Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 1
12. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR16. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gengi gjaldmiðils Brasilíu leyft að fljóta Afram spáð ólgutíð á mörkuðum Sao Paulo, New York, Frankfurt. Reuters. Reuters Beðið fyrir afnámi viðskiptabanns GENGI hlutabréfa tók kipp á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum í gær eftir að seðlabankinn í Brasilíu gaf upp á bátinn tilraunir sínar til að verja brasilíska gjaldmiðilinn, realinn, og lét gengið fljóta. Sagði Fernando Henrique Cardoso, for- seti Brasilíu, að fjármálamarkaðir hefðu endurheimt tiltrú á efnahag lands síns eftir ákvörðun seðlabank- ans en hann hét þvi jafnframt að reyna áfram að halda uppi vörnum fyrir realinn. Dow Jones-vísitalan bandaríska hækkaði um 2,41%, breska FTSE- vísitalan hækkaði um 1,9% og DAX- vísitalan þýska styrktist einnig um 1,4%. Loks hækkaði gengi hluta- bréfa á mörkuðum í Sao Paulo um 33,4%, sem er næstmesta hækkun í sögunni, eftir að hafa hríðfallið síð- ustu daga. Skýrist það m.a. af geng- ishruni realsins í gær, en gengi hans féll um sjö prósent í gær og er nú fimmtán prósentum lægra en það var síðastliðinn þriðjudag, sem gerði brasilísk hlutabréf að afar vænlegum kosti fyrir erlenda fjár- festa. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- Of fáir karlar í heiminum Jóhannesarborg. Reuters. KVENKYNS guðfræðiprófessor í Suður-Afríku hefur lagt til að fjölkvæni verði lögleitt meðal hvítra manna í landinu sökum mikils fjölda hjónaskilnaða í S- Afríku. Christina Landman, sem er Búi, hefur skýr skilaboð til kyn- systra sinna og segir þær verða að sætta sig við að deila hveijum karli með öðrum konum í fram- tíðinni. „Og það á sama tíma og vísindin hafa sent. körlum Vi- agra,“ sagði Landman, sem gegnir prófessorsstöðu við há- skólann í Pretoríu. Er Landman ekki aðeins guðfræðiprófessor heldur einnig meðfimur hinnar íhaldssömu hoflensku umbóta- kirkju. Tvö af hveijum þremur hjóna- böndum í S-Afríku enda með skilnaði og heldur Landman því fram að fjölkvæni myndi gefa eiginmönnum tækifæri til að taka sér hjákonur án þess að eig- inkonum þeirra fyndist þær hafa verið sviknar og eiga þann kost einan að sækja um skilnað. „Það eru einfaldlega of fáir karlmenn til í heiminum," segir Landman. „Þeir hafa gert út af við hver annan í styijöldum. Nú er sá tími runninn upp að við þurfum að velja okkur álitlegan giftan karl og semja síðan um það við eiginkonu hans að fá að verða hluti af fjölskyldunni." ins (IMF) voru meðal þeirra sem fögnuðu ákvörðun brasilíska seðla- bankans í gær enda var talin hætta á að Brasilíumenn yrðu að fórna öll- um gjaldeyrisforða sínum ætluðu þeir að verja realinn. Er vonast til að ákvörðunin geti orðið til að bjarga hagkerfi Brasilíu, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, frá hruni sem óttast var að myndi hafa áhrif á efnahag annarra S-Ameríku- ríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Efasemdaraddir heyrðust hins veg- ar einnig og er áfram spáð ólgutíð á fjármálamörkuðum. Ottast menn að hrindi Brasilía ekki efnahagsumbót- um í framkvæmd gæti al- heimskreppa fylgt í kjölfarið. Reyna að afla sér stuðniugs erlendra lánardrottna Pedro Malan, fjármálaráðherra Brasilíu, og Franciseo Lopes, for- stjóri seðlabankans, voru í gær sagðir á leið til Washington til að reyna að afla sér stuðnings hjá bandarískum stjórnvöldum og for- svarsmönnum IMF. Sögðu talsmenn Alþjóðabankans í gær að til greina kæmi að flýta lán- veitingum til Brasilíumanna til að aðstoða þá við að standa af sér þennan storm. Lýsti bankinn því jafnframt yfir að hann hefði fulla trú á að Femando Henrique Car- doso, forseti Brasilíu, myndi halda áfram nauðsynlegum efnahagsum- bótum í landinu. AÐ MINNSTA kosti fimmtán liðs- menn Frelsishers Kosovo (KLA) féllu í gær í átökum við hersveitir Júgóslavíu í suðurhluta