Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 52
'*í52 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN N. JÓHANNESSON + Jóhann N. Jó- hannesson var fæddur í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Kristján Sigurðs- son, f. 17.1. 1866, d. 3.10. 1928, og Jónína Rósinkrans- dóttir, f. 25.2. 1871, d. 11.2. 1947. Systk- ini hans voru Þórð- ur, f. 17.7. 1893, d. 15.8. 1968; Björg- vin, f. 5.5. 1896, d. 21.8. 1950; Sigurður, f. 10.7. 1898, d. 22.12. 1980; Sesselja, f. 1.5. 1901, d. 26.9. 1992; Árni, f. 23.7. 1904, d. 28.8. 1956, auk þess Anna, sem dó ung. Jóhann kvæntist 11. október 1941 Þórnýju Guðrúnu Þórðardóttur, f. í Reykjavík 24. apríl 1912, d. 4.8. 1982. Börn þeirra eru: Sigríður Björg, f. 2.2. 1942, maki Sig- geir Siggeirsson, dóttir þeirra er Þóra Astrid; Þórð- ur, f. 16.2. 1944, maki Sigríður Ólafsdóttir, börn þeirra eru Hrefna og Ólafur Þór; Stef- án f. 8.4. 1951. Fóst- ursonur þeirra hjóna var Jón Björnsson, f. 29.5. 1942, d. 1963. Barnabarnabörn- in eru fjögur. Utför Jóhanns fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.00. Hann Jói í Armanni er dáinn: Þó að kraftar hans færu þverrandi, þá grunaði mig ekki að lokastundin væri svona nærri. Það var mér mjög dýrmætt að kynnast Jóa, hann var einstakur maður, hreinlyndur og __tryggur og hafði mjög ríka réttlæt- ískennd. Yfirleitt var hann dagfar- sprúður, en væri hann órétti beittur gat hann reiðst og lét þá ekki hlut sinn. Eg kynntist honum fyrst þegar ég var 15 ára gamall. Þau kynni voru tengd íþróttum. Eg hafði hlaupið eitt hlaup á Sveinameistara- móti Reykjavíkur og var skráður í KR, af því að ég hafði ekki gefið upp neitt félag. Eftir þetta hlaup ákvað ég að hlaupa fyrir Armann, þegar ég sagðist ætla að ganga í félagið stóð Jóhann við hliðina á mér, en ég ^þekkti hann ekki þá. Enginn hreyfði mótmælum, því allir sem þekktu til frjálsíþrótta báru mikla virðingu fyrir Jóhanni. Þetta var upphaf vin- áttu okkar sem hélst alla tíð síðan. Þegar Jóhann var ungur maður tók hann þátt í íþróttum og var góð- ur lang- og grindahlaupari. Síðan tóku félagsstörfin við, og var hann formaður í Frjálsíþróttadeild Ár- manns í 50 ár. Hann fylgdist með ungu fólki sem stundaði frjálsar íþróttir hjá Ái-manni, hvatti það til dáða, leiðbeindi og innrætti okkur hinn sanna íþróttaanda. Hann fór með okkur í keppnisferðalög og studdi okkur með ráðum og dáð. Hann var duglegur að afla fjár fyrir deildina. I mjörg ár starfaði ég sem gjaldkeri Frjálsíþróttadeildar Ár- manns og komst þá að því, þegar reikningar voru gerðir upp, að það voru alltaf of miklir peningar í sjóði í árslok og skýringin var sú að Jó- hann hafði greitt mikið úr eigin vasa til deildarinnar og var yfirleitt treg- ur til að fá það endurgreitt og sagði þá gjarnan að Ármann væri sitt brennivín, en hann var stakur bind- indismaður. Kona Jóhanns, Þórný Þórðardótt- ir, sem lést 1982, hafði stundað fim- leika í Ármanni á sínum yngi’i árum. Þau hjón voru mjög samhent í íþróttastarfi fyrir Armann og var heimili þeirra alltaf opið íþróttafólki og var nánast eins og félagsmiðstöð. Þar voru haldnir fundir, mót undir- búin og sigrum fagnað, en öllum, sem þátt tóku í íþróttastarfi hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns á þess- um árum, verða þessar stundir á heirnili þeirra hjóna ógleymanlegar. Á sínum langa ferli sem íþrótta- leiðtogi hafði Jóhann kynnst miklum fjölda íþróttamanna. Öllum þótti vænt um Jóhann og allir báru mikla virðingu fyrir honum og skipti þá ekki máli hvaða íþróttafélagi þeir voru í. Þetta kom vel fram í 80 og 90 ára afmælum hans, en þá voru mættar þar margar kynslóðir íþróttamanna úr mörgum íþróttafé- lögum til að heiðra hann. Eg vil að lokum kveðja góðan vin, mikinn íþróttaleiðtoga, sem var góð fyrirmynd allra íþróttamanna. Ég veit að minning hans mun lengi