Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Alfred R. Berkeley, forstjóri NASDAQ-verðbréfamarkaðarins
Sér ekki meinbugi á skrán-
ingu íslenskra félaga erlendis
Landsnefnd Alþjóða
verslunarráðsins
Brynjólfur
Helgason
Brynjólfur
Helgason
formaður
BRYNJÓLFUR Helgason,
framkvæmdastjóri fyrirtækja-
sviðs Landsbanka Islands hf.,
var kjörinn for-
maður Lands-
nefndar Al-
þjóða verslun-
arráðsins á síð-
asta aðalfundi
nefndarinnar
og tekur hann
við af Ólafi B.
Thors, for-
stjóra hjá Sjóvá
Almennum hf.
Þá var jafnframt kosið í
stjórn Landsnefndarinnar og
þar eiga eftirtaldii- sæti: Baldur
Hjaltason, forstjóri Lýsis, Ey-
steinn Helgason, framkvæmda-
stjóri Plastprents, Friðrik Páls-
son, forstjóri SH, Geir Magnús-
son, forstjóri Olíufélagsins,
Guðmundur Björnsson, for-
stjóri Landssímans, Gunnai’
Öm Rristjánsson, forstjóri SÍF,
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs, Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða,
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, Ti-yggvi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá íslands-
banka, og Pórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands Islands.
Auk Brynjólfs voru Gunnar
Örn og Þórarinn V. kosnir í
framkvæmdastjórn landsnefnd-
arinnar. Með stjórninni starfa
auk þess Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunai’-
ráðs íslands, og Már Másson,
sem annast daglegan rekstur
landsnefndarinnar.
ALFRED R. Berkeley, forstjóri
NASDAQ-verðbréfamarkaðarins í
Bandaríkjunum, segist ekki sjá
neina meinbugi á því að íslensk fyr-
irtæki hljóti skráningu á bandarísk-
um hlutabréfamörkuðum og uppíylli
þau skilyrði sem sett eru fyrir
skráningu á bandarískum hluta-
bréfamarkaði.
Að sögn Berkeley em það helst
íslensk hugbúnaðar- og tæknifyrir-
tæki og fyrirtæki í líftækniiðnaði
sem eiga möguleika á að komast á
bandarískan markað og njóta vel-
gengni. Segir hann að íslensk lög er
hamla erlendum aðilum að fjárfesta
í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um komi í veg fyrir að þau geti leit-
að á erlend mið í leit að fjármagni.
Að öðram kosti væra þau væntan-
lega vænlegur kostur fyrir erlenda
fjárfesta.
Möguleiki á samstarfí
við Verðbréfaþing
Berkeley segir að ekki hafi farið
fram viðræður um samstarf
NASDAQ og Verðbréfaþings ís-
lands en í náinni framtíð sé raun-
hæfur möguleiki á að fyrirtækin
gætu átt gott samstarf sín á milli
líkt og NASDAQ á meðal annars við
verðbréfamarkaði í Hong Kong og
Frankfurt. „Netið auðveldar allt
samstarf á þessu sviði og hefur
breytt gífurlega miklu í fjármála-
heiminum líkt og annars staðar. Ra-
fræn viðskipti spara ekki einungis
fé og tíma heldur einnig auðvelda
þau öll samskipti heimshorna á
milji.“
Á ráðstefnunni „Frá vísindum til
verðbréfa" sem haldin var í gær á
vegum Rannsóknarráðs Islands í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ALFRED R. Berkeley, forstjóri NASDAQ-verðbréfamarkaðarins í Bandaríkjunum, segir íslensk hugbúnað-
ar- og tæknifyrirtæki og fyrirtæki í líftækniiðnaði eiga mesta möguleika á erlendum mörkuðum.
samvinnu við Verslunarráð, Verð-
bréfaþing íslands, Aflvaka, Eignar-
haldsfélagið Alþýðubankann, Kaup-
þing, Nýsköpunarsjóð og viðskipta-
og iðnaðarráðuneytið benti Berkel-
ey á að fyrirtæki eins og Microsoft
og Intel hefðu ekki hlotið skráningu
á almennum hlutabréfamarkaði ef
NASDAQ hefði ekki komið til. Það
sé ekki einunis krafa um að fyrir-
tæki sem óska eftir skráningu geti
sýnt fram á hagnað heldur skipti
framtíðarsýn fyrirtækisins miklu
máli. I tilvikum Microsoft og Intel
hafi framtíðin ekki síst skipt máli
þegar fyrirtækin hlutu skráningu á
NASDAQ.
Aukið samstarf
kauphalla
Jóhann Viðar ívarsson, deildar-
stjóri hjá Kaupþingi, sagði á ráð-
stefnunni að í náinni framtíð mundi
ýmislegt breytast í verðbréfavið-
skiptum heimsins. Á Vesturlöndum
og þá ekki síst í Evrópu ættu kaup-
hallir eftir að taka upp nánara sam-
starf og jafnvel sameinast.
