Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 16. JANÍJAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
HANDHAFAR fréttapýramídanna 1998. Frá vinstri: Hermann Einarsson frá Listvinafélaginu, Hlynur Stef-
ánsson knattspyrnumaður, Anna Dóra Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Kári Hrafnkelsson frá lík-
amsræktarstöðinni Hressó.
Fréttapýramídarnir
afhentir í Eyjum
Nýtt íþróttahús í Biskupstungum
Bygging hússins
tók 13 mánuði
Vestmannaeyjum - Fréttapýramíd-
arnir fyrir árið 1998 voru afhentir í
Eyjum fyrir skömmu. Vikublaðið
Fréttir stendur fyrir afhendingu
pýramídanna sem nú voru afhentir í
áttunda sinn. Arlega eru þrír
pýramídar afhentir til aðila sem, að
mati Frétta, hafa skarað fram úr
með framlagi sínu til atvinnu og
þjónustu, menningarmála og
íþróttamála.
Um 70 manns voru viðstaddir at-
höfnina þegar pýramídarnir voru af-
hentir. Arnar Sigurmundsson,
stjórnarformaður Eyjaprents-
Frétta, stjórnaði athöfninni en Om-
ar Garðarsson, ritstjóri Frétta,
gerði grein fyrir forsendum veiting-
anna. Gísli Valtýsson, framkvæmda-
stjóri Frétta, afhenti
fréttapýramídana en þá hannaði og
smíðaði Grímur Marinó Steinsdórs-
son eins og áður.
Fréttapýramídann fyrir framlag
til atvinnu og þjónustu að þessu
sinni hlutu eigendur líkamsræktar-
stöðvarinnar Hressó, systurnar
Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdæt-
ur ásamt eiginmönnum sínum. I
kjölfar stofnunar Hressó fyrir fjór-
um árum varð vakning meðal Eyja-
manna varðandi líkamsrækt og nú
stunda um 300 manns reglulega lík-
amsrækt í Hressó.
Listvinafélag Vestmannaeyja
hlaut fréttapýramídann fyrir fram-
lag til menningarmála. Undanfarin
ár hefur Listvinafélagið staðið fyrir
Dögum lita og tóna um hvítasunnu-
helgina í Eyjum.
Fréttapýramidann fyrir framlag
til íþróttamála hlaut knattspyrnu-
maðurinn Hlynur Stefánsson, fyrir-
liði Islands- og bikarmeistara IBV.
Hlynur hefur verið íþróttamaður í
fremstu röð um árabil.
Hermann Einarsson, frá Listvina-
félaginu, þakkaði viðurkenninguna
fyrir hönd félagsins og sagðist líta
svo á að í viðurkenningunni fælust
þakkir til genginna frumherja fé-
lagsins og eins þakkir til þeirra fjöl-
mörgu sem fram hefðu komið á Dög-
um lita og tóna. Hann sagði að allir
þeir sem þar hefðu komið fram í
gegnum árin hefðu gert það endur-
gjaldslaust og ekkert fengið fyrir
annað en ánægjuna af að koma og
spila.
Hann sagði að Listvinafélagið
myndi gera sem best það gæti til að
Dagar lita og tóna lifðu áfram og
upplýsti um leið að nú væri unnið að
því að fá Nils Henning Örsted Ped-
ersen, á Daga lita og tóna næsta vor.
I lok dagskráiúnnar voru flutt tón-
listaratriði sem söng- og tónlistar-
fólk úr Hvítasunnusöfnuðinum sá
um.
NÝTT íþróttahús hefur verið vígt
og tekið í notkun í Reykholti í Bisk-
upstungum. Fjölmenni var við at-
höfnina sem fram fór um síðustu
helgi.
Bygging íþróttahúss í Reykholti
hefur verið til umræðu í sveitinni í
meira en fimmtán ár, að því er fram
kom í ræðu Kjartans Sveinssonar,
formanns byggingarnefndar, við
vígslu hússins. Hreppsnefnd kaus
undirbúningsnefnd sumarið 1990,
ákvað í byrjun apríl 1997 að ráðast í
bygginguna og framkvæmdir hófust
í lok ársins. Tók bygging hússins
þrettán mánuði.
