Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 31
NEYTENDUR
2,2% séreignarsparnaður sem bauðst frá síðustu áramótum
Hentar ekki stór-
um hópi fólks
Dæmi 1 og 2 eru raunveruleg dæmi sem fengin eru frá Halldóri
Birni Baldurssyni. Búið er að breyta nöfnum einstaklinganna.
Dæmi 1. Hjón: Eru bæði 50 ára gömul. Bjöm er með 135.000
kr. í laun á mánuði og Anna er með 99.000 kr. í laun.
Greiða ekki 2% í lífeyrissparnað Björn Anna
Lífeyrissjóðurinn 67.795 47.707
Almannatryggingar 25.806 25.806
Samtals krónur: 93.602 73.514
2% lögð fyrir í lífeyrissparnað til 67 ára aldurs
Gert er ráð fyrir 7% ávöxtun og að sparnaður sé tekinn út á 7 árum.
Lífeyrissjóðurinn 67.795 47.707
2% lífeyrissparnaður 16.995 12.463
Almannatryggingar 19.178 19.178
Samtals krónur: 103.968 79.348
Þrátt fyrir að úr 2% lífeyrisspamaðinum séu greiddar 29.458 kr. til þeirra
hjóna, þá skerðast bætur almannatrygginga um 13.256 kr. Þau hafa því
ekki nema 19.091 kr. meira fyrir skatta eða 11.772 kr. eftir staðgreiðslu skatta.
Dæmi 2. Einstaklingur: Hannes er 48 ára gamall og hefur 100.000 kr.
á mánuði í laun. Hann hefur greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi.
Greiðir ekki 2% í lífeyrissparnað
Lífeyrissjóðurinn 65.239
Almannatryggingar______________24.010
Samtals krónur: 89.249
2% lögð fyrir í lífeyrissparnað til 67 ára aldurs
Gert er ráð fyrir 7% ávöxtun og að spamaður sé tekinn út á 7 árum.
Lífeyrissjóðurinn 65.239
2% lífeyrissparnaður 15.258
Almannatryggingar_______________17.144
Samtals krónur: 97.641
Þrátt fyrir að úr 2% lífeyrisspamaðinum séu greiddar 15.258 kr. til Hannesar,
þá skerðast bætur almannatrygginga um 6.866 kr. Hann hefur því ekki nema
8.392 kr. meira fyrir skatta eða 5.149 kr. eftir staðgreiðslu skatta.
FRÁ síðustu áramótum gafst laun-
þegum kostur á að greiða 2% við-
bótariðgjald af launum í séreignar-
spamað og þurfa atvinnurekendur
að greiða 0,2% til viðbótar. Halldór
Björn Baldursson framkvæmda-
stjóri hjá Fjárfestingu og ráðgjöf
segir að í umræðu um þessi mál hafi
oft gleymst að benda á að slíkur
sparnaður hentar ekki öllum.
„Það má álykta útfrá þeim sem
við höfum verið að veita ráðgjöf um
þessi mál að undanfórnu að um
20-25% ættu frekar að velta fyrir
sér öðrum sparnaðarleiðum."
Hann segir að fólk eigi að flýta
sér hægt í þessum efnum og leita
sér ráðgjafar. „Það er hægt að
skipta þeim niður í nokkra hópa
sem virðast koma betur út með því
að leita annarra spamaðarleiða.
„Fyrst og fremst em það þeir sem
hafa lítil réttindi í sínum lífeyris-
sjóði þegar fram í sækir, einstak-
lingar með minna en sem samsvar-
ar 80.000 krónum á mánuði og hjón
þá 160.000 krónur. Þetta eru til
dæmis þeir sem eru tekjulágir eða
hafa vanrækt að greiða í lífeyrissjóð
í mörg ár sem falla í þennan hóp.
Þar eru einnig margir sem eru á
aldrinum milli fimmtugs og sextugs.
Sá aldurshópur hefur þurft að sætta
sig við skerðingar á lífeyrisréttind-
um sínum. „
Þegar Halldór Björn er spurður
hvaða sparnaðarleiðir fólk hafi þá
um að velja segir hann að þær séu
ýmsar og velti á aðstæðum viðkom-
andi.
„Fólk ætti eindregið að leita sér
ráðgjafar í þessum efnum og þess
má geta að við veitum fólki þessa
ráðgjöf því að kostnaðarlausu. Ein
sparnaðarleiðin byggist til dæmis á
því að viðkomandi spari til eftir-
launaáranna gegnum fjárfestinga-
tengdar tryggingar sem einnig eru
skattalega hagkvæmar. „Þennan
sparnaðarmöguleika bjóða Al-
þjóðalíftryggingafélagið, LIFIS,
Sun Life, Friends Provident,
Sameinaða líftryggingafélagið og
Allianz.
