Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 49

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 49 fara. í hartnær fjörutíu ár hefur það aldrei brugðist að gamall vinur okkar og fyrrverandi nági'anni, Páll Kristjánsson, hafí verið með okkur fjölskyldunni á aðfangadags- kvöld. Síðustu jól var það alveg á mörkunum að hann treysti sér til að leggja land undir fót og koma úr miðbænum hingað út í Skerjafjörð- inn; en að minnsta kosti einn jóla- svein verðum við helst að fá í heim- sókn, ítrekaði húsbóndinn, svo hann tók allra mildilegast það hlut- verk að sér sem fyrr - og virtist una því fjarska vel. Þegar svo upp- lestur jólaguðspjallsins úr Þorláks- biblíu átti að hefjast hélt Páll enn fast í gamlan sið. Hann kom með smá upphafssetningu, sem allir hafa beðið eftir af hans munni frá því að afinn á heimilinu dó fyrir tuttugu og fjórum árum og nafni hans átta ára gamall tók við jóla- lestrinum, en hún hljóðaði svo: „Ekki var hann hár í loftinu þessi, þegar hann las fyrir okkur jólaguð- spjallið í fyrsta sinn.“ Páll, sem í senn var fínlegur maður í útliti og fínlegur til allra verka, kenndi fyrstur börnum okkar að skera fal- legustu laufabrauð sem hugsast getur. Að því munu þau búa alla tíð og kunna vel þá þjóðlegu list. Há- tíðarkakan hans sem á stóð - JOL - var alltaf höfð efst í bunkanum, og þótt hann væri löngu hættur að vera viðstaddur við laufabrauðs- gerðina munu dyggir lærisveinar hans enn um sinn vera tilbúnir að halda merki hans á lofti. Þótt ótrúlegt megi virðast, fyrir þá sem aðeins þekktu Páll seinni hluta ævinnar, var hann eitt sinn óðalsbóndi lengst uppi undir heim- skautsbaug á Hermundarfelli í Þistilfirði, en það var löngu fyrir mína tíð. Fyrir nokkrum árum kom hann sér upp sumai'bústað með rammlega afgirtum garði í túnfætinum á ættarjörð sinni. Þar undi hann sér yfír hásumartímann ár hvert. Það var meira en gaman að koma til hans þar. AJlt í einu var Páll kominn í allt annað um- hverfi en maður hafði vanist í bæn- um, á stað þar sem hann gjör- þekkti hvern stein, hverja þúfu og hverja lækjarsprænu. Helsti fé- lagsskapur hans þar nyrðra voru nokkrir sterkbyggðir og glæsilega hyrndir hrútar sem í trygglyndi sínu dóluðu fyrir utan girðinguna hans. Til dægrastyttingar nugg- uðu þeir sér ákaft upp að staura- festingunum, sem með tíð og tíma urðu kafloðnar. Þetta var einn svipmesti og tígulegasti varð- mannahópur sem nokkur sumar- höll getur státað af. Páll fann óblandna aðdáun mína á dorrun- um, og næstu jól færði hann mér vel til fundna jólakveðju, dýrðar- innar mynd af öllum köppunum átta á vakt kringum landareignina. Mér er það minnisstæðasta jóla- gjöfin það árið. Eftir margi'a ára kynni og margra ára sambýli við Pál og systur hans Þórdísi væri margt minnisstætt hægt að riíja upp. Þórdís var aðal hjálparhella tengdaforeldra minna í mörg herr- ans ár og þaðan stafar kunnings- skapurinn við þau systkinin, sem ég held að óhætt sé að segja að hafi verið öllum til heilla. Við tók- um slátur saman, við sáum fyrstu sendingar íslenska sjónvarpsins saman, við bárum borð og stóla milli íbúða þegar mikið lá við og svona mætti lengi telja. Eftir lát Þórdísar bjó Páll lengi einsamall í íbúð sem þau á fullorðinsárunum áttu saman á Grundarstígnum, og ef trúa