Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 36

Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 14. JANTJAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ í SÍÐARI tíð hefur vald í auknum mæli verið fært frá Alþingi til framkvæmdavalds- ins, venjulegast sitj- andi ráðherra. Þetta á meðal annars við um skipan stjórna ríkis- fyrirtækja eða ríkis- hlutafélaga. Þannig hafa nokkrir ráðherr- ar núverandi ríkis- stjórnar skipað í ýms- ar stjórnir. Má þar nefna Landsvirkjun, Búnaðarbanka og Landsbanka, en þar skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra stjórnir fyrirtækjanna. Sam- gönguráðherra skipaði m.a. í Ráðherravald Þessi flokkspólitíska þröngsýni félagsmála- ráðherra, segir Guð- mundur Arni Stefáns- son, vekur athygli og undrun. stjórnir Landssímans og íslands- pósts. Hjá þessum ráðherrum var þess gætt, að eðlilega pólitíska breidd væri að finna í þessum stjórnum og hefur það komið fram opinberlega að ráðherrarnir hafi haft samráð við formenn stjórnar- andstöðuflokkanna um þau mál og skipað þar einnig einstaklinga, sem ekki endilega eru flokksbundnir í Sjálf- stæðisflokki eða Framsóknarflokki, heldur hugsanlega stuðningsmenn flokka stjórnarandstöðunn- ar. Og það sem ekki er síður mikilvægt: Leitast var við að finna faglega og al- hliða þekkingu á við- komandi málaflokk- um hjá þessum ein- staklingum. Um þessi mál hefur því verið allgóð pólitísk sátt, enda flestir sammála um að í nútímanum verði að gæta jafnvægis og sann- girni, þegar ákvarðanir af þessum toga eru annars vegar. Bara stjórnarliðar Félagsmálaráðherra hins vegar stóð öðruvísi að málum nú á dög- unum, þegar hann skipaði nýja stjórn íbúðalánasjóðs, arftaka Húsnæðisstofnunar ríkisins. Hann hafnaði þar t.d. tveimur einstak- lingum sem áður sátu í stjórn Hús- næðisstofnunar, einstaklingum sem opinberlega hafa fylgt Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi að málum. Hann kaus að fara þrönga flokkspólitíska leið og valdi ein- göngu stjórnarliða til stjórnarsetu; tvo framsóknarmenn, (annar þeirra aðstoðarmaður hans til skamms tíma og núverandi fram- bjóðandi í kjördæmi ráðherrans), tvo sjálfstæðismenn og loks einn óflokksbundinn einstakling. Sá síð- astnefndi hefur raunar í seinni tíð verið talinn hliðhollur Framsókn- arflokknum, þótt nú um stundir standi hann utan flokka. íbúðalánasjóður mun þjónusta tugþúsundir Islendinga og er gíf- urlega mikilvægt að vel takist til á þeim bænum. Einnig er ljóst að talsverð pólitísk átök voni um þá leið sem félagsmálaráðherra og ríkisstjóm völdu í húsnæðismálun- um. í því ljósi er mikilvægt að um úrvinnslu þeirra mála geti tekist eins víðtæk sátt og kostur er og vel verði að verki staðið. Þar gegnir stjóm íbúðalánasjóðs lykilhlut- verki. Það mun reynast erfiðara en ella með pólitískt einlitri stjóm. Þröngsýni Þessi flokkspólitíska þröngsýni félagsmálaráðherra vekur athygli og undran, því þessi ráðherra hef- ur stundum átt sæmilegustu spretti og til að mynda ekki alltaf farið þröngar flokkspólitískar leið- ir, þegar komið hefur að vali manna til trúnaðarstarfa. Spurning er hins vegar hvort fé- lagsmálaráðherrann er með þess- ari skipan stjómar íbúðalánasjóðs að brjóta í blað og marka nýtt verklag á stjórnarheimilinu. Hér finnst vafalaust einhverjum um lít- ið mál að ræða, sem lýtur skipan nefnda og ráða, einhverjum bitling- um. Það er ekki kjarni málsins, heldur hitt hvernig stjómvöld hverju sinni fara með vald