Samstarfsverkefni NS og verkalýðsfélaga
Fylgjast með verðlagi
og gera verðkannanir
FORSVARSMENN Neytenda-
samtakanna og verkalýðsfélag-
anna á höfuðborgai’svæðinu hafa
að undirfómu átt í viðræðum um
samstarf og verður samkomulagið
undirritað á næstu dögum. Það fel-
ur meðal annars í sér að sérstakur
starfsmaður verður ráðinn til að
hafa umsjón með gerð víðtækra
verðkannana og fylgjast með verð-
þróun og verðlagi.
Jóhannes Gunnarsson formaður
Neytendasamtakanna segir að
Neytendasamtökin hafi á umliðn-
„Lífræna
jóla-
kakan“
í UPPSKRIFT að jólaköku úr
lífrænt ræktuðu hráefni sem
birtist á neytendasíðu síðast-
liðinn fimmtudag kom fram að
þeyta ætti egg og reyrsykur
saman í upphafi. Hið rétta er
hinsvegar að þeyta á saman
reyrsykur og smjör og síðan
bæta í eggjunum. Þá er mjólk
bætt í og skafið með köntum,
þurrefnum bætt í og ávöxtum.
um árum átt mjög gott samstarf
við verkalýðshreyfinguna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum. „Við
höfum bæði starfað með heildar-
samtökum launafólks og átt þar
gott samstarf við ASÍ og BSRB.
Einnig höfum við starfað með
verkalýðsfélögum á ákveðnum
svæðum. Til dæmis höfum við um
árabil átt samstarf við verkalýðs-
félögin á Eyjafjarðarsvæðinu og
einnig í fleiri landshlutum. Við vilj-
um ræða við fleiri verkalýðsfélög
og gjarnan ná öflugra samstarfi
við verkalýðsfélög í ýmsum öðrum
landshlutum og erum þessa dag-
ana í viðræðum við BSRB um sam-
starf.“
Jóhannes segir að í samkomu-
laginu felist að sérstakur starfs-
maður verði ráðinn til að hafa um-
sjón með víðtækum verðkönnun-
um og verður leitað til fjölmiðla
með kynningar á þeim. „Þá verður
fylgst með verðþróun og verðlagi
og athygli einnig beint að greinum
þar sem fákeppni ríkir.“ Jóhannes
bendir á að verðkannanimar verði
ekki einungis gerðar innan land-
steinanna því þegar ástæða þyki til
muni verð á vörum verða borið
saman við það sem tíðkist í ná-
grannalöndum okkar.
Samkomulag Neytendasamtak-
anna og verkalýðsfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu mun gilda til
eins árs og verða endurskoðað að
þeim tíma liðnum. „Ég er viss um
að á þeim tíma tekst okkur að sýna
fram á brýna nauðsyn slíks sam-
starfs og að um framhald á því
verði að ræða.“
Líföndun
Að anda er að lifa
Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun
30. og 31.janúar
Langar þig til að fá aukna starfsorku og llfsgleði og sjá líf þitt í skýrara Ijósi?
Langar þig til að opna fyrir nýja möguleika og finna gleðina í líðandi stundu?
Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara.
Nýtur pú andartaksins?
Guðrún Amalds, símar 551 8439 og 896 2396.
_____________Bókanir og allar nánari upplýsingar._
söf falfs
•.pOftfd I
GOSSiP
Madcap rnoonlighting:
Only inNcw York Ciiy
would a hotshot young
lawyer (lie currently rep-
rcscnts Moomba and
Thc Giobc) fiml limc lo
culdvatc a sccond carccr
ns a spinning guru. Scott
Goldiinith, below, isjust
such a guy. Empioycd by
thc law firm Bnttlc
Fowlcr by day and
Crunch and Equinox by
night (actually, hc has
morning ctusscs, loo),
this Manhaltan nativc
ncwspin-
ning-only
g>'ni in East
Hampton,
wcrcconsistcnt-
lysoklout.*‘Spin-
ningismyoiitlct,"
saysGoIdsmitlt. "On
Ihc bike, I’m oncpart
decjay, onc partcoach.
Ilovctoscc pcoplcgct
lwokcd.” OtU Crnnch at
S9thSlrccl (2I2/75S-
3434), and Equinox Fít-
ncss Club at 63rd Strect
(212/75tM900) for Gdd-
smith's schcdulcs. For-
cign servicc: Eadt year,
morc than 125,000 pco-
ple travel to Iceland’s
BIuc Lagoon-
mincral-rich geo-
thcrmal pool,
smack-dab in
thcmiddic ofa
hvafidd-tocx-
pcricnce ils
skin-soothing
SilicaMud.ABOvE-
reputed to curc skin ail-
mcnts likc psoriasis—
can bc ordcred by call-
ing 011-354-426-8800.
