Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 43

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 43 r UMRÆÐAN/PROFKJOR Bið um fylgi til forystu SPENNANDI próf- kjör er framundan í Reykjavík. Fjöldi öfl- ugra frambjóðenda hefur gefið sig fram til þátttöku í prófkjörinu. Það gefur vissulega tO- efni til að ætla að kraftmikið og fjörugt prófkjör sé framund- an, sem fært getur samfylkingunni öfluga sóknarstöðu nú í upp- hafi kosningabarátt- unnar. Mikilvægt er að bjartsýni og leikgleði ríki í okkar röðum og að prófkjörsbaráttan fari fram af heiðar- leika, sem ætti einnig að vera letr- að í gunnfána samfylkingarinnar í komandi kosningum. Það skiptir líka miklu að peningar stjómi ekki kosningabaráttunni og að fram- bjóðendur láti ekki etja sér saman í auglýsingakapphlaupi heldur heyi sína baráttu á málefnalegum for- sendum. Fjölskyldan í fyrirrúmi Ástæður fyrir því að ég gef kost jafnaðar og réttlætis verði aftur þungamiðj- an í íslenskum stjóm- málum. Við eigum að setja manngildið ofar auðgildinu og við þurf- um að verja almanna- hagsmuni andspænis vaxandi ásókn sér- hagsmuna. Þess vegna þörfnumst við sterkr- ar sameinaðrar hreyf- ingar jafnaðarmanna. Fjölskyldan er í fyr- irrúmi í stefnuskrá okkar - og þar vega þungt málefni barna- fjölskyldna, unga Sameiningin er eina færa leiðin, segir Jó- hanna Sigurðardóttir til að sjónarmið jafnað- ar og réttlætis verði aftur þungamiðjan í ís- lenskum stjórnmálum. vík nú í upphafi sameiningarferils- ins. Myndi taka forystunni fagnandi Þau sjónarmið velferðai- sem ég hef lagt mesta áherslu á hafa ríkan hljómgmnn í þeim flokkum og samtökum sem nú hafa lagt saman krafta sína til að tryggja sjónar- miðum velferðar og jafnréttis fyrir alla brautargengi inn í nýja öld. Það er einnig mikilvægt að fá áframhaldandi umboð frá kjósend- um til að fylgja eftir aðhaldi og betri og skilvirkari vinnubrögðum í stjórnsýslunni til að ti-yggja að bet- ur sé farið með fé skattborgar- anna. Ég myndi taka því fagnandi ef kjósendur í komandi prófkjöri myndu veita mér brautargengi til að leiða Samfylkinguna í Reykjavík fyrstu skrefin að sameiningu þein’a aðila sem að þessu nýja stjórnmálaafli standa. Ég hlakka til að vinna með skoðanasystkinum mínum að því markmiði sem sam- einar okkur í baráttunni fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Höfundur er alþingismnður. Jóhanna Sigurðardóttir Yoga - fyrir þig Kl. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. 12.10 Lísa Ásmundur Lísa 10.15 17.20 Daníel Ingibjörg Daníel Ingibjörg til 17.50 Hugleiðsla 11.25 18.30 Ásmundur Lísa Ásmundur Lísa Ásmundur Lísa 1 Við bjóðum upp á jógatíma og jóganámskeið í notalegu umhverfi. ; Verð: Árskort 24.000, 6 mán. 18.000, 3 mán. 12.000 og 1 mán 5.300. ! Kortin gilda í alla tíma á stundaskrá, saunu og tækjasal. Næsta grunnnámskeið: Þri. og fim. kl. 16—17, hefst 19. janúar. YOGA^ STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. á mér til að leiða lista Samfylking- arinnar í Reykjavík eru margvís- legar. Við höfúm náð mikilsverðum áfanga í höfn með sameiginlegum framboðslista jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Sameiningin er eina