sitt. Hvort stjórnir stón-a og mikil- vægra fyrirtækja eigi ekki að end- urspegla faglega þekkingu og breið pólitísk viðhorf. Eg hef þegar leitað eftir svörum félagsmálaráðhema um þetta mál með fyrirspurn á Alþingi, sem ég hef nýlega lagt fram. Hins vegar er nú hlé á fundum Alþingis og mun ég því væntanlega ekki fá formlega svar ráðhemans fyrr en í næsta mánuði. Því spyr ég hér á síðum Morgunblaðsins: Hvers vegna, Páll? Höfundur er alþingismaður. Hvers vegna, Páll? Guðmundur Árni Stefánsson Sveitarfélag’ í vanda NÚ ER nýlokið gerð fjárhagsáætlun- ar fyrir bæjarsjóð Reykjanesbæjar. I þeirri fjárhagsáætlun kemur fram hvaða tekjur bærinn mun hafa og í hvað þær tekjur fara. Jafnframt kemur, undir venju- legum kringumstæð- um, fram hver helstu áhersluatriði verða á næstunni og jafn- framt hvert svigrúmið er sem bæjarstjórn hefur til fram- kvæmda, því alltaf er nóg af verkefnum sem æskilegt væri að sinna betur. Því miður kemur í Ijós að svig- rúmið er lítið, rekstur þeirrar starfsemi sem nú er á vegum bæj- arins tekur til sín um 78,2% af heildartekjum bæjarins. Þar að auki era vextir og önnur fjár- magnsgjöld sem bærinn verður að greiða og þó aðeins séu teknar með þær afborganir af lánum sem þarf að greiða á næsta ári eru pening- arnir búnir. Meira að segja vantar rúmar 4 milljónir uppá að endar nái saman. Það era engir peningar til. Stað- reyndin er sú að ef bærinn ætlar að kaupa stól eða borð inn á leikskóla eða í skóla, þá þarf hann að taka lán til þess. Ymsir þættir eru þannig að ekki verður hjá þeim komist, þeir geta verið það mikilvægir að þeir réttlæti lántöku. Það á t.d. við um byggingu Heiðaskóla sem er að vísu öll fjármögnuð með lánum en menn verða jafnframt að gera sér grein fyrir því hvemig afla á tekna til að greiða lánin, það þekkjum við öll sem rekum heimili. Við getum þurft að taka lán vegna bráðnauð- synlegra þátta en síðan er mikil- vægt að greiða þau niður, því ef við eyðum meira en við öfl- um ár eftir ár endai' allt með ósköpum. I svona erfiðri stöðu verður að finna leiðir til að minnka útgjöld eða auka tekjur, vilji menn á annað borð forðast gjaldþrot. Vissulega era ýmsar leiðir s.s. að hækka útsvar eins og meirihlutinn í Reykja- vík ákvað að fara. Sú leið hefur það í för með sér að íbúamir greiða í hlutfalli af tekjum sín- um. Þeir sem hæstar hafa tekjurnar leggja þannig hlutfallslega jafn mikið af mörkum og þeir sem hafa lægri tekjur. Fjárhagsáætlun í svona erfíðri stöðu, segir Jóhann Geirdal, verður að finna leiðir til að minnka útgjöld eða auka tekjur. Meirihluta Reykjanesbæjar, sem er skipaður fulltrúum Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- fiokks, hugnaðist ekki sú leið. Sá meirihluti leitaði annarra leiða til að auka tekjur bæjarins. Lítum að- eins á þær leiðir sem þeim þótti sæma að fara. Meirihluti sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna ákvað að hækka heldur ým- is þjónustugjöld s.s.: Félagslega heimilisþjónustu sem ellilífeyris- þegar og öryrkjar borga. Nám- skeiðsgjald vegna félagsstarfs aldraðra, sem ellilífeyrisþegar borga. Stakur aðgangsmiði á gæsluvelli hækkar um 50%, sem barnafólk borgar. Tímagjald og matargreiðslur á leikskólum hækkar, sem barnafólk borgar. Vistgjald og matargreiðslur á skólaselin hækka sem barnafólk borgar. Argjald fullorðinna fyrir afnot af bókasafni hækkar um 60%. Sett er á nýtt gjald fyrir skólagarða, sem barnafólk borgar. Þátttökugjald vegna námskeiða fé- lagsmiðstöðva