lifa. Börnum hans og öðrum afkomend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þau mega vera stolt Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. yfir að vera afkomendur hans. Einar Hjaltason. Frjálsíþróttadeild Ármanns kveður nú með miklum söknuði einn fremsta íþróttamann félagsins á fyrri hluta þessarar aldar. Jóhann varð margfaldur íslandsmeistari í 800 og 1.500 m hlaupum og 110 m grindahlaupi. Með fráfalli Jóhanns er skilið eftir stórt skarð í okkar röðum sem erfitt verður að fylla. Hann var formaður frjálsíþrótta- deildarinnar í yfir 40 ár og hlýtur það að teljast Islandsmet. Hann var mikill og sannur Ármenningur sem vildi félaginu ákaflega vel og vann að framgangi þess fram á síðustu ár þrátt fyrir háan aldur. Jói mætti á yfir 70 aðalfundi félagsins og ekki lét hann^ sig heldur vanta á meist- aramót Islands því hann hefur að; eins misst af einu slíku frá upphafi. I hvert skipti sem hann kom á völlinn sýndi hann jafnt afreksmönnum sem yngri iðkendum mikinn áhuga og heilsaði upp á ungviðið og hvatti það til dáða. Með Jóhanni er genginn virkilega góður maður. Hans síðasta stund með félaginu á opinberum vettvangi var nú í desember þegar félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu. Þá rifjaði hann upp að hann væri eina eftirlifandi barn stofnenda fé- lagsins og hafði gaman af. Frjálsí- þróttadeild Ámanns þakkar óeigin- gjarnt starf þitt fyir félagið, fá- heyrða tryggð og dugnað. Blessuð sé minning þín. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ár- manns, Katrín Sveinsdóttir, formaður. Með hinni öldnu frjálsíþrótta- kempu úr Glímufélaginu Ármanni, Jóhanni N. Jóhannessyni, er ein- stakur áhugamaður um íþróttir og æskulýðsmál genginn. Jóhann var bæði afreksmaður í frjálsum íþrótt- um og síðan ötull forustumaður í greininni, er bar hag hennar fyrir brjósti til æviloka. Hann keppti und- ir merkjum Armanns á sínum yngri árum jafnframt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er keppnisferlinum lauk eyddi hann bróðurpartinum af tómstundum sjn- um í ómetanleg störf í þágu Ár- manns og íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík. Þó svo að Jóhann hafi verið Ar- menningur af lífi og sál bar hann ætíð sérstakan hlýhug til Knatt- spyrnufélagsins Vals og naut félagið bæði krafta hans og stuðnings um árabil. Á millistríðsárunum þjálfaði hann t.d. fyrstu Islandsmeistarana, sem Valur eignaðist í þriðja flokki karla í knattspyrnu. Alla tíð fylgdist Jóhann grannt með starfinu í Val. Hann kom oft að Hlíðarenda og var duglegur að sækja leiki Vals. Þá iðk- uðu synir hans bæði knattspyrnu og handbolta á yngri árum hjá félaginu. Jóhann og eiginkona hans heitin, Þórný Þórðardóttir, gáfu félaginu á sínum tíma sérstakan bikar, Jóns- bikarinn, til minningar um fósturson þeirra, Jón Björnsson, sem lést af slysfórum 1962. Jón heitinn hafði frá unga aldri tekið þátt í leik og starfi í Val. Jónsbikarinn var um árabil veittur þeim knattspyrnuflokki í Val, sem bestum árangri náði ár hvert. Að leiðarlokum þakkar Knatt- spyrnufélagið Valur Jóhanni fyrir þann stuðning, áhuga og velvild, sem hann sýndi því alla tíð. Félagið sendir börnum hans og öðrum að- standendum sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Valur. Út í Viðey flytur Jóhann Jóhann- esson með foreldrum sínum 1914, átta ára, frá Reykjavík. Hann var fæddur í húsi við Nýlendustíg í Vesturbænum, sem var hlaðið úr steini og því voru þeir sem þar bjuggu kenndir við Steinhúsið. Til að mynda gekk húsfaðirinn undir nafninu Jói eða Jóhannes í Steinhús- inu. Hann var Sigurðsson. Verkmað- ur góður og fékk því fyrir náð ráða- manna í Viðey að flytjast þangað með nokkra ómegð; - ein dóttir og fimm synir. Félagslyndur og íþróttalega sinnaður, því hann er meðal stofnenda Glímufélagsins Ár- manns. Um þetta leyti sem þessir