Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Baldurs-
brá viðruð
á Jökuldal
Náttúruvernd ríkisins leggst gegn stækkun námasvæðis í Mývatni
Ný vinnslutækni má ekki
raska lífríki Mývatns
SLÆMT veður var víða um
land í gær og nótt og spáð er
vonskuveðri áfram í dag. Á
Klausturseli á Jökuldal var
hávaðarok og skafrenningur.
Þar eru íjögur hreindýr í
girðingu, Grímur, Kólga, Bald-
ursbrá og Sóley.
Á veturna ganga hreindýrin
að mestu úti. Ef illa viðrar eru
þau sett inn í hús og þá þarf að
viðra þau daglega. Sigmar á
Klausturseli fór með Baldurs-
brá út í vetrarveðrið í gær og
naut við það aðstoðar hundanna
á bænum.
- Að sögn Olafíú Sigmarsdótt-
ur á Klausturseli fer tarfurinn
Grímur að fella hornin fljót-
lega, en fengitímanum er nú
lokið. Kýrnar fella hins vegar
ekki horn fyrr en á vorin um
svipað leyti og þær bera.
Á sumrin er talsvert um að
ferðamenn heimsæki Kalustur-
sel til að skoða dýrin.
NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur
sent Hönnun hf., sem vinnur að
gerð umhverfismats vegna stækk-
unar námasvæðis í Mývatni, bréf
þar sem lagst er eindregið gegn
stækkun námasvæðisins. Að mati
Náttúruvemdar ríkisins er ekki
hægt að samþykkja nýja vinnsluað-
ferð við töku kísilgúrs nema að
sannað sé ótvírætt með rannsókn-
um að aðferðin raski ekki undir-
stöðu lífríkis Mývatns.
Stjórn Kísiliðjunnar við Mývatn
fól Hönnun hf. að vinna mat á um-
hverfisáhrifum fyrirhugaðrar kísil-
gúrtöku úr Mývatni. Um er að ræða
stækkun á vinnslusvæðinu í Ytriflóa
og ný vinnslusvæði í Syðriflóa.
I bréfi Náttúraverndar til Hönn-
unar er minnt á ákvæði laga um
verndun Laxár og Mývatns, en þar
segir: „A landsvæði því, er um getur
í 2. gr., er hvers konar mannvirkja-
gerð og jarðrask óheimilt, nema
leyfi Náttúruverndar ríkisins komi
til.“ Ennfremur er minnt á fréttatil-
kynningu iðnaðaraáðuneytisins frá
árinu 1993 þar sem fram kemur það
mat ráðuneytisins að námavinnsla í
Syðriflóa jafngildi ákvörðun um að
hefja námavinnslu í nýju stöðuvatni.
Sanna þarf ágæti
nýrrar tækni
Undanfarið hefur Kísiliðjan gert
tilraunir með nýja tækni við töku
kísilgúrs úr botni vatnsins. Hún
byggist á því að dæla kísilgúrnum
úr námum á botni vatnsins án þess
að raska sjálfu botnlaginu. Tilraun-
um með þessa aðferð er ekki lokið
og því er ekki fullljóst hvort hún
skilar þeim árangri sem að er
stefnt.
„Mývatn er líklega það vatn á
landinu sem hefur verið rannsakað
m.t.t. lífríkis meira en nokkurt
annað vatn hér á landi. Þær
rannsóknarniðurstöður sem liggja
fyrir um hvers vegna Mývatn er svo
lífauðugt, sem raun ber vitni, benda
eindregið til þess að það byggist á
hárfínu jafnvægi milli dýptar vatns-
ins, efnainnihalds þess og annaraa
eðlisrænna þátta svo sem hitastigs.
Náttúruvernd ríkisins telur allt
benda til þess að sú áhætta sem
tekin væri með þeirri nýju tækni
sem þefur verið kynnt stjórn
RAMÝ [Rannsóknarstöðinni við
Mývatn] sé ekki ásættanleg þar
sem stórai’ líkur séu á að lífríki
vatnsins raskist verulega," segir í
bréfi Náttúruverndar til Hönnunar
hf.
„Náttúruvernd mun ekki sam-
þykkja nýja vinnslutækni nema að
fyrir liggi rannsóknir sem sanni
ótvírætt að annaðhvort framan-
gi’eind aðferð (undanskurður) eða
einhver ný vinnslutækni við vinnslu
kísilgúrs hafi ekki í för með sér
hættu á röskun á undirstöðum
lífríkis Mývatns," segir í bréfinu.
Náttúruvernd hafnar því jafnframt
að náttúrulegar sveiflur í lífríki
vatnsins geti verið afsökun af neinu
tagi til að taka áhættu á vinnslu
kísilgúrs í Syðriflóa.