ætti fréttamyndum dag- blaðanna, sem stundum taka sig til og lýsa félagslífi aldraðra, skyldi maður halda að Páll hafi verið einn helsti dansherra Reykjavíkur síð- ustu árin sín. Undir lokin voru það fæturnir sem hann gat ekki lengur treyst, en nú þegar hann er allui' óska ég honum að mega dansa eins og hann lystir á nýja tilverustaðn- um, og mega vera ljúfmannlega kátur eins og hann var alveg fram á síðasta dag. Blessuð sé minning hans. Solveig Jónsdóttir. JÓHANN KRISTINSSON + Jóhann Krist- insson fæddist í Austurhlíð í Bisk- upstungum 24. maí 1958. Hann lést 30. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Vinur okkar og ferðafélagi, Jóhann Kristinsson, er horfinn yfir móðuna miklu, eftir erfið og langvar- andi veikindi. Það er sárara en tárum taki að kveðja ungan mann í blóma lífsins. Eftir sitjum við með þá staðreynd að all- ir verða að ganga þann veg sem ör- lögin ætla þeim, hversu sárt sem það er þeim sjálfum og okkur hin- um sem eftir verðum. „Hann Jói okkar,“ eins og við kölluðum hann, var allan sinn aldur í Austurhlíð, ólst þar upp og fór ungur að árum að búa í félagi við foreldra sína, enda voru sauðkind- ur og hestar hans líf og yndi. Bú- stofninn hans Jóa bar þess líka vitni að um hann var hugsað af al- úð og áhuga og ævinlega kappkost- að að rækta upp þá eiginleika sem bestir voru. Það hefur verið ánægjulegt að sjá lambahópinn koma kjagandi á haustin, svo bústin hafa þau verið að vissara var að fara rólega til að ekkert þeirra gæfist upp. Þau okk- ar sem eiga hesta ættaða frá Jóa vita að þeir eru ekki bara sterkir og ganggóðir, heldur líka með af- brigðum geðgóðir. Það er ekki langt síðan boð komu frá Jóa til manns sem á folald undan hesti sem Jói var að temja, um að viss- ara væri að fara varlega að þessu folaldi eða láta það alveg eiga sig því faðirinn væri skapstirður. Svona var samviskusemin mikil, að mega ekki til þess hugsa að óhöpp yrðu ef hann gæti varað við þeim. Annað áhugamál hans var lestur góðra bóka, það var með ólíkindum hvað mikið hann las og hversu margbreytilegt það var. Ekki var svo ánægjan minni að geta sest niður með kunningjum og rætt efni bókanna og þær spurningar sem lestur þeirra vakti. Sama má segja um allan þann fróðleik sem hann safnaði frá gamla fólkinu og var svo fús á að miðla okkur hinum. Jói þekkti afréttinn flestum öðr- um betur. Fyrir utan lögboðnar haustleitir, fór hann margar ferðh' aðrar til að leita kinda sem vart hafði orðið við og gátu þessar ferð- ir verið hvenær vetrar sem var, allt frá haustnóttum til páska. Svo komu grenjaleitir á vorin, því þeir feðgar, Jói og Kristinn, hafa um langt árabil verið grenjaskyttur sveitarinnar. Það var einmitt í fjallferðum sem mörg okkar kynntust Jóa, hæglát- um pilti sem ekki vildi mikið láta á sér bera. En þegar að því kom að elta fjallafálur var hann þrautseig- ur og ekki á því að gefa sig, og þótti sumum ferðafélögunum nóg um, fannst nú að þessar óþægðar- skjátur gætu átt sig sjálfar, en Jói vissi að kindur sem skildar era eft- ir í fjöllum á haustin sjást kannski aldrei aftur. Minningar frá þessum ferðum okkar til fjalls undanfarin ár era umvafðar þeim töfraljóma sem einkennir ferðir um íslensku öræfin, en það er erfitt að hugsa sér ferð í Buðlungabrekkur án Jóa okkar í