Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMKVÆMDA- STJÓRN f VANDA ÞINGMENN á Evrópuþinginu hafa á undanförnum vikum haldið uppi harðri gagnrýni á einstaka full- trúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Eru það ekki síst þau Edith Cresson og Manuel Marin er sökuð hafa verið um vítaverða meðferð fjármuna. Pótt enginn fulltrúi í framkvæmdastjórninni sé sakaður um að hafa hagnast persónulega með óeðlilegum hætti hafa verið dregin fram í dagsljósið dæmi um að nánir ættingjar eða vinir fulltrúa í framkvæmdastjórninni hafi verið teknir fram fyrir aðra við stöðuveitingar eða úthlutun fjármuna. í sjálfu sér eru sögur af spillingu og fjármálaóreiðu innan Evrópusambandsins ekki nýjar. Það hefur hins vegar ekki gerst áður að framkvæmdastjórnin og ein- staka fulltrúar hennar hafi sætt jafnharðri og óvæginni gagnrýni Evrópuþingmanna og evrópskra fjölmiðla. Vandann má að hluta rekja til uppbyggingar Evrópu- sambandsins. Framkvæmdastjórnin, sem fer með sam- eiginlega fjármuni ESB-ríkjanna, sér ekki um inn- heimtu skatta heldur einstök aðildarríki. Sú tenging sem er á milli tekna og útgjalda, stjórnmálamanna og kjósenda í lýðræðisríkjum er því ekki til staðar innan ESB. Að miklu leyti er skýringuna hins vegar einnig að finna í því verndaða umhverfi sem stjórnkerfið í Brussel hefur búið við. Evrópuþingið hefur hvorki haft vilja né völd til að veita framkvæmdastjórninni aðhald og fram- kvæmdastjórnin hefur verið of fjarlæg umbjóðendum sínum, íbúum Evrópu, til að njóta þess virka eftirlits og aðhalds sem nauðsynlegt er. Petta virðist hugsanlega vera að breytast. Þótt lík- legra virðist að málamiðlun náist en að vantraust verði samþykkt á framkvæmdastjórnina hefur Evrópuþingið sýnt að það ætlar að hafa virkari afskipti af málum framkvæmdastjórnarinnar í framtíðinni. Viðbrögð fram- kvæmdastjórnarinnar við því að sett sé út á störf henn- ar og athugasemdir gerðar við fjármálasukk og aðra óreiðu eru hins vegar ótrúleg. Hvernig ætla ráðamenn í Brussel og fulltrúar ríkisstjórna ESB-ríkjanna að sann- færa Evrópubúa um nauðsyn þess að færa aukin völd til Brussel ef framkvæmdastjórnin telur sig hafna yfir gagnrýni og eðlilegt aðhald í störfum sínum? ÁBYRGÐ Á VIÐGERÐUM ASTÆÐA er til að vekja athygli á dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem eigandi vélhjólaverkstæðis var dæmdur til að greiða tjón sem eigandi vélhjóls varð fyrir sjálfur og olli öðrum og rekja mátti til ófullnægj- andi viðgerðar. Dómurinn hlýtur að vera eigendum við- gerðarverkstæða og öðrum þeim sem annast viðhald og viðgerðir til umhugsunar vegna ábyrgðar á verkum. Dómurinn er jafnframt ábending til almennings um rétt fólks í þeim tilvikum að viðgerð fullnægi ekki eðlilegum gæðakröfum og leiði jafnvel til tjóns þriðja aðila. Dómur sem þessi hlýtur að verða til aukins aðhalds allra sem veita almenningi viðgerðarþjónustu og vekja þá til umhugsunar um að vanda vinnubrögð sín. Fólk á heldur ekki að sætta sig við léleg vinnubrögð og sækja hiklaust rétt sinn - að ekki sé talað um tilfelli er óvönd- uð vinnubrögð leiða til tjóns fyrir einn eða annan. NORSKAN LÁTIN RÓA SKANDINAVÍSKAR þjóðir hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á verndun tungu sinnar og íslendingar. Ensk máláhrif hafa þannig verið meiri á dönsku, sænsku og norsku en íslendingar gætu sætt sig við. Svo virðist sem þetta aðhaldsleysi sé að koma í bakið á Norðmönn- um nú þar sem flaggskip norsks iðnaðar, Norsk Hydro, hefur ákveðið