Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 15 Nýtt bakarí á Akureyri NOKKRIR aðilar á Akureyri hafa stofnað hlutafélag um rekstur bak- arís í bænum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins eru þar á með- al Jörundur Traustason, sem var yfirmaður Brauðgerðar KEA, Sig- urður Sigurðsson, sem rekur bygg- ingafyrirtækið SS Byggir, og Andrés Magnússon bakari, sem jafnframt verður bakarameistari nýja bakarísins. Ekki liggur fyrir hversu margir starfsmenn vinna í nýja bakaríinu en stefnt er að því að starfsemin hefjist sem allra fyrst. Bakaríinu, sem ekki hefur enn verið gefið nafn, hefur verið valinn staður við Dalsbraut, upp með Gleránni og við nýju Borgarbrautina. Um er að ræða handverksbakarí, sem sér- hæfir sig í framleiðslu á náttúru- legum afurðum og sölu þeirra. Þrjú bakarí hafa verið starfrækt á Akureyri til fjölda ára en þeim fækkaði um eitt í lok síðasta árs er Krístjánsbakarí keypti Brauðgerð KEA. Hitt bakaríið er Brauðgerð Axels en þegar nýja bakaríið tekur til starfa verða þau aftur þrjú í bænum. Ferðamálasamtök Eyjafjarðar og sljórn íþróttafélagsins Þórs Verslun í stað íþróttavall ar ekki fráleit hugmynd STJÓRN Ferðamálasamtaka Eyja- fjarðar tekur undir hugmyndir sem fram hafa komið um að reisa stórt verslunarhúsnæði á íþróttaleik- vangi Akureyrar og er í ályktun frá fundi stjómar tekið undir sjónar- mið stjórnar Kaupmannafélags Akureyi’ar og nágrennis um að málefnaleg umræða fari fram um stækkun miðbæjarins til norðurs. Telur stjómin að mikilvægt sé að leita allra leiða til að styrkja at- vinnulíf í bænum og mæta þannig mikilli samkeppni við Reykjavíkur- svæðið. „Brýnt er því að kanna all- ar þær leiðir sem geta gert pláss- frekum verslunarmiðstöðvum kleift að starfa í nálægð við miðbæ- inn. Slíkar miðstöðvar gegna æ þýðingarmeira hlutverki í nútíma- verslunarrekstri og mannlífi víða um heim,“ segir í ályktuninni og að nú sé lag að efla Akureyri sem verslunarstað, auðga mannlífið og í leiðinni að renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustu í bænum. Sambærileg aðstaða fáist í staðinn Fjallað var um sama mál á fundi aðalstjórnar Iþróttafélagsins Þórs í vikunni en þar kemur fram að að- eins sé hægt að taka undir hug- myndir um breytingar á íþrótta- svæðinu ef sambærileg eða betri aðstaða verði sköpuð annars stað- ar. Stjórn félagsins er reiðubúin til viðræðna við Akureyrarbæ um að leita lausna við að koma til móts við þarfir íþróttafólks í bænum, m.a. með því að leggja hluta af æfinga- svæði félagsins undir framtíðar- keppnisaðstöðu í knattspyrnu og frjálsum íþróttum enda verði gerð- ar nauðsynlegar endurbætur á því. Til að bæta félaginu missi æfinga- aðstöðunnar fái félagið í staðinn æfingasvæði í Giljahverfi. Benda Þórsarar á að gert sé ráð fyrir hlaupabrautum og annarri að- stöðu frjálsra íþrótta á félagssvæði sínu. Einnig að nýlega hafi verið gengið frá samkomulagi við Ung- mennafélag Akureyrar um afnot þess af félagsheimiÚ Þórs undir fé- lagsstarf sitt. Meirihluti bæjarstjórnar stefnir að því að reisa fjölnota íþróttahús á svæði Þórs innan þriggja ára, en með