Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 36
36 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Óþrjótandi
mög’uleikar
Vinsælasta lófatölva heims er PalmPilot og
sækir stöðugt í sig veðrið. Árni Matthías-
son tók tali íslenska hugbúnaðarsmiði sem
hafa hannað fiskmatskerfí fyrir tölvuna
og stefna á frekari verkefni.
BiimiraanMi^ ? ■•gMjsJ
f 0» £<* Viev, Qo Fflvaio* u* wm
T* - 'Ú a AJ 0 § 2I í
Back i'i.'Lfií. Stop Reíiesh Home Stwich Favoiiej Htsloty Channeh Fi&creen
VINSÆLASTA lófatölva heims er
PalmPilot og sækir stöðugt í sig
veðrið þrátt fyrir harðnandi sam-
keppni. Helst hafa einstaklingar
nýtt sér tölvuna til að vista ýmsar
upplýsingar og bera með sér hvert
á land sem er en sífellt fleiri fyrir-
tæki eru tekin upp á að nota Pal-
mPilot, sem býður vissulega upp á
mikla möguleika.
PalmPilot er gjarnan nýtt til þess
að vista símanúmeraskrá, dagbókar-
færslur og viðlíka. Nýrri gerðir
hennar hafa aftur á móti fjölmörg
sóknarfæri sem byggjast á auknum
tengimöguleikum við aðrar tölvur, í
gegnum símanet eða jafnvel útvarps-
net. Til að nýta þau sóknarfæri hafa
fjölmörg fyrirtæki sprottið upp á síð-
ustu árurri sem hannað hafa hugbún-
að fyrir PalmPilot, þar á meðal ís-
lenskt fyrirtæki, Norræn hönnun,
NCD, sem varð til við samruna Nor-
rænnar hönnunar og Hjálpar - hug-
myndabanka, og lauk fyrir
skemmstu við hugbún-
að fyrir fiskmatsmenn
SÍF.
Innan NCD starfar þriggja
manna hópur að því að smíða hug-
búnað fyrir PalmPilot, Davíð Guð-
jónsson, Hjörtur Ólafsson og Ingi
Gauti Ragnai-sson, en PalmPilot
deildin er hluti af átján manna
starfsliði NCD. Systurfyrirtæki
NCD er grafík- og eftirvinnslufyrir-
tækið Rauði dregillinn, en þar vinna
tíu manns. Fyrirtækin eru í eigu
sömu aðila.
Verkefnið fyrir Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF, bygg-
ist á því að fiskmatsménn SÍF bera
með sér PalmPilot-tölvu og nýta í
mati á fiski í stað þess að fýlla út
skýrslur á pappír. Gögnin sem þeir
skrá inn í tölvuna eru síðan send á
3ka4un«<m«4ut:
Einkunnir:
Vígt '?oH
Ot»dafloUni<. Qott
StMUarfloUcur Oott
Snytting. í Ugi *
FlftunMjtning'. Í»«8Í*
Bl»»: ÍMjl-
Li U0i •
Oimahioiruur. Hafri«4
Gæðaeftirlitskerfi
FtamUUjntfi: Outfmundut CMdtftseon
Satt: J l49i ♦
Ftágjngur Hafnaó +
U*tfdna«t: Hafnað-*
Biítti; Hafnadt
Múi «0 búnadur: \ iaai s
FtamUidslubúnadur. i
MMlitMki 00 pi b: ■ lagtfftjrí
Hitastig t voikun' *1«
HiUítig i kaali: -4'
Lotuskraningar:
Ð,'úno»i0l' Natirfst.
K
SSBBBBESSEBBSnBBISS
04.07ÆOOO <2>
. Intwnet zcne
aðalskrif-
stofu SÍF
með aðstoð
GSM-síma frá
Ericsson og Nokia og þar fara þau
sjálfkrafa inn í upplýsingakerfi sam-
bandsins. A innraneti fyrirtækisins
geta þeir sem hafa þar aðgang síðan
skoðað upplýsingarnar á vefsíðu jafn-
óðum og þær .berast, en eðlilega er
einnig hægt að keyra úr kerfinu, sem
byggist á Access gagnagrunni,
upplýsingar um hváðeina, fá yf-
irlit yfir birgðastöðu, gera saman-
burð og fá fram gæðasögu framleið-
enda svo dæmi séu tekin og auðveld-
ar þannig SÍF að vera sífellt með
nýjustu upplýsingar á takteinum
vegna útflutnings á fiski.
Starfsmenn NCD segjast hafa átt
frumkvæði að kerfínu, en ljúka lofs-
orði á yfirmenn SIF fyrir það hversu
fljótir þeir hafi verið að átta sig á
möguleikum tækninnar. „Þeir sáu
strax í hendi sér að með þessu móti
bærust upplýsingar mun hraðar inn
i kerfið og einnig myndaðist merki-
leg gæðasaga einstakra framleið-
enda, en ekki hefur verið vinn-
andi vegur að skrá inn í tölvu allt
það sem skoðunarmenn hafa
hripað á blað á ferðum sínum.
