Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 26

Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 16. JANTJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Málflutningur saksóknara fulltrúadeildar Bandarikjaþings Reuters BIÐRÖÐ myndaðist við þinghúsið í Washington þegar fdlk safnaðist þar saman í von um að fá aðgöngumiða að réttarhöldunum í máli Bills Clintons forseta. Segja vitnaleiðslur nauðsynlegar Saksóknararnir notuðu einnig hvert tækifæri sem gafst til að skora á öldungadeildina að heimila vitnaleiðslur í réttarhöldunum og benda á dæmi um að vitni gætu gefið skýringar á ósamræmi í þeim gögnum, sem lögð hafa verið fram. Þeir sögðu að forsetinn hefði spunnið umfangsmikinn lygavef til að leyna sambandi sínu við Lewinsky í von um að geta villt um fyrir lögmönnum Paulu Jones, sem sakar forsetann um kynferð- islega áreitni, og Kenneth Starr, er stjórnaði fjögurra ára rann- sókn á málum forsetans. Clinton hefði lagt að Lewinsky að bera ljúgvitni í máli Jones, reynt að hafa áhrif á vitnisburð Betty Curry, ritara síns, og hvatt Curi*y og Lewinsky til að leyna gjöfum, sem Starr hafði óskað eftir að yrðu lagðar fram sem sönnunar- gögn. Repúblikaninn Ted Stevens, öld- ungadeildarþingmaður frá Alaska, lýsti því strax yfir að hann væri hlynntur því að Curry og Lewinsky yrði stefnt fyrir réttinn sem vitn- um. Samkvæmt samkomulagi um tilhögun réttarhaldanna, sem öld- ungadeildin samþykkti fyrr í mán- uðinum, var því frestað að taka ákvörðun um hvort vitnaleiðslur yrðu heimilaðar. Oski saksóknar- amir eftir því að vitni verði kölluð til þarf meirihluti öldungadeildar- innar að samþykkja hverja vitna- stefnu fyrir sig. Aðeins 33% Bandaríkjamanna hlynnt embættissviptingu Viðbrögð þingmanna við mál- flutningi saksóknaranna vora eftir flokkslínum eins og við var búist. Demókratar vora æfir yfir ummæl- um saksóknaranna um þörfina á vitnastefnum og fréttum um að þeir hefðu átt leynilegan fund með þremur öldungadeildarþingmönn- um repúblikana um hvernig standa ætti að vitnaleiðslunum. Þeir sögðu það brot á samkomulaginu um til- högun réttarhaldanna. Repbúblikanar í báðum þing- deildunum virtust hins vegar ánægðir með fyrsta dag málflutn- ingsins og einn þein-a, John Warn- er, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, spáði því að réttarhöldin myndu „öðlast tiltrú almennings" eftir harðvítugar deilur repúblik- ana og demókrata. Almenningur virtist þó ekki hafa mikinn áhuga á réttarhöldunum og samkvæmt skoðanakönnun ABC- sjónvarpsins era 63% Bandaríkja- manna ánægð með frammistöðu Clintons í forsetaembættinu. Að- eins 33% vora þeirrar skoðunar að svipta bæri hann embættinu ef sannað þætti að hann hefði borið ljúgvitni. Bandaríkjaforseti sak- aður um ítrekuð lögbrot Washingff on. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hófu málflutning sinn í réttarhöldunum í máli Bills Clintons forseta í fyrradag og sögðu að hann hefði ítrekað gerst sekur um lögbrot og rofið embætt- iseið sinn með tilraunum til að leyna kynferðislegu sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrr- verandi starfsstúlku í Hvíta hús- inu. Saksóknararnir sögðu í mál- flutningi sínum fyrir öldungadeild- inni, sem á að skera úr um hvort svipta beri Clinton embættinu, að yrði forsetanum ekki vikið frá fyrh' að fremja meinsæri og leggja stein í götu réttvísinnar myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir dómskerfið og forsetaembættið langt fram á næstu öld. „Við erum hér í dag vegna þess að William Jefferson Clinton ákvað að setja sjálfan sig ofar lögunum, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur hvað eftir annað,“ sagði fulltrúa- deildarþingmaðurinn James Sen- senbrenner, repúblikani frá Wisconsin. Deilt um lokun kjarn- orkuvera París. Reuters. ALLSKÆÐ deila milli franskra og þýzkra stjórnvalda vofði yfir í gær, þegar þýzki umhverfismálaráð- herrann neitaði hugsanlegum kröf- um franskra aðila um skaðabætur ef Þýzkaland ryfi samninga um endurvinnslu kjarnorkuúrgangs. Talsmenn hagsmunaaðila í kjarnorkuiðnaði Þýzkalands lýstu því jafnframt yfir, að áform ríkis- stjórnar jafnaðarmanna og Græn- ingja um að hætta nýtingu kjarn- orku í áföngum opnaði fyrir millj- arða marka skaðabótakröfur með því að þeir yrðu neyddir til að slíta samningum við erlenda viðskipta- aðila. Jurgen Trittin, einn leiðtoga þýzkra Græningja og umhvei'fis- málaráðherra í ríkisstjórn Ger- hards Schröders, kynnti í fyrradag drög að nýrri löggjöf um nýtingu kjarnorku í Þýzkalandi. Talsmenn orkufyrirtækjanna, sem reka hin 13 kjamorkuver Þýzkalands, sögðu framvarpsdrögin gera ráð fyrir miklu styttri aðlögunartíma til að hætta rekstri veranna en Schröder kanzlari hafði áður