Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 42

Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 42
42 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bækur og bókabúðir „Það sem skrifað er um bœkur í blöð hefur bæði áhrifá kaupendur og starfsfólk og er talið brýnt að þessi umfjöllun verði aukin. “ Fyrír nokkru átti ég þess kost að reika um bókabúðir í London og kynna mér hvað þar var á boðstólum. Úrvalið var mikið og það vakti athygli hve vel bæk- umar voru flokkaðar og að- gengilegar í búðinni. Sama er að segja um bókabúðir í Boston sem eru þó enn nýtískulegri en í London, ekki síst vegna þess hve kaupandinn getur látið fara vel um sig þar. Notið veitinga í bókakaffi, tyllt sér í sófa með bók. Ljóst er að Reykjavík vill líka vera bókaborg. Bókakaffl er starfandi hér í húsakynnum Máls og menn- VIÐHORF ingar og innan ----- skamms eða í Eftir Jóhann vor mun Hjálmarsson mundsson J Austurstræti bjóða upp á eitt slíkt þar sem Café Tröð var áður. Skoðunar- ferð um breytta bókabúð Ey- mundsson í Austurstræti ásamt forstjóranum Gunnari Dungal og afgreiðslufólki búðarinnar sannfærði mig um að það er líka hugur í Eymundsson. Stærsta bókabúð landsins mun vera Ey- mundsson í Kringlunni og er þá fyrst o g fremst átt við verslun með bækur, fátt annað. Að sögn Gunnars nær Kringlubúðin til sífellt fleiri bókamanna en þeir hafa eftir því sem hann segir einkum vanið komur sínar í Austurstræti. Viðskipti hafa aukist að mun í Austurstræti eftir breytingar, enda er þar nú mun þægilegri búð en áður, létt yfir innrétting- um og starfsfólki. A fyrstu hæð er íslenska bókadeildin, stækkuð barna- deild í kjallara ásamt ritfóngum og erlend bókadeild uppi. Þegar ég gekk um búðina í lok desember settu jólabækum- ar mestan svip á hana, en ýmis- legt fleira var að sjá. Eldri bók- um var ekki úthýst. Það er stefna að þær séu líka fáanleg- ar. Mikið úrval ferðahandbóka og tungumálanámskeiða var í boði. Eg fékk að vita að þetta héldist oft í hendur og væri vinsælt. Hljóðbækur seljast líka mjög vel, kaupendurnir eru ekki síst eldra fólk. Lögð er áhersla á hlýlegt um- hverfi og að afgreiðslufólk sé upplýst um bókamál, stjómend- ur sækjast eftir því. Af- greiðslutími hefur líka verið rýmkaður og er opið til kl. 22 á kvöldin alla daga sem kemur sér einkar vel fyrir þá sem vinna fram eftir og um helgar og þurfa að nýta ritfangadeild- ina m. a. Þótt erlenda deildin geti varla talist viðamikil enn sem komið er getur fólk fundið þar ýmis- legt við hæfi. Afþreyingarbæk- ur eru í meirihluta en líka má fá bókmenntaverk og kiljur eru margar. Algengt er að sögn af- greiðslufólks að viðskiptavinir kaupi eina til fjórar kiljur í einu, einkum fyrir helgar og önnur leyfi. Hilla með svokölluðum nýaldarbókum er vinsæl og þeir sem sækjast eftir þeim eru áhugasamir þótt þeir gefi ekki öðmm bókum verulegan gaum. Athyglisvert var að heyra þær skoðanir afgreiðslufólks að skrif og kynningar í blöðum hafi mikil áhrif og skiptir þá ekki máli hvort dómar eru góðir eða vondir. Það sem skrifað er um bækur í blöð hefur bæði áhrif á kaupendur og starfsfólk og er talið brýnt að þessi umfjöllun verði aukin. Ekki sé látið nægja að skrifa um nýjar íslenskar bækur. Einstakir erlendir höfundar seljast afburðavel, einkum