Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 16. JANTJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Málflutningur saksóknara fulltrúadeildar Bandarikjaþings Reuters BIÐRÖÐ myndaðist við þinghúsið í Washington þegar fdlk safnaðist þar saman í von um að fá aðgöngumiða að réttarhöldunum í máli Bills Clintons forseta. Segja vitnaleiðslur nauðsynlegar Saksóknararnir notuðu einnig hvert tækifæri sem gafst til að skora á öldungadeildina að heimila vitnaleiðslur í réttarhöldunum og benda á dæmi um að vitni gætu gefið skýringar á ósamræmi í þeim gögnum, sem lögð hafa verið fram. Þeir sögðu að forsetinn hefði spunnið umfangsmikinn lygavef til að leyna sambandi sínu við Lewinsky í von um að geta villt um fyrir lögmönnum Paulu Jones, sem sakar forsetann um kynferð- islega áreitni, og Kenneth Starr, er stjórnaði fjögurra ára rann- sókn á málum forsetans. Clinton hefði lagt að Lewinsky að bera ljúgvitni í máli Jones, reynt að hafa áhrif á vitnisburð Betty Curry, ritara síns, og hvatt Curi*y og Lewinsky til að leyna gjöfum, sem Starr hafði óskað eftir að yrðu lagðar fram sem sönnunar- gögn. Repúblikaninn Ted Stevens, öld- ungadeildarþingmaður frá Alaska, lýsti því strax yfir að hann væri hlynntur því að Curry og Lewinsky yrði stefnt fyrir réttinn sem vitn- um. Samkvæmt samkomulagi um tilhögun réttarhaldanna, sem öld- ungadeildin samþykkti fyrr í mán- uðinum, var því frestað að taka ákvörðun um hvort vitnaleiðslur yrðu heimilaðar. Oski saksóknar- amir eftir því að vitni verði kölluð til þarf meirihluti öldungadeildar- innar að samþykkja hverja vitna- stefnu fyrir sig. Aðeins 33% Bandaríkjamanna hlynnt embættissviptingu Viðbrögð þingmanna við mál- flutningi saksóknaranna vora eftir flokkslínum eins og við var búist. Demókratar vora æfir yfir ummæl- um saksóknaranna um þörfina á vitnastefnum og fréttum um að þeir hefðu átt leynilegan fund með þremur öldungadeildarþingmönn- um repúblikana um hvernig standa ætti að vitnaleiðslunum. Þeir sögðu það brot á samkomulaginu um til- högun réttarhaldanna. Repbúblikanar í báðum þing- deildunum virtust hins vegar ánægðir með fyrsta dag málflutn- ingsins og einn þein-a, John Warn- er, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, spáði því að réttarhöldin myndu „öðlast tiltrú almennings" eftir harðvítugar deilur repúblik- ana og demókrata. Almenningur virtist þó ekki hafa mikinn áhuga á réttarhöldunum og samkvæmt skoðanakönnun ABC- sjónvarpsins era 63% Bandaríkja- manna ánægð með frammistöðu Clintons í forsetaembættinu. Að- eins 33% vora þeirrar skoðunar að svipta bæri hann embættinu ef sannað þætti að hann hefði borið ljúgvitni. Bandaríkjaforseti sak- aður um ítrekuð lögbrot Washingff on. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hófu málflutning sinn í réttarhöldunum í máli Bills Clintons forseta í fyrradag og sögðu að hann hefði ítrekað gerst sekur um lögbrot og rofið embætt- iseið sinn með tilraunum til að leyna kynferðislegu sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrr- verandi starfsstúlku í Hvíta hús- inu. Saksóknararnir sögðu í mál- flutningi sínum fyrir öldungadeild- inni, sem á að skera úr um hvort svipta beri Clinton embættinu, að yrði forsetanum ekki vikið frá fyrh' að fremja meinsæri og leggja stein í götu réttvísinnar myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir dómskerfið og forsetaembættið langt fram á næstu öld. „Við erum hér í dag vegna þess að William Jefferson Clinton ákvað að setja sjálfan sig ofar lögunum, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur hvað eftir annað,“ sagði fulltrúa- deildarþingmaðurinn James Sen- senbrenner, repúblikani frá Wisconsin. Deilt um lokun kjarn- orkuvera París. Reuters. ALLSKÆÐ deila milli franskra og þýzkra stjórnvalda vofði yfir í gær, þegar þýzki umhverfismálaráð- herrann neitaði hugsanlegum kröf- um franskra aðila um skaðabætur ef Þýzkaland ryfi samninga um endurvinnslu kjarnorkuúrgangs. Talsmenn hagsmunaaðila í kjarnorkuiðnaði Þýzkalands lýstu því jafnframt yfir, að áform ríkis- stjórnar jafnaðarmanna og Græn- ingja um að hætta nýtingu kjarn- orku í áföngum opnaði fyrir millj- arða marka skaðabótakröfur með því að þeir yrðu neyddir til að slíta samningum við erlenda viðskipta- aðila. Jurgen Trittin, einn leiðtoga þýzkra Græningja og umhvei'fis- málaráðherra í ríkisstjórn Ger- hards Schröders, kynnti í fyrradag drög að nýrri löggjöf um nýtingu kjarnorku í Þýzkalandi. Talsmenn orkufyrirtækjanna, sem reka hin 13 kjamorkuver Þýzkalands, sögðu framvarpsdrögin gera ráð fyrir miklu styttri aðlögunartíma til að hætta rekstri veranna en Schröder kanzlari hafði áður heitið. Samráðsviðræður í hættu