íþróttahúsið er tengt sundlaug
sem fyrir er í Reykholti og er bún-
ingsaðstaða, böð og önnur aðstaða
samnýtt. Samkvæmt upplýsingum
Dennis Jóhannssonar hjá Ai'kitekt-
um Hjördísi og Dennis sem hönn-
uðu húsið, var frá upphafi ætlunin
með samtengingunni að skapa öfl-
uga íþrótta- og heilsuræktarmiðstöð
sem þjónað gæti uppsveitum Arnes-
sýslu og þeim ferðamönnum sem
um svæðið fara. Stærð salarins er
miðuð við löglegan keppnisvöll fyrir
körfuknattleik.
Burðargrind íþróttahússins er úr
límtré og klædd yleiningum, allt frá
Límtré hf. sem einnig annaðist upp-
setningu hússins, áhaldageymslu og
tengibyggingu. Fram kom hjá
Kjartani að keyptur hefur verið
ríkulegur búnaður í húsið til að það
megi nýtast eins og efni standa til.
Safnast hafa rúmlega tvær milljónir
kr. frá einstaklingum, félagasam-
tökum og fyrirtækjum. Kostnaður
við framkvæmdirnar er kominn í
um 63 milljónir kr. og er það nálægt
upphaflegri kostnaðai'áætlun, að
sögn Kjartans.
Fyrir alla Tungnamenn
„Lögð var sérstök áhersla á að
gera aðkomu hússins norðanmegin
aðlaðandi með stórum bogadregn-
um vegg sem klæddur er basaltgráu
áli og má líkja veggnum við andlit
byggingarinnar en hann blasir við
öllum vegfarendum sem til Reyk-
holts koma. Veggurinn tengir
íþróttahúsið við hæð laugarbygg-
ingarinnar og þannig mynda húsin
eina heild. Lýsing utanhúss er
hönnuð með það í huga að bygging-
in njóti sín í skammdeginu ekki síð-
ur en í dagsbirtunni," segir í hug-
leiðingum arkitektanna vegna hönn-
unar hússins.
Kjartan Sveinsson lagði á það
áherslu í ræðu sinni við vígluathöfn-
ina að þótt íþróttahúsið væri fyrst
og fremst skólamannvirki, væri það
byggt af öllum Tungnamönnum fyr-
ir alla Tungnamenn og hvatti fólk til
að nýta aðstöðuna vel.
NÝTT íþróttahús hefur verið tekið í notkun í Reykholti í
Biskupstungum.
Starfssvæði Hér-
aðsskóga á N-
Héraði stækkað
Vaðbrekku, Jökuldal - Héraðs-
skógar munu á þessu ári stækka
starfssvæði sitt á Norður-Héraði.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta
ár var ákveðin sérstök fjárveiting
til þessa að upphæð 5 millj. kr.
Helgi Gíslason, framkvæmda-
stjóri Héraðsskóga, segir að nú á
næstu dögum verði fundur í stjórn
Héraðsskóga þar sem farið verður
yfir málið og grunnur lagður að
því með hvaða hætti verður unnið
að þessum málum á Norður-Hér-
aði. Helgi segir að það séu mörg
dagsverk í 5 milljónum og telur að
það nýtist að mestu beint í gróður-
setninguna vegna þess að þetta
hækki stjórnunarkostnað Héraðs-
skóga hverfandi lítið.
Ef þeir bændur á Norður-Hér-
aði sem þegar hafa afgirt land til
plötunar njóta forgangs til aðidlar
að Héraðsskógum nýtist fjárveit-
ingin nánast öll til gróðursetning-
ar. Þegar eru margir bændur á
Norður-Héraði með tilbúið afgirt
land til plöntunar, en á síðasta
sumri var friðað allt svæðið neðan
þjóðvegar frá Hjarðargrund á
Jökuldal út að Biskupsshól við
Ketilsstaði í Hlíð sem er um 50 km
löng spilda.