metsöluhöfundarnir sem efstir eru á sölulistum og meðal þess sem sóst er eftir af erlendum bókum eru hvers kyns rit um hönnun. Dræm sala er í ljóða- bókum en einkum fást sígild ljóðasöfn hjá Eymundsson í Austurstræti. Eitthvað, en lítið, er eftir samtímaskáld. Þó má fá hljóðbækur með t. d. lestri Ted Hughes á eigin verkum. Bókabúðir þurfa að verða virkari, til dæmis með því að vera í nánari tengslum við les- endur og höfunda. Bókakynn- ingum hefur að vísu fjölgað en enn meira má gera til að vekja athygli fólks á bókum. Spjall eða fyrirlestrar um bókmenntir eiga vel heima í bókabúðum og það er nauðsynlegt að bóksala sé ekki bara háð jólum. Menn kaupa bækur ekki aðeins til gjafa heldur eigin nota eins og afgreiðslufólk bókabúða veit. Fyrirgreiðsla við kaupendur þarf að aukast. Reyfarar seljast að vísu gríðarlega en það eru fleiri en reyfarasólgnir sem koma í bókabúðir. Bókaþjóðin er sífellt umræðu- og undrunarefni. Stundum get- ur maður þó efast. Það lítur jafnvel út fyrir að bókabúðir þurfi að gera út á annað en bók- menntaáhuga. Markaðurinn og eftirspumin geta kallað á msl og þá þarf að þjóna því. Þetta er dapurlegt en enginn veit hverj- um það er að kenna, eða hvað? I vaxandi mæli hafa íslenskir höfundar snúið sér að reyfara- skrifum. Stundum gæti maður haldið að þeir væm að keppa við kvikmyndir í lýsingum sín- um og persónugerðum. Sumir þssara höfunda em ákafir bíó- gestir og hafa atvinnu af því að sitja í kvikmyndahúsum og gefa skýrslur um það sem fyrir augu ber. Vissulega getur það ekki talist neikvætt að samdir séu ís- lenskir reyfarar, útlendingar ættu ekki að hafa einkaleyfi á reyfaragerð. En er það ekki fyrst og fremst markaðurinn sem kallar? Vonandi er þetta og framboð bókabúðanna á reyfumm ekki neitt sönnunargagn um kynslóð eða kynslóðir sem hafa gefist upp á að lesa góðar bókmenntir. Sennilega eru þetta bara þeir sem vilja láta mata sig en leggja ekki á sig það erfiði að glíma til dæmis við bók sem ekki er auð- lesin en hefur þá kosti að gefa lesandanum meira af sér en venjulegt er. Hér er verkefni sem ekki verður velt alfarið yfir á bókabúðir en fjölmiðlamir eiga að sinna eftir bestu getu. UMRÆÐAN Leikskólakennara, nema hvað? LEIKSKÓLAR eru nauðsynlegir í samfélag- inu í dag. Þessa full- yrðingu geta sjálfsagt flestir tekið undir og kemur þar margt til. Fyrst og síðast er það þó þörf barnsins fyrir að vera samvistum við jafn- aldra í skapandi og öruggu umhverfi. Hversu lengi barnið er í leikskólanum fer síðan efir aðstæðum hverrar fjölskyldu. En hverjir eiga að vinna í leikskól- um? Þessari spurningu munu þeir sem til þekkja sjálfsagt flestir svara, þeir sem til þess hafa mennt- un, þ.e. leikskólakennarar. Alþingi Islendinga hefur að minnsta kosti komist að þeirri niðurstöðu og ákvarðanir löggjafans ber að virða og fara eftir, eða hvað? Gæði eða gæsla Nú er það svo, því miður, að menntunartilboð fyrir leikskóla- kennara hafa ekki haldist í hendur við öra uppbyggingu leikskóla. Þar hefur ríkisvaldið ekki staðið sig í að framfylgja lagaákvæðum sem segja afar skýrt, að þeir sem starfa við uppeldi og menntun bama í leikskólum skuli hafa leikskóla- kennaramenntun. Við þessar aðstæður hefur þurft að grípa til þess ráðs að ráða ófaglært fólk til að sinna störfum