Einnig er mun auðveldara og
fljótlegra fyrir skoðunar-
menn að vinna störf sín því í
tölvunni er gagnagrunnur
sem gejmiir upplýsingar
um framleiðendur og öll
skoðunaratriði og einfalt að velja
skoðunaratriði úr valmyndum eftir
því sem við á. Við lögðum líka tals-
verða vinnu í að greina hvaða athuga-
semdir menn gerðu vegna skoðunar
og stöðluðum það, þannig að einnig er
einfaldara að velja athugasemdir, en
vitanlega geta menn enn gert eigin
athugasemdir kjósi þeir svo. Það er
aftur á móti gert á tölvuskjáinn með
„pennanum“ sem fylgir tölvunni og
því eru þær upplýsingar líka vistaðar
í grunni SÍF.“
Þeir félagar segja að í sjálfu sér sé
ekki ýkja mikið mál að forrita
PALMPILOT tölva með fisk-
matskerfíð upp sett, en slíkar
vélar munu matsmenn SIF bera
með sér hvert á land sem er og
senda upplýsingar inn eftir
þörfum um GSM- síma.
íyi’ir PalmPilot, en þeir hafi þó rekið
sig á sitthvað óvenjulegt, meðal ann-
ars að samskiptahugbúnaður
3Com var í fyrstu full hægvirk- '&■
ur. „Þannig tókst okkur að
stytta gagnasending
artímann til muna, úr
sjö mínútum niður í
hálfa aðra. Einnig
gekk illa að nota inn-
rautt tengi símans til
þráðlausra sendinga, en
á PalmPilot er einmitt
innrautt tengi einnig.
Fyrir vikið nota menn
sérstakt mótald sem
hannað er fyrir Pal-
mPilot og tengja GSM
símanum með snúru.
Við bíðum síðan eftir
því að fá nýja útgáfu af
samskiptahugbúnaðin-
um, en starfsmenn
3Com eru að endur-
bæta hann. Þar á
bæ komu
menn af
fjöllum
þegar við
sögðum
þeim
frá
vandræðum okkai' með innrauða
tengið, enda vii'ðist enginn hafa reynt
að nýta tölvuna á þennan hátt íyrr.“
NCD-menn segjast hafa fundið
fyrir áhuga og velvild innan 3Com,
fyrirtækisins sem framleiðir Pal-
mPilot, á verkefni þehTa fyrir SÍF,
enda sé fyrirtækið að hvetja menn
um heim allan til að auka notkunar-
möguleika lófatölvunnar og þá sér-
staklega fyrir fyrirtæki. Þeir segja
og að mikið sé að gerast á því sviði
og þeir hafa reyndar kynnst grósk-
unni af eigin raun á árlegri þróunai'-
ráðstefnu vestur í Kaliforníu. Þar
voru þúsundir forritara, hönnuða og
sölumanna saman komnar til að sýna
verk sín og sjá annarra.
Að mati NCD-manna býr Pal-
mPilot yfir ótal möguleikum eins og
verkefni þeirra fyrir SIF sanni.
Nefna sem dæmi að hægt sé að fá
ýmsar sérgerðir tölvunnar, til að
mynda með strikamerkjalesara, og
einnig horfi menn mjög til þess
hvaða kostum næsta gerð PalmPilot
verði búin, en ný útgáfa hennar
verður kynnt á þessu ári. Sú verður
víst þeim kostum búin meðal annars
að vera sífellt í sambandi við Netið
um sérstakt útvarpsnet, en hún er
með innbyggðum móttakara. Mögu-
leikar núverandi gerða eru aftur á
móti langt í frá fullnýttir að mati
þeirra félaga og með samtengingu
við GSM síma geti menn lesið efni af
vefnum, sótt og sent tölvupóst, upp-
fært gögn í grunni og þar
fram eftir götunum. Fjöl-
magir sækja til að mynda
^ inn á tölvuna sérstakar út-
gáfur dagblaða og lesa síðan
við hentugleika, eða bera með
sér leiðbeiningar- eða handbæk-
ur, hægt er að safna í tölvuna
skráningarupplýsingum og senda
með GSM síma eða lesa inn á tölvu
þegar komið er á skrifstofuna og svo
má telja. Möguleikarnir eru nánast
óþrjótandi að mati þeirra NCD-
5- manna og þeir þess albúnir að nýta
sér þá.
PalmPilot og Psion
PalmPilot og Psion tölvurnar
hafa mikla markaðsyfirburði á
sínu sviði og PalmPilot reyndar
nánast allsráðandi þegar lófa-
tölvur eru annars vegar. Ólíkt al-
mennum einkatölvum eru þær
báðar með eigin stýrikerf og
RISC örgjörva; í heimi smá-
tölvanna hafa risar eins og Intel
og Microsoft lítið að segja.
