Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 6
6 L AU GARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hægt að skila skatt- framtali á Netinu í ár EINSTAKLINGUM verður gert kleift að skila skattframtali sínu í ár með rafrænum hætti um Netið. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri seg- ir að þessu fylgi umtalsverður spamaður fyi-ir skattyfu-völd og einnig dragi úr líkum á að villur verði gerðar við framtalið. Hann segir að þetta skref sé aðeins fyrsta skref sem skattyfirvöld fyrirhugi að stíga varðandi rafræn skattframtöl. Fyrir ári buðu skattyfirvöld lögaðiium að skila skattframtali á rafrænu formi og nýttu um 70% lögaðila þennan kost. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem lögaðilum var gert að skila skatt- skýrslu á stöðluðu formi. í ár verður öllum aðil- um gert að skila framtali á þessu staðlaða formi og það hefur jafnframt verið þróað áfram í ljósi reynslunnar. Veflykill fylgir skattframtalinu Á næstu dögum fer hið hefðbundna skattfram- talseyðublað í póst til allra einstaklinga sem þurfa að telja fram. Á blaðinu verður að þessu sinni að finna sérstakan veflykil. Þeir sem kjósa að skiia framtalinu á Netinu geta kallað upp framtalseyðublað sitt með því að slá inn þennan veflykil á heimasíðu í-íkisskattstjóra. Einstak- lingar geta síðan fylgt út blaðið og skilað því með því að slá aftur inn veflykilinn sem sendir fram- talið þar með til skattstofanna. Eftir að það hefur verið gert getur framteljandinn ekki kallað fram- talið upp að nýju. Á heimasíðunni er einnig að finna margvísleg- ar upplýsingar, eins og skattalög, reglugerðir, reglur um barnabætur, vaxtabætur og fleira. Einnig getur fólk prentað út eyðublöð fyrir öll fylgiskjöl með skattframtali. Fólk þarf því ekki að leggja leið sína niður á skattstofu til að nálgast þessi eyðublöð. Sparnaður og minna um villur Indriði sagði að þarna væri verið að stíga merkilegt skref, sem væri aðeins það fyrsta af nokkrum í að færa skattframtal einstaklinga yfir á rafrænt form. Hann sagði að þetta kæmi til með að létta mikið vinnu á skattstofunum. Fram að þessu hefði starfsfólk skattstofanna þurft að Morgunblaðið/Kristinn INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattsljóri kynnti rafræna skattframtalið í gær ásamt samstarfsmönnum sínum, Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur aðstoðarríkisskattsljóra og Ragnari M. Gunnarssyni, forstöðumanni eft- irlitssviðs RSK. slá inn í tölvur allar upplýsingar sem fram koma á skattframtalinu. Skattframtöl þeirra sem skiluðu á Netinu yrðu yfirfarin á skattstofunum og ef engar athugasemdir yrðu gerðar færu þau beint í álagningu án þess að nokkur stafur hefði verið skrifaður á blað. Indriði sagðist gera sér vonir um að minna yrði um villur í rafræna framtalinu. Forritið legði sjálft saman þannig að lítil hætta væri á villum í samlagningu. Villuhætta minnkaði einnig vegna þess að framtalið væri einungis skrifað einu sinni, en ekki tvisvar eins og nú er, þ.e. af fram- teljanda og skattstofunni. Ekki geta allir einstaklingar skilað skattfram- tali á rafrænu formi. Um 200 þúsund framtelj- endur fá framtöl, en þar af fá um 150 þúsund veflykil. Fólk sem fékk launatekjur frá útlöndum á síðasta ári, þeir sem höfðu rekstrartekur á ár- inu og þeir sem breyttu hjúskaparstöðu sinni á árinu geta ekki skilað skattframtalinu á Netinu. Indriði sagði að unnið væri að þessu í nokkurri tímaþröng og því hefði ekki tekist að búa svo um hnútana að þessir hópar gætu verið með. Kerfið yrði hins vegar þróað frekar á árinu þannig að fleiri gætu nýtt sér þennan kost á næsta ári. Hugsanlega lengri skilafrestur Indriði sagði að skattyfirvöld hefðu áhuga á að nýta sér miðlæga gagnagrunna og setja inn á skattframtal einstaklinga upplýsingar frá Fast- eignamati, úr bifreiðaskrá og upplýsingar úr launaseðlum. Framteljandi þyrfti þá aðeins að skoða framtalið og fullvissa sig um að upplýsing- arnar væru réttar. Þess væri hins vegar ekki að vænta að upplýsingar úr bankakerfinu færu beint inn á framtalseyðublaðið