Kosovo að sögn fréttastofu sem Serbar reka í Pristina, höfuðborg Kosovo. Jafn- framt urðu tveir eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fyrir byssuskotum nærri Decani, um hundrað kíló- metra vestur af Pristina. Voru þeir fluttir á sjúkrahús í Pristina en eru ekki í lífshættu. Mun annar eftirlits- mannanna breskur en hinn heima- maður, að sögn talsmanns ÖSE, en þetta er í fyrsta skipti sem eftirlits- menn ÖSE í Kosovo særast í átök- um. Sagði talsmaðurinn að svo virt- ist sem eftirlitsmennimir hefðu vís- vitandi verið gerðir að skotmörkum. Erlendir fréttamenn, sem urðu RAMADAN, heilagur mánuður múhameðstrúarmanna, rennur sitt skeið á enda um helgina en meðan á honum stendur neita múslimar, sem iðka trú sína, sér m.a. um allan mat og drykk frá sólarupprás til sólarlags. vitni að atburðunum við Stimlje í gær, sögðu hersveitir Júgóslavíu einnig hafa tekist á við liðsmenn KLA í nágrannaþorpum Stimlje, Racak og Petrovo. Er hér um að ræða ein mannskæðustu átök í Kosovo síðan vopnahlé var undirrit- að í október og draga átökin mjög úr þeim vonum sem vöknuðu á mið- vikudag, þegár KLA sleppti átta júgóslavneskum hermönnum úr gíslingu, um að vopnahléið muni halda. Varaði Wesley Clark, yflrmaður hersveita NATO, í gær við því að með vorinu væri hætta á auknum átökum fyndist engin pólitísk lausn á deilu Serba og Kosovo-Albana um framtíðarskipan mála í héraðinu. „Báðir málsaðilar búa sig nú af kappi undir átök skyldu samninga- Bænagjörðir eru einnig mikil- vægur hluti ramadans og fóru þessir frakar, sem í gær báðust fyrir í mosku í Bagdad, m.a. fram á það í bænum sínum að viðskiptabanni gegn írak yrði aflétt. viðræður fara út um þúfur,“ sagði Clai'k. Lýsti Pandeli Majko, forsætisráð- herra Albaníu, einnig áhyggjum sín- um í gær er hann sagðist óttast að átök í Kosovo gætu breiðst út um all- an Balkanskaga, í það minnsta til Al- baníu, Svartfjallalands og Makedón- íu. Hvatti Majko til þess að NATO beitti herliði sínu til að koma í veg fyrir að „blóðugt stríð“ skylli á í vor. Voru stjórnvöld í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjalla- lands, hins vegar afar harðorð í garð albanskra stjórnvalda og sök- uðu þau um að ýta undir „hryðju- verkastarfsemi" í Kosovo. Sögðu þau jafnframt að staðhæfíngar alb- anskra dagblaða í gær, þess efnis að Serbar hefðu hótað árásum á Alb- aníu, væru alrangar. Clinton komi fyrir þingið Washington. Reuters. REPÚBLIKANAR úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem sækja málið gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta í öldungadeild þingsins, lögðu á öðr- um degi réttarhalda í gær áherslu á þá ósk sína að vitni yrðu kölluð fyrir þingið, m.a. forsetinn sjálfur. Reyndu fulltrúadeildarþingmenn- irnir þrettán að færa rök fyrir þeim fullyrðingum sínum að sönnunar- gögn í málinu sýndu, svo ekki verð- ur um villst, að Clinton hefði gerst sekur um meinsæri og að hann hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar í viðleitni til að halda sambandi sínu við Monicu Lewin- sky leyndu. Héldu þeir uppi þrýstingi á þing- menn kalla fyrir helstu vitni í mál- inu. „Hlustum á vitnisburð Monicu Lewinsky, Vemons Jordans, Betty Currie og annarra lykilvitna," sagði Bill McCollum, en hann flutti sam- antekt á rökum þrettán saksóknara úr fulltrúadeildinni í gær. „Bjóðum forsetanum að koma og segja sína hlið, síðan getið þið sjálfir lagt mat á trúverðugleika vitnanna.“ Mótmælti demókratinn Tom Harkin því að repúblikanar úr full- trúadeildinni ræddu um öldunga- deildarþingmenn sem kviðdómendur í máli Clintons því þeir væru annað og meira; réttur í þessu máli. Sam- þykkti William Rehnquist, sem situr í forsæti í Clinton-málinu, þessar mótbárur Harkins. ■ Bandaríkjaforseti sakaður/26 Fimmtán skæruliðar KLA falla í átökum í Kosovo Deiluaðilar sagðir vígbúast af kappi Pristina, Tírana, Belgrad. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.