færa leiðin til að sjónarmið fólksins, einstæðra foreldra, aldr- aðra og öryrkja. Fyrir þessum málstað mun ég berjast og tel að reynsla mín sem stjórnmálamanns muni nýtast vel til að standa í for- ystu fyrir samfylkinguna í Reykja- Hver er sinnar gæfu smiður ÞAÐ líður ekki sá dagur hér á landi að í blöðum eða öðrum fjöl- miðlum komi ekki fram upplýsingar um fíkniefni sem í umferð eru og fjölda Islend- inga sem gripnir eru með fíkniefni. Neysla vímuefna hefur vaxið og aldur þeirra sem neyta slíkra efna hefur lækkað. Vandamáhð er skelfilegt og alvaran blasir við. Efni eins og hass og önnur harðari efni eins og kókaín, amfetamín, alsælutöfl- ur, skynvilluefni, t.d. LSD, eru orðin mun algengari. Staðreyndin er sú að eiturlyfja- neysla ungmenna eykst hröðum skrefum og sífellt fleiri verða fíkni- efnum að bráð. Hér duga engin vettlingatök Það á að stórauka gæslu á mörgum sviðum og efla tollgæslu, nota sérþjálfaða hunda við leit Forvarnarstarf og fræðsla um áhrif og af- leiðingar vímuefna, þar með talið áfengi, segir Kristín Þórarinsdóttir, þurfa að vera stöðug. þegar fólk kemur inn í landið. Þyngri refsingum á að beita og herða aðgerðir gegn dópsölum dauðans. Öflugt forvarnastarf Ég tel öflugt forvarnarstarf vera eina árangurríkustu leiðina. Heilsugæslustöðvar í hverju heilsugæsluumdæmi eiga að sjá um forvarnarstarfið í tengslum við skólayfirvöld. Heilsugæslustöðv- ai-nar búa yfir vel menntuðu starfs- liði sem er vel hæft til að sjá um þessi mál. Einstaka stöðvar hafa gert átak í þessum efnum, en ekki hefur verið unnið markvisst enda mannfæð á stöðvunum. Foi’vam- arstarf og fræðsla um áhrif og afleiðingar vímuefna, þar með talið áfengi, þurfa að vera stöðug. Til sam- starfs eiga síðan að koma sérfræðingar á þessu sviði og óvirkir fíkniefnaneytendur. Það er arðbær fjár- festing til framtíðar að fjárfesta í öflugu forvarnarstarfi, ódýrasta og besta leiðin þegar upp er staðið. Einnig þarf að vera hér á landi sérhæft meðferðarheimili sem tekur á málum barna og ung- linga. Lokaorð Stórátak hefur verið gert í þess- um málum hér á landi, það skal ekki vanmetið, en betur má ef duga skal. Samfara eiturlyfjavandanum koma í kjölfarið alvarlegir hlutir eins og aukið ofbeldi, þjófnaður, vændi, kynsjúkdómar og faraldur- inn alnæmi sem ógnar framtíð margra þjóða. Kostnaður þjóðfé- lagsins sem af þessu hlýst er gífur- legur og á eftir að aukast til muna, en allur sá sársauki, sú martröð og hörmung sem fylgja neytendum og aðstandendum þeirra verða aldrei mæld. Tökum höndum saman, ábyrgðarmenn barna og unglinga, og vinnum af alefli. Sýnum börnum gott fordæmi, áhuga, ástúð, veitum stuðning og heiðarleg samskipti. Foreldrar sem þekkja böm sín vel, geta fremur gripið inn í óheillaþró- un en afskiptalausir foreldrar.Að „hver er sinnar gæfu smiður" er spakmæli sem ekki gengur upp þegar um eiturlyfjavandamál er að ræða. Höfundur er lýúkrunarfrœðingur og tekur þátt í pröfkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlnndi. Kristín Þórarinsdóttir hefst fimmtudag kl. 10.00 Nýtt kortatímabil LAUGAVEGI 95-97; SÍMI 552 1844 KRINGLUNNI, SIMI 581 1944

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.