Veba, móðurfyi'irtæki Preussen- elektra, sem er stærsti rekstrarað- ili kjamorkuvera í Þýzkalandi, sagði í yfirlýsingu að fyrirhugaðar viðræður fulltráa kjarnorkuiðnað- arins og stjórnarinnar um hvernig staðið skuli að því að hætta nýt- ingu kjarnorkunnar væru nú í hættu, en þær áttu að hefjast 26. janúar nk. Schröder hafði kallað eftir eins árs samráðstímabili við fulltráa iðnaðarins. Uwe Karsten- Heye, talsmaður stjórnarinnar, sagði að hann vonaðist enn til að viðræðumar hæfust samkvæmt áætlun. Trittin sagði í fyrradag að kjarn- orkufyrirtækjunum yi'ði frá næstu áramótum bannað að flytja kjam- orkuúrgang úr landi, en þau hafa samninga við endurvinnslustöðvar í Frakklandi og Bretlandi. Þótt um þriðjungur raforkuframleiðslu Þýzkalands fari fram í kjarnorku- veram er engin endurvinnslustöð fyrir kjamorkuúrgang í landinu. Reuters WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, og Cheon Yong-taek, varnannálaráðherra Suður-Kóreu, við móttökuathöfn í Seoul þegar Cohen kom þangað í heimsókn í gær. Varnir S-Kóreu ræddar Seónl, Reuters. WILLIAM Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lagði í gær blessun bandarískra stjómvalda yf- ir áform Suður-Kóreustjómar um að þróa langdrægar herflaugar í því skyni að svara þeirri ógn sem talin er stafa af þróun slíkra vopna í Norður-Kóreu. Talsmaður suður- kóreska vamarmálaráðuneytisins greindi frá þessu í gær. Cohen, sem staddur er í opin- berri heimsókn í Suður-Kóreu, ræddi herflaugaþróunaráætlunina við suður-kóreskan starfsbróður sinn, Cheon Yong-taek, en viðræð- urnar eru liður í reglulegu samráði beggja ríkisstjórna um öryggismál. Fram til þessa hafa Bandaríkin ekki viljað að Suður-Kóreumenn komi sér upp flaugum langdrægari en 180 km, í því skyni að hindra út- breiðslu langdrægra herflauga, sem geta borið gereyðingarvopn. I bandarískum herstöðvum í Suður-Kóreu eru að staðaldri um 37.000 hermenn. Spenna hefur vax- ið í landinu undanfarna mánuði eft- ir að vísbendingum hefur farið fjölgandi um að Norður-Kóreu- menn séu að koma sér upp lang- drægum flaugum og getu til að framleiða kjarnavopn. Deila um bananainnflutningsreglur ESB í algleymingi Bandaríkj amenn tilkynna refsitolla Washington. Reuters. BANDARÍSK stjómvöld tjáðu Heimsviðskiptastofnuninni WTO fonnlega á fimmtudag að þau hygðust setja á refsitolla á valdar vörur frá Evrópusambandinu (ESB) vegna deilu um bananainn- flutningsreglur ESB. Peter Seher, aðalfulltrái Banda- ríkjanna í alþjóðlegum viðskipta- samningum, sagði að bandarísk stjómvöld væru enn að leita eftir formlegum viðræðum við ESB í því skyni að bera klæði á vopnin í því viðskiptastríði sem virðist í upp- siglingu. „Við höfum reynt með litlum ár- angri að fá ESB til samninga við okkur í eitt og hálft ár,“ tjáði Scher fréttamönnum. „Við vonum að þeir [fulltrúai- ESB] fáist til að líta á WTO sem réttan vettvang til að vinna með okkur að lausn á deil- unni.“ Tilkynningin um refsitollana til WTO var fyrsta skrefið í að setja þá formlega á, að sögn Schers. Þeir gætu gengið í gildi jafnvel 1. febrá- ar, en gildistakan gæti frestast til 3. marz ef ESB hreyfir formlegum andmælum við refsitollataxtanum. Miðað við núverandi magn vöruút- flutnings frá ESB til Bandaríkj- anna myndu hin- h’ fyrirhuguðu refsitollar verða að upphæð 520 milljónir dollara, 36,4 milljarðar króna. Heildarvöruút- flutningm' ESB til Bandaríkjanna er í kring um 300 milljai'ðar dollai’a (21.000 milljarðar króna), þannig að refsitollamir myndu snerta aðeins brot þeiira viðskipta sem fram fara milli þess- ara tveggja stærstu efnahagsvelda heims. Deilan um bananainnílutn- ingsreglur ESB hefur hins vegar ýtt undir vaxandi spennu í viðskiptum þeirra. WTO féllst í þessari viku á beiðni Ekvador um að kalla saman á ný sáttanefnd stofnunarinnar og að hún fari ýtarlega yfir breyttar banana- innflutningsreglur ESB til að skera úr um hvort þær samræmdust GATT-reglum um alþjóðaviðskipti. Bandaríkjamenn ætla að taka upp refsitolla vegna þess að þeir telja ESB ekki hafa með þeim breytingum sem gerðar vora í fyrra á banana- innflutnings- reglunum orðið við þeim athuga- semdum sem sáttanefnd WTO úrskurðaði árið 1997 að samræmdust ekki alþjóða- samþykktum um frelsi í viðskipt- um og brytu gegn hagsmunum bananaframleiðenda í Miðameríku, en fyrirtæki í bandarískri eigu eru þar umsvifamest. ESB-reglurnar vora uppruna- lega settar til að hygla banana- framleiðslu landa sem áður til- heyrðu nýlenduveldum Evrópu- ríkja. Danskar og hollenzkar vörur eru undanþegnar hinum fyrirhuguðu bandarísku refsitollum, þar sem stjórnvöld í þessum löndum hafa lýst sig andvíg ESB-bananareglun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.