Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Islenskur mannamyndamálari í Bandaríkjunum Vel stæðir og kröfu- harðir við- skiptavinir ÍSLENSKA myndlistarkonan Vala Óla býr í Santa Fe í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur siðustu þrjú árin haft þann starfa að mála portrett- myndir. Hún kvartar ekki und- an iðjuleysi því síðastliðin tvö ár hefur hún verið fullbókuð hálft ár fram í tímann - og hef- ur þó ekkert auglýst. „Fólk er ánægt og það hefur spurst út,“ segir hún. Vala vinnur portrettin ásamt bandariska myndlistarmannin- um William Alan Shirley. Þau vinna allar myndirnar saman og hún lætur mjög vel af sam- starfinu, sem hún segir vera mjög sjaldgæft meðal lista- manna. Hættum ekki fyrr en hamingja ríkir á heimilinu Viðskiptavinirnir eru flestir í öðrum fylkjum, svo sem Texas, Oklahoma, Kaliforn- íu og Flórída, svo listamennirnir aka eða fljúga á fund þeirra. Ferlið er þannig að þegar við- skiptavinur hefur pantað portrett heimsækja þau hann og hlýða á óskir hans, ræða uppstill- ingu, bakgrunn, liti og þess háttar. Þar er jafnvel komið inn á hvar í húsinu myndin á að hanga. í næstu heimsókn taka þau þ'ósmyndir, sem þau velja svo úr í samráði við viðskiptavininn. Heima á vinnu- stofunni mála þau portrett eftir ljósmyndunum, með ohu á striga, og skila í hendur við- skiptavinarins að 6-8 mánuðum liðnum. Þá eru verkin gjaman fínpússuð á staðnum - eða allt þar tíl viðskiptavinurinn er ánægður. „Við hættum ekki íyrr en það ríkir hamingja á heimil- inu,“ segir Vala og viðurkennir að portrettmálun sé mikil þolin- mæðisvinna. „Þetta er harðasti skóli sem hægt er að vera í sem málari, maður kemst ekki upp með neitt. Það verður allt að vera mjög nákvæmt og má ekk- ert út af bera.“ HEIÐURSMAÐURINN sem hér sést á málverki Völu og Williams Alans Shirleys er stærsti áfeng- isheildsali í Oklahoma-fylki. Verðið á portrettunum er á bilinu 6.000-30.000 dollarar eða frá 420.000 og upp í 2,1 milljón íslenskra króna. Við- skiptavinirnir eru flestir vel stæðir, viðskiptajöfrar, for- stjórar og læknar, svo einhveij- ir séu nefndir. Vala bendir á mynd af ungum dreng í jakka- fötum í ríkmannlegu umhverfi. „Þetta er svona míní-forstjóri; afi hans stofnaði olíufyrirtæki, sem pabbinn er forstjóri fyrir núna og svo tekur sá litli við í framtíð- inni.“ Langar til að mála Sigurbjöm biskup Vala stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Bournemouth & Poole College of Arts & Crafts í Englandi og vann um nokkurra ára skeið við grafíska hönnun hér á landi eða þangað til hún fór til Bandaríkj- anna haustið 1994. Sýnishora af verkum hennar er að fínna á Netinu, á slóðinni http://www.portraitartist.com, undir „artist by name“. Mest langar Völu til að búa og vinna hálft árið heima á Is- landi og hálft árið vestanhafs. „Það er dálítið erfitt að mála hér á vetuma þegar dagsbirtan er svo takmörkuð, rafmagns- ljósin gefa ekki sömu liti,“ segir hún. Að lokum ljóstrar hún því upp að hún eigi sér eitt óska- verkefni. „Það er einn fslend- ingur sem mig langar sérstak- lega til að mála og það er herra Sigurbjörn Einarsson biskup,“ segir Vala Óla. Vala Óla Almanak Þjóðvinafólagsins er ekki bara almanak 1 þv( er Árbók íslands með fróðleik um árferði, atvinnuvegi, fþróttir, stjórnmál, mannslát og margt fleira. Fæst í bókabúðum um allt land. Fáanlegir eru eldri árgangar, allt frá 1946. Sögufélag, Fischersundi 3, sfmi 551 4620 KVIKMYMIIR Stjörnubfó BLÓÐSUGUR („VAMPIRES'j irk Leikstjdri John Carpentér. Handrits- höfundur Don Jakoby, byggt á sögu Johns Steakly. Kvikmyndatökustjóri Gary B. Kibbe. Tónskáid John Carpenter. Aðalleikendur James Woods, Daniel Baldwin, Sheryl Lee, Tliomas Jan Griffíth, Tim Guinee, Maximilian Schell. 