vegna þess að skattstofurnar hefðu ekki heimild til að fá upp- lýsingar frá bönkunum um fjármál einstaklinga. Indriði sagðist hins vegar ekki geta svarað því hvenær þessi skref yrðu stigin. Framteljendur geta ekki hafist handa við að telja fram á Netinu um leið og þeir fá veflykillinn í hendur því að ekki er búið að ljúka allri tækni- vinnu hjá ríkisskattstjóra. Vonast er eftir að henni verði lokið um mánaðamótin. Indriði sagði að til skoðunar væri að gefa þeim sem vildu skila skattframtali á Netinu lengri skilafrest, en venj- an er að skila framtalinu í síðasta lagi 10. febrú- ar. Þeir sem vilja sækja um lengri frest til að skila skriflegu framtali geta gert það á Netinu á heimasíður ríkisskattstjóra. Slóðin er www.rsk.is. Rætt um aga á fundi skólastjóra FJALLAÐ var um atburðina sem upp komu í Hagaskóla á aukafundi fræðslustjórans í Reykjavík í fyrradag með skólastjórum gi-unnskóla borg- arinnar. Voru þeir upplýstir um þá atburði sem urðu í skólanum fyrstu kennsludaga ársins og settar voru fram fyrstu hug- myndir um verklagsreglur um það hvernig bregðast megi við slíkum uppákomum. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri tjáði Morgun- blaðinu að á fundinum hefðu skólastjórar fengið frá fyrstu hendi upplýsingar um þessa at- burði. Einar Magnússon, skóla- stjóri Hagaskóla, reifaði þá, Arthúr Morthens, starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur, skýrði frá því hvað Fræðslu- miðstöin hefði gert í málinu og Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður fjallaði um lagalegar hliðar. Á fundinum voru jafnframt kynntar í tveimur vinnuplögg- um fyrstu hugmyndir um það hvernig bregðast skuli við hætt- uástandi af völdum nemenda í skólum og hvemig farið skuli með viðurlög við alvarlegum brotum, til dæmis brottrekstur. Var drögum að þessum fer- ilslýsingum vísað til meðferðar nefndar um samræmdar skóla- reglur. Gerður sagði tilgang fundar- ins hafa verið að fjalla vítt og breitt um þessa atburði og reyna að draga lærdóm af þeim. Hún sagði Fræðslu- miðstöðina hafa gefið út nokkr- ar ferilslýsingar um hin ýmsu mál skólastarfsins og væru þær eins konar gátlisti um viðbrögð og vinnubrögð í ýmsum málum sem snerta daglegt skólastarf. Samstarf Landssímans og Canal Digital AS Stafrænar sjónvarps- útsendingar í augsýn Stafrænar sjónvarpsútsendingar frá Canal -------------------------y.. .... .. Digital AS munu standa Islendingum til boða innan nokkurra missera. Skapti Hall- grímsson kynnti sér samstarf Lands- símans og norsk/franska fyrirtækisins, sem þegar býður upp á stafrænt sjónvarp á hinum Norðurlöndunum. Morgunblaðið/Árni Sœberg GUÐMUNDUR Björnsson, forsljdri Landssímans (t.v.), og Per Teng- blad, forstjóri Canal Digital, handsala samninginn í gær. Til hægri er Friðrik Friðriksson, forstöðumaður Breiðvarpsdeildar Landssímans. FORSTJÓRI Landssímans, Guð- mundur Björnsson, og Per Teng- blad, starfsbróðir hans hjá Canal Digital AS, sem nýlega hóf stafræn- ar sjónvarpsútsendiagar á hinum Noi-ðurlöndunum, undirrituðu í gær samkomulag uni samstarf sem felst í því að þróa útsendingu stafræns sjónvai’ps til íslenskra notenda. Ekki er endanlega Ijóst hvenær útsend- ingar geta hafist, en stefnt er að því að ljúka lokaundirbúningi málsins á næstu þremur mánuðum og ganga frá endanlegum samningi um sam- starfið að þeim tíma loknum. Teng- blad vonaðist, í samtali við Morgun- blaðið, að Islendingar gætu náð út- sendingum fyrii-tækisins fyrir jól. Canal Digital hóf stafrænar út- sendingar í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi í október síðastliðnum. Fyrirtækið er að hálfu í eigu norska Landssímans, Telenor, og Canal Plus í Frakklandi á hinn helminginn en franska íyrirtækið hefur verið í forystu varðandi stafrænt sjónvarp í Evrópu. Margt í dagskrá Canal Digital er hið sama og þegar er fýrir hendi á Breiðvarpi Landssímans, fréttir, fræðsla og afþreying af ýmsu tagi: Sky News, CNN, BBC Prime, MTV, Discovery og Eurosport svo eitt- hvað sé nefnt. Þá verður boðið upp á ríkisstöðvar hinna Norðurlandanna