heitið. Samráðsviðræður í hættu Veba, móðurfyi'irtæki Preussen- elektra, sem er stærsti rekstrarað- ili kjamorkuvera í Þýzkalandi, sagði í yfirlýsingu að fyrirhugaðar viðræður fulltráa kjarnorkuiðnað- arins og stjórnarinnar um hvernig staðið skuli að því að hætta nýt- ingu kjarnorkunnar væru nú í hættu, en þær áttu að hefjast 26. janúar nk. Schröder hafði kallað eftir eins árs samráðstímabili við fulltráa iðnaðarins. Uwe Karsten- Heye, talsmaður stjórnarinnar, sagði að hann vonaðist enn til að viðræðumar hæfust samkvæmt áætlun. Trittin sagði í fyrradag að kjarn- orkufyrirtækjunum yi'ði frá næstu áramótum bannað að flytja kjam- orkuúrgang úr landi, en þau hafa samninga við endurvinnslustöðvar í Frakklandi og Bretlandi. Þótt um þriðjungur raforkuframleiðslu Þýzkalands fari fram í kjarnorku- veram er engin endurvinnslustöð fyrir kjamorkuúrgang í landinu. Reuters WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, og Cheon Yong-taek, varnannálaráðherra Suður-Kóreu, við móttökuathöfn í Seoul þegar Cohen kom þangað í heimsókn í gær. Varnir S-Kóreu ræddar Seónl, Reuters. WILLIAM Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lagði í gær blessun bandarískra stjómvalda yf- ir áform Suður-Kóreustjómar um að þróa langdrægar herflaugar í því skyni að svara þeirri ógn sem talin er stafa af þróun slíkra vopna í Norður-Kóreu. Talsmaður suður- kóreska vamarmálaráðuneytisins greindi frá þessu í gær. Cohen, sem staddur er í opin- berri heimsókn í Suður-Kóreu, ræddi herflaugaþróunaráætlunina við suður-kóreskan starfsbróður sinn, Cheon Yong-taek, en viðræð- urnar eru liður í reglulegu samráði beggja ríkisstjórna um öryggismál. Fram til þessa hafa Bandaríkin ekki viljað að Suður-Kóreumenn komi sér upp flaugum langdrægari en 180 km, í því skyni að hindra út- breiðslu langdrægra herflauga, sem geta borið gereyðingarvopn. I bandarískum herstöðvum í Suður-Kóreu eru að staðaldri um 37.000 hermenn. Spenna hefur vax- ið í landinu undanfarna mánuði eft- ir að vísbendingum hefur farið fjölgandi um að Norður-Kóreu- menn séu að koma sér upp lang- drægum flaugum og getu til að framleiða kjarnavopn. Deila um bananainnflutningsreglur ESB í algleymingi Bandaríkj amenn tilkynna refsitolla Washington. Reuters. BANDARÍSK stjómvöld tjáðu Heimsviðskiptastofnuninni WTO fonnlega á fimmtudag að þau hygðust setja á refsitolla á valdar vörur frá Evrópusambandinu (ESB) vegna deilu um bananainn- flutningsreglur ESB. Peter Seher, aðalfulltrái Banda- ríkjanna í alþjóðlegum viðskipta- samningum, sagði að bandarísk stjómvöld væru enn að leita eftir formlegum viðræðum við ESB í því skyni að bera klæði á vopnin í því viðskiptastríði sem virðist í upp- siglingu. „Við höfum reynt með litlum ár- angri að fá ESB til samninga við okkur í eitt og hálft ár,“ tjáði Scher fréttamönnum. „Við vonum að þeir [fulltrúai- ESB] fáist til að líta á WTO sem réttan vettvang til að vinna með okkur að lausn á deil- unni.“ Tilkynningin um refsitollana til WTO var fyrsta skrefið í að setja þá formlega á, að sögn Schers. Þeir gætu gengið í gildi jafnvel 1. febrá- ar, en gildistakan gæti frestast til 3. marz ef ESB hreyfir formlegum andmælum við refsitollataxtanum. Miðað við núverandi magn vöruút- flutnings frá ESB til Bandaríkj- anna myndu hin- h’ fyrirhuguðu refsitollar verða að upphæð 520 milljónir dollara, 36,4 milljarðar króna. Heildarvöruút- flutningm' ESB til Bandaríkjanna er í kring um 300 milljai'ðar dollai’a (21.000 milljarðar króna), þannig að refsitollamir myndu snerta aðeins brot þeiira viðskipta sem fram fara milli þess- ara tveggja stærstu efnahagsvelda heims. Deilan um bananainnílutn- ingsreglur ESB hefur hins vegar ýtt undir vaxandi spennu í viðskiptum þeirra. WTO féllst í þessari viku á beiðni Ekvador um að kalla saman á ný sáttanefnd stofnunarinnar og að hún fari ýtarlega yfir breyttar banana- innflutningsreglur ESB til að skera úr um hvort þær samræmdust GATT-reglum um alþjóðaviðskipti. Bandaríkjamenn ætla að taka upp refsitolla vegna þess að þeir telja ESB ekki hafa með þeim breytingum sem gerðar vora í fyrra á banana- innflutnings- reglunum orðið við þeim athuga- semdum sem sáttanefnd WTO úrskurðaði árið 1997 að samræmdust ekki alþjóða- samþykktum um frelsi í viðskipt- um og brytu gegn hagsmunum bananaframleiðenda í Miðameríku, en fyrirtæki í bandarískri eigu eru þar umsvifamest. ESB-reglurnar vora uppruna- lega settar til að hygla banana- framleiðslu landa sem áður til- heyrðu nýlenduveldum Evrópu- ríkja. Danskar og hollenzkar vörur eru undanþegnar hinum fyrirhuguðu bandarísku refsitollum, þar sem stjórnvöld í þessum löndum hafa lýst sig andvíg ESB-bananareglun-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.