Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 50

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 50
"*50 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN KETILSDÓTTIR + Katrín Ketils- dóttir frá Gýgj- arhóli fæddist 12. mars 1910. Hún andaðist á sjúkra- deild Sunnuhlíðar í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórunn Jónsdóttir frá Laug í Biskups- tungum og Ketill Greipsson frá Haukadal. Systkini Katrínar eru Greip- ur, f. 1907, d. 1908; Valdimar, f. 1909, d. 1980; Sigríður, f. 1911, d. 1998; Hrefna, f. 1913, d. 1926; og Greipur, f. 1916. Hálfbræður Katrínar sammæðra eru Aðal- steinn, f. 1920, d. 1997; og Berg- ur, f. 1923, d. 1989. Hinn 20. desember 1939 giftist Katrín Alberti Gunnlaugssyni, f. 27. desember 1897, d. 1. október 1988. Foreldrar hans voru Sigríður Guðvarðardóttir og Gunnlaugur Jónsson frá Móafelli í Fljótum. Börn Katrínar og Alberts eru: 1) Guðni, f. 27. janúar 1941, var kvæntur Kristínu Svein- björnsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Þórkatla, f. 21. ágúst 1942, gift Sigurjóni Hall- grímssyni og eiga þau þrjá drengi og átta bamabörn. 3) Guðlaug, f. 29. apríl 1945, gift Sveini Oddgeirssyni og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Heiðar, f. 4. mars 1948, var kvæntur Guðbjörgu Ragnheiði Sigurðardóttur, d. 25. júní 1997, eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. Sambýliskona Heiðars er Margrét Sigurðar- dóttir. títför Katrínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku langamma. Okkur langar að minnast þín með örfáum orðum. Það var alltaf svo spennandi að koma í heimsókn til þín með ömmu Köllu. Þú varst svo blíð og góð við okkur systkinin og brostir alltaf svo fallega þegar þú sást okkur. Þú átt- ir líka alltaf til góðar kökur og gos handa okkur og vildir okkur svo vel. Nú ertu farin frá okkur. Bráðum breytist þú í engil og ferð upp til himna. Þar hittir þú Albert langafa og vini ykkar. Þá líður ykkur vel hjá Guði. - * Það var gott að eiga þig fyrir langömmu. Við þökkum þér fyrir allt og fórum með bæn fyrir þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín Þórkatla, Margrét og Sigurpáll Albertsbörn, Grindavík. Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Ég man þegar ég var 8-9 ára gömul og þú og afi bjugguð í Skerjafirði og þið voruð að passa mig. Þú áttir að fara að skúra hjá Shell og ég ætlaði með þér. Við gengum af stað, en það var ekki langt að fara. Ég hljóp af stað á undan þér og þú kallaðir á mig. Ég stoppaði og leit við, þar sé ég þig koma hlaupandi og ég skellihló en ég taldi að allir sem voru orðnir 50 ára og eldri gætu ekki hlaupið. Við fórum að ræða um hlaup og þú sagðir mér að þetta væri lítið mál. Ég fékk þig til að valhoppa restina af leiðinni, og þetta olli mikilli kátínu hjá mér. Svona hafa minningamar komið upp í huga mér sl. daga frá því að þú lést. Síðustu ár hafa ekki verið þér létt, eftir að þú veiktist fyrir tveim og hálfu ári. Én aldrei heyrði maður þig kvarta heldur var alltaf jafn gaman að koma og heimsækja þig og segja þér það helsta sem var að gerast í kringum mig. Þú og afí voruð svo stór hluti af mínum uppvaxtarárum og eftir að þið fluttust í Kópavoginn var svo stutt að fara. Það var ósjaldan sem ég kom í mat eða til að fá mér að drekka og alltaf gast þú töfrað fram góðar kræsingar fyrir mig. Eftir að ég fékk bflprófíð fékkst þú mig til að keyra þig í bæinn og voru það ófáar ferðirnar sem við fórum og aldrei brást það að við stoppuðum í Nesti til að fá okkur pylsu og kók. Þetta var leyndarmál- ið okkar, því ekki vildum við láta aðra vita af þessari áráttu okkar. Elsku amma, það er erfitt að koma því á blað hversu sárt ég sakna þín og hversu vænt mér