en helsta nýjungin er hið svokallaða pay per view, þáttasala - en með þeim hætti verður boðið upp á ýmsa viðburði, svo sem íþróttir. Breiðband og gervihnattadiskur „Við hyggjumst tryggja íslend- ingum sama efni í stafrænu sjón- varpi og öðrum Norðurlandabúum stendur nú þegar til boða, á ódýran hátt,“ segir Friðrik Friðriksson, for- stöðumaður Breiðvarpsdeildar Landssímans. Bæði verður hægt að ná útsendingunum gegnum Breið- bandið og þar sem móttökudiskur fyrir gervihnattasendingar er fyrir hendi. Þar af leiðandi verður hægt að sjá umræddar útsendingar um allt land. „Við munum leggja mikla áherslu á þáttasöluna," segir Friðrik og nefnir Formúlu 1 kappaksturinn sem dæmi. Ytra hafi fólki staðið til boða að kaupa aðgang að hverri keppni frá fóstudegi til sunnudags; sem sagt öllum æfingum, tímatökum og keppninni sjálfri, fyrir innan við þúsund krónur og þar hafi verið hægt að stjórna því frá hvaða sjón- arhorni horft var hverju sinni. Tæknilegar lausnir vegna stafræna sjónvarpsins eru þegai’ fyrir hendi og myndlyklar og annar búnaður er að komast á viðráðanlegt verð, að sögn Friðriks. „Landssím- anum bauðst að slást í hópinn með leiðandi fyrirtækjum á Norðurlönd- unum og taka forystu á þessu sviði á íslandi og það er mjög spennandi." Efnisframboðið verður hið sama eða svipað og á hinum Norðurlöndunum, eftir því sem réttindamálum vindur fram. Tæknilega lausnin er sú sama hér og annars staðar, alla leið frá gei-vihnetti og í myndlykilinn, sem gerii’ það að verkum að fjáifesting og þróunarkostnaður Landssímans verður minni en ella og myndlykl- arnir verða þeir sömu fyrir öll Norð- urlöndin; íslenska og hin tungumálin verða innbyggð í alla lyklana. Franski sjónvai’psrisinn Canal Plus leggur til hugbúnað fyrir myndlyklana, kaupir réttinn á þvf efni sem selt verður í þáttasölu svo og kvikmyndir en Telenor er tækni- legur bakhjarl og rekur gervihnett- ina sem notaðir verða í verkefnið, Thor I og II og Intelsat 707. Telenor á auk þess aðgangsstýrikerfið fyrir myndlyklana. Canal Digital rekur fyrirtæki á öllum hinum Norðurlöndunum en að sögn Per Tengblad verður Lands- síminn umboðsaðili fyrirtækisins hérlendis. Landssfminn sýndi áhuga „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við komum til íslands. Ein er SÚ að Landssíminn sýndi því áhuga að taka þátt í verkef'ninu. Við send- um þegar út í öllum löndunum fjór- um f Skandinavíu og ég vil gjarnan nefna að þegar norrænu löndin ber á góma finnst okkur að sjálfsögðu eðlilegt að ísland sé þar á meðal - þess vegna fínnst okkur rétt að bjóða upp á útsendingarnar hér- lendis líka og vel þess virði að taka þátt í því að koma stafrænum út- sendingum á fót á íslandi." Tengblad leggur áherslu á að stafræna merkið sé þegar „í loftinu" þannig að einungis þurfi að bíða eft- ir því að ljúka tæknilegum undir- búningi. „Þetta ár verður notað til þess og markmiðið er að allt verði tilbúið á síðasta fjórðungi þessa árs þannig að íslendingar geti náð út- sendingunum fyrir jól.“ Hann segir stafrænu myndlyklana einungis hafa verið nokki’a daga á leigumarkaði ytra þannig að ekki sé hægt að segja til um viðbrögðin strax. Þeir hafi hins vegar verið seld- ir í byrjun, og áskrifendur séu þegar orðnir 20 þúsund. Það telji forráða- menn fyi’irtækisins _ mjög gott á þremur mánuðum. Áskrifendur að hefðbundnum útsendingum fyrir- tækisins á Norðurlöndunum - hliðrænum útsendingum, svokölluð- um - séu hins vegar 850 þúsund. Landssíminn verður umboðsaðili Canal Digital hérlendis og sér uro áskriftarþjónustu og öll samskipti við viðskiptavini; útvegar mynd- lykla, gervihnattadiska og sér um uppsetningu þeirra. „Nauðsynleg fjárfesting í móðurstöð Lands- símans í Reykjavík, til þess að fara út í stafrænar sendingar, er óveru- leg. Þáð er gífurlega dýrt að byrja frá grunni, en þar sem tæknilausn- irnar liggja þegar fyrir er ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. Við komum einfaldlega inn í samstarf Canal Digital og Canal Plus,“ segir Friðrik Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.