Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 27 Reuters Vetur í Moskvu ÞESSI hokna kona, dúðuð til að an peningaskiptaskrifstofu í verjast frostviðrinu í gær, skefur Moskvu. Miklum snjó kyngdi siyó af gangstéttinni fyrir fram- niður rússnesku höfuðborginni. ERLENT Leynilegir fundir um vopnahlé í Sierra Leone Uppreisnarmenn krefj- ast viðurkenningar Freetown, Reuters. FODAY Sankoh, leiðtogi uppreisn- armanna í Sierra Leone, setti í gær fram skilmála samtaka sinna um vopnahlé á leynilegum fundi með utanríkisráðherrum Vestur-Afríku- ríkja. ESB og Bandaríkjastjórn fordæmdu í gær tilraunir uppreisn- annanna til að steypa ríkisstjórn- inni í Freetown og gagnrýndu stjórn Líberíu fyrir vopnasölu til landsins. Franci Okelo, fulltrúi SÞ í Sierra Leone, sagði í gær að Sankoh hefði krafist lausnar úr fangelsi og opin- berrar viðurkenningar samtaka uppreisnarmanna RUF ætti hann að fallast á vopnahlé. Hann hefur verið í haldi stjórnarhersins í tvö ár og var dæmdur til dauða í október síðastliðnum fyrir landráð. Okelo sagði Sankoh hafa verið jákvæðan gagnvart friðarumleitunum og að hann myndi viðurkenna lögmæti stjórnarinnar yrði gengið að kröf- um hans. Vegna skilyrða Sankohs var ekki fallist á vopnahlé í Freetown, en hersveitir Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) sögðust í gær hafa hrakið flesta uppreisnarmennina, sem náðu hluta Freetown á sitt vald fyrir viku, úr borginni. Hörmungará- stand ríkir þar og eftirlitsmenn SÞ og starfsmenn hjálparsamtaka ótt- ast um afdrif íbúanna haldi átökin áfram. Alþjóðlegur þrýstingur ESB og Bandaríkjastjórn hafa bæði fordæmt uppreisnarmenn harkalega fyrir að hafa átt upptök- in að átökunum. I yfirlýsingum þein-a var stjórn Líberíu einnig gagnrýnd fyrir að sjá uppreisnar- mönnum fyrir vopnum þrátt fyrir vopnasölubann til landsins. Forseti Líberíu, Charles Taylor, er sjálfur fyrrverandi leiðtogi uppreisnar- manna og hefur átt í nánu sam- bandi við Sankoh allt síðan 1991. Aform Mandelsons mæta andstöðu innan Verkamannaflokksins Gefur vomr um skjóta endurkomu upp á bátínn London. Reuters, The Daily Telegraph. PETER Mandelson hefur gefið allar vonir um skjóta endurkomu í framvarðasveit breska Verkamannaflokksins upp á bátinn, að sögn dag- blaða í Bretlandi í gær. Mandelson neyddist til að segja af sér embætti viðskipta- og iðnaðarráð- herra á Þorláksmessu eftir að komst í hámæli að hann hafði reynt að leyna því að hafa fengið tæp- lega 45 milljónir ísl. króna að láni hjá milljóna- mæringnum Geoffrey Robinson, aðstoðarráð- herra í fjármálaráðuneytinu. Hélt síðdegisblaðið The Sun því fram í gær að Mandelson hefði verið skipað að „halda sig til hlés“ eftir að talsmaður Tony Blairs forsætisráð- herra hafði á þriðjudag sagt getgátur um að Mandelson tæki fljótlega aftur við valdaembætti skaðlegar ýkjur. Það olli hneykslan stjórnarandstæðinga og jafnvel þingmanna Verkamannaflokksins sjálfs í síðustu viku þegar Mandelson kom til viðræðna við Bodo Homback, aðstoðarráðherra í þýska fjármálaráðuneytinu, sem sérstakur aðstoðar- maður Tonys Blairs forsætisráðherra. Lét Rhodri Morgan, þingmaður Verkamannaflokks- ins, hafa eftir sér um síðustu helgi að þess væri vænst að ráðherrar, sem þyrftu að segja af sér embætti, væru nokkum tíma í „pólitískri útlegð“ áður en þeir sném aftur í eldlínu stjórnmálanna. Sú ákvörðun Blairs að bjóða Mandelson til fundar við Homback þótti hins vegar benda til að forsætisráðherrann hygðist ekki láta vin sinn kveljast lengi í hreinsunareldinum og bréf Blairs til Mandelsons, eftir að sá síðarnefndi sagði af sér, þótti einnig vísbending um þetta, en í bréfinu sagði Blair að Mandelson ætti enn eftir að „vinna svo mörg, mörg stórvirki með flokknum". Mandelson, sem talinn er hafa átt stóran þátt í stórsigri Verkamannaflokksins í kosningunum í maí 1997, hefur á hinn bóginn aldrei notið mikilla vinsælda meðal flokksbræðra sinna og hélt The Daily Telegraph því fram í gær að andstaða þeirra gegn því að hann snéri skjótt aftur í fram- varðasveit flokksins hefði valdið því að Mandel- son hefði nú afskrifað þessi áform í bili. Væri Mandelson nú búinn að sætta sig við að hann yrði að vera að minnsta kosti eitt ár í bakvarðasveit Verkamannaflokksins á breska þinginu. Hafði í hyggju að verða eftirmaður Blairs í bók blaðamannsins Pauls Routledge um