Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 57

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 57 + Guðrún (Ósk) Guðlaugsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 21. ágúst 1936. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson, f. 18.4. 1907, d. 2.8. 1989, og María Guð- mundsdóttir, f. 17.3. 1907, d. 17.4. 1998. Guðlaugur var frá Kársstöðum í Land- broti en María var úr Vík og þau bjuggu alian sinn búskap í Vík, lengst af á Bakka- braut 5. Guðrún hét fullu nafni Guðrún Ósk en notaði nafnið Ósk ekki og var næst elst af fimm systkinum. Þau eru Sigur- lín, f. 23.12. 1934, ógift; Jóna, f. 16.2, gift Hrafni Þórhallssyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn; Guðmundur Jón, f. 16.12. 1942, ógiftur, og Ingþór Jóhann, f. 9.10. 1945, d. 23.7. 1981 af slysförum, átti þrjár Frá því ég fór að muna eftir mér hér í bænum, þar sem við áttum gott heimili, var móðir mín í lykil- hlutverki. Þangað gat ég komið sama hvað gekk á, súrt eða sætt. Bjuggum við þar, þar til ég var sjö ára, þá fluttum við að Mývatni. Það var yndislegur tími fyrir okkur systkinin og áttum við þar góðan tíma, þó að móður minni hafi ekki líkað þar, vegna einangrunar, sér- staklega yfir vetrartímann. Þar vor- um við í fimm ár. Síðan fluttum við í Breiðholtið, þar höfðu móður mín og faðir byggt myndarheimili, bjuggum við þar í nokkur ár. Þar fengum við ómældan stuðning frá móður okkar og búum að því alla tíð. Síðan liðu árin og var alltaf gott að koma þangað. Þótti foreldrum mínum gaman að fá börn og barna- böm í heimsókn. Síðan bar á því að móðir mín veiktist og greindist með krabba- mein á háu stigi. Margt var reynt til að vinna á móti því, en allt kom fyrir ekki. Kallið er komið. Minnist ég hennar með miklum söknuði og missi. Guð og gæfan veri með henni. Amen. Guðlaugur Már Helgason. Seinustu orð sem amma mín sagði við þig 3. janúar 1999 voru: Bless elskan mín. Þetta eru minn- ingarorð sem amma mín sagði við mig. Amma var mjög lasin. Eg hitti hana sama dag og hún dó. Hún hét Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir. Eg er + Sigríður Tyrfingsdóttir, Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit, var fædd að Artún- um á Bakkabæjum á Rangár- völlum hinn 8. september 1899. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 17. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Oddakirkju á Rangár- völlum 2. janúar. Jarðsett var í Árbæ í Hoita- og Landsveit. Fáir eru eftir af kynslóðinni sem fæddist fyrir síðustu aldamót. Ein úr þeim hópi, Sigríður Tyi-fings- dóttir, sem var fædd 8. september 1899 lést nýlega. Langar mig að minnast hennar með örfáum orð- um. Eg sá Sigríði fyrst er hún kom gangandi inn í kirkjuna í Þykkva- bænum. Þar var ég stödd til að fylgja frænku minni, Torfhildi Sig- urðardóttur, síðasta spölinn. Hin aldraða kona sem þarna gekk til kirkju var smávaxin og nett, en létt dætur og íjögur barnabörn, var kvæntur Kristjönu Sigmundsdóttur. Guðrún var alin upp frá átta ára aldri að mestu hjá móðursystur sinni hér í Reykjavík og manni hennar, Ein- ari Guðnasyni, upp- eldisbróðir hennar er Egill Þ. Einars- son. Guðnin giftist 9.5. 1959 eftirlif- andi eiginmanni sínum Helga Þorsteinssyni, f. 23.1. 1932 og eiga þau tvö börn. Ehnu, f. 19.2. 1959, og Guðlaug Má, f. 26.4. 1961. Elín er gift Gunnari Hákoni Jörundssyni og eiga þau tvo syni, Helga og Gunnar. Guðlaugur Már er skil- inn og á tvö börn, Ingþór og Hafdísi. Utför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. mjög leið að missa hana, því hún var besta amman í öllum heiminum. Ég vona að ömmu líði vel hjá guði núna. Bless, amma mín. Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu: blessað hans orð, sem boðast þér, í bijósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Ingþór og Hafdís Guðlaugsbörn. Hún Gunna frænka mín er farin. Innst inni vissi ég að henni væri lík- lega ekki ætlaður langur tími í við- bót en samt átti ég einhvern veginn ekki von á þessu núna, ekki strax. Mínar fyrstu minningar um Gunnu eru frá Mývatni þar sem fjölskyldan bjó um tíma. Minning- arnar eru að vísu ekki margar og helst tengdar marglitum maísbaun- um, flugum og kisunni henni Stýru. Frá Mývatni flutti fjölskyldan svo í næstu götu við heimili mitt og þá breyttist nú ýmislegt. Ég varð þar daglegur gestur, kom jafnvel oft á dag. það hentaði mér dæmalaust vel að geta stungið mér í Urðar- bakkann til dæmis ef matseðillinn heima hentaði mér ekki, ef pabbi og mamma brugðu sér af bæ eða bara að tilefnislausu. Úr Urðarbakka á ég margar góðar minningar. á fæti og tíguleg. Mér varð starsýnt á hana og fannst hún minna mig á ömmu mína sem var löngu látin. Ég staldraði við að athöfn lokinni og gaf mig á tal við Sigríði og sam- ferðakonu hennar, hana Aðalheiði frá Litlu-Tungu. I ljós kom að um frændsemi var að ræða þótt skyld- leikinn væri ekki við ömmu mína sem fyrr var minnst á. Skemmst er frá að segja að þarna tengdust vin- áttubönd. Stuttu seinna tóku þær stöllur, Aðalheiður og Sigríður, sig til og komu fljúgandi út í Eyjar til að heimsækja