Austurhlíð. Ef dauft var yf- ir mannskapnum þegar komið var í náttstað átti Jói það til að drífa alla með sér út til að syngja og var þá fljótt að lifna yfir. Það má nærri geta að þetta var átak fyrir mann sem helst vildi ekki vera áberandi í hópnum en fé- lagsandinn var honum svo mikils virði og söngurinn svo mikil ánægja að hann lagði hvað sem var á sig til að ferðin gæti orðið ánægjuleg. Eins var það að þegar Jói vissi að trússbíllinn var orð- inn ónýtur, kom hann til nágranna síns sem um trússflutninga hef- ur séð og bauð honum sinn bíl í ferðina, allt varð að gera til að ferðin heppnaðist sem best og allur hópurinn kæmist inneftir. Þau okkar sem átt hafa Jóa fyrir nágranna í ára- tugi vita hvað það er að eiga „góð- an granna". Þegai- sorgin kvaddi dyra á einum nágrannabænum kom það best í ljós hver Jói var. Mánuðum saman kom hann til að athuga um líðan okkar, rabba um daginn og veginn og reyna að fremsta megni að hressa okkur við, eiginlega finnst okkur að hann hafi ekki sleppt af okkur hendinni frá þessum tíma og allt til þess að hann hvarf okkur í hinsta sinn. Lítil börn löðuðust fljótt að Jóa, hann var ekki með hávaða eða læti við þau, heldur beið eftir að forvitni drægi barnið til hans og þá tók hann gjarna sykurmola, braut hann í tvennt og rétti barninu helming- inn en notaði hinn helminginn sjálf- ur með kaffinu, þetta gaf börnun- um samkennd sem varð til þess að þau litu á hann sem félaga og þau hlökkuðu til að hitta hann og stund- um vora það þau sem mest þurftu að tala þegar Jói kom í heimsókn, því þetta var þeirra vinur ekki síður en fullorðna fólksins. Við tráum því að góður drengur eins og Jói eigi góða heimvon og að við honum taki læknar sem meira kunni fyrir sér en þeir sem hér eru, þannig að áður en langt um líður geti Jói okkar, alheill, lagt í nýjar fjallaferðir, á nýjum afrétti, og ræktað upp nýjar hjarðir sér og öðrum til ánægju. Kæri Jói, hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Tveir af ferðafélögunum á fjallið stóðu Jóa nær en við hin vegna skyldleika og tengda, það era þeir Guðmundur bróðursonur hans og Grétar kvæntur frænku þeirra, þessum vinum okkar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Siggu og Ki'istni í Austurhlíð, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum sendum við einnig okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk nú eins og áður þegar sorg og veik- indi hafa sótt þau heim. Arni, Kristján, Grétar Páls, Páll frá Múla, Óskar og Oddur, Brekku, fjölskyldan Rauðaskógi. „Börn náttúrannar“ heitir kvik- mynd Friðriks Þórs sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Þau sann- kölluðu böm náttúrunnar eru eins og hann frændi minn Jóhann Krist- insson sem við nú horfum á eftir úr þessum heimi. Hann ólst upp í fal- legu sveitinni sinni sem hann unni mjög og yfirgaf aldrei. Hvað er hollara fyrir ungan dreng en að vera eins og lítið lamb söm hleypur um túnin græn og fógur eða rennir sér í hvítri mjöll niður brattar brekkur frjáls og áhyggjulaus, um- vafinn ást og umhyggju kærleiks- ríkra foreldra. Þannig vai- lífið í sveitinni, stór frændsystkinahópur að leik á Austurhh'ðai'toi'funni, eins og þessir þrír bæir eru jafnan kall- aðir. Þetta var eins og ein fjöl- skylda. Allt var tengt