leikskólakennara og er það reyndar ekkert nýtt af nálinni. Þannig hefur það alltaf ver- ið. En það sem hefur breyst er, að til leikskólans em stöðugt gerðar auknar faglegar kröfur, sem ein- faldlega þýðir að þessum störfum verða leikskólakennarar að sinna ef leikskólinn á að standa undir nafni en ekki „bara vera gæsla; góð, slæm eða meðallagi“. Þar skiptir stærð eða skipulag leikskólans engu máli. Ágreiningur Á meðan þetta ástand ríkir er að sjálfsögðu afar brýnt að gott samstarf sé á milli þeirra sem menntunina hafa og hinna sem hafa hana ekki. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing ríki milli þessara hópa og rígur og togstreita lúti í lægra haldi. Ein for- senda þess er, að þeir síðarnefndu Menntun Það er forgangsverk- efni, segir Björg Bjarnadóttir, að gert verði stórátak í því að mennta fleiri leikskólakennara. geri sér grein fyrir og viðurkenni mikilvægi þess að menntað fólk vinni í leikskólanum og séu meðvitaðir um það að lög um leikskóla veita þeim ekki rétt til starfsins. Að frumkvæði menntamálaráðu- neytis gerði Félag íslenskra leikskólakennara heiðarlega tilraun til að komast að samkomulagi við Starfsmannafélagið Sókn um það hvernig væri staðið að ráðningu ófaglærðra og hvaða réttarstöðu þeir hefðu í leikskólum. Það er skemmst frá því að segja að ekki náðist samkomulag milli þessara aðila vegna þess að það var staðföst skoðun formanns Sóknar að ófaglærðir skyldu hafa jafnan rétt til fastráðningar og leikskólakenn- arar. Það var hins vegar ekki skoðun undirritaðrar og jafnframt dreg ég í efa að það sé almenn skoðun ófaglærðra sem í leikskólun- um starfa. Forgangsverkefni Hvernig er hægt að bregðast við þessum vanda? Að mínu mati er það forgangsverkefni að gert verði stórátak í því að mennta fleiri leikskólakennara. Mörg sveitarfélög eru með hugmyndir og áætlanir í þá veru að styðja núverandi starfsfólk sem vinnur án réttinda í leikskólum til að fara í nám, og ber að fagna því. Hins vegar er það fyrst og fremst á ábyrgð menntamál- aráðherra að leita leiða til að fram- fylgja megi lögum um leikskóla hvað varðar menntun þeirra sem þar starfa. Leikskólakennarar vænta mikils af því starfi sem áfor- mað er að vinna í nefnd þar sem m.a. fulltrúar menntamálaráðuneyt- is, Félags íslenskra leikskólakenn- ara og Sambands íslenskra sveit- arfélaga munu sitja í. Nefndinni er ætlað að skoða stöðuna í dag með tilliti til leikskólakennaraskorts og gera tillögur um úrbætur. Brýnt er að þessi vinna hefjist sem fyrst og verði hraðað, því það liggur á. Höfundur er formaður Félags fs- lenskra leikskólakennara. Björg Bjarnadóttir Skapa dómstólar rétt? HREINN Loftsson hæstarétt- arlögmaður hefur í þremur grein- um í Mbl. fjallað um tvær grund- vallarspurningar réttarheimspeki, þ.e. hvort aðeins ein rétt úrlausn er í réttarágreiningi og hvort dóm- stólar skapa stundum rétt eða ein- ungis finna hann og beita honum. Tilefni hugleiðinga þessara var málfundur haldinn 7. nóv. sl á veg- um lagadeildar Háskóla Islands undir yfirskriftinni „Staða dóm- stóla í vitund þjóðarinnar - ímynd og veruleiki". Þar var deilt um það réttarheimspekilega álitamál, hvort í dómsmáli getur aðeins verið til ein rétt niðurstaða. Prófessor Sigurður Líndal deildi hart á Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmann fyrir að halda fram hugmyndinni um „eina rétta niður- stöðu“, sem væri svo vitlaus, að vart fyndist sá maður á Vestur- löndum, er slíku héldi fram. Að hyggju Hreins voru það ekki fræðin, sem skiptu máli í þeirri orðasennu, heldur hefði „átt að koma höggi á Jón Steinar og hug- myndir hans.