þykir um þig en minning um góða og ynd- islega ömmu lifir að eilífu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Megi góður Guð geyma þig, elsku amma mín. Katrín. Kæra Kata mamma, nú hefur þú kvatt okkur að sinni og heilsað nýj- um heimi þar sem Alli pabbi bíður þín með brosi sínu og hlýju. Ég þakka ykkur þá góðu tilfinn- ingu sem gagntekur mig, er ég minnist æskuáranna í Skerjafirðin- um. Fyrir að opna hjarta ykkar og heimili fyrir mér og láta mér líða sem einu af ykkur. Þá blíðu og þolinmæði sem þið sýnduð mér sem ungbarni, sem grét veikt í örmum ykkar. Hvemig þið leidduð mig og leið- beinduð út í heiminn, skref fyrir skref, sýnduð mér fegurðina jafnt sem hætturnar. ÖIl blíðyrðin, faðmlögin, brosin, alla gleðina og að láta mig finna að ykkur þætti ég sérstök. Allar bænimar, öll ljóðin, allar sögm-nar og að vera til staðar fyrir mig er áfóll dundu yfir í lífinu. Hér hvíla þeir sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Eg minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfinn dag. (Steinn Steinarr) Ragnheiður Hrönn Þorsteinsdóttir. í dag er Katrín Ketilsdóttir kvödd, síðust þeirra sem tilheyrðu gamla Gýgjarhólsheimilinu. Þangað var hún tekin til fósturs aðeins fárra vikna gömul árið 1910 og ólst upp ÁRNI INGVARSSON + Árni Ingvarsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1921. Hann lést 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Ingvar Gunnlaugsson, vél- stjóri frá Bræðra- parti við Akranes, og Sigríður Olafs- dótt.ir, húsmóðir frá Isafirði. Systkini Árna eru: 1) Kristín, f. 27.6. 1911, gift Steindóri Þorsteins- syni múrarameist- ara, en seinni maður hemiar var Björn Þórðarson. Kristín eign- aðist tvo drengi sem báðir létust í frumbernsku. 2) Ólöf, f. 5.10. 1912, gift Valdimar Þorsteins- syni húsasmíðameistara, _ og eignuðust þau tvær dætur. Ólöf Okkar fyrstu kynni af Áma urðu — árið 1969 í Port Albert í Viktoríu- fylki í Astralíu er við réðum okkur á hákarlabátinn Elisabeth Mary sem var í eigu Árna. Ami var skipstjóri á bát sínum og var fiskimaður góð- ur. Oftast var Árni með mestan afl- ann ár eftir ár og töldu aðrir fiski- menn að brögð væra í tafli við að •^særa þennan eftirsótta fisk úr djúp- um hafsins. En engu að síður naut lifir öll systkini sín. 3) Gunnlaugur, f. 11.11.1913, ókvænt,- ur. 4) Ingvar, f. 2.5. 1920, garðyrkju- bóndi, kvæntur Helgu Pálsdóttur húsmóður en þau eignuðust sjö börn. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son, þau Hedi, f. 2.10. 1927, í Þýskalandi, og Peter Horst, f. 1.3.1960 í Ástralíu. Árni var skip- stjóri að mennt og stundaði sjósókn á Islandi fram til 1952, en þá hélt hann til Ástralíu og starfaði við hákarla- veiðar á eigin bát, frá Port Al- bert. títför Áma fór fram í kyrr- þey. Árni mikillar virðingar annarra fiskimanna. Rerum við með Ama á þriðja ár og var samkomulagið alltaf mjög gott. Aldrei skammaðist Árni þó að eitthvað gengi á afturfót- unum, jafnvel þó að við sigldum bátnum tvívegis í strand í innsigl- ingunni til hafnar í Port Albert. Árni keypti handa okkur hjólhýsi sem síðan var smátt og smátt dreg- ið af launum okkar. Því komum við fyrir í bakgarði þeirra hjóna. Þurfti að ryðja skóg og grafa lagnir fyrir rafmagni og vatni. Þarna undum við hag okkar vel. Ámi var orðheldinn maður og sagði ekkert sem hann gat ekki staðið við. Eins vildi hann lítið láta hafa fyrir sér eða vera upp á aðra kominn. Árni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Hedi, og áttu þau einn son, Peter Horst, sem nú býr í Mel- bourne. Alltaf var gott að koma í eldhús þeirra hjóna þegar komið var af sjó. Það var sama á hvaða tíma það var, alltaf var Hedi með kræsingar á borði handa þreyttum sæföram. Áirn liðu og okkur