Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 23
MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 16. JANIJAR 1999 23 Eigendaskipti á versluninni Mat og myndum, Freyjugötu 27 Hef verið giftur búðinni í fímm ár Farsímafyrirtækið Tal Óskað eftir fundi með samgöngu- ráðherra FORSVARSMENN farsímafyrir- tækisins Tals hf. hafa óskað eftir fundi með Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra til þess að ræða hlutverk Póst- og fjarskiptastofn- unar og fyrirhugaða millilanda- þjónustu Tals. Amþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Tals, sagði að það væri skoð- un forsvarsmanna fyrirtækisins að efla þyrfti Póst- og fjarskiptastofn- un til þess að stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu, svo sem að koma á virkri samkeppni á fjarskiptamark- aði. Tafir hafa orðið á opnun milli- landaþjónustu Tals vegna deilna um innheimtu gjalds fyrir milli- landasímstöð fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun felldi bráða- birgðaúrskurð um að Landssíminn skyldi annast gjaldinnheimtu fyrir millilandasímstöð Tals. Landssím- inn kærði bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar til úr- skurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, sem dæmdi Landssíman- um í vil. Danfoss kaupir Héðin - verslun DANFOSS A/S hefur gert sam- komulag við eigendur Héðins - verslunar hf. um kaup á öllum hlutabréfum í félaginu hinn 1. apríl næstkomandi. Héðinn - verslun hf. hefur einkaumboð fyrir Danfoss A/S og verður framvegis rekið óbreytt, með sama starfsliði, undir framkvæmdastjórn Gísla Jóhanns- sonar. Starfsmenn Héðins - verslunar hf. eru 16 talsins. I tengslum við kaupin mun félagið flytjast í nýinn- réttað húsnæði í Skútuvogi 6, Reykjavík, þar sem starfsemin verður til frambúðar. GUNNAR Traustason, eigandi verslunarinnar Matur og myndir, á homi Freyjugötu og Njarðargötu í Reykjavík, hættir rekstri búðar- innar á mánudagsmorgun eftir fímm ára rekstur. Sjálfur hefur Gunnar staðið bakvið búðarborðið á nær hverjum degi allan ársins hring frá því hann tók við rekstrin- um. í búðinni, sem hefur verið opin frá klukkan 8 á morgnana til 23.30 á kvöldin, 364 daga ársins, má meðal annars fínna hvers kyns ný- lenduvörur auk þess sem rekin er vídeóleiga í versluninni, hægt er kaupa lottó og ís í formi, eða bara sitt lítið af hverju, eins og Gunnar orðar það í samtali við Morgun- blaðið. Gunnar segir helstu orsök þess að hann ákveður að selja rekstur- inn vera erfíðan vinnutíma en hann segist beinlínis hafa verið giftur búðinni þennan tíma. Hann segist þó ekki sjá eftir neinu og kveður viðskiptavini sína í hverfinu með söknuði. Rómantískt að vera kaupmaðurinn á horninu „Ég var 21 árs þegar ég byrjaði með búðina og vissi fátt um versl- unarrekstur þá. Það hafði hinsveg- fflHG Mest seldi vörubíllinn á íslandi í 5 ár ar blundað í mér frá því ég var smágutti að reka verslun og mér fannst mjög rómantískt að vera „kaupmaðurinn á horninu“,‘‘ sagði Gunnar og besti staðurinn til að láta drauminn rætast hefði verið hverfið þar sem búðin er. Hann segir að rekstur verslun- arinnar hafí verið í hálfgerðu lama- sessi þegar hann tók við og fyrstu tvö árin hafí verið erfið. „Verslunin hefur þó verið á uppleið allt síðan ég tók við, og síðustu þrjú ár hefur hún gengið mjög vel.“ Hann segir að fjölgun svokall- aðra klukkubúða og breytingar í verslunarháttum hafi ekki minnkað söluna hjá sér. „Ég held að það sé fjölbreytnin í búðinni sem hefur bjargað mér,“ segir Gunnar. Sefur út á mánudaginn Gunnar segist fjarri þvi hættur í verslunarrekstri þó líklega muni hann verða á öðrum vettvangi næst. Ekki er ólíklegt að tryggir viðskiptavinir hans úr hvei'finu muni heimsækja hann á nýjan stað en Gunnar segist eiga eftir að sakna fólksins í hverfínu, enda hef- ur hann eignast marga góða kunn- ingja á tímabilinu. Hann segist ætla að sofa út í fyrsta skipti í fímm ár á mánudags- morguninn, en þá taka nýir eigend- ur við. „Svo ætla ég að hlaða batteríin, heimsækja vini erlendis sem ég hef ekki getað sl. fimm ár, og ákveða síðan hvar ég ber niður í framhald- inu.“ Gunnar segir að nýir eigendur muni verða með svipaðan rekstur áfram og nafni búðarinnar verði haldið óbreyttu. • VAGNHÖFÐA1 Komið og skoðið vörubílana sem slegið hafa í gegn á ísiandi. að Vagnhöfða 1 í dag kl. 11. -16. Sýnum í fyrsta skipti á íslandi þriggja drifa MAN-vörubíl með loftfjöðrun. Einnig verða til sýnis ýmsar aðrar stærðir og gerðir af MAN-vörubílum. RKUREYRI Laugardaginn 23. janúar sýnum við MAN-vörubíla hjá Kraftbílum, Draupnisgötu 6 á Akureyri, frá kl. 11 -16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.