stjórnmálaferil Mandelsons, sem kom út í vik- unni, er því haldið fram að Mandelson hafi upp- haflega átt sér þann draum að taka á endanum við af Robin Cook sem utanríkisráðherra. Routledge segir hins vegar að Mandelson hafi á haustdögum 1998 verið kominn á þá skoðun að alls ekki væri útilokað að hann gæti „farið alla leið“ og orðið eftirmaður Blairs sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Til að þetta gæti orðið þurfti Mandelson hins vegar að ryðja Gordon Brown fjármálaráðherra úr veginum og segir Routledge að Mandelson hafi einmitt seinni hluta síðasta árs reynt sem mest hann mátti að bregða fæti fyrir Brown. Styrkja staðhæfingar Routledges, sem er mik- ill stuðningsmaður Browns, marga enn frekar í þeirri trú að allt hafi logað í illdeilum innan ríkis- stjórnar Blairs. Vinir Mandelsons sögðu hins vegar fullyrðingar Routledges „fáránlega hugar- óra“. Rannsókn á flugslysi árið 1968 Dublin. Reuters. ÍRSK og bresk stjórnvöld hafa ákveðið í sameiningu að efna til rannsóknar á tildrögum flugslyss sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum undan suðausturströnd írlands, með þeim afleiðingum að sextíu og einn maður fórst. Ættingjarnir hafa að undanfomu þrýst mjög á flugfélagið Aer Lingus, sem átti flugvélina, og írsk stjómvöld að gera opinber öll gögn varðandi flugslysið. Telja sumir þeirra að flugskeyti, sem breski herinn hefði verið að gera tilraunir með í Wales, hafi grandað vélinni. Bresk stjómvöld hafa nýlega ít- rekað að ekki hafi verið um neinar slíkar tilraunir að ræða á þessum slóðum. Á hinn bóginn var, að sögn The Irísh Times, gefið í skyn í rann- sókn sem unnin var á vegum stjórn- valda á Irlandi á sínum tíma að ómönnuð, fjarstýrð flugvél eða flug- skeyti „gæti hafa verið á svæðinu" þegar flugvélin fórst. Slysið átti sér stað 24. mars 1968. -bíllinn frá Mercedes-Benz er einn háþróaðasti fólksbíll í heimi. Hann er ekki aðeins búinn ótal tækninýjungum, grunnhönnun hans er í sjálfú sér bæði frumleg og byltingarkennd. Gólfið ' bílnum er tvöfalt þannig að ef til árekstrar kemur ganga bæði vélin og skiptingin undir farþegagólfið án þess að valda farþegum skaða. Það er því ekki að ósekju að bíllinn hefúr verið kallaður einn öruggasti smábíll í heimi í blöðum og tímaritum. Kynntu þér kosti bílsins sem aðrir framleiðendur taka mið af í þróun bifreiða framtíðarinnar. A140, R4/1397 cyl/cc, 60 kw, 82 hö., verð: 1.695.000 kr. A160, R4/1598 cyl/cc, 75 kw, 102 hö., verð: 1.795.000 kr. Hægt er að velja um þrjár útfærslur: Classic, Elegance, Avantgarde. Staðalbúnaður í „Classic“-útfærslu: ABS-hemlunarkerfí, ESP- iöugleikakerfi með spólvörn, öryggispúði fyrir bílstjóra og arþega og í framhurðum, litað gler, samlæsing, rafdrifnir hitaðir tispeglar, hæðarstillanlegt ökumannssæti, stillanleg hæð aðalljósa, höfuðpúðar aftur í, mælir fyrir útihita, loftnet og 6 átalarar, rafdrifnar rúður að framan, dagljós, útispegill, grill, hurðarhandföng og hurðarlistar í svörtum lit. „Classic“-áletrun í spegilþríhymingi, val á lakki, áklæði og inniklæðningu í ýmsum útfærslum, verksmiðjuryðvöm, skráning o.m.fl. Aukalega í „Avantgarde“-útfærslu: Útispeglar í sama lit og bíllinn, silfurlitað grill, álfelgur, einlit afturljós, litað gler með skyggðri framrúðu, luggakarmar í „Avantgarde“-útfærslu, leðurklætt stýri og gírstöng, fílabeinslitaðir mælar, fjarstýrð samlæsing, lok yfir farangursrými, irstilliF^^st?!, Iséegil , áki;Jrn ci \ J i 1II cfeJ HI>i cl Isllli l æðarstilli] akki ígi, val á talega í „Elegance“-útfærslu: Útispeglar og grill í sama lit og bíllinn, „Elegance"- etmn í spegilþríhymingi, álfelgur, tvílit afturljós, krómaðir útstigslistar hurðarfölsum, krómlistar á hurítesfeúgum, leðurklætt stýri og gírstöng, afdrifnar rúður að aftan, fjamýd| slWilæsing, geymsluhólf undir sætum, lok yfir farangursrými^í^mjtan á framsætum, hæðarstilling stýri, val á lakki, áklæði og^nnild^:ðningu í ýmsum útfærslum. albúnaður: Metallic-lakk, leðurá^læSi, innbyggt bamasæti í aftursæti __ r taui eða leðri, lec -gíra sjálfskiptirígX- Úálfvirk kúpling, sjálfskiptingu), áttarkrókur, þjófavamarkfffiflÉSllral|#Éfægra framsæti, rafdrifnar rúður að aftan, álfelgur, rafhituð framsæti, fjarstýrð samlæsing o.m.fl. Ræsir hf. Skúlagötu 59, sími 540-5400, http://www.raesir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.