Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA HJARTARDÓTTIR + Jóhanna Hjart- ardóttir fæddist á Saurum í Laxár- dal 24. ágúst 1911. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Ffladelfíu í Reykjavík 7. janúar. Er þetta Vörður? spurði Jóhanna þegar ég heilsaði henni og Ingólfí er þau komu á brauðsbrotningu eða í súpuna og brauðið á miðvikudögum. Svo kyssti ég hana á kinnina. Sjón hennar var farin að daprast og undir lokin sá hún aðeins móta fyrir hlut- unum. í minningunni sé ég hana standa og halda í hönd Ingólfs og brosa sínu blíða og fallega brosi. Gráu, síðu fléttumar hanga niður bak hennar eða eru stundum vafðar eins og kóróna á höfði hennar. Oft fannst mér ég sjá sjálfan Frelsarann brosa til mín í gegnum bros Jó- hönnu. Með framkomu sinni og kær- leika endurspeglaði hún ímynd Frelsara síns Jesú Krists. „Verið í mér, þá verð ég líka í yður,“ sagði Jesús í Jóhannesarguðspjalli 15. kap. og 4. versi. Út um skrifstofugluggann minn í Ffladelfiu sá ég þau Ingólf gjarnan koma gangandi eftir stéttinni. Þau leiddust eins og nýtrúlofað par. Framkoma þeirra og væntumþykja hvort til annars kenndi mér mikið. Þau dáðu og elskuðu hvort annað. Jóhanna Hjartardóttir fæddist á Saurum, sem var torfbær í Laxár- dal, 24. ágúst árið 1911. Hún var dóttir hjónanna Hjartar Jónssonar frá Barmi á Skarðsströnd í Dala- sýslu og Asu Egilsdóttur frá Þor- bergsstöðum í Laxárdal. Jóhanna var svo aðeins sex ára gömul þegar hún missti föður sinn í hina votu gröf hafs- ins, en báturinn sem hann reri á fórst og spurðist aldrei til þeirra Hjartar og sex annarra úr áhöfn bátsins. Eftir lát eigin- mannsins fluttist móðir Jóhönnu heim til móður sinnar að Þorbergsstöðum í Dölunum ásamt Jó- hönnu og yngsta syn- inum Jóni Sigurði. Þegar Jóhanna var rétt undir tvítugu veiktist móðir hennar og var flutt til Reykjavíkur og lögð inn á Dvalarheimilið Grund, sem þá var eina hjúkrunar- heimilið í Reykjavík. Jóhanna fór þá einnig suður og annaðist móður sína af myndarskap þar til Ása andaðist 1931. Fyrstu árin í Reykjavík vann hún fyrir sér sem húshjálp og síðar við verslunar- störf. Arið 1934 veiktust margir landsmenn af berklum, fór Jó- hanna ekki varhluta af því og var hún lögð inn á Reykjahæli í Olfus- inu, þá aðeins 27 ára gömul. Það reyndist að hluta gæfuspor, því þar hitti hún mannsefnið sitt, Ingólf Guðjónsson frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum, og tókust ástir með þeim. Eftir nokkurn tíma á Reykjahæli var Jóhanna flutt á Kópavogshæli til áframhaldandi meðferðar en Ingólfur sneri aftur heim til Vestmannaeyja. Sam- bandinu héldu þau við með bréfa- skriftum. Ingólfur hafði haft tals- verð áhrif á Jóhönnu í trúarlegum efnum og fór hún að sækja kristi- legar samkomur í gömlu Ffladelfíu á Hverfísgötu 44. Hún tók fljótlega persónulega afstöðu og tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Hún tók niðurdýfíngarskírn 26. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIKTORÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Kristín Valdimarsdóttir, Gunnar Magnússon, Valdimar Jörgensson, Arndís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SMAAUGLYBINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 5999011419 VII I.O.O.F. 11 = 1791148'/2 ■ X.X. □ Hlín 5999011419 VI Lykilatriði Viltu bætast í hóp 27 milljóna manna, sem náö hafa frábærum árangri í megrun, bættri heilsu, aukinni orku og vellíðan? Hringdu og fáðu nánari upplýs- ingar og frían bækling. Uppl. í s. 561 3312 og 699 4527. I.O.O.F. 5 = 1791148 = _ KFUM V Aðaldeild KFUM. Holtavegi Fundurinn, sem vera átti í kvöld, 14. jan., með frú Vigdísi Finn- bogadóttur, verður frestað til morguns, föstudagsins 15. jan. Auglýst nánar á morgun. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Bæn og lofgjörð kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. KENNSLA Þýskunámskeið Germaniu hefjast 18. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, framhaldshópa og talhópa. Upplýsingar í síma 551 0705 frá kl. 17-19.30. EINKAMÁL Vill kynnast íslenskri konu Bandarískur, myndarlegur mið- aldra maður, i góðu starfi, vill kynnast fallegri, gáfaðri og að- laöandi íslenskri konu, (aldur 21—39), með vinskap, giftingu og fjölskyldu í huga. Getur heim- sótt hana á fslandi (á vini hér). Sendu svar merkt: „B — 7316" á afgreiðslu Mbl. með lýsingu á sjálfri þér, áhugamálum, metnaði og framtíðarplönum. október árið 1939 og varð meðlimur nr. 48 í Hvítasunnukirkjunni Ffla- delfíu. Þegar Jóhanna hafði náð sér eftir veikindin hóf hún starf við að- hlynningar á Kleppi. Ekki hélst Ingólfur lengi við í Eyjum og hringdi því í „vinkonu“ sína og bað hana að útvega sér vinnu á sama stað og hún, sem hún og gerði. Hinn 20. nóvember 1943 voru þau svo vígð í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir brúðkaupið fluttu þau til Vestmannaeyja og byrjuðu búskap sinn í einu litlu herbergi í húsi þeirra Haraldar bróður Ingólfs og Pálínu konu hans. Þau Ingólfur keyptu síðan sitt fyrsta hús, Eyjar- hól, sem er nr. 20 við Hásteinsveg. Arið 1950 keyptu þau Jóhanna og Ingólfur smábýlið Lukku upp við Strembu í Vestmannaeyjum. Þau byggðu við og breyttu útihúsunum, sem voru fjós og hlaða, í hænsnahús og hófu sjálfstæðan rekstur og seldu egg í verslanir og heimahús. Þegar mest var höfðu þau um 1.000 varp- hænur. Jóhanna var afar gestrisin og á gamlárskvöld tók öll Skaftafellsfjöl- skyldan hús á hjónunum í Lukku. Eldra fólk og börn löðuðust að Jó- hönnu. Hún var alltaf boðin og búin að hlaupa undir bagga með þeim sem þess þurftu við. Eg mun hafa verið tveggja til þriggja ára gamall drengur þegar ég lenti þar í pössun í nokkra daga. Eflaust hefur hana ekki grunað að þessi litli snáði sem skreið inn um hænsnalúguna og æsti upp allar varphænurnar ætti eftir að flytja minningarræðu við útför henn- ar. Jóhanna var dugleg í höndunum og heklaði dúka og prjónaði sokka og vettlinga á bamabörn og aðra fjöl- skyldumeðlimi. Marga dúkana hafði hún gefið á basar til styrktar kristi- legu málefni. Hún hafði líka lært að spila á gítar og tóku þau Ingólfur virkan þátt í starfí Betelsafnaðarins í Eyjum. Þau voru bæði góðir starfs- kraftar í sunnudagaskólanum og nutu bömin að heyra hana segja þeim sögur úr Biblíunni. Það var afar sjaldan sem Ingólf og Jóhönnu vantaði á samkomur í Betel og síðai- hér í Ffladelfíu. Þau voru bæði trúföst og stundvís og styrktu starfið með bænum sínum, uppörvun og fjármunum. Er gosið í Heimaey hófst árið 1973 fiuttust þau til Reykjavíkur, eins og svo margir Vestmanneyingar, og keyptu íbúð í Ljósheimunum. Síðar keyptu þau litla íbúð á Dalsbraut 20 þar sem þau síðast bjuggu. Jóhanna hafði sig ekki mikið í frammi en bænalíf hennar var mikið. Margir voru þeir sem leituðu til hennar með bænarefnin sín og alltaf var hún boðin og búin að biðja fyrir þeim. Drengimir hennar svo og ömmubörnin hringdu strax í hana þegar eitthvað bjátaði á og reyndist hún ömgg hjálp í nauðum. Hún var trú söfnuði sínum og fáa hef ég hitt eins jákvæða og upp- örvandi og þau Jóhönnu og Ingólf. Hlýju orðin hennar, brosið og hand- tökin sem við hjónin fengum frá henni í anddyri kirkjunnar okkar á síðastliðnu aðfangadagskvöldi gleymist seint. Að kvöldi þriðja í jólum kom hinsta kallið til Jóhannu Hjartar- dóttur, á heimili þeirra hjóna, þá rúmlega 87 ára að aldri. Skarð hefur myndast í