í sama streng tók Stefán Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Verð-
bréfaþings íslands, en nánar verður
greint frá því er fram kom á ráð-
stefnunni í Morgunblaðinu síðar.
Jóhann Viðar sagðist telja að ís-
lensk fyrirtæki og þá sérstaklega
fyrirtæki í vísinda- og tæknigreiran-
um ættu eftir að sækja á erlenda
hlutabréfamai’kaði fyn- en seinna.
Því þyrftu íslensk verðbréfafyrir-
tæki að vera undir það búin þekk-
ingarlega að veita þeim aðstoð við að
komast á erlenda markaði.
Sérfræðingar á fjármálamarkaði um yfírlýsingar fjármálaráðherra um skuldagreiðslur ríkissjóðs
Enn frekari vaxta-
lækkanir líklegar
VEXTIR héldu áfram að lækka á
fjármálamarkaði í gær í kjölfar yfir-
lýsinga fjármálaráðherra um upp-
greiðslu skulda ríkissjóðs. Ávöxtun-
arkrafa húsbréfa lækkaði um 8-10
punkta í gær en á fimmtudag nam
lækkunin 6-7 punktum. Ávöxtunar-
krafan lækkaði því um 15 punkta
(0,15%) á tveimur dögum. Sérfræð-
ingar á fjármálamarkaði telja þetta
vera eðlileg viðbrögð markaðarins
og telja líklegt að vextir muni lækka
enn frekar á næstunni.
Viðskipti með húsbréf og húsnæð-
isbréf námu samtals 1.740 milljónum
ki’óna á Verðbréfaþingi Islands í gær
og með spariskírteini fyrir 293 millj-
ónir. Markaðsávöxtun markflokka
spariskírteina og húsbréfa hélt áfram
að lækka og við lokun þingsins var
ávöxtunarkrafa húsbréfa, flokki 98/1,
4,37%. Ávöxtunarkrafa á flokki 96/2
var 4,40% og á tíu ára spariskírteina-
flokki, 95/lD, 4,25%.
Þessar vaxtalækkanir koma í kjöl-
far yfirlýsinga Geirs Haarde fjár-
málaráðherra um lántökur og af-
borganir ríkissjóðs en stefnt er að
því að lækka skuldir hans um 21
milljarð á árinu. Ríkisfjármálin hafa
mikil áhrif á fjármálamarkaði og
hefur almennt verið búist við því að
batnandi fjárhagur ríkissjóðs stuðl-
aði að lækkun vaxta. Morgunblaðið
spurði nokkra sérfræðinga á fjár-
málamarkaði álits á yfirlýsingum
fjáimálaráðherra og áhrifum þeirra
á markaðinn.
Vaxtalækkun liggur
í loftinu
Eríkur Guðnason seðlabanka-
stjóri segist fagna yfirlýsingum fjár-
málaráðherra enda hafi Seðlabank-
inn eindregið lagt til að afkoma hins
opinbera yrði bætt. „Bærilegur ár-
angur hefur náðst að því leyti eins
og fjárlögin bera með sér. Varðandi
vaxtaþróun þá er ljóst að vextir hafa
verið að lækka og það kæmi mér
ekki á óvart þótt slíkar lækkanir
héldu áfram. Yfirlýsingar fjármála-
ráðhen-a gætu flýtt fyrir vaxtalækk-
un, sem margir telja að liggi í loft-
inu, og slíkt kæmi því ekki á óvart,“
segir Eiríkur.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segist vera
mjög ánægður með þann árangur að
uppgreiðsla skulda ríkissjóðs nemi
um 21 milljarði á árinu. „Við eram
samþykkir því að það verði að fara
varlega í að lækka erlendar skuldir
og að farin verði blönduð leið,
þ.e.a.s. að greiða bæði innlendar og
erlendar skuldir, eins og fjármála-
ráðherra leggur til. Við eram jafn-
framt samþykkir því að hluti af líf-
eyrisskuldbindingum ríkissjóðs, sem
er að aukast verulega í ár, verði
gerður upp. Þetta er mjög skynsam-
legt að mínu mati og það hefði jafn-
vel mátt gera betur á þessu sviði.
Ég tel hins vegar að það verði að
skoðast nánar hvort ekki sé of var-
lega farið að greiða aðeins upp 5
milljarða af erlendum skuldum.
