Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 53
deild Ármanns tók hann að sér mý-
mörg verkefni fyrir aðalstjórn Ar-
manns sem langt mál yrði upp að
telja. Ég minnist t.d. þess, að oft
lauk Gunnar Eggertsson heitinn,
fyrrverandi formaður ÁiTnanns,
sínu máli með miklu loftali um lið-
sinni Jóa Long og svo virðist hafa
verið, að þegar að eitthvað bjátaði á
og eitthvað víðtækt þurfti að gera,
þá var hóað í Jóa Long.
En nú er hann Jói Long horfmn
og á slíkri stundu hvarflar að manni
að allt of sjaldan hugleiðum við á
lífsleiðinni hvað góðir vinir og sam-
starfsmenn eru okkur mikils verðir
og hafa í raun mikil áhrif á allt líf
okkar. Þegar þeir hverfa yfir móð-
una miklu, eigum við aðeins endur-
skinið af birtu minninganna og við
fyllumsþ þakklæti fyi-ir samfylgdina.
Við Ármenningar stöndum í mik-
Oli þakkarskuld við Jóhann N. Jó-
hannesson. Við sendum börnum
hans og mökum þeirra og barna-
bömum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum þann sem öllu
ræður að blessa minningu þessa
drengskaparmanns.
Grímur Valdimarsson,
formaður Ármanns.
Mætur vinur kveður þetta jarðlíf
og heldur á vit ljóssins á sama tíma
og við fögnum nýju ári og göngum
til móts við hækkandi sól. Jói minn,
sól þín er hnigin til viðar í þessu lífi
og þú heldur á braut til betri heims.
Megi sú birta, ylur og hlýja er þú
veittir okkur samferðafólki þínu lifa
með okkur um ókomin ár. Jóhann
gerðist strax á unga aldri ötull þátt-
takandi í íþróttum, knattspyrnu hjá
Val og frjálsum íþróttum hjá Ár-
manni. Hann setti mark sitt á
íþróttalíf landans á árunum í kring-
um 1930, sérstaklega í hlaupum og
varð m.a. margfaldur íslandsmet-
hafi. Upp frá þessu helgaði Jóhann
eða „Jói long“ eins og hann var
venjulega nefndur Ármanni alla sína
krafta. Forystumaður Armanns og
reykvískrar æsku var hann allt fram
á síðasta dag lífs síns. Eitt af hans
síðustu verkum var að fagna og
gleðjast með okkur Armenningum
er félag vort hélt upp á 110 ára af-
mæli sitt nú í desember.
Félag sem hann átti svo mikla
sögu í, og stærri mótunaráhrif á, en
nokkur annar félagi í Armanni. En
því er ekki heldur að neita að hann
bar og hafði, eins og reyndar fleiri
Armenningar, þungar áhyggjur af
þróun og gangi mála hjá hinu aldna
félagi okkar sem og samskiptum
þess við Reykjavíkurborg og
Iþróttabandalag Reykjavíkur á
þessum síðustu dögum ársins.
í yfir sextíu ár var Jói leiðbein-
andi ungs fólks á þroskabraut þess.
Þar var ekki spurt um tíma, pen-
inga, né fyrirhöfn, heldur að finna
ánægju og gleði yfir að hafa komið
einhverjum til manns. Slík störf
jafnframt því að sinna fullri atvinnu
hefði Jóhann ekki geta unnið, nema
eiga stuðning og samstiga áhuga
eiginkonu sinnar, Þórnýjar Guðrún-
ar Þórðardóttur. Þórný var stór-
virkur Armenningur og vann ötul-
lega að málum félagsins, þó sérstak-
lega tengdum fimleikum. Þau reistu
sér fallegt heimili að Blönduhlíð 12 í
Reykjavík árið 1950 mitt á milli að-
alstöðva Armanns og Vals. Áttu þau
þar heima allt upp frá því. Þórný
lést um aldur fram árið 1982.
Ég sem rita þessar línur var svo
heppinn að kynnast Jóa, fjölskyldu
hans og Ármanni á mínum unglings-
árum og fá að njóta leiðsagnar hans
í íþróttum og tengjast vináttu,
drenglyndi og félagsþroska hans.