náttúrunni, kýi-nar, kindumar, hestarnir, hæn- urnar, hundamir og að ógleymdum tófuyrðlingunum sem komu heim með Kristni frænda, og svo seinna Jóa, á hverju sumri. Við krakkarnir lékum okkur með þá eins og börn í dag leika sér með ketti eða hunda. Ekkert var eins sjálfsagt og eðli- legt og að vera með þessi villtu dýr úr óbyggðunum eins og önnur dýr úr náttúrunni nema lyktin var ansi megn og fengum við oft skammir frá þeim eldri fyrir dauninn sem af okkur var. Jói var sérstaklega næmur fyrir þessum skepnum sem og öðrum, eins og hann skildi þau, og hann virti þau líka og bar virð- ingu fyrir þeim. Það er eins og þetta næma fólk sem við höfum í kringum okkur sé líka oft við- kvæmara en gengur og gerist, þótt það sjáist ekki á yfirborðinu. Stærstu blómin og grösin era ekki alltaf sterkust í storminum. Upp- vaxtarár okkar frændsystkinanna voru skemmtileg, heillandi og ævin- týraleg ár og fengum við að njóta þess að hafa ömmu og afa hjá okk- ur, það var kapítuli út af fyrir sig sem öll börn hafa bæði gott og gaman af. Öll uxum við úr grasí og fóram út í lífið, nema Guðmundur bróðir Jóa, sem var kallaður yfir á annað tilverustig aðeins bam að aldri, eftir erfið veikindi. Það vora dimmir dagar sem fjölskyldan átti þá. Ekkert er ei'fiðara fyrir for- eldra en að fylgja baminu sínu til grafar og enginn getur sett sig í þau spor nema lenda í því sjálfur. Aldrei fara úr huga okkar þessi erf- iðu ár fjölskyldunnar. Lífið hélt samt áfram eins og alltaf og ljósið lýsti á ný yfir bæina þrjá. Ungur sveinn varð að hraustum og full- orðnum manni sem fór að búa fé- lagsbúi með foður sínum og bróður. Mörg urðu handtökin í búskapnum í Austurhhð, sem Jói unni svo heitt, þó sérstaklega íjárræktinni og hestamennskunni. Byggð vora fleiri fjárhús, hlöður og annað slíkt sem þurfti. Svo fóru að spretta upp lítil sumarhús fyi-ir ofan bæina eitt af öðra. Þarna var reykvíska frændfólkið að byggja sér dvalar- stað svo hægt væri að dvelja í sveit- inni góðu sem lengst. Ekki er fæma fólk nú á bæjunum á sumrin en var hér í eina tíð þegar Jói var að alast upp. Hann var tíður gestur í sum- arhúsum þessum, enda frændræk- inn mjög, traustur og hjálpsamur. Margar era minningarnar, sem við eigum um stundimar með Jóa, brosið hans og stundum skii'tið glott. Hláturinn sem var svo smit- andi. Skoðanir hans voru ekki alltaf þær sömu og okkar, enda var hann ófeiminn að segja það sem honum fannst þótt það passaði ekki inn í formið. Hann elskaði börnin sem í kringum hann vora og talaði við þau sem jafningja stór sem smá. Síðasta sinn sem ég sá Jóa var ann- an í jólum, í jólaboði í Hlíðartúni, með systurson sinn í fanginu nokk- urra mánaða, hann kyssti og kjass- aði lengi og fer sú sjón ekki úr huga mínum það sem eftir er, því fallegri sjón er ekki hægt að sjá. Jói unni landinu og óbyggðunum og öllu sem tengdist náttúranni og vann að uppgræðslu, sem hann hafði mikinn áhuga á. Eigum við eftir að horfa á þá vinnu hans þegar við horfum heim að bæjunum þremur. Víðles- inn var hann og drakk í sig fróðleik um allt mögulegt og fróðari var hann en margur sá sem gengið hef- ur þann hefðbundna menntaveg. Flest okkar fáum við að njóta góðr- ar heilsu í lífinu en þess fékk Jói ekki að njóta undanfarin ár. Hann barðist við illvígan sjúkdóm