Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Iþróttahus og sundlaug reist á Reykjalundi
Á TEIKNINGUNNI má sjá sneiðmynd af íþróttahúsinu.
Fjármagnað
með happdrætti
og landssöfnun
FYRIRHUGUÐ er bygging íþróttahúss og
sundlaugar á Reykjalundi og voi-u fram-
kvæmdirnar kynntar í vikunni. Um er að
ræða 2.200 fermetra hús með 550 fermetra
íþróttasal, 25 metra sundlaug og 9 metra
æflngalaug ásamt heitum potti.
Það er endurhæfmgarmiðstöð SÍBS á
Reykjalundi sem vinnur að hönnun og und-
irbúningi byggingarinnar en kostnaður við
hana er áætlaður á bilinu 280 til 300 milljón-
ir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir
hefjist með jarðvinnuútboði í febrúar næst-
komandi og að smíði hússins verði boðin út í
apríl. Aætlað er að íþróttahúsið verði tilbúið
til notkunar undir lok ársins 2000.
Biðlistar og þrengsli
„Petta húsnæði verður algjör bylting fyr-
ir okkur því nú erum við með mjög lítinn
æflngasal sem er margsetinn fyrir slök-
unaræflngar, morgunleikflmi, almenna
leikfimi, þolpróf og hvaðeina. I sjúkraþjálf-
unarbyggingunni er enginn íþróttasalur en
einn lítill tækjasalur og því mun aðstaða
endurhæfingarinnar gerbreytast,“ sagði
Björn Astmundsson, forstjóri Reykjalund-
ar.
Á Reykjalundi er lítil sundlaug sem að
sögn Björns er ekki nothæf til sundæfinga
og með þrönga baðaðstöðu en sameiginleg
og rúmgóð baðaðstaða mun verða fyrir
nýju sundlaugina og íþróttasalinn. „Petta
hefur allt sprungið út á síðustu 15 til 20 ár-
um og þrátt fyrir að við höfum verið að
byggja alla tíð höfum við aldrei getað ann-
að eftirspurn. Núna eru að jafnaði 400 til
600 manns á biðlista og þegar hér fara um
1.300 manns í gegn á ári þurfum við að
sigta marga frá sem aldrei geta gert sér
vonir um að komast inn og það finnst okkur
miður,“ sagði Björn.
Við núverandi aðstæður eru mjög fáir ut-
anaðkomandi sjúklingar sem komast að í
þjálfun á Reykjalundi. „Þjónustudeildir á
borð við sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, tal-
meinadeild og rannsóknarstofur anna ein-
faldlega ekki fleirum auk þess sem læknar
eru ekki nógu margir til að hægt sé að
bæta við sjúklingum. Með þessum nýju
húsakynnum sjáum við fyrir okkur að geta
tekið við fleirum sem geta verið heima hjá
sér en þurfa á endurhæfingu að halda. Þar
er til dæmis fólginn mjög mikill sparnaður í
heilbrigðiskerfinu í framtíðinni," sagði
Björn.
Sjúklingum á Reykjalundi hefur fjölgað
ört síðustu árin og hafa biðlistar sömuleiðis
lengst. Samkvæmt upplýsingum Björns
hefur starfsmannahald og húsakostur ekki
breyst samhliða fjölgun þeirra sem þurfa á
endurhæfingu að halda. Því sé aukin
göngudeildarþjónusta eitt af lykilatriðum
þegar til framtíðar er litið.
Björn segist gera ráð fyrir að eitthvað
bætist við af starfsmönnum á Reykjalundi
en nú starfa þar 18 sjúkraþjálfarar, 3
íþróttakennarar og 2 sundlaugarverðir.
Hins vegar sé núverandi aðstaða oft tvíset-
in og því muni starfsliðið fá aukið svigrúm
með nýju húsnæði og ekki sé ljóst hvort
eða hversu marga þarf að ráða.