félaga var farið að langa heim aftur. Eftir heimkom- una tapaðist að mestu samband við þau hjón. Árið 1991 fluttu þau hjón til íslands þar sem Ámi vildi eyða ellinni og tókust þá aftur kynni sem konur okkar og börn urðu aðnjót- andi. Þau hjón bjuggu lengst af í Sól- heimunum en síðastliðið vor festu þau kaup á glæsilegri íbúð á 11. hæð við Skúlagötu. Nutu þau þar himnesks útsýnis yfir höfnina ásamt umferð skipa og báta, en hafið með öllu sínu amstri var Árna hugleikið. En Áma entist ekki ævin til að njóta þess, hann veiktist um það leyti sem þau vora að flytja og lést síðan á heimili sínu eftir erfiða sjúkdóms- legu. Um leið og við kveðjum góðan vin, viljum við þakka allt sem þau hjón gerðu fyrir okkur. Við og fjöl- skyldur okkar vottum Hedi og Pet- er alla okkar samúð. Ásbjörn og Bjarki. sem ein af fjölskyldunni, langyngst og augasteinn allra. Þá bjuggu á Gýgjarhóli Helga Gísladóttir og Guðni Diðriksson. Börnin á heimilinu voru níu, sum stálpuð og önnur uppkomin. Eitt þeirra var Kristján faðir minn. Helgu naut ekki lengi við, því hún lést árið 1915, en Guðni lifði til 1940. Efth lát Helgu tók elsta systirin, Margrét, alfai-ið við heimilishaldinu. Þær Kata kölluðu hvor aðra alla tíð „systur“ og sýnh það hverjir kær- leikar voru með þeim. Kata óx upp og varð fónguleg stúlka, rösk til verka, kát og hress og söngvin vel, enda var oft tekið lagið á Gýgjar- hóli. Á fjórða áratugnum kom á heim- ilið kaupamaður norðan úr Fljótum, Albert Gunnlaugsson. Hann heillaði Katrínu heimasætu og hafði á burt með sér. Þau stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar síðan lengst af. Albert var annálaður dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. Þau hjónin komu sér fljótlega fyrir í stórri íbúð sem þau áttu í húsinu Skrúð í Skerjafirði. Var þar síðan samastaður allrar Gýgjarhól- sættarinnar í kaupstaðarferðum. Og ekki nóg með það. Þegar eitt- hvað þurti að útrétta í Reykajvík var leitað til Skrúðsfólksins. Þegar einhver var lagður inn á spítala tók Skrúðsfólkið hann undir sinn vernd- arvæng, kom í heimsóknir og sá um ýmsa snúninga. Þær vora til dæmis ófáar ferðirnar hennar Kötu á Landakot veturinn langa sem hann pabbi minn lá þar. Allt var sjálfsagt og velkomið af þeirra hendi. En Kata var ekki búin að yfhgefa sveitina slna að fullu þótt hún væri nú flutt „á mölina". Þau hjónin komu ævinlega í heimsókn í sumar- fríinu. Ekki til að hvíla lúin bein. Nei, þá var tekið til hendinni við heyskap og önnur verk úti sem inni. Svo voru sóttir hestar og skroppið í heimsókn að Laug og kannski víðar að heimsækja ættingja og vini. Þá þótti Kötu nú ekki verra að sprett væri úr spori, því hún hafði frá bamæsku mikla ánægju af hestum. Kata og Albert eignuðust fjögur böm. Þau voru mikið í sveit á Gýgj- arhóli og í nágrenninu að sumrinu, sérstaklega stelpurnar, og varð það til að treysta enn vináttuböndin við Skrúðsfólkið. Börnin urðu fullorðin og flugu úr hreiðrinu, vel undirbúin að heiman út í lífið. Kata og Albert bjuggu þó enn um sinn í Skrúð, en síðustu árin sín saman áttu þau heima í Kópavogi, þar sem þau keyptu íbúð við Þinghólsbraut. Nokkra efth að Albert féll frá flutti Kata í þjónustuíbúð að Kópavogs- braut 1 og bjó þar þangað til krafta þraut. Síðustu misserin var hún rúmliggjandi í Sunnuhlíð, rænd máli að mestu en hugsunin var heil. Þær kynntust vel á yngri áram Helga móðh mín og Kata. Vinátta þeirra styrktist með árunum og hélst þar til yfir lauk. Eftir að þær urðu báðar einar kom Kata í heim- sókn að sumrinu og dvaldi um tíma. Var þá margt spjallað og hlegið dátt. Þessar heimsóknh voru móður minni ákaflega dýrmætar. Síðustu árin var ekki um slíkt að ræða, heilsan leyfði ekki ferðalög. En þær