107 mín. Banda- rísk. Columbia 1998. SAMKVÆMT kokkabókum hroll- vekjusmiðsins gamalfræga, Johns Carpenters, eru blóðsugur enn við hestaheilsu og hafa dreift sér um jörðina. M.a. Vesturheim, þar sem upp hefur risið stétt ofurslátrara vampíra með Jack Crow (J. Woods) í fararbroddi. Sá sér ekki útúr augum við að útrýma afstyrmunum. Sem hann fínnur með hátæknibúnaði og gjöreyðir síðan með allskyns skot- vopnum, lásbogum og byssum. Vígt vatn og hvítlaukur tilheyra fortíð- „HEIMAR“ MYJVPLIST Listasafn ASÍ is- mundarsalur MÁLVERK HELGA EGILSSON Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Til 31. jan. Aðgangur 200 kr. LISTAKONAN Helga Egilsson, sem starfar jöfnum höndum í Reykjavík og Kaupmannahöfn hef- ur víða komið við á listavettvangi. Hóf nám við listakademíuna í Arósum 1969, en var þar aðeins í eitt ár, bætti svo við sig ári í Kaup- mannahöfn 1971-72, en nú á við- skiptalegri nótunum eða, fri og merkantil kunst, sem mun vera auglýsingahönnun, næst var það Myndlista- og handíðaskólinn 1977-78, og loks tók hún BFA gráðu í myndlist frá Art Institute, San Francisco, 1986, og meistara- gráðu eða MFA frá sömu stofnun 1988. Helga hefur að baki nær tug einkasýninga, þar af tvær í Dan- mörku, og tekið þátt í svipuðum fjölda samsýninga, aðallega í Bandaríkjunum og Danmörku. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar og verk hennar era í eigu Listasafns Reykjavíkur og Lista- safns ASI, auk nokkurra opin- berra stofnana. Hér er þannig á ferð sjóuð lista- kona sem nýtur þeirra forréttinda að vinna bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík, sem er afar mikilvægt þar sem það víkkar til muna sjón- hringinn. Má nefna að ekki svo fáir danskir myndlistarmenn skipta vinnutíma sínum milli Danmerkur og einhvers lands sunnar í álfunni, helst Frakklands, Spánar og Ítalíu, einmitt í sama tilgangi. A sýningunni í As- mundarsal era einung- is 6 málverk, sem öll bera ártalið 1998, þau öll stór og hafa vetrar- stemmningar sem þema, eru dökkar og magnþrangnar og sverja sig í ætt við það sem sumir skilgreina sem norrænt þung- lyndi, þótt myndefnin séu öðra fremur sér- tækur óður til ljósra og dökkra forma og blæ- brigða. Hér er um að ræða eins konar mark- aða stígandi í formi, lit- og ljósbrigðum, innsæi sem að vissu marki er úthugsað en einnig óformlegt og úthverft í bland. Unn- ið er aftur og aftur í flötinn, lag yfir lag, þar til útkoman hugnast ger- andanum, sem er vinsæll gjöming- ur á myndfleti nú um stundir, að vissu marki ættaður fá Cobra, en hefur þróast í ýmsar áttir í Dan- mörku, og er hér Per Kirkeby sýnu nafnkenndastur. Þó er fátt skylt með Kirkeby og Helgu nema að- ferðin og hér er Daninn til muna róttækari, einkum hvað varðar gagnsæi lita og sterkari litbrigði. Það er meiri ró yfír vinnubrögðum Helgu, en hins vegar virðist hún ná þeim betri árangri sem hún rífur og vinnur meir í yfirborð málverk- anna sem einna greinilegast kemur fram í myndinni „Héla“ (4). Hér kennir skoðandinn dulmagnað ljós sem kemur innan frá, eins konar kraftbirting lífs og vonar, einnig er formræn stígandin fjölþættust og þó haldið fullkomlega í skefjum. Hið sama á að nokkra við um myndina „Frostnálar" (6), hvar stígandin er þó flött meira út, sér á báti er svo myndin „Vetrarblóm" (3), vegna hins gulleita yfirborðs stórgerðrar og upphafinnar stíg- andi. Hér er um að ræða metnaðar- fullan málara í framsókn sem má þó færast meira í fang. Bragi Ásgeirsson FRÁ vinnustofu Asgeirs Lárussonar