fjöl- skylduflutningar gerast er kauptúri orðið til í eynni með hátimbruðum hafskipabryggjum þaðan sem braut- arteinar eru lagðir inn í rúmgóð fiskvinnsluhús, vatnsveita og skóla- hús. Það eina sem enn varðveitist þessara mannvirkja. Útgerðarbær seiðir til sín ungt fólk. I sveitunum hið næsta hafa glímufélög og ung- mennafélög verið stofnuð, svo sem Glímufélag Kjalnesinga (‘07) UMF Afturelding (‘09) og UMF Drengur (15). Út í Viðey sóttu til vinnu virkir íþróttamenn. Þeirra á meðal Þorgeir í Varmadal og Gísli í Fitjakoti. Þeir stóðu fyrir iðkunum íþrótta og að efnt var til keppni í þeim. Ein keppnin var að hlaupið var úr kaup- túninu, hring um Viðeyjarstofu og tilbaka (3 km) Um fermingu var Jó- hann hvattur til þess að keppa, því að hann hafði sýnt léttleika og þol í sendiferðum. Síma naut ekki við og varð því að boðsenda skilaboð. Þau börn sem vora létt á sér, nutu þessa starfa. Hafði Jóhann unnið sér álit á þessu sviði. Fyrsta hlaupið sem hann þreytti vann hann. Varð þetta honum hvatning til frekari íþróttaiðkana, sem urðu hjá honum viðvarandi til 1936, að hann keppti sem öldungur í 800 m hlaupi og sigraði. Vart mun faðir hans hafa dregið úr áhuga son- arins á íþróttum. Meðal eyjar- skeggja var borið við að iðka ýmsar íþróttir og keppa í þeim. Þeir eldri og ekki síst aðkomumenn sögðu þeim yngri til. Sextán ára snýi- Jó- hann aftur til Reykjavíkur. Hann gat oft átta ára eyjardvalarinnar sem verið hefði hún ævintýri. Fermdur var hann í hinni virðu- legu Viðeyjarkikju. Vinna óharðn- aðra unglinga á fiskiveitum, við að- stoð fiskiþvottar og uppskipun neð- an úr lestum upp á bryggju og svo útskipun þar sem fylgdi stöflun í lestir, tengdist allt ærnum þræl- dómi. Skilaboð milli vinnustaða og stjórnanda var, hvað hratt bærust, háð fráleik barna og unglinga. Jó- hann bjó yfir slíkum eiginleika og var því oft til hans leitað með sendi- ferðir, svo að hann fékk snemma að greikka sporin og lengja þau. Kominn til Reykjavíkur tók Jó- hann til við vinnu, sem ekki var þénug íþróttaiðkunum. Hann vann um árabil hjá Reykjavíkurhöfn og þá um skeið í sænska frystihúsinu. Til Mjólkursamsölu Reykjavíkur réðst Jóhann 1938 og vann því fyrir- tæki í 36 ár við afurðadreifingu. Eft- ir að Jóhann vegna aldurs hætti störfum við dreifingu mjólkuraf- urða, helgaði hann _sig starfrækslu íþróttamiðstöðvar Armanns. Þetta starf hans, sem var mjög krefjandi, var meir þegnskaparvinna en at- vinna. Við þetta starf hlaut Jóhann sjúkdóm í andlit og missti framan af tveimur fingrum á hægri hendi. Auk þess að vinna nefnd húsvarðarstörf annaðist hann söluumboð félagsins hjá íslenskum getraunum. Hafði hann afskipti af 32 sölustöðum. Færði þetta framtak félaginu þarfar tekjur. Fljótlega eftir endurkomuna til Reykjavíkur gerðist Jóhann iðkandi knattspyrnu hjá Knattspyrnufélag- inu Val. í leik hjá félaginu sá for- maður Armanns hinn skreflanga og fótlétta Viðeying. Hann vantaði til- finnanlega keppendur í 5 km Ár- mannshlaup. Jóhann var tilleiðan- legur að hlaupa. Hann sigraði. Þetta varð til þess að hann gerðist Ár- menningur. Úr þessu tók Jóhann að æfa hlaup og þjálfa sig til þess álags. Veturinn 1929-30 naut hann þjálf- unar sænsks þjálfara, Evert Nielson (Vestervik-Nilson) sem bjó íþrótta- menn undir keppni í Alþingishátíð- armóti. Á því móti vann Jóhann 800 m hlaup, 1500 m og 110 m grinda- hlaup. Hann var í sveit Ármanns, sem vann 1500 m boðhlaupið. Jó- hann var hlaupari á millivegalengd- um og grindahlaups-, en lagði samt til við langhlaupara í Álafosshlaupi og Hafnarfjarðarhlaupi. Náði í ann- að og þriðja sæti. Meistaramót Is- lands 1931 var háð í Vestmannaeyj- um. Jóhann lagði í Helgafellshlaup. Leiðin var úr Herjólfsdal austur í kringum Helgafell og til baka í dal- inn. Meðal keppenda voru allir fær- ustu langhlauparar þjóðarinnar. Jó- hann varð í