Þess í stað mætti fara eitthvað hæg-
ar í uppgreiðslu á innlenda mark-
aðnum. Með því að dreifa innlendum
uppgreiðslum á lengri tíma hefði
verið minni hætta á röskun á mark-
aðnum. Þá er ég afar ánægður með
það nýmæli ríkisins að hefja svoköll-
uð öfug útboð í því skyni að kaupa
aftur spariskírteini. Ég fagna því
sérstaklega að sú leið skuli vera far-
in. Það er óþægilegt fyrir markað-
inn, ekki síst þá sem hafa tekið að
sér viðskiptavakt, að ríkissjóður
sem útgefandi kaupi eigin bréf á
markaðnum með virkum hætti.“
Halldór telur að vaxtalækkanirn-
ar undanfarna daga séu eðlileg við-
brögð markaðarins við yfirlýsingum
fjármálaráðherra. „Það er líklegt að
langtímavextir muni lækka meira.
Þróunin erlendis bendir til lækkun-
ar langtímavaxta í helstu viðskipta-
löndum okkar. Varðandi uppgreiðsl-
urnar í heild verður að gæta mjög að
því að viðhalda stöðugleika,“ segir
Halldór.
Markaðurinn vanmat
uppgreiðslurnar
Almar Guðmundsson, verðbréfa-
miðlari hjá Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, segir að yfirlýsingar
fjármálaráðherra hafi í sjálfu sér
ekki komið á óvart á fjármálamark-
aði enda gert ráð fyrir mikilli upp-
greiðslu skulda í fjárlögum. „Spurn-
ingin var sú hvernig skiptingin yrði
á milli innlendra og erlendra skulda
og við gerðum ráð fyrir að mun
meiri áhersla yrði lögð á upp-
greiðslu erlendra lána. Eigi að síður
gerðum við ráð fyrir 13 milljarða
króna uppgreiðslu innan lands og að
það hefði vaxtalækkun í för með sér.
Raunin er sú að 16 milljarðar verða
greiddir upp innan lands, sem er
meira en margir reiknuðu með, og
við teljum þetta enn frekar auka lík-
urnar á frekari vaxtalækkunum. Við
sjáum að þessar yfirlýsingar hafa
þegar haft töluverð áhrif til lækkun-
ar á markaðnum og það sýnir að
markaðurinn hefur vanmetið upp-
greiðslurnar. Reikna má með að
vextir sveiflist nokkuð næstu daga á
meðan menn átta sig á þessu en
þegar til lengii tíma er litið teljum
við að rými sé fyrir frekari vaxta-
lækkanir," segir Álmar.
Tómas Ottó Hansson, forstöðu-
maður rannsókna hjá fyrirtækja-
sviði Islandsbanka, segir það góðar
fréttir að ríkissjóður muni verja 21
milljarði til lækkunar skulda á
þessu ári. „Áhersla verður nú lögð
á uppgreiðslu innlendra skulda en í
fyrra var megináherslan lögð á er-
lendar skuldir. Þetta er mjög eðli-
leg stefna þar sem miklar endur-
greiðslur erlendis hafa sett þrýst-
ing til lækkunar á gengi krónunnar
en mikið útstreymi gjaldeyris var á
síðasta ári vegna uppgreiðsu ríkis-
sjóðs, fjárfestinga lífeyrissjóða er-
lendis og viðskiptahalla. Á móti
komu miklar lántökur vegna fram-
kvæmda og fjármögnunar fyrir-
tækja í erlendum myntum og það
dugði til að halda krónunni tiltölu-
lega stöðugri. Útlitið í ár gaf ekki
til kynna að þessi þróun yrði með
sama hætti og því hefðu miklar
endurgreiðslur erlendis verið óvar-
legar. Því má telja stefnu stjórn-
valda jákvæða fyrir krónuna. Þó
teljum við ekki mikið svigrúm til
hækkunar á gengi hennar vegna
hins mikla viðskiptahalla, lítils
gjaldeyrisforða og fjárfestinga í
verðbréfum erlendis."
Hagstæð stefna
stjórnvalda
Tómas segir stefnu stjórnvalda
vera mjög hagstæða skuldabréfa-
markaði og því megi telja að lækkun
langtímavaxta ríkisverðbréfa gerist
hraðar en vænst var. „Það er ljóst
að framboð skuldabréfa með ríkisá-
byrgð mun dragast veralega saman
á næstu árum. Til viðbótar við
minna framboð spariskírteina og
ríkisverðbréfa má telja víst að um-
ræður um afnám ríkisábyrgðar á
húsnæðislánum muni aukast á næst-
unni, sem einnig styður við lækkun
vaxta á ríkisskuldabréfum. Því telj-
um við að vextir ríkisskuldabréfa
lækki umtalsvert á næstu misser-
um,“ segir Tómas.
lUuiffiSmmLiJi
HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
= HÉÐINN =
SM IÐJA
Stórási 6 »210 Garöabæ
sími 565 2921 • fax 565 2927
#