Jói var okkur sönn fyrirmynd, al-
gjör reglumaður, umhyggjusamur
og hjálpfús gagnvart okkur bömun-
um sínum í Annanni. Heimili þeirra
hjóna stóð öllum opið, félagsmiðstöð
þess tíma. Þangað var hægt að leita,
ekki aðeins í mat og drykk, heldur
til uppbyggingar sjálfí ungs fólks.
Síðasta dag ársins lét Jóhann sig
ekki vanta á hið árlega gamlárs-
dagshlaup ÍR. Þar stóð þessi há-
vaxni, góðlegi öldungur ögn þreytu-
legur og kenndi sér lasleika. En um
leið og skotið reið af og hlaupararnir
sprettu úr spori var eins og allt hans
fas breyttist. Nú stóð hann þarna
teinréttur sem fyrrum og beindi
haukfránum augum að keppendum
um leið og þeh' runnu sitt skeið fram
hjá honum. Hann varð ungur aftur.
Nokkrum dögum síðar var hann all-
ur.
Drengskaparmaðurinn Jóhann
Jóhannesson er horfinn sjónum okk-
ar. Ljósgeisli augna þinna slokknað-
ur. Megi það ljós er þú tendraðir í
brjóstum barna þinna, vina og sam-
ferðamanna, verða að gróðursprota
fyrir betra mannlífi á þessari jörð,
frá þeirri mold sem allir era sprottn-
ir frá. Með von, trú og kærleika að
leiðarljósi.
Ástvinum hans öllum sendi ég og
við Ármenningar okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Hér er góður drengur kvaddur.
Eyjólfur Magnússon.
MINNINGAR
Kveðja frá
Frjálsfþróttasambandi fslands
Með Jóhanni Jóhannessyni er
genginn einn dugmesti stuðnings-
maður frjálsíþrótta hér á landi á
þessari öld. Jóhann var formaður
frálsíþróttadeildar Ármanns í næst-
um hálfa öld, en slík frammistaða er
fátíð ef ekki einsdæmi innan íþrótta-
hreyfingarinnar.
Jóhann var sífellt hugsandi og
vinnandi að íþróttum, ekki síst
frjálsíþróttum, innan síns félags.
Það var ekki vani hans að ræða of
mikið eða halda sér og sínum verk-
um eða mönnum frammi. Verkin
voru látin tala og þó að þau hafi far-
ið hljóðlega, dylst engum sem til
þekkir að framlag hans var einstakt.
Óll hans störf voru að sjálfsögðu
unnin með hugafari sjálfboðaliðans,
að gera vel og mikið og aldrei kom
honum til hugar að taka greiðslu
fyrir sín störf.
Hann var ekki aðeins dugmikill
félagsmálamaður, heldur var hann
margfaldur Islandsmeistari í hlaup-
um á árunum um 1930. Á móti á Ál-
þingishátíðinni árið 1930 vann hann
í 800 og 1.500 metra hlaupi og 110
metra grindahlaupi. Jóhann mætti á
flest frjálsíþróttamót hér í Reykja-
vík og víðar. Hann hafði mætt á öll
Meistaramót Islands í frjálsíþrótt-
um frá upphafi ýmist sem keppandi
eða áhorfandi, ef frá er talið það
fyrsta, en þá var hann staddur í Við-
ey'. Á síðastliðnu sumri mætti hann
því á 71. mótið röð.
Þótt kominn væri á tíræðisaldur
var Jóhann einn af hinum „ungu“ og
áhugasömu mönnum innan hreyf-
ingarinnar sem fylgdist vel með því
sem var að gerast. Hann naut viður-
kenningar meðal íþróttamanna og
oft á íþróttamótum komu gamlir og
ungir félagar til spjalls því hann var
ætíð góður viðmælandi. Þegar við
hann var rætt sagði hann oftast ekki
margt, en augljóst var af því sem
hann sagði að hann fylgdist vel með
því sem var að gerast. Ekki hvarfl-
aði að mér í sumar þegar við sáumst
síðast að það ættu að verða okkar
síðustu fundir, slíkur var andi hans
og hugur.
