Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 50

Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 50
V 50 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT STEFÁNSSON + Benedikt Stef- ánsson bóndi í Minni-Brekku í Fljótum fæddist 27. apríl 1915. Hann lést á sjúkrahúsinu Siglufírði 5. janúar síðastliðinn. Faðir hans var Stefán Benediktsson bóndi á Berghyl í Austur- Fljótum, f. 17. októ- ber 1883, d. 12. maí > 1922, fórst með fískiskipinu Maríönnu ásamt fleiri mönnum úr Fljótum. Móðir Benedikts var Anna Jóhannesdóttir, f. 12. september 1882, d. 17. júní 1973. Systkini Benedikts voru: Sigrún, f. 8. desember 1905 á Þrasastöðum í Stíflu í Skaga- fírði, d. 17. júní 1959; Steinunn, f. 9. nóvember 1907 á Haganesi, Vestur-Fljótum, d. 23. júní 1995; Guðný, f. 4. apríl 1911 á Stóra- Grindli, Vestur-Fljótum, dvelur nú á ellideild Sjúkra- hússins á Siglufirði; Þórunn, f. 4. október 1912 á Stóra-Grindli, Vestur-Fljótum. Næstur í röð- inni var Benedikt, þá Jónas, f. 22. september 1917 á Berghyl, nú búsettur í Skálahlíð Siglu- firði. Yngst var Sigurbjörg, f. 20. janúar 1922 á Berghyl, nú búsett í Reykjavík. Við fráfall föður síns fór Bene- dikt í fóstur til hjónanna Guð- mundar, föðurbróður síns, og Jónu Guðmundsdóttur, sem lengst bjuggu á Berghyl og átti Benedikt þar heimili til þess >. tima að hann stofnaði sjálfur heimili. Hann kvæntist árið 1942 Kristínu Pálsdóttur frá Hvammi í Fljótum, f. 26. nóvem- ber 1921. Þau hófu búskap 1939 á Móafelli í Stíflu, fluttust það- an að Hvammi til foreldra Kristínar árið 1941 og voru þar til vors 1943 en þá fengu þau til ábúðar hluta jarð- arinnar Sléttu í Holtshreppi. Tveim- ur árum síðar kaupa þau jörðina Minni-Brekku í sömu sveit og varð það þeirra framtíð- arheimili. Nokkru síðar fór í eyði jörð- in Minni-Þverá, sem var næsti bær og keyptu þau Benedikt og Kristín hana til landnylja. Kristín lést 9. maí 1974 á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks. Benedikt hélt áfram búskap fyrstu árin en fór síðan að vinna hjá hjónum á næsta bæ, en var áfram til heimilis í Minni-Brekku til dauðadags. Benedikt og Kristín eignuðust tvö börn. Þau eru: Stefán, f. 18. ágúst 1941, Hvammi, Holts- hreppi, bflstjóri, búsettur á Minni-Brekku, og Jóna Ingi- björg, f. 29. desember 1943, á Sléttu, gift Braga Fannbergs- syni, búsett í Vestmannaeyjum. Þau eiga tvö börn, Petru Fann- eyju og Stefán. Petra á einn son. Jóna átti áður dóttur, Kristínu Brynjarsdóttur, og á hún þijú börn. Kristín er búsett í Hafnarfírði. Benedikt gerðist ungur liðs- maður Ungmennafélags Holts- hrepps og voru falin þar ýmis trúnaðarstörf í stjórn og nefnd- um og var um skeið formaður félagsins. Einnig mun hann hafa sinnt störfum í sveitar- stjórn Holtshrepps. títför Benedikts fer fram frá Barðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við Benedikt eða Benni, eins og allir Fljótamenn kölluðu hann, vor- um systkinabörn og sveitungar, hann sjö árum eldri og áttum við því ekki samleið í barnaskóla eða sem unglingar. Á þessu aldursskeiði eru sjö ár langur tími, þegar sá yngri er um fermingu er sá eldri talinn full- orðinn og þar af leiðandi mun ofar í mannvirðingastiganum, einkum hjá stelpum í sveitinni sem völdu frem- ur að svifa um dansgólfíð í fanginu á traustum dansherra en taka þá áhættu að einhver óreyndur stráklingur stigi ofan á tærnar á þeim. Svo virtist sem danslistin væri meðfæddur eiginleiki hjá stelpum, en ekki strákum, þeir urðu því að sætta sig við að sjá á eftir fermingarsystrum og jafnöldrum í fangið á þeim sem reynsluna höfðu og vera þögulir áhorfendur. Hann Benni taldist til þeirra sem kunnu til verka á dansgólfínu. Það voru tvö ungmennafélög starfandi í Holtshreppi á þessum tíma, stofnuð á árunum 1918-1919 og félagssvæðin afmörkuðust af Stífluhólum, sem gátu orðið farar- tálmi á snjóavetrum þegar hestur- inn