Varðandi nýtingu íþróttahússins sagði
Björn að vel kæmi til greina að leigja það
út að einhverju leyti. „Eg sé fyrir mér að sá
viðbótarkostnaður sem kann að skapast
vegna aukins starfsmannahalds og rekstr-
arkostnaðar eigi eftir að nást inn með því
að leigja íþróttaaðstöðuna út eftir að virk-
um þjálfunartíma lýkur. Það er nú svo með
sjúklinga sem leggjast hér inn að þeir
þurfa líka að hvíla sig. Við ætlum ekki að
slökkva ljósin í þessum salarkynnum held-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ARKITEKTARNIR Finnur Björgvinsson og
Hilmar Þór Björnsson fyrir framan líkan af
svæðinu.
ur fullnýta þau og hafa auk þess af þeim
tekjur."
Tvær laugar
Byggingin er hönnuð af arkitektunum
Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Björns-
syni en verkfræðivinnu annast Vífill Odds-
son verkfræðingur. „Það hefur verið rætt
um það í mörg ár að byggja sundlaug á
staðnum og margir möguleikar hafa verið
skoðaðir. Eg held að það sé alveg rétt
ákvörðun að byggja á þessum stað. Húsið er
í mjög góðum tengslum við sjúkraþjálfun,
góð tenging við brúna, sem er við allt
sjúkrahúsið, auk þess sem það verður hægt
að hafa útiaðstöðu við laugina," sagði Finn-
ur Björgvinsson arktitekt. Skjólgott svæði
myndast á milli aðalbyggingar og
íþróttahússins sem býður upp á aukna
útivist á sumrin.
„Þetta er miklu stærri hugsun nú
heldur en þegar til stóð að byggja í
portinu eins og upphaflega kom fram.
Núna er til dæmis gert ráð fyrir alvöru
25 metra laug sem fatlað sundfólk ætti
einnig að geta nýtt,“ sagði Finnur.
Við hönnun hússins var tekið mið af
þeirri íþróttaaðstöðu sem tíðkast við
sjúkra- og iðjuþjálfun hér á landi og
leitast við að tengja saman allt það
besta frá hveijum stað. „Það er að
sumu leyti nýtt að vera með tvær laug-
ar, annars vegar 25 metra þjálfunarlaug
sem er kaldari og hins vegar heitari og
minni æfingalaug,“ sagði Vífill Oddsson
verkfræðingur og benti á að þessi ný-
breytni muni koma sér vel í endurhæf-
ingunni.
Happdrættið helsta vonin
I landssöfnun SÍBS í október síðast-
liðnum söfnuðust um 40 milljónir króna
sem renna óskiptar til framkvæmdanna
auk þess sem um 20 milljónir króna eru
til í byggingarsjóði. Landssöfnunin
„Sigur lífsins" mun standa fram til sept-
emberloka á þessu ári en að öðru leyti
byggist fjármögnunin upp á happdrætti
SÍBS.
„Við erum að byrja nýtt happdrættis-
ár í dag og þá drögum við út 8 milljóna
króna vinning. Við erum með svokallað
áskriftarhappdrætti og því er hag-
kvæmast að byrja strax um áramótin,"
sagði Helga Friðfinnsdpttir, fram-
kvæmdastjóri happdrættis SÍBS. ,,Happ-
drættið hefur verið eina tekjulind SIBS frá
upphafi og hefur fjármagnað allt sem við
sjáum hér á Reykjalundi og meira til. Nú er
þetta stóra verkefni framundan og þá þurf-
um við að standa okkur.“
SIBS hefur eingöngu leyfi fyi'ir vöru-
happdrætti en að sögn Helgu liggur fyrir
hjá Alþingi breytingartillaga sem veita
myndi DAS og SÍBS leyfi til að vera með
peningahappdrætti. „Ég bind miklar vonir
við að þær breytingar verði að veruleika því
þá má segja að allar dyr opnist fyrir okkur.“
Hagnaður af happdrætti SÍBS fyrir árið
1997 var 35,4 milljónir króna sem að mest-
um hluta renna í uppbygginguna á Reykja-
lundi.