Jóhann er einn fjögurra einstak-
linga sem hlotið hafa heiðursmerki
FRI, sem er æðsta viðurkenning
sem hreyfingin getur veitt einstak-
lingi.
Ég færi aðstandendum Jóhanns
samúðarkveðjur Frjálsíþróttasam-
bandsins um leið og honum era
þökkuð hin miklu störf hans.
Jónas Egilsson formaður.
«i*
WILLY
BL UMENS TEIN
+ Willy Blumen-
stein fæddist á
Landspítalanum 1.
júní 1931. Hann lést
20. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Akra-
neskirkju 29. des-
ember.
Sorg og gleði auður er
öllum þeim sem vilja.
Égámargtaðþakkaþér
þegar leiðir skilja.
(Hulda)
Faðir minn Willy
Blumenstein er látinn
og er hans sárt saknað af fjölskyldu
og vinum. Eins og nafnið gefur til
kynna var faðir minn af þýskum
ættum. I móðurkviði var honum
forðað til Islands undan logum
heimsstyrjaldarinnar síðari. Átti
hann aldrei eftir að stíga fæti á
þýska grand. Hann ólst hjá fóstur-
foreldrum og varð flótt meiri ís-
lendingur en margur annar. Æsku-
árum sínum eyddi faðir minn á Suð-
ureyri við Súgandafjörð en hélt á
unglingsáram til Akraness og þar
reyndist búa gæfa hans öll.
Til eru skemmtilegar sögur af því
þegar „sá frakkaklæddi með hatt-
inn“ var að stíga í vænginn við móð-
ur mína. Það virðist hafa verið ást
við fyrstu sýn, en í vegi fyrir unga
manninum var annar ungur dans-
herra. Þar kom þó á umræddum
dansleik að þolinmæði fóður míns
þraut. Þegar fyrstu tónar lagsins
ómuðu renndi hann sér fótskriðu yf-
ir dansgólfið og náði loks að verða
fyrri til að bjóða stúlkunni upp. Síð-
ar átti faðir minn eftir að komast að
því að hinn dansherrann var Hreinn
bróðir mömmu.
Foreldrar mínir, Willy og Edda,
giftu sig fljótlega og eignuðust þrjár
dætur. Á góðri stund mátti oft
heyra það á fóður mínum hver væri
mesta gæfa hans í lífinu, en það
taldi hann vera hjónaband sitt og
fjölskyldan. Svo náið var samband
þeirra að faðir minn mátti helst ekki
af móður minni sjá. Hann nefndi
hana sitt dýrasta hnoss, sína Gínu
Lollobirgittu, eins og hann orðaði
það.
Þegar mælt er eftir suma menn
er oft byrjað á langri upptalningu
um ábyrgðarstöður og
opinber afskipti. En sú
ábyrgðarstaða sem fað-
ir minn gegndi fyrst og
síðast var að vera stoð
og stytta fjölskyldu
sinnar. Hann var ham-
ingjusamur og farsæll
maður, sáttur við líf
sitt og hlutskipti. Hann
lagði alltaf mest upp úr
því að plægja heimaak-
urinn. Hans stóru
stundir í lífinu voru
kyrrðar- og náðar-
stundir í faðmi fjöl-
skyldunnar. Hann var
vor- og sumarmaður og hafði yndi af
veiðiskap í fögru vatni eða á. Þá
naut hann útiveru í ríkum mæli og
fór oft á skíði.
Enda þótt faðir minn skipti sér
lítt af stjórnmálum þá hafði hann
sínar skoðanir á flestum málum, án
þess að hafa þörf fyrir að þvinga
þeim upp á aðra. Hann fylgdist
grannt með því sem var að gerast í
atvinnulífinu á Akranesi og vora
ófáar ferðir hans niður á bryggju
þegar tengdasonurinn Valdimar var
að koma úr róðri.