“ Hreinn kvaðst hafa bent á, að einn kunnasti réttar- heimspekingur Vesturlanda, próf. Ronald Dworkin við háskólann í Oxford, héldi einmitt fram líkri kenningu og Jón Steinar. Það hélt þó ekki aftur af Sigurði, sem þá beindi brandi sínum að hinum er- lenda réttarheimspekingi og sagði bækur hans „illlæsilegar og illskilj- anlegar". Náttúruréttur gegn réttarsethyggju Á okkar tímum hefur Ronald Dworkin átt þátt í að hefja náttúr- urétt til fyrri virðingar. Hann hefur talið rangt, þegar ýmsir hafa, svo sem H.L.A. Hart, í nafni réttarset- hyggju (legal positi- vism) haldið fram, að meginstafir laga (legal principles) séu ekki þættir í gildandi rétti, heldur einungis efni- viður í réttarreglur. Samkvæmt norrænni réttarhefð eru megin- stafir laga (rets- grundsætninger) þó yf- irleitt taldir til sjálfrar réttarskipunarinnar. I þriðju grein sinni í Mbl. 24. des. sl. lætur Hreinn þess getið, eins og mjög fréttnæmt sé, að Sigurður Líndal hafi staðhæft, að dómstólar eigi að hafa vald til að búa til nýjar réttarreglur. Þá staðhæfingu telur Hreinn fráleita, og einnig þar leitar hann vafasams stuðnings í Ronald Dworkin: Hlutverk dómstóla sé að finna réttarreglur en ekki að skapa Lögréttur Munurinn á lög- gjafanum og dómstól- um er sá, segir Sigurð- ur Gizurarson, að löggjafinn stendur frjálsar gagnvart réttarkerfinu. þær, enda segi í 60. gr. stjórnar- skrárinnar, að dómstólar skuli ein- ungis dæma eftir lögunum. Þar merki orðið „lög“ þó ekki einungis lög sett af Alþingi, heldur lög í víðtækustu merkingu, þ.m.t. óskráða meginstafi laga (legal principles). Dómarar komi orðum að réttarreglum en skapi þær ekki. Vestræn réttarhefð íslenzkur réttur er angi af vestrænni rétt- arhefð. Fræðimenn fyrri alda héldu fram, að dómstólar sköpuðu ekki rétt, heldur ein- ungis fyndu hann og kvæðu á um hann. En frá því að náttúrurétt- arkenningar lentu á undanhaldi á síðustu öld, hefur sú kenning rutt sér til rúms í vestrænni réttar- hefð - bæði á meginlandi Evrópu sem í engilsaxneskum löndum - að dómstólar hafi réttarskapandi vald. I svissnesku kröfuréttarlögbókinni, er þetta vald dómstóla beinlínis lög- fest. I ljósi þessa skýtur skökku við, hvað Hreinn telur merkilegt við kenningu Sigurðar Líndals. Hún er ekkert annað en það, sem í um hundrað ár hefur verið ríkjandi viðhorf á Vesturlöndum. Fordæmi dómstóla og virðing sú, sem þeim er sýnd, eru álitin af mörgum til marks um réttarsköpun þeirra. Ýmis réttarsvið, eins og t.d. skaðabótaréttur, hafa einkum þró- azt fyrir tilverknað fordæma. Dóm- stólar á Norðurlöndum kváðu svo á, að vinnuveitendur beri ábyrgð á skaðaverkum starfsmanna sinna, en áður höfðu þeir hafnað kröfum þeirra, sem héldu slíku fram. Alþingi kom þar hvergi nærri, þeg- ar íslenzkir dómstólar tóku sinna- skiptum í þeim efnum. Spurning er því, hvort reglan um vinnuveit- endaábyrgð var til, áður en dóm- Sigurður Gizurarson I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.