ClSC-örgjörvar Intel henta illa
fyrir litlar tölvur, þeir eru of
flóknir og hitna of mikið og eyða
þar að auki allt of mikilli orku
miðað við afköst. Álíka er upp á
teningnum þegar litið er til stýri-
kerfsins; Windows stýrikerfi
Microsoft er þvílíkt skrímsl orðið
að verulegur hluti reiknigetu
tölvunnar fer í það eitt að þjóna
því.
Microsoft hefur meðal annars
brugðist við samkeppninni með
því að senda frá sér sérstaka
fituskerta útgáfu af Windows,
Windows CE, sem er ætlað fyrir
RlSC-örgjörva. Fyrstu útgáfu
þess var reyndar ekki vel tekið,
þótti meingölluð og upp full með
böggum, en sú útgáfa sem nú er
notuð, 2.0, öllu betri. Margir
framleiðendur hafa einmitt veðj-
að á Windows CE í vélar og telja
að það eigi eftir að auðvelda
flutning forrita úr Windows um-
hverf yfir í smátölvurnar.
Lófa- og vasatölvur hafa þann
ókost helstan að vera lyklaborðs-
lausar eða með lyklaborð sem
ekki er nema fyrir mjög hand-
netta. PalmPilot er með skjá sem
skrifa má á með sérstakri skrift
sem fljótlegt er að læra og einnig
er hægt að smella á „lyklaborð" á
skjánum. í vasatölvuheiminum
er Psion með mesta markaðs-
hlutdeild, en lyklaborðið á þeim
tölvum er ekki nema rétt til að
slá inn nauðsynlegustu upplýs-
ingar og stutt skilaboð. Á því
sviði sjá keppinautar PalmPilot
og Psion sér leik á borði, því þeir
hafa margir kynnt kjöltutölvur
sem eru með nánast fullvaxið
lyklaborð og prýðis litaskjá og
ke.yra Windows CE. Rafhlöður í
slíkum tölvum endasr frá fimm
og upp í tíu klukkustundir sem
gerir þær að fýsilegum kosti fyr-
ir þá sem eru mikið á ferðinni og
þurfa sífellt að vera að skrifa.
Flestir aðrir kunna eflaust betur
að meta að geta stungið tölvunni
í vasann og þurfa ekki að hafa
áhyggjur af rafhlöðunum vikum
saman. Þegar við bætist að hægt
er að fá fyrir PalmPilot fyrirtaks
lyklaborð, sem tekur ekki meira
pláss en tölvan þegar búið er að
brjóta það saman, er erftt að sjá
hvaða tölva á eftir að velta henni
úr sessi.
Fótbolti
í fyrstu persónu
LiberoGrande
LiberoGrande, leikur fyrir
PlayStation frá Namco.
TIL ÞESSA hafa flestir leikir sem
fjalla um fótbolta verið afar keimlíkir,
annaðhvort er verið að sparka bolta
og reyna að skora allan tímann þar
sem notandinn stjómar þeim liðs-
manni er hefur boltann þá stundina
eða hann stjórnar heilu liði með þvi að
taka mikilvægar ákvarðanir um kaup
á leikmönnum, annast fjármál liðsins
og taka stórar ákvarðanir um hag
þess.
Nýlega kom út leikur sem grein-
arhöfundur spáir að muni breyta
talsvert sniði fótboltaleikja. Leikur-
inn nefnist LiberoGrande og er einn
af fáum fótboltaleikjum þar sem sá
sem leikur velur sér einn liðsmann
og „er“ hann allan leikinn.
Þetta veldur því að leggja þatf
áherslur á annað og fleira en þurft
hefur í leikjum til þessa. Til dæmis má
aldrei sleppa manninum úr augsýn
ásamt því að nú öðlast allar leikjaá-
ætlanir nýja merkingu, nú getur skipt
öllu máli að viðkomandi standi sig í
hverri áætlun og fylgir því meiri
ábyrgð en sýnd hefur verið tíl þessa.
Hægt er að velja um töluvert mörg
sjónarhom en skemmtilegt er að
spila leikinn frá fyrstu persónu sjón-
arhorninu því það gerir hann afar
raunverulegan, nokkuð sem til þessa
hefur nokkuð skort í íþróttaleikjum.
Valið stendur á milli aragrúa leik-
manna sem allir hafa nákvæmlega
sömu persónueinkenni í leiknum og í
raunveruleikanum. Allar hreyfingar
leikmanna eru af-
ar liprar og flottar
sem, eins og fót-
boltaleikjaunnend-
ur vita, skiptir
miklu máli ef horft
er á í návígi.
Grafík leiksins er af-
ar vel unnin og ásamt
góðri greind allra leik-
mannanna á vellinum gef-
ur hún leiknum nákvæm-
lega þá ímynd er framleið-
endur ætluðu honum; aukinn
raunveruleika og aukna ábyrgð.
Ef fótboltaaðdáandi leynist í ein-
hverjum er lesa þessa grein ætti
leikur þessi að vera kjörinn bæði til
þess að ná aukinni æfingu í leikkerf-
um og fleiru, sem og til að skemmta
sér vel í afar góðum leik.
Ingvi M. Árnason