Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ásgerður Búadóttir opnar sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 Óþrj ótandi möguleikar en í þröngum ramma „ÞETTA er það sem ég ber fram,“ segir Ásgerður Búadóttir við blaðamann, þar sem við stöndum í Galleru Ingólfsstræti 8 og virðum fyrir okkur sýningu á myndvefnaði hennar sem opn- uð verður í dag kl. 17. Listakon- unni er ágætlega lýst með þess- um orðum því í hógværð sinni lætur hún verkin tala. Þau eru hennar ástríða, þau eru hún. Ásgerði þarf vart að kynna. Hún á íjölda sýninga að baki víða um lönd og eru verk henn- ar í söfnum og opinberum bygg- ingum hér heima og erlendis. I Ingólfsstræti 8 sýnir Iistakonan níu verk sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir sýninguna. „Fyrir mig er það viss ögrun að sýna í þessum sal,“ segir Ás- gerður. „Hann er knappur og fallegur og setur manni ákveðin skilyrði, krefst samvinnu og set- ur um leið vissar skorður sem eru af hinu góða - hlutföll, rými, lýsing." I seinni tíð hefur Ásgerður gert sífellt meira af því að vinna með ákveðið rými í huga. Segir hún þetta verklag henta sér ágætlega. „Umhverfíð kveikir í mér, kemur hrejfíngu á hug- myndir mínar. I sumum tilvik- um kviknar hugmyndin ekki fyrr en ég hef séð rýmið, vegg- ina. Undir þeim kringumstæð- um ákveður salurinn sýning- una.“ Að þessu sinni þurfti Ásgerð- ur ekki á vettvangsleiðangri að halda enda þekkir hún salar- kynnin í Ingólfsstræti 8 mæta- vel - var í hópi fyrstu sýnenda þegar galleruð var tekið í notk- un árið 1995. „Þá var ég beðin um að sýna afar litlar myndir, minimalískar, sem ég er óvön að vinna og satt best að segja leist mér ekkert á blikuna í fyrstu. Þegar upp var staðið var ég hins vegar ánægð með út- komuna, smærri verk hæfa þessum sal vel, hann ber síður stór verk.“ Verk Ásgerðar eru heldur stærri í sniðum að þessu sinni, þó ekki teljist þau stór, 50x50 Morgunblaðið/Árai Sæberg ÁSGERÐUR Búadóttir veflistarkona innan um verk sín í Galleríi Ingólfsstræti 8. sm. „Þessi verk eru tilbrigði við stef sem er ferningurinn. Ég tek sama frumformið og vinn aftur og aftur með nýjar hug- myndir. Ég hef lengi unnið með þessa tegund af vefnaði enda eru möguleikarnir nánast óþrjótandi - samt í þröngum ramma.“ Kællskápur RG 2290 • Kælir 211 Itr. • Fi^stir 63 Itr. n**»J • Sjálfvirk afþýðing f kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 164x55x60 Kr. 48.900.- stgr. Kæliskápur RG 2330 • Kælir 258 Itr. • Frystir 74 Itr. n***i • Sjálfvirk afþýöing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 170x60x60 Kr. 49.900.- stgr. ipt • Kællr 172 Itr. • Frystir 66 Itr. g£X?l • Tvær grindur ■ Sjálfvirk afþýðing I kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900. stgr. B R Æ Ð U R N I R CQlQRMSSON Lágmúla 8 • Slmi 533 2800 Kæliskápur CG 1340 • Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. P***J •Tværgrindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni B • Mál hxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900.- stgr. Og hvað um efnistökin? „Myndbyggingin er sem fyrr aðalatriðið. Þessi verk eru mjög lík því sem ég hef verið að gera í gegnum árin.“ Sýningu Ásgerðar lýkur 14. febrúar næstkomandi og er gallernð opið fímmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Þrettánda leiklistarhá- tíð barna í Frakklandi ÞRETTÁNDA alþjóðlega leik- listarhátíð barna verður haldin í Toulouse í Frakklandi í júní næstkomandi. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar í Evrópu og er þekkt um allan heim. I henni taka þátt 18 hópar barna á aldrinum 7-13 ára frá Frakklandi og öðrum löndum. Leitað að tuttugu barna hópi Börnin munu flytja leikrit á frönsku eða öðrum tungumál- um. Markmiðið með hátíðinni er að börnin kynnist mismun- andi menningu, hún er ekki haldin í keppnisanda. Sam- hliða hátíðinni mun börnunum gefast kostur á að taka þátt í námskeiði þar sem þau kynn- ast mismunandi aðferðum í leiklist eftir löndum. Skipuleggjendur hátíðarinn- ar leita nú eftir þátttöku ís- lensks bamahóps. Hámarks- fjöldi í hópnum er 20 börn. Börnin