bænamúrinn. Hver skyldi skipa sér í það skarð sem myndast hefur við fráfall Jóhönnu? Nú hefur hún fullnað skeiðið, varðveitt trúna og nú á hún hinn óforgengilega sig- ursveig sem henni var geymdur á himnum. Um ieið og við vottum fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð, þökkum við Guði fyrir traustan vin og kæra trúsystur í Kristi Jesú. Kveðja frá Hvítasunnukirkjunni Ffladelfíu. Ester K. Jacobsen og Vörður L. Traustason forstöðuhjön. Elsku amma í Lukku eins og við alltaf kölluðum þig þótt þú hefðir flutt úr Lukku 1973 þegar gaus í Eyjum. Síðan þá hefur þú alltaf búið í Reykjavík. Þar sem ég er elst af okkur systkinunum er ég kannski sú sem man mest eftir þér en samt er það svo lítið því að ég var ekki nema sex ára þegar þú fluttir úr Eyjum en GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON + Guðmundur ís- ar Ágústsson fæddist í San Francisco í Kali- forníu hinn 16. október 1985. Hann lést af slysförum á Snæfellsnesi 27. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 4. janúar. Það var í kringum 1980 að farið var að flytja gömul hús hingað í Bráðræðisholtið. Fyrir stóðu fáein timburhús írá aldamótunum og var mitt hús eitt af þeim. Hafði nýtt skipulag borgarinnar samþykkt að veita þetta leyfí, hefur sjálfsagt þótt fara vel á að þessi hús sem farin voru að vera fyrir stærri byggingarfram- kvæmdum í miðbænum fengju að hlúa að sínum íbúum á nýjum stað og prýða með því vesturbæinn. Eitt af þessum húsum var Jörfí. Ég man ennþá kvöldið sem gamli póstmaðurinn sem bjó þá hinumegin við götuna hringdi til mín og sagði: „Guðrún mín, hefurðu séð hvað er á leiðinni gegnum garðinn hjá þér? Ég get ekki betur séð en að þar fari heilt hús.“ Og það var rétt hjá Skúla pósti, í gegnum eldhúsgluggann minn máttisjá Jörfa sigla tignarlega fram- hjá. Ég vissi ekki þá að þetta gamia þreytta hús sem kom alla leið frá Akranesi átti eftir að hýsa einhvern minn kærasta vin og nágranna, hann Gúnda, eftir að búið var að endur- nýjq húsið. Ég vissi fyrst að von væri á honum í þennan heim sumarið 1985. Þá sá ég út um norðurgluggann á eldhús- inu mínu undurfallega unga konu með óvenju stóran maga hreiðra um sig í sólbaði upp við húsvegginn í Jörfa. Svo fóru þau yfir í aðra heimsálfu og þar fæddist hann Gúndi og enn var ekki komið að þeim dýrðartíma að við fengjum að kynnast. Hann var orðinn átta ára gamall þegar vin- átta okkar hófst. Hann heimsótti mig stundum að tilefnislausu, kom bara til að rabba við mig. Og ég svo yfír mig hrifin yfir þeim heiðri að fá slíka heimsókn hitaði alltaf handa hon- um kókó og bar fyrir hann það besta sem ég átti. Ég er ekkert viss um að honum Gúnda hafí þótt þessi gamaldags drykkur neitt sérlega góður, en aldrei var hann með neinar yfirlýsingar í þá átt, ég er viss um að hann hefði drukkið hvað sem var einungis til að gleðja mig. Stundum hafði hann gleymt lykli og bað um að fá að bíða hjá mér þangað tfl mamma kæmi heim og var ég að vonum mjög fegin því minnisleysi vinar míns, því þá fékk ég að hafa hann hjá mér. Það var svo gott að hafa þennan dreng ná- lægt sér, einhver hreinleiki og ljúf- mennska fylgdi honum. Hvort sem lykill hafði gleymst eða heimsóknin var aðeins til að við gætum rabbað saman þá sat hann alltaf í sama sæt- inu við eldhúsborðið mitt meðan hann drakk kakóið. Frá þeim stað gat hann séð hvað var að gerast heima í Jörfa. Hann varð alltaf að fylgjast með því hvað mamma var að gera þar inni í húsinu. Var mikill kærleikur með þeim mæðginum. Hann átti það sameiginlegt með móður sinni að vilja afltaf vera að gefa manni litlar gjafir. I fyrstu voru það smásteinar eða fallegai’ fugls- fjaðrir sem hann hafði fundið. Seinna varð svo mikið veldið á Gúnda mínum að ég bjó við það um samt man ég að þú varst alltaf svo blíð og góð og ég man líka að þú passaðir mig í Lukku þegar ég var lítil og ég man t.d. þegar þú ætlaðir einu sinni að leggja þig þá sagði ég: „Það er allt í lagi þótt þú leggir þig, amma mín, en þú verður bara að sjá mig.