okkur þar. Flugmað- urinn sem flaug með þær af Bakka hafði á orði að hann hefði ekki fyrr flogið með aldraða manneskju sem væri svo lipur og snör í snúningum sem Sigríður var. Heimsóknir urðu fleiri og afar ánægjulegar. Sigríður bjó yfir miklum fróðleik, hún hafði frá mörgu að segja og fylgdist vel með því sem gerðist í kringum hana. Ég er þakklát fyrir að hafa Alltaf var hún Gunna mjög bón- góð kona og gilti þá einu hvort maður falaðist eftir aðstoð við smærri hluti eða hvort mann vant- aði húsnæði til að búa í. Alltaf var vís aðstoð hennar. Hún var líka iðin við að gauka að mér og dætrum mínum alls kyns gjöfum við ýmis tækifæri. Síðustu árin eftir að ég komst til einhvers vits og ára spjölluðum við Gunna stundum saman. þetta voru góðar stundir og það var ýmislegt rætt. Gunna fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana og oft á tíðum held ég að hún frænka mín hafi vitað lengra en nef hennar náði. Síðasta ár gekk Gunna ekki heil til skógar. Lengi vel hélt hún því fyrir sig og vonaði að verkirnir myndu hverfa og allt batna en það gerðist ekki. Svo kom dómurinn einn dag á haustmánuðum, hún var með krabbamein. Mér var allri lok- ið. Gunna háði stutta en erfiða bar- áttu við sjúkdóminn. Hún var svo kölluð á brott fyrir aldur fram og eftir situr hennar fólk harmi slegið því að mikill er þeirra missir. Kæru Helgi, Ella, Gulli og fjöl- skyldur ykkar! Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Kveðja. María G. Hrafnsdóttir. Það varð okkur vinnufélögunum mikið reiðarslag að mæta í ísgerð- ina á fyrsta vinnudegi eftir áramót og frétta að hún Guðrún hefði látist um nóttina. Allan þann tíma sem hún átti við hin erfiðu veikindi að stríða vorum við sannfærð um að einn góðan veðurdag ætti hún eftir að mæta í vinnuna að nýju. Fregnin varð því talsvert meira sláandi en ella. Hún hafði tekið sér veikindafrí miðvikudag nokkurn í september vegna kvilla sem allir töldu aðeins vera slæma flensu. Sú varð því mið- ur ekki raunin og nú sjáum við á eftir góðum vinnufélaga og traust- um vini. Guðrún var alltaf mætt snemma í vinnuna á morgnana. Þrátt fyrir að vinnudagurinn hefjist klukkan átta var hún aldrei mætt seinna en tutt- ugu mínútum fyrir. Þann tíma nýtti hún til að ræða lífsins gagn og nauðsynjar við aðra árrisula starfs- menn og bar garðrækt þar oft á góma, enda hún þar á heimavelli. Samt voru þjóðmálin aldrei langt undan. Guðrún hafði skoðanir á flestu því sem var á döfinni hverju sinni og kom því oft af stað líflegum umræðum í litlu kaffistofunni okk- ar. Hennar Guðrúnar verður sárt saknað. Hún var bæði harðdugleg- ur starfsmaður og góður félagi. Við viljum nota tækifærið til að votta aðstandendum okkar dýpstu sam- úðaróskir á þessum erfiðu tímum. Vinnufélagar í Emmessís hf. átt hana að vini þau ár sem liðin eru frá því kynni okkar hófust. Mér finnst ég hafa margt af henni lært, hjá henni var að finna kærleika og frændsemi sem var engu lík. Ég og fjölskylda mín kveðjum hana nú með söknuði. Við sendum Aðalheiði og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. Erna Jóhannesdóttir, Vestmannaeyjum. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. GUÐRÚN (ÓSK) GUÐLA UGSDÓTTIR SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðr og amma, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 14. janúar, kl. 15.00. Helgi Þorsteinsson, Elín Helgadóttir, Gunnar Hákon Jörundsson, Guðlaugur Már Helgason, og barnabörn. t Ástkær sonur minn, fóstursonur, bróðir og dóttursonur, KJARTAN MAGNÚSSON, sem lést miðvikudaginn 6. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 15. janúar, kl. 13.30. Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson, Þórður Á. Magnússon, Dorota Gil, Ásta Margrét Magnúsdóttir, Ásta Bjarnadóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts bróður okkar og mágs, REYNIS UNNSTEINSSONAR frá Reykjum í Ölfusi. Grétar J. Unnsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarki Unnsteinsson, Hanna Unnsteinsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLSJÓNSSONAR, Hólagötu 12, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Gæfa fylgi ykkur á nýju ári. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Pétursdóttir, Steinunn, Sigurjón og fjölskyldur. + Innilegar þakkir viljum við færa öllum, sem sýndu okkur hlýhug og stuðning þegar eigin- maður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN PÉTURSSON, Hafnarstræti 47, Akureyri, lést og var jarðsunginn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala fyrir góða umönnun. Ólöf Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Haukur Arnarson, Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir, Hjördís Arnardóttir, Jón Grétar Ingvason, afabörn og langafabörn. + Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, JÓHÖNNU HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR frá Magnússkógum, Dölum. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ingibjörg Sigríður Hjaltadóttir, Úlfar Hillerz, Sara Hillerz, Aron Jarl Hillerz, Eva Hillerz. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.