þurfa að koma sér til Toulouse en þar verður þeim séð fyrir fríu fæði og húsnæði á meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar er að fínna á heimasíðu alþjóðlegrar leik- listarhátíðar bama í Toulouse: http://www-sv.cict.fr/fite/. Frábær gítarleikari TOIVLIST Salurinn GÍTARTÓNLEIKAR Arnaldur Amarson flutti á vegum Myrkra músíkdaga íslensk gítarverk. Þriðjudagurinn 12. jamíar, 1999. ARNALDUR Arnarson er í hópi þeirra, sem kalla mætti frumkvöðla í gítarleik hér á landi og hefur þessi hópur ágætra gítarleikara haft þau áhrif, að íslensk tónskáld hafa nú þegar lagt þeim til mörg ágæt tón- verk, sem hafa verið flutt á undan- fómum árum við töluverðar vinsæld- ir. Tónleikamir hófust á fjórum stemmningum eftir undirritaðan og skilaði Arnaldur þeim vel og af tölu- verðum krafti. Þar eftir lék Amaldur tvo stutta og litríka þætti úr kamm- erverkinu Dansar dýrðarinnar, eftir Atla Heimi Sveinsson. Amaldur lék fallega með fínleg blæbrigði verks- ins, sem er innblásið af hafinu, enda heitir fyrri þátturinn Dauðateygjur hins dansandi hafs og sá seinni Til hinna fáu hamingjusömu. Frumflutt voru þrjú stykki frá 1990, eftir John A. Speight. Þetta eru leiktæknilega skemmtilegir þættir, er voru mjög vel fluttir og eins og oft vill verða um góða tónlist, þarf að hlýða slíku verki oftar en einu sinni og sannast það á þeim örð- um verkum, sem hér voru flutt, að ýmis kennileiti í tónskipan og blæ- brigðum fá aðra merkingu við slíka endurfundi. Eftir Jón Leifs flutti Arnaldur næst Studie op. 3 en það verk er samið fyrir einleiksfiðlu og líklega þá Jón vai1 við eða hafði ný- lokið námi í Leipzig árið 1924. Þessi stúdía er prelúdía og fughetta og mjög líklega hefur Jón þá gert sína athugun á einleiksfiðluverkum eftir Johann Sebastian Bach, áður en hann samdi þetta verk. Umritun Arnalds hefur tekist vel, miðað við það sem undirritaður man verkið í flutningi Bjöms Ólafssonar fiðluleik- ara. Og flutningurinn í heild var góð- ur, einkum í fughettunni en líklega er prelúdían, sem er veigameira verk en fughettan, helst til erfið fyrir gít- arinn. Eftir hlé voru flutt verk eftir Kjartan Ólafsson, Karólínu Eiríks- dóttur og Þorstein Hauksson. Verk Kjartans, Tilbrigði við jómfrú, er meðal fyrstu verka hans, sem flutt voru hér á landi (1984) og því gamall kunningi. Tilbrigðin voru mjög lif- andi í flutningi Amalds, en í þeim má heyra margvíslegan blæbrigðaleik og skemmtilegar tónmyndir, er voru af- bragðs vel útfærðar af Amaldi. Ann- ar gamall kunningi, Hvaðan kemur lognið, frá 1990, eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, var sérlega fallega hljóm- andi og það var nú ekki eingöngu logn í verkinu og í heild var það mjög fallega mótað af Arnaldi. Síðasta verkið á tónleikunum var Tokkata (1987) eftir Þorstein Hauksson. sér- lega skemmtilega samið verk, leik- andi fjörugt og glæsilega leikið af Arnaldi Amarsyni. Eins og fyrr var vikið að, er stutt síðan menn tóku að iðka gítarleik hér á landi og einnig stutt síðan skólamir buðu upp á kennslu á þetta hljóðfæri, svo að sá árangur, sem framverðir þessa hljóðfæris hafa náð, er í raun stórkostlegur og verður fróðlegt að gera upp þessa sögu eftir nokkra áratugi, bæði er varðar þroska ein- stakra hljóðfæraleikara og ekki síð- ur, hversu þá mun hátta um þátt ís- lenskra tónskálda í þeirri þróun. Þetta voru bæði skemmtilegir og fróðlegir tónleikar og flutningur Arn- alds Amarsonar á þessum erfiðu tón- verkum glæsilega útfærður. Þegar litið er yfir efnisskrá Myrki-a músík- daga, kemur í Ijós að íslenskir hljóð- færaleikarar og tónskáld eru vel á vegi stödd og er gott til þess að vita, að í þeim hópi er Amaldur Amarson gítarleikari, en hann hefur þegar afl- að sér álits erlendis sem frábær gít- arleikari. Jón Ásgeirsson E.S. Upphaflega átti annar gagnrýn- andi að fjalla um þessa tónleika, sem því miður forfallaðist vegna skyndi- legra veikinda og þar sem tvennir tónleikar vora á sama tíma, varð ekki undan skotist fyrir undirritað- an, að gera skyldu sína. J. Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.