að taka upp ensku sem opinbert mál sitt og leggja norskuna til hliðar. Þegar allt kemur til alls eru Norðmenn þó ekki sáttir við þessa þróun. Stavanger Aftenblad bregst hart við þessum fréttum í leiðara 7. janúar og bendir á fordæmi Islendinga sem hafi staðið vörð um sitt gamla tungumál í þúsund ár. Okkur er þessi frétt áminning um að halda áfram á sömu braut. HÚSFYLLIR var í Hagaskóla þegar foreldrafélag skólans stóð fyrir fundi um agamál. Morgunblaðið/Árni Sæberg FUNDURINN um agamál í Hagaskóla var haldinn fyrir atbeina foreldrafélagsins en undanfarið skapaðist neyð- arástand í skólanum í síðustu viku vegna sprenginga nemenda innan veggja skólans. Á fundinum var leit- ast við að greina vandann og voru fimm framsöguerindi flutt áður en foreldrar fengu tækifæri til að tjá sig um málið. Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, hóf fundinn á því að rekja gang mála en á fyrsta kennsludegi ársins, hinn 4. janúar, voru nemendur varaðir við meðferð eldfæra í skólan- um og þeim gert ljóst að brot á regl- um skólans varðaði brottvísun. Næstu daga gerðist það að leitað var í töskum nemenda, fyrsta öfiuga sprengjan var sprengd í anddyri skólans, kennsla felld niður og gæslu foreldra og lögreglu komið á á göng- um skólans. Að sögn skólastjórans ógilti Fræðsiumiðstöð Reykjavíkur ekki ákvörðun hans um brottreksturinn, eins og vikið hefur verið að, heldur gerði honum grein fyrir því að sam- kvæmt stjórnsýslulögum gæti hann veríð í órétti. Hann taldi að rétt og hreint hefði verið gengið til verks strax í upphafi. Óryggissjónarmið hefðu ráðið ferðinni og það væri ábyrgðarleysi af hálfu foreldra ef þeir sýndu því ekki skilning. Varðandi úrlausn málsins sagði Einar að allar sprengingarnar hefðu verið viðurkenndar nema sú sem átti sér stað síðasta miðvikudag. Málin voru kærð til lögreglu að ráði Arthúrs Morthens hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur. Einar sagði mikilvægt að þeir sem að sprengingunum stóðu fengju skjóta sálfræðihjálp því föðurleg áminning dygði ekki í svo alvarlegu máli. Hann minnti ennfremur á að uppákoma af þessu tagi væri ekki ár- viss viðburður í skólanum en greini- legt að málefnið kallaði á aukna um- ræðu í þjóðfélaginu. Horfa ætti upp og fram á við vegna yfirgnæfandi meirihluta nemenda sem beri Haga- skóla gott vitni. Meiri aga og skýrari reglur Tryggvi Agnarsson, fulltrúi for- eidrafélagins, flutti erindi og byrjaði á því að lýsa undrun sinni á því að þetta skyldi hafa gerst í Hagaskóla. Skóla- og foreldrastarfið væri öflugt og undantekning að ekki næðist að leysa sameiginlega úr þeim málum sem kæmu upp. Skólinn væri reynd- ar fjölmennur og því misjafna sauði þar að finna. Hann taldi að ekki hefði verið rétt að gera skólastjórann afturreka með ákvörðunina um brottvísun nemenda og taldi stöðu hans hafa verið erfiða í viðkvæmu umhverfi. Um foreldravandamál væri að ræða, ekki unglinga- eða skólavanda- mál. Skólinn væri tii stuðnings en ábyrgð og uppeldi væru í höndum foreldranna. Hann lagði fram þau til- mæli að meiri aga yrði beitt og regl- Fundur Foreldrafélags Hagaskóla Ekki htegt að segja for- eldrastarf- inu lausu Húsfyllir var á fundi um agamál í Haga- skóla á þriðjudagskvöldið þegar atburðir liðinnar viku voru teknir til umræðu. Rakel Þorbergsdóttir fylgdist með fundinum. ur gerðar skýrari. „Við skulum strengja þess heit að standa okkur betur við uppeldið," sagði Ti-yggvi að lokum. Arthúr Morthens talaði um sér- kennilega þróun í íslensku