reyndu að talast við í síma og svo voru bornar kveðjur og skilaboð á milli. Það var gaman að tala við Kötu. Hún var alltaf svo létt í máli og til- búin í græskulaust grín, en sagði líka sína meiningu umbúðalaust. Mörgu kunni hún að segja frá frá liðinni tíð. En eftir að hún kom í Sunnuhlíð og gat ekki lengur tjáð sig að ráði varð auðvitað minna um samræður. Maður var að reyna að segja einhverjar fréttir og þá helst að austan, því þar dvaldi hugur hennar löngum. Þannig sat ég eitt sinn hjá Kötu og segi frá því að nú hafi ég eignast bleika hryssu. Spyr hana svo hvort áður hafi verið til bleikt hross á Gýgjarhóli. - Já, seg- ir hún og gerir mér skiljanlegt að þar hafi fyrir löngu verið bleikur hestur - reiðhesturinn hennar. Og minningin ljómaði í augunum. Nú hafa þau augu lokast í síðasta sinn. Hvfldin var kærkomin. En við hin hugsum um allar góðu stundirn- ar sem við áttum með Kötu. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir þær og vináttuna sem við áttum alltaf vísa hjá þessum góðu hjónum. Öllum að- standendum Katrínar vottum við dýpstu samúð. Inga Kristjánsdóttir. Við viljum með örfáum orðum kveðja ömmu okkar, Katrínu Ketilsdóttm-. Elsku amma, það er sárt að þurfa að kveðja þig í dag, en við huggum okkur við það að núna líður þér vel, og ert komin til afa. Við viljum þakka fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Mai'gs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Katrín og fjölskylda, Oddgeir og fjölskylda, Albert og fjölskylda. ALBERT JÓHANNSSON + AIbert Jóhannsson fæddist í Teigi í Fljótshlíð 25. sept- ember 1926. Hann lést í Sjúkra- húsi Suðurlands 26. desember síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Eyvindarhólakirkju, Austur-EyjaQöllum, 5. janúar. Vinur minn og samstarfsmaður, Al- bert Jóhannsson kennari, er látinn. Kynni okkar hófust áiið 1976, þegar ég hóf störf sem kennari við Héraðs- skólann í Skógum. Albert tók mér strax vel og reyndist mér byijandan- um góður lærifaðir, enda sjálfur þaul- reyndur kennari. Hann hafði unun af því að starfa með ungu fólki og var vinsæll og virtur af nemendum sínum. Hann var einnig góður samstarfsmað- ur, jákvæður og hjálpfús og vel liðinn af samkennuram og samstarfsfólki. Albert var einstaklega fjölhæfur og gæddur margvíslegum hæfileikum. Hann hafði afar fallega rithönd og var snjall málari. Albert var vel máli far- inn og ritfær og skrifaði fjölda tíma- ritsgreina, vai' ritstjóri tímaritsins Hesturinn okkai' um skeið og samdi handbók fyrir hestamenn og fleiri bækur komu einnig út eftir hann, þar á meðal vísnabók, en Albert var lands- þekktm- hagyi'ðingur. Hann var vin- sæll ræðumaður og tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hann naut trausts sveitunga sinna og var kosinn í hreppsnefnd og gegndi starfi oddvita um hríð. Albert var þekktur og virtm- hestamaður og á þeim vettvangi lét hann einnig mikið til sín taka. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörf- um fyrir samtök hestamanna og var formaður Landssambands hesta- mannafélaga um árabil. í mínum huga var hann fyrst og fremst mannvinur sem lét sér fátt óviðkomandi, ávallt boðinn og búinn að verða að liði. Hann hafði brenn- andi áhuga á öllu sem til framfara horfði, allt til þess síðasta er hann lá fársjúkur á banabeði. Hann barðist af dugnaði og bjartsýni við banvæn- an sjúkdóm og lét aldrei bugast. Við Margrét, Elísabet og Björn Magnús kveðjum hann og þökkum honum margra ára vináttu og hlýhug í okkar garð. Blessuð sé minning hans. Okkar góðu vinkonu, Erlu, sem misst hefur eiginmann og góðan vin, svo og börnum þeirra, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sverrir Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.