Ef til vill kynnist maður engum
eins vel og á ögurstund þegar lífinu
er ógnað af illvígum sjúkdómi. Síð-
ustu daga fóður míns dvöldum við
samvistum og vissum að dauðinn
beið fyrir dyrum úti. En þessar
stundir voru gefandi og veittu okkur
báðum styrk og þor fyrir ólíka veg-
ferð.
Það var sannarlega engin uppgjöf
í föður mínum en mest var honum
umhugað um að ég, dóttir hans,
kæmist í langþráð skjól áður en há-
tíð jólanna yrði sungin inn. Það var
ekki síst föður mínum að þakka að
þetta markmið náðist.
Mig langar að lokum að þakka
þér, faðir minn, fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Það er og verður huggun okkar á
sorgarstundum að endir jarðneska
lífsins er aðeins upphaf að öðra og
meira.
Með þér hverfur yndi, ást,
æska og ljós úr ranni.
Fegra vor ei fannst mér sást
fylgja nokkrum manni.
Brynja Blumenstein.
+ Einar Ernst
Einarsson til
heimilis á Grensás-
vegi 14, í Reykja-
vík, var fæddur á
Siglufirði 20. des-
ember 1932. Hann
lést á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 8. nóvember
siðastliðinn. Einar
var sonur Krist-
mundar Eggerts
Einarssonar mat-
reiðslumeistara og
Borghild Hernes
Einarsson, konu hans, en hún
var af norskum ættum. Var
Einar einn af 7 systkinum sem
upp komust og er hann þriðji
bróðirinn sem yfirgefur þennan
heim. Eftirlifandi systkini hans
eru: Alfreð, Pollý Anna, Karl
og Svanhvít.
Útför Einar fór fram frá
Fossvogskapellu 16. nóvember.
Elsku Bassi minn, mér varð mikið
brugðið er hringt var í mig til
Bandaríkjanna og mér tjáð að þú
hefðir kvatt okkur þá um morguninn
og er varla farin að trúa því ennþá.
Þú varst búinn að vera veikur og
varst skorinn upp fyrir nokkrum ár-
um en ég vonaði að þú næðir þér al-
veg, því þegar þú heimsóttir mig eft-
ir það þá þótti mér þú vera svo
hress. Mikið þykir mér vænt um þá
heimsókn og að ég gat
ekið með þig til að
skoða allt það mark-
verðasta og þar á með-
al hin frægu söfn í
Washington. Þú gladd-
ir mig ósegjanlega mik-
ið þennan mánaðartíma
sem þú varst hjá okkur
og lifi ég í góðum minn-
ingum frá því. Ég
minnist þess er ég var
að alast upp hjá afa og
ömmu á Siglufirði, hvað
þú varst mér alltaf góð-
ur og varst alltaf að
gleðja mann, mér þótti
þú alltaf svo stór og glæsilegur enda
varstu það.
Bassi var mikið í sveit sem ungur
drengur á Gili í Fljótum í Skaga-
firði. Bassi hóf vinnu 13 ára sem
sendill hjá Félagsbakaríinu á Siglu-
firði. Þar á eftir gerðist hann ræsari
á sfldarplani og vann lengi við sfld-
ina. Þá vann hann lengi á Keflavík-
uifiugvelli og síðast í Reykjavík, eða
þar til hann varð öryrki. Bassi vildi
vera sjálfum sér nægur og ekki upp
á neinn kominn. Hann leigði sér
íbúð og sá um sig sjálfur og tókst
það ágætlega. Hann var orðlagður
fyrir dugnað til allrar vinnu og vel
liðinn. Eftir lát afa míns flutti amma
til Reykjavíkur frá Siglufirði og hélt
heimili fyrir þau sem enn voru í
heimahúsi á meðan heilsa hennar
leyfði. Ég átti góða og gleðilega
æsku á Siglufirði og á margar góðar
minningar þaðan og ekki skemmdi
Bassi það, en hann var alveg sér-
staklega barngóður og reyndist
hann systkinabörnum sínum og
þeirra börnum mjög vel og hafði
ánægju af að gleðja þau og sakna
þau hans mikið.
Ég á ekkert nema fallegar minn-
ingar um þig, og munu þær verða
mér til góðs á lífsleiðinni og í sorg
minni núna. Ég hefði viljað ski-ifa
svo mikið um þig en á svo bágt með
að koma orðum að því.