þjóðfélagi þar sem aga- og virðingarleysi væri einkennandi. Samanburður við hin Norðurlöndin á tímanum sem for- eldrar hafa með börnum sínum væri íslenskum foreldrum óhagstæður, enda að meðaltali bæði lengri vinnu- dagur og lægi-i iaun hér á landi. Unglingamenningin er sífellt að verða ofbeldiskenndari að sögn Arthúrs og vandinn dýpri en svo að hann megi flokka sem strákapör. Þær aðstæður sem kennarar og skólastjórnendur þurfi að vinna við verði því stöðugt erfiðari. Sem dæmi um öra þróun nefndi Arthúr að fyrir einungis þremur árum hefðu menn talið að eiturlyfjasala bærist aldrei inn í gi-unnskólana en hún væri nú þegar orðin staðreynd. Ai'thúr fjallaði um grunnskólalögin og skólareglur sem til eru og þá vinnu sem þegar er hafin. Niðurstöðu nefndar menntamálaráðuneytisins sem fjallar um aga og agabort er að vænta á morgun og sagði Arthúr það markmiðið að skýra enn frekar viður- lög við brotum og það ferli sem þarf að eiga sér stað eftir að mál af þessu tagi koma upp. Þau séu ógnun við ör- yggi og vinnufrið í skólanum og alltof alvarleg til að verða liðin. Þingmaðurinn Hjálmar Árnason flutti erindi á fundinum og gladdist yfir þeim fjölda foreldra sem sýndu vilja sinn til að leysa vandann með nærveru sinni. Hann velti upp þeirri spurningu hvort umljöllun fjölmiðla væri einkennandi fyrir það ástand sem ríkti í skólum landsins eða hvort um einangraðra fyrirbæri væri að ræða. Hann sló á létta strengi og viðraði þá hugmynd að e.t.v. hefði amman í þjóðfélaginu brugðist; hún sem hefði á árum áður haldið utan um uppeldis- starfið og innrætt unga fólkinu góð lífsgildi. Nútíma-amman hefði hins vegar allt öðrum hnöppum að hneppa. Svo virðist sem foreldrar varpi af sér uppeldisábyrgðinni yfir á skólana og verji tíma sínum í eigin áhugamál og grundvallarþarfir. Börnin viti því lítið til hvers af þeim er ætlast og fái ólík skilaboð, enda mörg grá svæði í því umhverfi sem börnin alast upp í. Hjálmar kynnti þingsályktunartil- lögu um skipan nefndar til að auka aga í skólum landsins sem lögð var fyi-ir Alþingi í haust. Minntist hann þess að hlegið hefði verið að tillög- unni en agavandamálið væri engu að síður alvarlegt. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags íslands, sagði að grundvöllurinn að góðu skólastarfi væri skýrar reglur. Viðurlög við brot- um á reglum þyrfti að útskýra og nauðsynlegt að skólastjórar hefðu vald til að bregðast við þeim. Mikil- vægt væri að foreldrar bæru fullt traust til skólastjórnenda og ræddu ekki neikvæð viðhorf sín til skólans við börnin. Hann velti upp þeirri spurningu hvort foreldrar ættu e.t.v. erfitt með að tjá sig um það sem þeir teldu að betur mætti fara í skólunum. Slíkt væri nauðsynlegt þar sem fyi'ir- myndarskóii væri sameiginlegt hags- munamál allra. Foreldrar og velunnarar Haga- skóla stigu í pontu og tjáðu sig um málið þegar opnað var fyrir almenna umræðu á fundinum. Friðrik Þór Guðmundsson, faðir drengs sem vikið var úr skólanum fyrir að hafa skotelda í fórum sínum, hóf mál sitt með því að taka undir orð ræðumannanna. Hann útskýrði af hverju hann hefði kosið að nýta sér andmælaréttinn og kvaðst hafa skrif- að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur bréf til að fá útskýringu á þeim reglum sem giltu um mál af þessu tagi en ekki í því skyni að ákvörðunin yi'ði tekin til baka. Skil viðbrögð skólayfirvalda Hann kvaðst skilja viðbrögð skóla- yfirvalda í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað í síðustu viku og lýsti yf- ir