Helgi segir að einnig verði íbú-
um Norður-Héraðs boðið upp á
fræðslu, bæði í formi námskeiða
og einstaklingsfræðslu. Þessi
gróðursetning mun nýtast bænd-
um vel og eftir 10-20 ár mun hægt
að beita sauðfé í skógarbotninn en
þá verður hann orðinn það vaxinn
og fyrstu grisjunum lokið. Gróður
í skógarbotni er þrisvar sinnum
meiri en á bersvæði að sögn Helga
og alls verða gróðursettar um
3.000 plöntur í hektara til að byrja
með, sem síðan er grisjað úr.
Starfssvæði Héraðsskóga náði
áður yfir allt upphéraðið út að
Rangá og í Eiðaþinghá, en stækk-
ar nú eins og áður segir að Norð-
ur-Héraði. Alls eru fjárveitingar
til Héraðsskóga á þessu ári 67
milljónir króna.
Að sögn Jónasar Þórs Jóhanns-
sonar, sveitarstjóra Norður-Hér-
aðs, er þessi stækkun Héraðs-
skóga mjög skemmtilegur og
merkur áfangi sem gerir ennþá
lífvænlegra í sveitarfélaginu en
verið hefur. „Hér aukast tekjur
fólks og íbúar fá betra land til
nytja í búskap sínum. Reynslan af
starfí Héraðsskóga hingað til sýn-
ir að á starfssvæði þeirra fjölgar
íbúum og jarðir hækka í verði,
þetta mun einnig koma íbúum á
þessu svæði til góða í framtíðinni,“
segir Jónas.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Húsflutn-
ingar í jan-
úarmánuði
Fagradal - Það var sérkennileg
sjón sem blasti við fréttaritara
Morgunblaðsins nú fyrrihluta jan-
úarmánaðar þegar hann sá litla
dráttarvél draga stórt hús. Pálmi
Andrésson, bóndi í Kerlingadal í
Mýrdal, var þar á ferð með gaml-
an vegavinnuskúr sem flytja átti
heim að Kerlingadal. Hann flutti
skúrinn á gömlum rúlluvagni sem
var dreginn af Ford 2000 dráttar-
vél. Skúrnum var lyft upp og
vagninum bakkað undir. Flutn-
ingurinn gekk vel enda ekki langt
að fara. Pálmi ætlar að athuga
hvort hann geti ekki gert skúrinn
upp og nýtt hann eitthvað.
Nýr ferða-
málafulltrúi
í Húnaþingi
Hvammstanga - Þorvarður Guð-
mundsson var nýverið ráðinn í stöðu
ferðamálafulltrúa í Húnaþingi. Þor-
varður er starfandi kennai'i á Laug-
arbakka og sinnir stai'fi ferðamála-
fulltrúa í hlutastarfi til vorsins. Hann
mun starfa undir stjórn Hagfélags-
ins hf. sem er atvinnuþróunarfélag í
héraðinu. Ferðamálafélag er starf-
andi í héraðinu og er samstarfsvett-
vangur ýmissa aðila sem hafa hag og
áhuga á þjónustu við ferðamenn.
Þorvarður hefur unnið nokkuð að
ferðamálum í héraðinu, m.a. gegnt
starfi í Upplýsingamiðstöðinni í
Staðarskála á liðnu sumri. Sam-
hliða störfum að ferðamálum mun
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
ÞORVARÐUR og Gudrun H.
Kloes, formaður Ferðamála-
félags V-Hún.
Þorvarður sinna störfum atvinnuráð-
gjafa í nánum tengslum við INVEST
á Blönduósi og Byggðastofnun á
Sauðárki'óki.
Þorvarður er kvæntur Ingunni
Pedersen kennara og eiga þau þrjá
syni.