á Skólavörðustíg 8. Ný vinnustofa og gallerí ÁSGEIR Lárusson myndlista- maður, hefur opnað vinnustofu og gallerí á Skólavörðustíg 8. Þar mun hann vinna og sýna verk sín fram á vor, en þá stendur til að rífa húseign- ina. Ásgeir hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Opið er virka daga frá 13-18 og laugardaga 14-17. Umræður í tengslum við leikrit Á SÓLONI íslandusi verða umræður um stöðu samkyn- hneigðra á Islandi dagana 14., 17., 21. og 26. janúar. Umræð- urnar, sem eru í tengslum við leikritið Hinn fullkomni jafn- ingi eftir Felix Bergsson, sem nú er sýnt í Islensku óperunni, hefjast eftir að sýningum lýkur, kl. 22. Stjómendur eru þau Edda Hrafnhildur Bjömsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson. Meðal þátttakenda eru Kol- brán Halldórsdóttir, Guðmund- m- Páll Ásgeirsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Felix Bergsson. Leikskrá fylgir sýningunni og er hún unnin af fjögurra manna ritnefnd. Um útlit henn- ar og uppsetningu sá Magnús Loftsson í Hvíta húsinu. Meistarablóðsugur og ofurslátrarar inni. Dregur síðan útí dagsbirtuna með spili og trukk. Þar sér blessuð sólin um lokahnykkinn. Myndin hefst á því að Crow, ásamt sínu útrýmingargengi, er mættur til leiks í Nýju Mexíkó, þar sem þeir leggja til atlögu við blóðsugugreni. Vinna á fordæðunum utan foringjans (sem á nútímamáli nefnist blóðsugu- meistari). Að di’ápum loknum sest út- rýmingarherdeildin að á vegahóteli og styttir sér stundir við drykkju og kvennafar. Birtist þá ekki maestro Valek (Thomas Jan Griffith), höfuð- paurinn næturgengla. Reynist hinn illvígasti skratti og gengur milli bols og höfuðs á fjendum sínum og lags- konum þeirra. Tekst þó ekki að koma Crow, erkióvini sínum, fyrir, né hægri hendi hans (Daniel Baldwin) og port- konunni Katrínu (Sheiyl Lee). Þeir félagar ásamt meliunni, hálfvankaðri, og katólskum presti (Tim Guinee) leggja síðan til lokaatlögu við Valek. Jón smiður gætir þess að útrýma ekki alveg þessum ófögnuði, enda lifibrauð hans og fjölmargra kollega i kvikmynda- og hrollvekjugeiranum. Honum hefur oft tekist betur upp, einkum við upphaf ferilsins, og Blóðsugur er óneitanlega óþarflega subbuleg og ofbeldisfull. Það ætti þó ekki að dyljast neinum að það er groddafyndinn hálfkæringur yfir kvikmyndagerðinni allri. Það sann- ast sem svo oft áður á James Woods, að sitt hvað er gæfa og gjörvileiki. Þessi hörkuleikari skýtur alltof oft upp kollinum í myndum sem þessari. Vissulega tekst honum að gera Crow að broslegum og ábúðarmiklum töffara, síbölvandi og ofursvölum, hann á þó betra skilið. Það sama verður ekki sagt um Daniel Baldwin, sem seint verður talinn blómi þeirra Baldwinsbræðra (þeir eru a.m.k. fjórir sem hafa sitt lifibrauð af kvik- myndaleik), hann slugsast einhvem veginn í gegnum sitt fáránlega hlut- verk. Þar sem manngarminum er reyndai’ vorkunn; m.a. látinn verða ástfanginn af mellunni sinni sem hægt og bítandi er að breytast í blóðsugu. Sú er hins vegar leikin af Sheryl Lee, sem virðist eiga skilið eitthvað bitastæðara. Lumar á hæfi- leikum bak við magnað útlit. Blóðsugur er ekki beinlínis leiðinleg mynd, vitaskuld nauða ómerkileg, en ekki sem verstur kostur fyrír unn- endur hryllingsmynda. Carpenter getur gert miklu betur, það er engin spurning. Hann semur einnig tón- listina, sem hljómai- einsog afbökun á Ry Cooder og Ennio Morricone. Einum besta leikstjóra Bandai’íkj- anna, Frank Darabont (The Shaws- hank Redemption), bregður fyrir í aukahlutverki manns sem verður fórnarlamb bílaræningjans Bald- wins. Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.