þeirri skoðun sinni að Einar Magn- ússon skólastjóri hefði átt að halda til streitu ákvörðun sinni um að vísa nemendunum úr skólanum í viku, enda um alvarlega atburði að ræða. Páll Vilhjálmsson foreldri benti á að nauðsynlegt væri að borga kenn- urum „alvöru laun“ og gera skólann að þeim alvöru vinnustað sem hann væri. Það væri ávísun á vandræði að draga aftur ákvörðun um brottvísun og sendi unglingunum þau skilaboð að þeirra væri valdið. Ennfremur hefðu það verið mistök að fara með málið í fjölmiðla því athyglin þætti unglingunum góð. Skólastjórinn varðist þeim ásökun- um að skólayfirvöld hefðu dregið fjöl- miðla inn í rnálið og benti á að þegar nemendur voru hvattir til að benda á sökudólgana og þeim haldið inni í skólastofunum hefðu þeir dregið upp farsíma og hringt í lögregluna og til- kynnt að þeim væri haldið í gíslingu af skólayfírvöldum. Það eru ekki eingöngu foreldrar sem eiga að líta í eigin barm vegna málsins að mati Steinunnar K. Jóns- dóttur, móður eins nemanda, sem kvaddi sér hljóðs á fundinum. Hún gagmýndi skólayfirvöld fyrir lítið samstarf við foreldra, sem væru fyrir vikið oft illa upplýstir um gengi og skólasókn barna sinna. Nefndi hún dæmi um óviðunandi viðbrögð skólans við agabrotum af ýmsu tagi og dró 1 efa að skólastjórinn ætti að hafa ótak- markað vald til að beita börnin aga. Jón Magnússon, íbúi í Vesturbæ í rúm 60 ár og velunnari skólans, hrós- aði skólastjóranum fyrir að hafa kjark til að taka á málinu og koma af stað þarfri umræðu um allt land. Það væri ýmislegt sem foreldar ættu að gera í málinu en ekki skólinn. „Sá elskar börnin sín sem agar þau,“ sagði Jón og minnti á speki úr Orðs- kviðum Salómons. Hann benti for- eldrum á að þeir gætu ekki vísað mál- inu til skólans og sagt honum að ala upp börnin sín. Fleiri foreldrar tóku til máls og í máli einnar móður kom fram að þótt foreldrastarfið væri á stundum erfitt gætu foreldrar ekki sagt því lausu. Það væri í þeirra verkahring að leita sér upplýsinga og fylgjast með því hvað afkvæmin aðhefðust. Vandinn skrifaðist því ekki á skólann. Titanic langvinsælust Bandaríska stórmyndin Titanic gnæfði yfír aðrar í aðsókn á síðasta ári en hana sáu alls 124.008 manns að sögn Arnaldar Indriðasonar sem skoðaði lista yfír aðsóknarmestu bíómyndirnar í kvikmynda- húsunum á Islandi á síðasta ári. TITANIC varð metsölu- mynd heimsins árið 1998 og íslendingar áttu drjúgan þátt í því. Eins- konar Titanic-æði virðist hafa gripið um sig á meðal þjóðarinnar sem flykktist á myndina og áður en yfir lauk höfðu selst á hana 124.008 miðar. Það er aðsóknar- met í kvikmyndahús hér á landi sem lengi verður í minnum haft. Leikstjórinn James Cameron, er eyddi 200 milljónum dollara í gerð Titanic, virðist hafa hitt á nákvæmlega réttu formúluna að metsölumynd og kæfði allar gagnrýnisraddir strax á nýja ár- inu þegar mynd hans fór að sigla upp metsölulistana hvarvetna um heiminn og hreppti loks ekki færri en 11 Oskarsstyttur. Ca- meron bjó til sögu um einskonar Rómeó og Júlíu um borð í skipinu ósökkvandi með Kate Winslet og Leonardo DiCaprio í aðalhlut- verkum en það var fyrst og fremst síðari hluti myndarinnar sem fólk gleymdi sér yfir þegar Titanic sigldi á borgarísjaka og sökk. Cameron filmaði slysið eins og sá mikli hasarmyndaleikstjóri sem hann er og nýtti sér ómælt tölvuteikningar, til þess að gefa hugmynd um hvað raunverulega gerðist, að ógleymdum skips- skrokknum sem hann lét smíða fyrir sig í Mexíkó og var næstum eins stór og sjálft Titanic. 