“ Þú minntist líka oft á þetta við mig og okkur fannst þetta mjög snið- ugt. Eg vona að þú sjáir mig líka núna enda þótt ég sjái þig ekki og vakir yfir okkur öllum eins og þú varst vön að gera. Þó svo að þú hefðir flutt til Reykjavíkur heimsóttum við ykkur afa alltaf þegar við vorum í bænum og svo töluðum við oft saman í sím- ann og þó sérstaklega eftir að ég var farinn að búa og búinn að eiga mitt fyrsta barn. Þá var oft svo gott að hringja í þig því að þú varst svo góður hlustandi og skildir mann oft svo vel. Þú baðst líka oft fyrir okkur og þegar manni fannst ekki allt ganga sem best þá sagðirðu oft: „Ég skal biðja guð að blessa og varðveita ykkur.“ Það var mikill styrkur í því. Þú sagðir mér einu sinni að það væri svo skrýtið að þú fyndir það núna eftir að þú varðst eldri hvað þig vantaði dóttur því það væri nú einu sinni þannig að það væri öðruvísi að tala um suma hluti við dætur heldur en syni og ég vona að ég hafi komið að einhverju leyti í staðinn. Elsku amma, þín verður sárt saknað en við vonum að þér líði vel í þinni hinstu hvflu. Þessi sálmur minnir okkur systkinin mikið á þig: Drottinn er minn hirðir, migmunekkertbresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar mun ég næðist pjóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. (23. Davíðssálmur.) Kær kveðja frá okkur öllum. Börn Esra og fjölskyldur. tíma að fá alltaf Dagblaðið ókeypis inn um bréfalúguna hjá mér. Hann var farinn að bera út það ágæta blað og lét hana vinkonu sína í Stóra- Skipholti alltaf fá aukablað. Það var bjart brosið hans þegar við hittumst á Grandaveginum og ég fór að þakka honum fyrir blaðið. „Iss það er ekki neitt,“ sagði Gúndi, „ég þarf ekkert að borga fyrir það.“ Eg get ekkert lýst því í einni minningargrein hvað það litaði tilveru mína miklum ljóma að geta alltaf átt von á að hitta þenn- an yndislega dreng hér úti í hverf- inu. Ég minnist hlátursins sem hljómaði nú síðustu árin þegar ég hafði ætlað að ganga framhjá honum með sljóan hversdagssvip, því hann stækkaði allt í einu svo ört, var orð- inn unglingur. Hvernig átti ég að vita svona í einni sviphendingu að þetta væri Gúndi minn. En hann sá alltaf um að góðir vinir misstu ekki sjónar hver á öðnim og stoppaði brunið á þeirri gömlu og spurði: „Hvað, þekkir þú mig ekki?“ Við átt- um okkur trúnað og leyndarmál sem enginn gat frá okkur tekið. Einhverra hluta vegna hljómai' í huga mínum frásögnin í Lúkasar- guðspjalli um Jesú þegar hann var 12 ára. Hann fór að venju upp til Jerúsalem með foreldrum sínum til að taka þátt í Laufskálahátíðinni. Og sem þau bjuggust til heimferðar fundu þau ekki drenginn. Þau leit- uðu örvæntingarfull um allt, en fundu hann svo að lokum inni í musterinu að hlýða á guðsorð. „Hv- ar varstu drengur, við höfum leitað þín um allt?“ spurðu þau. Hann horfði á þau og spurði á móti: „Hví leitið þið að mér? Vitið þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“ Þar ertu nú elsku vinur minn. Og þegar við hittumst aftur í húsi fóður okkar, og þú stoppar mig af, því ég mun áreiðanlega ætla að ana fram- hjá þér eins og fyrri daginn. Og þeg- ar við erum búin að hlæja svolitla stund saman þá ætla ég að spyrja þig: „Þótti þér nokkuð gott kókóið mitt? Drakkstu það ekki bara til að gleðja mig?“ þín vinkona, Guðrún Ásmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.