Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 27 Powell ekki fram 2000 BANDARÍSKI herforinginn og repúblikaninn Colin Powell sagði í gær, að hann hefði ekki hug á að bjóða sig fram í for- setakosningunum árið 2000. Kvaðst hann vera vissari um það en Michael Jordan um þá ákvörðun sína að hætta körfuknattleik. Powell, sem nú er kominn á eftirlaun en var einn af helstu herforingjunum í Persaflóastríðinu 1991, er fyrsti blökkumaðurinn til að gegna æðstu stöðu í Banda- ríkjaher, þ.e.a.s formennsku í herráðinu. Var lagt hart að honum að gefa kost á sér fyrir kosningarnar 1996 en hann hafnaði því og nefndi þá meðal annars, að hann vildi eiga sitt fjölskyldu- og einkalíf í friði. Fljúgið 1. janúar STJÓRNVÖLD í Kína hafa skipað svo fyrir, að flug verði með venjulegum hætti í land- inu 1. janúar árið 2000. Er það gert til að reka á eftir forsvars- mönnum flugfélaganna og fá þá til að koma strax í veg fyrir, að aldamótaveiran svokallaða geri nokkurn usla í tölvukerf- unum. Felst hættan í því, að margar tölvur reikna tímann aðeins út frá tveimur síðustu tölustöfunum í ártalinu og því kunna þær að líta á 2000 sem 1900 eða bara 00. Ef ekkert er að gert má búast við, að tölv- urnar „hrynji" eða reikni skakkt. í Kína er það alveg sérstakt vandamál hvað þar er mikið um ólöglegan hugbúnað. Tölvu- og tæknimenn geta því ekki leitað til framleiðandans og verða að ráða fram úr þessu upp á eigin spýtur. Flynt á sjúkrahús LARRY Flynt, útgefandi Hustler-tímaritsins, sem stendur nú í því að afhjúpa einkalíf bandarískra þing- manna, er kominn á sjúkrahús með lungnabólgu. Flynt skýrði frá því sl. mánudag, að einn þingmanna repúblikana, Bob Barr, hefði haldið framhjá konu sinni en á þriðjudag átti hann að mæta fyrir dómara og svara til saka fyrir að hafa selt 14 ára gömlum dreng klámefni. Því var þó frestað til 5. apríl vegna annars sjúkleika sak- bomingsins. Kokkarnir kærðir HÖFÐAÐ hefur verið mál á hendur tveimur helstu meist- arakokkunum í Bretlandi og farið er fram á, að þeir greiði allt að 115 milljónir ísl. kr. í skaðabætur. Sakborningarnir eru þeir Gordon Ramsey, áður yfirkokkur á Aubergine-veit- ingastaðnum í Chelsea og Marcus Wareing, fyrrv. yfir- kokkur á L’Oranger, en veit- ingastaðimir eru í eigu A-Z- veitingahúsakeðjunnar. Rauk Ramsey burt í fússi til að setja upp sinn eiginn stað en War- eing er sakaður um að hafa unnið mikil spjöll í eldhúsi L’Oranger og stolið þaðan ýmsu eftir að hann var rekinn. Pekktur lögmaður vill verja Petersen Þórshöfn. Morgunblaðið. EINN af þekktustu lög- mönnum Danmerkur, Thomas Rordam, verð- ur að öllum líkindum veijandi Johns Peter- sens, fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra Færeyja, þegar Eystri landsréttur tekur áfrýj- unarmál hans fyrir. Petersen var dæmd- ur í 10 mánaða fang- elsi í lok nóvember fyrir að nauðga 17 ára stúlku vorið 1995, þeg- ar hún bjó í kjallaraí- búð í húsi hans í Þórs- höfn. Hann var sviptur ráðherraembættinu eftir dóminn og hefur látið af þingmennsku. Petersen neitar sak- argiftunum og segir að stúlkan hafi haft frumkvæði að samræði þeirra. Ráðgert er að landsréttur taki áfrýj- unina fyrir 1. mars og að réttað verði í Færeyjum. Rordarn hefur óskað eftir því að verja Petersen en hann er verjandi sænska bankaræningj- ans Klarks Olufssons, sem á að koma fyrir Eystri landsrétt þenn- an sama dag. Verði Rordam verjandi Pet- ersens þarf því að fresta réttar- höldunum í nauðgunarmálinu. John Petersen Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066. Fréttir á Netinu ^mbl.is /\LL.Ta/= 677T//W4Ö NÝTl Stefán í 2. - 3. sæti Prófkjörsskrifstofa Bankastræti 11,2. hæð. Tökum þátt í prófkjörinu 30. janúar Laugardag ég pi hæð. Mér þætti vænt um ef þú vildir sýna mér þá vinsemd að heilsa upp á mig og fjöiskyldu mína í Bankastrætinu einhverntíma milli 15:00 og 18:00 og þiggja kaffiveitingar við undirieikSzymons Kurans. Prófkjörsskrifstofan verður opin aila daga fram að prófkjöri. Par verður alltaf heitt á könnunni. Síminn er 552 7125, en í hann verður svarað alian daginn fram á kvöld. Sjáumst á laugardaginn klukkan 15:00 í Bankastræti 11, annarri hæð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.