26 myndir Á listanum yfir tíu aðsóknar- mestu myndir síðasta árs er að fínna myndir af öllu tagi, gaman- myndir, hasarmyndir, dramatísk- ar myndir, sumarmyndir ojg Óskarsverðlaunamyndir. A listan- um eru alls 26 myndir eða allar þær sem fengu 15.000 manns í að- sókn eða meira. Hann er tekinn saman af Pricewatherhou- seCoopers fyrir kvikmyndahúsin í Reykjavík og raðast myndirnar á hann nú í fyrsta sinn eftir tekjum af miðasölu en ekki fjölda seldra miða. Næsta mynd á eftir Titanic á iistanum er heimsendatryllir frá hasarframleiðandanum Jerry Bruckheimer, Ragnarök eða „Ar- mageddon", en alls seldust á hana 47.660 miðar. Um var að ræða dæmigerða sumarhasarbrellu- mynd þar sem Bruce Willis fór fyrir hópi starfsmanna á olíubor- palli er sendir voni út í heiminn að bora gat í aðsteðjandi loftstein sem ógnaði mannkyni öllu. Mynd- in naut talsvert meiri vinsælda en hinn loftsteinatryllir sumarsins, Áreksturinn eða „Deep Impact“, sem er mun neðar á listanum en alls seldust 17.400 miðar á hana. I þriðja sæti listans er gaman- myndin Það gerist ekki betra eða „Ás Good As it Gets“ um lítillega bilaðan rithöfund, uppáhalds- gengilbeinuna hans og hommann sem býr við hliðina á honum. Gamanmyndahöfundurinn James L. Brooks gerði myndina og gaf Jack Nicholson nokkurn veginn lausan tauminn í hlutverki rithöf- undarins, sem skýrir kannski að einhverju leyti af hverju myndin varð svona vinsæl. Nicliolson hreppti Óskarinn og það gerði Helen Hunt einnig fyrir besta leik í kvenhlutverki. María og Godzilla Einn óvæntasti smellur ársins er í fjórða sæti íslenska aðsóknar- listans, gamanmyndin Það er eitt- hvað við Maríu eða „There’s Something About Mary“. Myndin skopaðist að minnihlutahópum hverskonar af sérstakri bíræfni og sagði talsvert sársaukafulla ástarsögu og hitti einhvern veg- inn í mark öllum að óvörum. I næstu tveimur sætum eru dæmigerðar sumarmyndir. 44.017 miðar seldust á fjórðu „Letlial Weapon" myndina með Mel Gibson og Danny Glover í að- alhlutverkum. Myndir þessar njóta alltaf mikilla vinsælda og svo virðist sem framleiðendunum hafi tekist enn einu sinni að nýta sér formúluna. Hamfaramyndin „Godzilla" er í sjötta sæti listans en alls seldust 30.324 miðar á hana. Hún olli framleiðendum sínum nokkrum vonbrigðum því þeir gerðu ráð fyrir að hún yrði aðsóknarmesta mynd sumarsins um víða veröld og henni liafði verið spáð góðu gengi. Það gekk ekki eftir nema að hluta. Á Is- landi reiddi henni vel af eins og sjá má. Það voru flestallir sammála um að Björgun óbreytts Ryans, stríðsmynd Stevens Spielbergs úr síðari heimsstyrjöldinni með Tom Hanks í aðallilutverki, væri stór- fengleg bíómynd. Hún er í sjö- unda sæti aðsóknarlistans og naut talsverðra vinsælda þrátt fyrir heldur ömurlegt söguefnið og grimmdarlegar lýsingar á stríði. Spielberg lagði höfuðáherslu á raunsæi í lýsingu sinni á stríðs- rekstri í fremstu víglínu og sýndi að hann er einn af fremstu kvik- myndahöfundum starfandi í dag. Gamanleikarinn Jim Carrey er vanur að verma efstu sæti ís- lenska aðsóknarlistans og hann gerði það einnig á síðasta ári þótt ekki væri myndin hans ein af þessum venjulegu ropa- og prumpubrandaramyndum leikar- ans. Truman-þátturinn eftir Peter Weir, sem vermir áttunda sæti listans, var glæsileg háðsádeila á amerísku sjónvarpsveröldina og velti upp mörgum áleitnum spurningum um stöðu sjónvarps- ins í lífi fólks og Carrey sýndi með glimrandi fínum leik í sínu fyrsta alvarlega hlutverki að í honum býr ansi