þegar komin er eftirritunarskylda á lyf er
fylgst sérstaklega með hverri einustu lyfjaá-
vísun. Lyfið fer þá í sérstaka skrá þar sem
fram kemur m.a. hvaða læknar ávísa á lyfið
og hversu mikið handa hverjum og hvenær. A
þessari skrá eru lyfjaávísanir á amfetamín,
morfín og fleiri sterk lyf.
Guðrún sagði að lyfið væri mjög sterkt
svefnlyf, sem fólk sem þjáðist af miklum
svefntruflunum notaði. Eins væri lyfið notað
á stofnunum. Kosturinn við það væri að það
virkaði mjög fljótt og væri öflugt. Mjög lítið
þyrfti að gefa af efninu til að það hefði tilætl-
uð áhrif á sjúklinginn.
Guðrún sagði að þrjú lyf væra á markaðin-
um sem innihéldu flunitrazepam og einn
framleiðandinn hefði ákveðið að breyta lyfínu
sem gerði það erfiðara að nota lyfið í þessum
ólöglega tilgangi. Hún sagði að talsverðar
umræður hefðu átt sér stað í Svíþjóð um mis-
notkun á lyfinu og Lyfjaeftirlitið fylgdist með
þeim.