Skin-caro ncws: Micro-
dcrmabrasion wiUi alu-
minumoxidc crysuls, dc-
vclopcd to rcsttrfacc
faces, Ædn’t takc long lo
migratc to thc body. In
thc Chicago arca, Stcvcn
Bloch, M.D., istisingthc jW
proccdurc (hc rrfcrs to it I.V
as thc Parisian Pcd) lo fjjk
trcat thc dclicatcskin ÆF
of thc chcst. and í‘ot|Ík
strctchmarksonarca-
Jikc thc abdomcnaiKitM
hips. “It reftncs and bgl'’
cns skin, whilc mítp'^w
mizing sun damagc ,m. %
agc spots,” says Blcc
"Strctch marks arc Æ,
ficultlocliminate, •#
Húðvörur Bláa lónsins fengu
óvænta kynningu í Vogue
Pantanir
streyma frá
Bandar íkj unum
í SÍÐASTA desemberhefti tísku-
tímaritsins Vogue er stór mynd af
kísiláburði Bláa lónsins og þar
greint frá því að rúmlega 125.000
manns heimsæki Bláa lónið á ári
hverju sér til heilsubótar. Bent er á
að nú sé hægt að fá kísilinn í formi
áburðar en hann henti sérstaklega
fólki með psoriasis. Að lokum er
bent á símanúmer fyrirtækisins hér
á landi.
„Við höfðum ekki hugmynd um
að Vogue tímaritið væri með þessa
umfjöllun fyrr en pantanir fóru að
streyma til okkar símleiðis frá
Bandaríkjunum," segir Ása Brynj-
ólfsdóttir lyfjafræðingur hjá Bláa
Lóninu - Heilsuvörum ehf.
„Þá höfðu einnig samband við
okkur forsvarsmenn þýska tísku-
ritsins Bunte sem fóru fram á að fá
sýnishorn og kynningarefni þar
sem þeir í kjölfar greinarinnar í
Vogue hygðust fjalla um húðvör-
umar í Bunte.
11 vörutegundir
Ása segir að vörur frá Bláa Lón-
inu - Heilsuvörum ehf. hafi verið á
markaðnum frá árinu 1995 en þá
kom rakakremið þeirra á markað.
Þróunarvinna hófst árið 1993 og
hún hefur verið stöðug síðan. „Við
höfum verið að bæta við og breyta
og vorutegundirnar okkar eru nú
orðnar ellefu talsins.
Við framleiðum húðvörur sem
ætlaðar eru þurri húð. Uppistaðan
í þeim era sölt úr lóninu, kísill og
blágrænn þörangur sem vex í lón-
inu. Þá notum við ísotónískt vatn í
húvörulínuna okkar en það hefur
sama saltstyrk og frumurnar í
húðinni sem gerir að verkum að
Sölustjóri á íslandi
Norskt fyrirtæki, sem hefur átt vinsældum að fagna í heimasölu, leitar að
sölustjóra/söluleyfishafa (franchise) á íslandi. Vörurnar okkar eru snyrti-
og húðvörur, sem innihalda náttúruleg efni og jurtaolíur. Við getum
boðið þér gæðavörur og örugga afhendingu, sölu- og upplýsingakerfi af
bestu gerð, góðan stuðning og frelsi til að byggja upp sölukerfi í landinu
og tryggja þér ágóða. Við gerum ráð fyrir að þú hafir reynslu af MLM eða
heimasölu og að þú sjáir um að móta gott sölukerfi. Við óskum eftir
skriflegri umsókn í bréfi eða á faxi á ensku eða dönsku/norsku/sænsku.
Við hlökkum til að taka við umsókn þinni, helst fyrir iok janúar.
•
m fM i g— Shine A/S, PB 23, 1322 Hovik, Norge
I \ |_ Sími 0047 6710 2190
I | \J |_ Fax 0047 6710 2199
hún á auðveldara með upptöku á
virkum efnum.“
Ása segir að þróun húðvaranna
sé unnin í samráði við húðlækna
svo og franska sérfræðinga í
snyrtivöraiðnaði.
Aðspurð hvernig húðvörur selj-
ist segir hún söluna hafa vaxið
mjög mikið frá ári til árs og þess
má geta að gestafjöldinn í Bláa
lóninu hefur einnig aukist mikið en
í fýrra heimsóttu það rúmlega
170.000 gestir. „Fram til þessa
höfum við einungis selt vörarnar á
heimamarkaði og samkvæmt pönt-
unum sem hafa borist erlendis frá
á Netinu, með pósti eða símleiðis.
„Við hyggjumst hinsvegar reyna
fyrir okkm- á erlendum markaði á
þessu ári og vörarnar fást nú þeg-
ar í Danmörku. Við finnum fyrir
miklum meðbyr og ætlum að sjá
hvemig gengur að selja þessa vöra
á hinum Norðurlöndunum og
einnig í Frakklandi, Þýskalandi og
Bandaríkjunum.“