góður leikari. I níunda sæti listans var annar gamanleikari í dæmigerðri gam- anmynd, Eddie Murphy í Dag- fínni dýralækni. Stjarna Murphys liefur mjög verið að rísa aftur eft- ir að hann fór að leika í ljöl- skyldugamanmyndum og áhorf- endum virtist geðjast vel að hon- um í hlutverki Dagfinns. í tíunda sætinu er svo gamanhasarmyndin Sex dagar, sjö nætur, sem sýnir fyrst og fremst hvað Harrison Ford er vinsæll leikari ekki hvað síst hér á íslandi en hann fór með hlutverk ævintýramanns í þessari brokkgengu gamanmynd. Ein íslensk mynd Myndimar sem em næstar því að komast á topp tíu listann eru unglingahrollvekjan og framhalds- myndin Öskur 2, James Bond myndin „Tomorrow Never Dies“, en Bond-myndir hafa ávallt verið mjög vinsælar á meðal landans (sýningar á henni hófust í lok árs 1997), fjölskyldumyndin Stikkfrí eftir Ara Kristinsson og ævintýra- myndin Gríma Zorrós með Antonio Banderas í hlutverki hins grímu- klædda og sverðfima Zorrós. Þá má sjá á listanum að talsett- ar teiknimyndir njóta talsverðra vinsælda hér á landi. Alls era þrjár slíkar á lista yfír mestsóttu myndir síðasta árs, „Mulan“ frá Disney-fyrirtækinu, „Anastasia" frá 20th Century Fox og loks Litla hafmeyjan, sem var endur- sýnd í Sambíóunum og seldust á hana liðlega 18.000 miðar. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á ÍSLANDI HEITIMYNDAR DREIFING 1. Titanic Skífan 20th Century Fox 124.008 o Ragnarök c' (Armageddon) Samfilm Buena Vista 47.660 ■■■■■■■■■ p Það gerist ekki betra °' (As Good As it Gets) Stjörnubió Columbia TriStar 47.795 a Það er eitthvað við Maríu* (There's Something About Mary) Skífan 20th Century Fox 45.830 5. Lethal Weapon 4 Samfilm Warner Bros. 44.017 ■■■■■|^■■i 6. Godzilla Stjörnubíó Columbia TriStar 30.324 ■■■■■■ 7 Björgun óbreytts Ryans 1 • (Saving Phvate Ryan) Háskólabíó U.I.P. 29.424 ■■■■■■ o Trumanþátturinn* (The Truman Show) Myndform U.I.P. 29.730 q Daafinnur dýralæknir* (Dr.Doolittle) Skífan 20th Century Fox 28.224 ■■■■■■ h n Sex dagar, sjö nætur (Six Days, Seven Nights) Samfilm Buena Vista 23.842 ■■■■ H Öskur 2 1 1' (Scream 2) Skífan Miramax 23.331 ■■■■■ 12. Tomorrow Never Dies** Samfilm U.I.P. 20.857 ■■■■ 13. Stikkfrí Háskólabíó Isl. kvikm.samst. 16.815 ■■■ -m GrímaZorrós (The Mask of Zorro) Stjörnubíó Columbia TriStar 21 -454 {^■■H 15. George of the Jungle Samfilm Buena Vista 22.329 ■■■■ 16. Flubber Samfilm Buena Vista 20.480 ■■■■ -17 Áreksturinn 11 ■ (Deep Impact) Háskólabíó DreamWorks 17.411 ■■■ 18. Good Will Hunting Skífan Miramax 17.983 ■■■ 1 q Inn og út (InantfOut) Samfilm Spelling 18.912 ■■■■ 20. Mulan* Samfilm Buena Vista 21.327 ■■■■ 21. U.S. Marshals Samfilm Warner Bros. 16.765 §■■■ 99 Ég veit hvað þið gerðuð síðasta sumar cc- (I Know What You Did Last Summer) Stjörnubíó Columbia TriStar 18.376 ■■■■ 23. Anastasia Skífan 20th Century Fox 21.090 ■■■■ 94 Brúðkaupssöngvarinn <-H' (The Weddmg Singer) Myndform New Line Cinema 1 c c/tc ' EnnÞá' sýn,n9u 10.04D ■■■■■ •• Byrjaði jólin 1997 pc Fullkomið morð (A Perfect Murder) Samfilm Warner Bros. 15.009 ■■■ 90 Litla hafmeyjan (The Little Mermaid) Samfilm Buena Vista 18.055 ■■■■ HEIMSENDAMYNDIN Ragna- rök var í öðra sæti. Ath. Lislinn er unninn af PricewatherhouseCoopefS fyrir kvikmyndahúsin í Reykjavik. Hann sýnir fjolda seldra miða á mynd en myndunum er raðai niður á listann eltir tekjum at miðasðlu. JACK Nicholson setti gaman- myndina Það gerist ekki betra, í þriðja sætið. Xt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.