tvöfaldast. Leiga á íþróttamannvirkjum hækkar og aðgangur að sundstöðum hækkar á bilinu 33-38%. Sorphirðugjald hækkar úr 2.500 kr. í 3.500 kr. eða um 40% og fellur það gjald jafnt á allar íbúðir, stórar sem smáar. Sami háttur er hafður á með gjald „vegna hreinsunar á fráveituvatni“ sem tekið var upp á síðasta ári. Það er lagt jafnt á allar fasteignir óháð stærð þeirra. Allt era þetta dæmi um íhaldsskatta, skatta sem eru ákveðin krónutala og öllum er gert að greiða það sama, hver sem greiðslugetan er, hvort sem um er að ræða fólk sem býr við kröpp kjör eða lifir í vellystingum. Skortur á raunveruleikamati Meðal annai's vegna byggingar grannskóla er á þessu ári ráðstafað rúmu 31% umfram heildartekjur bæjarins. Geta meirihlutans til að taka á þessum fjárhagsvanda er engin og í stað þess að reyna að draga saman útgjöld og ná endum saman, gælir hann, að því er virðist í fullri alvöru, við að láta byggja fjölnota íþróttahús fyrir tæpar 500 milljónir, þó ekki sé til 1 króna uppí þann kostnað. Hann heldur að lausnin felist í því einu að bærinn eigi ekki að kaupa húsið íyrr en eft- ir 7 ár. Þannig er ábyrgðarleysi meirihlutans í Reykjanesbæ algjört. Höfundur er oddviti Bæjarmála- félags Reykjanesbæjar. Jóhann Geirdal ^Uppruni Islendinga í TILEFNI af deil- unni um þjóðemi Leifs Eiríkssonar birtist í Morgunblaðinu 7/1 1999 grein eftir Ed- mund Bellersen þar sem hann varpar fram tilgátum um, að upp- rana Islendinga megi rekja til Vandala, en þeir vora germannsk- ur þjóðflokkur, sem lét mjög að sér kveða á þjóðflutningatímanum. Hann telur ekki lík- legt, að Islendingar séu af Norðmönnum komnir og bendir hann m.a. á ólíka blóðflokka- skiptingu og höfuðlag Islendinga og Norðmanna. Hann telur lang- Þjóðflutningar Meginþunginn í kenn- ingum Barða, segir Ólafur Sigurgeirsson, lýtur að þeim mikla mun, sem varð á þjóð- --------------7------- skipulagi á Islandi og í Noregi. sótt að rekja hana tO írskra þræla á víkingaöld, því Norðmenn hafí ekki síður en Islendingar þrælkað hertekna menn þaðan. Vegna þess- ara skrifa vil ég vekja athygli hans og annarra á Herálakenningu Barða Guðmundssonar og á hverju hún grandvallaðist. Herúlar Heimilda um germana þjóðflutn- ingatímans er að leita í ski-ifum menningarþjóðanna við Miðjarðar- haf í rómversku ríkjunum, en af þeim voru þeir nefndir barbarar. Herálar eru sagðir hafa komið frá Norðurlöndum á fyrstu öldunum eftir Rrist á svipuðum tíma og Aust- og Vest-Gotar og sest að við norðanvert Svartahaf, eins og þær þjóðir. Herálar urðu miklir sjóvík- ingar við Azovshaf og herjuðu frá ströndum Svartahafs á lönd þau, sem liggja að Grikklandshafi. Þeir höfðu á sér mikið hreystiorð og urðu síðar eftirsóttir málaliðar og þjónuðu í lífverði Býzanskeisara, eins og víkingar frá Norðurlöndun- um nokkram öldum síðar. Meðal annars vora Herálar uppistaða málaliðshers austrómverska ríkis- ins, sem lagði Aust-Gota að velli á Ítalíu. Leifar Gotanna fóra norður yfir Alpafjöll og hverfa úr sögunni og hafa líklega leitað til sinna fornu heimkynna á Norðurlöndum. A ofanverðri 4. öld brutust Húnar vestur yfir Volgu og náðu yfirráðum yfir Herálum og Gotum og börðust Herálar eftir það í her Húna allt til 451, að rómverskur málaliðaher skipaður germönum sigraði her Húna í Norður-Frakklandi. Eftir þetta stofna Herálar voldugt ríki í Dónárlöndunum og ríktu þar til um 500, að Langbarðar, germanskur þjóðflokkur, gersigruðu þá og eyddu ríkinu. Helmingur