tilkomu þess mun aðstaða til iðkunar knattspymu og frjálsra íþrótta batna til muna. Telja stjóm- armenn í Þór eðlilegt að ný keppn- isaðstaða knattspymufólks verði staðsett sem næst fyrirhuguðu æf- ingahúsnæði, en með því að færa hana nær notendum þannig að æf- inga- og keppnissvæði séu hlið við hlið eykst nýting fjárfestinga. Morgunblaðið/Kristján Vernharð íþrótta- maður KA VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var útnefndur íþróttamaður KA 1998 í af- mælishófi félgsins sl. sunnu- dag. Vernharð gerði góða hluti á síðasta ári og varð m.a. Islandsmeistari í sínum þyngdarflokki og sigraði á opna skandinavíska meist- aramótinu. Þá var hann út- nefndur Iþróttamaður Akur- eyrar 1998 undir lok ársins. Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson varð í öðru sæti í kjöri íþróttamanns KA og hand- knattleiksmaðurinn Sverrir Björnsson í því þriðja. Á myndinni er Vernharð með verðlaunin sem fylgja nafn- bótinni. Norðurland eystra Atvinnulaus- um Qölgar Atvinnuleysi á Norðurlandi eystra UM SIÐUSTU áramót voru 483 skráðir atvinnulausir á Norður- landi eystra, 287 konur og 196 karlar, samkvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Atvinnulausum fækkaði um 143 frá sama tímabili árið áður en fjölgaði um 93 frá mánuðinum á undan. Atvinnulausum fækkaði á Akm’- eyri, Húsavík og í Dalvíkm’byggð á milli áramótanna 1997 og 1998 en fjölgaði lítillega i Ólafsfirði. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum á Akureyri, ðlafsfirði og í Dalvíkur- byggð frá lokum nóvember á síð- asta ári til áramóta en fækkaði á sama tímabili á Húsavík. Helena Karlsdóttir, forstöðu- maður Svæðisvinnumiðlunar Norð- urlands eystra, sagði atvinnuá- stand þokkalegt á svæðinu en hins vegar hefði verið mikið um ný- skráningar að undanförnu, m.a. vegna gjaldþrots Foldu á Akur- eyri. Einnig ætti nýskráningum eftir að fjölga í Dalvíkurbyggð þeg- ar til uppsagna kemur í rækju- vinnslu Samheija í mars. árin 1997 og 1998 31. des. 1997 30. nóv. 1998 31. des. 1998 i Norðurland eystra I 369 257 248 142 287 196 konur karlar 626 390 483 samtals 207 191 konur4f- Akureyri 133 103 132 karlar 340 278 323 samtals j mmmm 27 . 24 koniJÉBi Húsavík ! 1 32 17 14 karlar 75 44 38 samtals f Ólafsfjörður i... 9 11 t'- 12 konur 16 9 16 karlar 25 19 28 samtals 6 satttsssi 7 konur Dalvíkurbyggð 7 3 4 karlar 13 8 11 samtals PETUR GAUTUR í UPPSETNINGU LEIKFÉLAGS AKUREYRAR EFTIR HENRIK IBSEN Frumflutningur nýrrar þýðingar Helga Hálfdanarsonar Tónlist: Guöni Franzson og Edvard Grieg 8 ,,Hvað get ég sagt...?" Jakob Þór Einarsson leikari FLUG, GISTING OG LEIKHUSFERÐ SÝNINGAR Á FÖSTUDÖGUM OG LAUCARDÖGUM KL. 20 • Alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ótrúlegu veröi • Hátt og lágt drif- byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu 11.900 kr. ÍSLANDSFLUG I JANUAR gertr notrum taort 0O fijúgn Sími 570 8090 fOttHOlfl Afþreying þín - okkar ánægja 1 FULIQl framíIHI mM SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is VITARA TEGUND: VERÐ: JLX SE 3d 1.580.000 KR. JLXSE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.