Starfsemi þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki komin vel af stað
Meiri áhersla á
beinar aðgerðir í
byggðamálum
ÁHERSLUR í starfi þróunarsviðs
Byggðastofnunar hafa breyst með
nýju starfsfólki og flutningi starf-
seminnar frá Reykjavík til Sauðár-
króks. Dr. Bjarki Jóhannesson,
sem ráðinn var forstöðumaður
sviðsins í haust, segir að minni
áhersla sé lögð á gerð byggðaáætl-
ana en meiri á beinar aðgerðir í
byggðamálum og þá aðallega í sam-
starfi við atvinnuþróunarfélögin á
landsbyggðinni.
Atvinnuþróunarfélögin hafa verið
að eflast og Byggðastofnun hefur
lagt aukið fjármagn til starfsemi
þeirra. Tilgangurinn er að sögn
Bjarka að efla frumkvæði heima-
manna. Hlutverk Byggðastofnunar
sé síðan að styðja við starfið, efla
samstarf atvinnuþróunarfélaganna
og tengja við starf stofnana í
Reykjavík sem hafa allt landið að
starfssvæði.
Byggðastofnun tók á leigu hjá
Landssíma íslands fjarfundabúnað,
svokallaða Byggðabrú, sem tengir
saman marga aðila með myndsíma.
Byggðastofnun heldur fundi með
fulltrúum allra atvinnuþróunarfé-
laganna tvisvar í mánuði og telur
Bjarki að það hafi gefið góða raun.
Ymsum stofnunum sem þessi félög
þurfa að vera í tengslum við er boð-
ið að taka þátt í einstökum fundum,
með kynningu eða fyrirlestrum.
Sem dæmi um árangur af þessu
starfi nefnir Bjarki að eitt atvinnu-
þróunarfélagið hafi veitt öðrum fé-
lögum aðgang að erlendum ráð-
gjafa í gegnum fund á Byggða-
brúnni. Þá segir hann að félögin
vinni saman að úttekt á jaðarsvæð-
um á Byggðabrúnni en Egill Jóns-
son, formaður stjórnar Byggða-
stofnunar, óskaði einmitt eftir þess-
ari vinnu á sama vettvangi.
Aðrir þættir
skipta máli
Atvinnuþróunarstarfið er fyrir-
ferðarmikið í starfsemi þróunar-
sviðs Byggðastofnunar en Bjarki
segir að á verkefnaskrá stofnunar-
innar sé að efla aðra þætti sem áhrif
hafa á búsetu fólks á landsbyggð-
inni. Segir hann að markmiðið sé að
gera búsetu á landsbyggðinni aðlað-
andi og nýta staðbundna möguleika
í því sambandi. Til þeirra teljist
meðal annars fagurfræðileg og vist-
fræðileg gæði umhverfisins, útivist-
armöguleikar, menntunarmöguleik-
ar, verslun og þjónusta og aðgangur
að menningarviðburðum og
skemmtunum. Þróunarstarf á því
sviði sé þó skemmra á veg komin en
atvinnuþróunarstarfíð.
Bjarki hefur ákveðið að gera
styrkleikagreiningu fyrir allt land-
ið, draga saman í skýrslu styi’kleika
hvers staðar, veikleika, tækifæri og
hættumerki. Tilgangurinn er að
draga fram tækifæri hvers og eins
staðar eða héraðs til að auðvelda
íbúunum að nýta sér möguleikana.
Telur hann að efni í slíka greiningu
sé almennt til en við styrkleika-
greiningu sé því raðað upp á annan
hátt en áður hefur verið gert.
Þrír komu
frá útlöndum
Fimm starfsmenn eru á þróunar-
sviði Byggðastofnunar á Sauðár-
króki og heimild er til ráðningar
eins til viðbótar. Við flutning starf-
seminnar frá Reykjavík til Sauðár-
króks síðastliðið sumar hættu allir
starfsmenn sviðsins í Reykjavík og
þurfti að ráða nýja í þeirra stað. St-
arfsmaður þróunarsviðsins sem bú-
settur er á Akureyri og hafði vinnu-
aðstöðu í útibúi Byggðastofnunar á
Akureyri vinnur nú á Sauðárkróki.
Þrír af nýju starfsmönnunum komu
beint frá námi og starfi í útlöndum
og einn var búsettur á Sauðárkróki.
Bjarki segir að gott fólk hafi feng-
ist til starfa og bindur vonir við
góðan árangur af starfinu.