Herála flutti þá til baka til Norðurianda og hverfa þeir úr sögunni. Barði telur þetta þjóðarbrot hafa farið fyrst til Danmerkur og getur sagna um hálfdani. Þaðan hafi þeir farið yfir sundið til Noregs og Sví- þjóðar, því þar era heimildir um yf- irráð víkingaherja í byrjun víkinga- aldar. Svo hafi þetta herskáa og djarfa fólk, sem hvergi eirði lengi, farið til Vestur-Noregs, og þessi rótgróna útþrá og dirfska hafi svo borið þá enn vestar, er þeir sem víkingar fóra að herja á nálæg lönd, eins og forfeður þeirra 4 öld- um fyrr við Svartahaf. Barði telur Herála hafa verið aðkomu- menn í Vestur-Noregi og þegar Haraldur hárfagri braust til valda þar á ofanverðri 9. öld, háði hann úr- slitaorastuna við þessa aðkomumenn í Hafursfírði. Því til stuðnings bendir hann á, að um 200 skipa víkingafloti hafi komið frá Irlandi til að berjast gegn Har- aldi, en enginn til að berjast með honum. Það hefði þó verið eðlilegra, ef þessir víkingar hefðu verið norskir, að þeir berðust með norskum konungi. Haraldur konungur tók af mönn- um óðul í Noregi og því fluttu þeir til íslands segir í Eglu. Ekki er neinar heimildir að finna um að Norðmenn hafi misst óðul sín, enda hélt óðalsrétturinn áfram í Noregi. Það vora því bara aðkomumennirn- ir, sem misstu sín óðul. Kenningar Barða Síðan lýtur meginþunginn í kenningum Barða að þeim mikla mun, sem varð á þjóðskipulagi á Is- landi og í Noregi. I Noregi var óð- alsréttur gildandi jarðeignarform. Það varð ekki á Islandi. Lík- brennslur vora tíðkaðar í Noregi, en ekki á íslandi frekar en í flestum héruðum Danmerkur. Skáldskap- arlistin er bundin við Islendinga og eftir, að Island var byggt, er ekki lengur vitað um skáld í Noregi. I Noregi var yfirstjóm í höndum konunga og hersa, en á íslandi komst strax á veldi goða. Síðan bendir Barði á umfjöllun Snorra St- urlusonar í Heimskringlu, þar sem hann segir svo frá, að Æsir hafi komið frá Svartahafslöndunum til Norðurlanda með 12 hofgoða. Síðan segir Snorri: „Óðinn setti lög í landi sínu, þau er gengið höfðu fyrr með Asum. Hann kenndi þeim ránir, galdra og ljóðagerð „. Nú vill svo til að 12 goðar urðu hér í hverjum fjórðungi og Islend- ingar urðu strax lögspekingar, skáld og tóku upp ritmál. Að lokum leitar svo Barði skýr- inga á því, hvers vegna íslendingar varðveita sagnir um Húna, Atla Húnakonung og Jöi-munrek Aust- gotakonung í Eddukvæðunum Hamðismálum, Sigurðarkviðu hinni skömmu og Guðránarhvöt, allt um atburði frá Svartahafslönd- um á tíma Herála þar. Víkingaöld Þegar víkingaöld hefst um 800 era ekki nema rámar 4 aldir frá at- burðum í Svartahafslöndum, sem lýst er í Eddukvæðum. Snorri St- urluson skrifar svo Heimskringlu rúmum 3 öldum eftir íslands byggð. Þegar Barði kom fram með sínar kenningar rétt fyrir 1940 var ekki vitað um mismun á blóðflokka- dreifingu Norðmanna og Islend- inga. Er sá mismunur ekki frekari sönnun fyrir því, að flest fólkið, sem fluttist frá Vestur-Noregi til íslands var aðkomufólk í Noregi og ekki skylt Norðmönnum að öðra leyti, en því, sem ein germönsk þjóð kann að vera skyld annarri? Getur verið að til bardagaþjóðanna Herúla og Aust-Gota, sem hvergi eirðu, megi rekja upphaf víkingald- ar á Norðurlöndunum? Víkinga- ferðir byrja vafalaust löngu íyrir 800, en rétt fyrir þau aldamót bitna þær á kristnum mönnum með rit- mál og þá skríða þessar þjóðir aft- ur fram í veraldarsöguna. Höfundur er lögmaður. Ólafur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.