Eyjólfur Rafnsson, verkfræðing-
ur hjá Hönnun, sagði að Kísiliðjan
hefði tekið ákvörðun um að láta
gera umhverfismat vegna hugsan-
legi-ar stækkunar námasvæðisins
og ekkert benti til annars en að sú
ákvörðun stæði og látið yrði reyna á
matið. Bréf Náttúruverndar ríkisins
breytti engu þar um.
Morgunblaðið/RAX
Dæmt í máli tengdu kókaínsmygli íslenskrar stúlku
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Slasaðist illa er
bfll fór útaf
MAÐUR slasaðist illa er bfll
fór útaf hringveginum í
Langadal,. skammt frá
Húnaveri, um klukkan 21 í
gærkvöld. Tveir aðrir sem í
bflnum voru slösuðust minna.
Blindhríð var og slæmt
skyggni er slysið varð.
Sjúkrabílar fluttu fólkið á
Sjúkrahúsið á Blönduósi og var
ekki búið að kanna meiðsli þess
til hlítar í gærkvöld.
NIGERÍUMAÐURINN Chike
Charles Ibeneme var í gær dæmdur
í níu ára fangelsi við Eystri Lands-
rétt í Kaupmannahöfn íyrir að hafa
sent Valdísi Ósk Hauksdóttur
tvisvar sinnum til Suður-Ameríku
snemma árs 1996 að sækja kókaín,
samtals 4 kfló. Valdís Ósk var í fyraa
dæmd í átta ára fangelsi fyrir smygl,
auk þess að hafa átt þátt í að vinkona
hennar fór til Suður-Ameríku í
smyglferð. Vinkonunni snerist þó
hugur og kom hún heim tómhent.
Hvatamað-
urinn fékk
níu ára dóm
Thomas Rordam, verjandi
Ibeneme, benti á mál um jafnmikið
af fíkniefnum, þar sem hinir seku
hefðu hlotið sjö ára fangelsi. Poul
Gadegárd saksóknari benti á að
refsing gæti numið átta árum eða
meiru, þar sem Ibeneme væri
hvatamaður að því að Valdís Ósk
hefði farið sínar ferðir. Þær aðstæð-
ur að Ibeneme hefði á kaldrifjaðan
hátt sent unga stúlku í svona ferð
og unnið að smyglinu á faglegan
hátt áttu þátt í að hann hlaut níu
ára fangelsi.
í samtali við Morgunblaðið
sagðist Gadegárd vera ánægður
með niðurstöðuna. Valdís Ósk, sem
afplánar dóm sinn á íslandi kom til
Danmerkur í vikunni til að bera
vitni í máli Ibeneme.
Brotnaði á
báðum fótum
MAÐUR brotnaði á báðum fótum
þegar hann varð á milli tveggja
bfla á fimmta tímanum í gærdag.
Slysið varð á Vesturlandsvegi
skammt frá Blikastöðum. Þurfti að
loka Vesturlandsvegi um tíma
vegna slyssins.
Slysið varð með þeim hætti að
maður var að selflytja vörur úr
kyrrstæðum bíl sínum úti við veg-
arkantinn yfir í annan bfl sem hafði
verið stöðvaður þar fyrir aftan. Bar
þá að þriðja bílinn sem hafnaði á
bílnum sem verið var að ferma sem
aftur kastaðist á fremsta bílinn þar
sem maðurinn stóð.
Kafaldsbylur var þegar slysið
varð. Maðurinn varð á milli bílanna
með fyrrgreindum afleiðingum.
-------------------
Happdrætti HÍ
Sex fengu millj-
ónavinninga
SEX miðaeigendur í Happdrætti
Háskólans fengu eina milljón eða
meira í vinning í fyrsta útdrætti
ársins hjá HHI í gærkvöldi. Hæsti
vinningurinn, tvær milljónir króna,
féll á miða nr. 43034. Seldir höfðu
verið fjórir einfaldir miðar með
þessu númeri og koma því tvær
milljónir króna í hlut hvers vinn-
ingshafa.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust á skrifstofu HHI fara vinn-
ingamir á Blönduós, í Hveragerði
og tveir til Selfoss, en þar féll
tveggja milljóna króna vinningur í
hlut nýbakaðra tvíburaforeldra. í
útdrættinum í gær komu einnig
tveir einnar milljónar króna vinn-
ingar á tvö númer sem seld voru í
Reykjavík.
Brynjar æfir með enska
liðinu Southampton / B1
Damon Johnson skoraði
61 stig fyrir Keflavík/B4
ÁLAUGARDÖGUM
m sfemn
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is