þriðja sæti. Á þessu móti var Jóhann sönn hetja okkar Reykvíkinga. Að lokinni keppni í Eyjum höfðu bæði byggðarlögin jafnan fjölda meistara. I gi’inda- hlaupi var ekki keppt í Eyjum en keppni í þeirri grein færð til Reykjavíkur. Jóhann varð meistari og þar með bárum við sigur af Vest- mannaeyingum. Okkur karlmönnun- um var það lítt til geðs, að Jóhann teymdi inn á Melavöll konur til að æfa frjálsar íþróttir en gleðiauki hefur það verið hve ein kvenna Ár- manns í frjálsum íþróttum, Guðrún Arnardóttir, og það í hans íþrótta- grein, grindahlaupi, hefur náð hátt á heimsmælikvarða. I stjórn Ármanns var Jóhann kos- inn 1929. Hann tók þegar að sér að sjá um frjálsíþróttir. Eftir 15 ára setu í stjórninni tók Jóhann að sér formennsku í frjálsíþróttadeild fé- lagsins, sm hann annaðist til 1979. Hann hélt þó áfram að fylgjast náið með, fyrir frjálsíþróttamenn í heild, sat Jóhann í stjórn Iþróttaráðs Reykjavíkur, sem var undanfari IBR og um árabil var hann í stjórn FRI, svo sjá má að annir hefur Jó- hann haft fyrir áhugamál sitt, íþrótt- irnar. Að þvi hefði hann eigi getað unn- ið, sem raun var á nema að njóta stuðnings konu sinnar Þórnýjar Guðrúnar Þórðardóttur. Hún var um árabil stói'yirk innan leikfimi- flokks kvenna í Armanni og var i úr- valsflokkum sem fóru tvívegis utan og fjórum sinnum í langar sýningar- ferðir innanlands. Börn þeirra þrjú og makar hafa einnig verið virk í störfum Armanns. Við Ármenningar eigum Jóhanni margt að þakka og þá einnig konu hans, börnum þeirra og mökum. Megi ástvinir Jóhanns finna á út- fararstund hans hvílíkan öndvegis íþróttamann við áttum í honum. Þorsteinn Einarsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju, tæplega 93 ára gamall og einn af fá- um heiðursmönnum í Glímufélaginu Armanni, Jóhann N. Jóhannesson. Jóhann eða Jói Long eins og hann var ætíð nefndur, var geypilega virkur á sínum yngri árum, bæði sem félagi og stjórnarmaður í frjáls- íþróttadeild Armanns og spannar hans viðstöðulausa starf í Ármanni yfir þrjá fjórðu af allri öldinni, sem er án efa Islandsmet og þá eitt af mörgum sem hann setti um ævina. Ég hlýt því sem formaður Ámanns, samstarfsmaður og félagi, að setja á blað nokkur fátækleg þakkarorð fyrh- gömul kynni. Upp í huga minn koma margs konar minningar frá tíma unglings- áranna, en fyrstu kynni okkar Jóa Long voru stuttu eftir að starfsemi Getrauna byrjaði, en viðvíkjandi Getraunasölumennskuna var ekki hægt annað en dást að ósérhlífni Jóa Long. Á fyrstu árum Getrauna fór sölustarfsemi fram á allt annan hátt en gerist í dag. Sala á getraunaseðl- um fór þá fram í stykkjatölu og dreifðist sölustarfið á þá félaga í íþróttafélögum sem höfðu nennu til og það var svo sannarlega ekki öll- um gefið að standa í þeirri sölu- mennsku. En Jói Long var hvergi banginn í þessum efnum, hnn vissi að sölustaríið krafðist reglusemi við vikulegar endurtekningar og snún- inga samfara því, og að standa skil í vikulok á allri sölu til skrifstofu Get- rauna. Sölumenn í hinum ýmsu íþróttafélögum eða íþróttadeildum skiluðu mjög mismunandi söluár- angri á þessum árum, en ég þori að fullyrða að enginn hafi staðið Jóa Long á sporði í þessum efnum. Að baki árangri hans var víðtækt sölu- net eða sölustaðir sem hann hafði þróað. Með mikilli reglusemi og elju heimsótti Jói Long þessa sölustaði tvisvar í viku, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár til þess að skapa Frjálsíþróttadeild Ármanns þær tekjur sem til þurfti. Mörgum mundi þykja þetta nú ærinn starfi í sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélag, en Jói Long lét ekki þar við sitja. Þetta var aðeins agnarþáttur og lítil dæmisaga um hans ötula starf fyrir Armann, því þrátt fyrir að hann væri önnum kafinn við þjálfunar- og stjórnarstörf fyrir Frjálsíþrótta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.