sem erfítt er að lækna eða halda niðri. Sjúkdóm sem rænir fólk starfs- orku, lífsgleði, atorku, svefni, skipulagi og lífslöngun. Þetta eru veikindi þar sem viðkomandi sjúk- lingur er aldrei spurður um hvernig líðan hans sé. Allt var reynt til að vinna bug á þessum sjúkdómi og reyndi hann sjálfur mikið til að sigrast á honum en ekkert gekk. Lausnin varð dapurleg, en lausn samt, sem hann valdi og við verðum að bera virðingu fyrir því sem við getum ekki ráðið við og stjórnað þótt sorg og söknuður þjaki okkur öll sem eftir sitjum. Hann lifir áfram með okkur í hjarta okkar og í góðri minningu. Hann er kominn til annarra starfa þar sem honum líður vel og er ánægður og sæll, ásamt Htla bróður sínum og öðrum sem famir era yfir á annað tilvera- stig. Við sjáum á eftir fjárbónda, hestamanni, spekingi og sönnu barni náttúrunnar. Blessuð sé minning góðs drengs. Elsku Sigga, Kristinn, Maggi, Stína og fjölskyld- ur ykkar, megi góður guð styrkja ykkur í þessai’i miklu sorg og létta ykkur sporin þungu. Guð blessi ykkur öll. Elín Margrét Hárlaugsdóttir. Það er mikið áfall, þegar ungt fólk fellur frá. Þannig era örlög alltof margra, og manni finnst það svo óréttlátt og óskiljanlegt. Mér fannst því fregnin um lát frænda ■*“ míns, hans Jóa í Austurhlíð, mikið áfall. Að örlögin skulu í annað sinn höggva svona stórt skarð hjá þess- ari mætu fjölskyldu, er mér alger- lega hulin ráðgáta. Manni finnst fólkið í Austurhlíð vera búið að þjást meira en nóg. Nú hafa Sigga og Kristinn þurft að sjá á eftir tveimur börnum sínum. Sem betur fer eru Maggi og Stína, ásamt fjöl- skyldum sínum, þeirra stoð og stytta. A svona stundum leitar hugurinn til liðinna daga. Margt rifjast upp, eins og þegar við lékum okkur í Bæjargilinu, og hann Jói var svo kjarkaður og fimur að klifra. Hvað hann var frár á fæti og hraustur. Hann var mikið náttúra- ***’ barn og hafði yndi af skepnum og grösum. Ungur fór hann inn í Brekkur í íjárleitir og þá var nú oft gaman. Hann hafði svo næma sjón að unun var að og fjárglöggur mjög. Svo þegar farið var að heim- sækja Steina í Helludal, að skoða og skeggræða um kindurnar og hin ýmsu mál, þá var hann í essinu sínu. Við fylgdumst mikið að á þessum tíma við fjárleit og réttir. Það vora góðir tímar og góður ^ skóli að umgangast dýrin. Þau vora hans uppáhald. Jói var eitt- hvað svo ekta við þá sem hann kynntist, svo hreinn og beinn. Hann var með sína meiningu alveg á hreinu og hún var fölskvalaus. Það gat stundum kannski ýtt pínu- lítið við fólki, en er ekki sannleik- urinn bestur þegar allt kemur til alls? Það voru allir jafn réttháir í hans augum og ekki síst þeir, sem vora verr settir í þessu samfélagi. Hann hélt sannri tryggð við fólkið með Hlíðinni, og er ég hræddur um að það hafi misst mikið. Hann unni þessu fólki svo heitt. Nú er hann horfinn til annarra heimkynna og verður örugglega vel tekið á móti honum þar. Þar munu horfnir ætt-' ingjar og vinir heilsa honum á ný. Okkar leiðir skilja í bili. Við Svala vottum nánustu ættingjum hans okkar innilegustu samúð. Megi góður guð styrkja þau og leiða í þessari miklu sorg. Með þökk fyi-ir allt og allt. Ingvar R. Hárlaugsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast firtir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.