Ég þakka frændfólki okkar Samú-
elsbörnum, Ólafi, Önnu og Jóni,
innilega fyrir vináttu og hjálp við út-
för Bassa. Þá sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur til
systkinanna og vina Bassa.
Útför Bassa fór fram frá Fossvog-
skapellu 16. nóvember og var það
falleg athöfn, en vinur okkar, séra
Ragnar Fjalar Lárasson, jarðsöng.
Guð blessi minningu þína, ég kveð
þig, elsku Bassi minn, með orðum
Matthíasar Jochumssonar:
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
0 hjálpin mín.
Styð þú minn fót: Pótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar Ijós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr,
og nú er burt mitt hrós.
Eg elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós sem á, sem ávallt lýsa vildir mér
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
Álfhildur Kristín Fungo.
Okkur varð mjög bragðið við frétt-
irnar um fráfall þitt, kæri frændi.
Maður er aldrei viðbúinn svona
fregnum og þá fer maður að hugsa
hvað maður vildi að sambandið hefði
verið meira hin síðustu ár. Okkur
langar að kveðja þig með fáeinum
orðum.
Við eigum margar góðar minning-
ar um þig frá æskuáranum, þegar
við systumai' fóram með mömmu að
heimsækja þig og eins hjá ömmu,
þegar þú varst þar. Þú varst einstak-
lega bamgóður og vildir alltaf gleðja
bömin. Þú varst svo fróður um ýmis-
legt, enda hafðirðu mikinn áhuga á
lestri og þá ekki sízt einhverju sem
geymdi í sér mikinn fróðleik. Þá
kemur líka upp sú mynd í hugann,
þegar þú varst með blað og blýant
um hönd, þá varstu svo snöggur að
galdra fram mynd fyrir litla telpu.
Þar leyndust hæfileikar þínir einnig.
Alltaf varstu duglegur, nægjusamur
og kvartaðir ekki. Þú vildii' ekki að
aðrir hefðu áhyggjur af þér, eins og
sýndi sig í veikindum þínum og nú
síðast þegar þú þuifiir að leggjast
inn á spítala, rétt áður en þú kvaddir
þennan heim. Okkur langar svo að
þakka þér hvað þú varst alltaf góður
við okkur systurnar og börnin okkar,
elsku Bassi. Þegar börnin okkar vora
lítil, áttirðu til að birtast með eitt-
hvað handa þeim til að gleðja þau,
jafnvel út af engu sérstöku tilefni og
þegar bömin komu með okkur til
þín, þá máttu þau aldrei fara tóm-
hent frá þér, alltaf tíndirðu til eitt-
hverf góðgæti handa þeim til að hafa
með sér.
Oft var glatt á hjalla þegar allii'
vora saman komnir hjá ömmu. Þá
var hlegið og skrafað og eins þegar
við hittumst eftir að þú fluttir þaðan.
Það varst þú sem fékkst ömmu með
þér til æskuslóða sinna í Noregi, sem
hún hafði ekki komið til frá því hún
fór þaðan, að sjá ástvini sína, sem
eftir vora á lífi. Ég veit að sú ferð var
henni mikils virði.
Við hefðum viljað að við hefðum
séð meira af hvert öðru síðustu árin.
Þín verður sárt saknað, elsku frændi.
Við vitum að þú ert kominn á góðan
stað nú, til ástvina sem á undan era
farnir og ert laus við veikindin.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst,
elsku Bassi. Minningin um þig lifir
með okkur. Guð blessi þig.
Við vottum systkinunum samúð
okkar. Við viljum enda þessi fátæk-
legu orð með þessari bæn :
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Ég fel í forsjá þína,
guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Pýð. S. Egilson.)
Elfa Björk Ásmundsdóttir,
Ásdís Ásmundsdóttir, Sandra
Rós Pálmadóttir, Ásmundur
Shannon Herman, Anthony
Thomas Herman,
Sara Marín Faust. ±
EINAR ERNST
EINARSSON