var aðal samgöngutækið. Land- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ fræðilega eru þessi skil á milli fé- laga eðlileg, enda hefur Stíflan ætíð verið talin sérstakt byggðar- lag. Þegar snjóalög voru mikil tóku skíðin við. Ofærð vegna snjó- þyngsla hefur sjaldan komið í veg fyrir að Fljótamenn sæktu skemmtanir. Starf ungmennafélag- anna var mikil lyftistöng fyrir skemmtana- og menningarlíf í sveitinni. Benni hafði góða söng- rödd og söng um árabil í kirkjukór sveitarinnar og það var hans vani að raula og púa lög við vinnu. Hann var mannblendinn og ræðinn og lét ekki bústörfin koma í veg fyrir að gestum væri sinnt eða nágrannarn- ir heimsóttir og þeim lagt lið ef með þurfti. Hann var greiðvikinn og duglegur við alla vinnu sem margir nutu góðs af. Hann bjó yfir kímnigáfu og hafði gaman af að rifja upp spaugileg atvik og henda gaman að. Hann hafði sinn sér- staka stíl og takta í frásögn og túlkun og þar þjónaði neftóbaks- dósin sérstöku hlutverki. Það hefur verið þrautalending margra er búa í þéttbýlinu á suð- vesturhorni landsins að koma börnum sínum í sveit yfir sumar- tímann. Þá er gott að eiga ættingja og vini í sveitinni sinni. Þrír af son- um okkar hjóna hafa verið í sumar- dvöl hjá venslafólki okkar í Fljót- um, þar af tveir í Minni-Brekku. Dvölin í sveitinni reyndist þrosk- andi og veitti þeim nýja lífssýn. Á skólatimanum yfir veturinn var þeim dvölin í sveitinni hugstæð og yfir minningunni hvíldi ævintýra- ljómi sem lýsti sér í samanburði á því sem fyrir augun bar. Eg minn- ist þess að um haust eftir að eldri sonurinn var nýkominn úr sveitinni var ég að þekja lóðina bak við húsið okkar á Sogaveginum og hann tók þátt í þessu af miklum áhuga, þá sex ára gamall. Þegar við höfðum lokið að leggja niður síðustu torf- una settumst við niður uppi við húsvegginn og virtum fyrir okkur verkið. Þá sneri sonurinn sér að mér og sagði: „Pabbi, þetta er ekk- ert tún, það er minna en bæjarhóll- inn í Minni-Brekku og svo á Benni alla hlíðina og klettana alveg upp í himininn." Það var fátt um svör, ég geymdi þessi orð sonarins í minn- ingunni. Þau þarfnast ekki skýr- inga. Þegar fór að hilla undir vorið gerðust þeir bræður óþreyjufullir að bíða eftir skólaslitum. Stefnt var að því að nota fyrstu ferð í sveitina eftir að skóla lauk. Það reyndist erfitt að sannfæra þá um nauðsyn þess að mæta á réttum tíma í skóla viku fyrir réttir en þá komu lömb- in, sem fæddust um vorið og léku sér á túninu, úr sumarhögunum og voru þá orðin næstum því eins stór og ærnar (mömmurnar). Þá var svo margt að gerast í sveitinni sem gaman var að taka þátt í og erfitt að slíta sig frá. Hundurinn í Minni- Brekku var í miklu dálæti hjá yngri syninum og það gat framkall- að tár þegar hann Krummi var kvaddur á haustin. Sérstaka at- hygli vakti hjá syninum hvernig Krummi tók á móti gestum. Ef gesturinn var á bíl veitti Ki-ummi farartækinu sérstaka þjónustu eft- ir sínum hundakúnstum. Með þessu athæfi sagði sonurinn _að Krummi væri að senda skeyti. Eg man hvað sonurinn var hneykslað- ur þegar hann sá fína frú með hundkríli í bandi, að þetta afstyrmi skyldi kallast hundur og hver væri tilgangurinn með að draga þetta á eftir sér og þá var vitnað til Krumma. Það var sex ára aldurs- munur á þeim bræðrum og tók sá yngri við þegar sá eldri var kominn yfir fermingu en reynsla þeirra og minningar eru með líkum hætti. Fyrstu árin var búið í torfbæ við þröngan kost og fábrotin kjör en kannski vegna þess er þeim minn- ingin kærari, ekki síst nú þegar gerður er samanburður við nútím- ann. Gamli torfbærinn samanstóð af tveimur herbergjum, eldhúsi og smágeymslu. Yfir honum er ævin- týraljómi í minningunni. Þegar hýsa þurfti gesti var sjálfgefið að heimilisfólkið flytti sig í eldhúsið sem var miðsvæðis og svæfi þar á gólfinu. Skúrinn framan við bæinn var með pappakassagólfi sem skipt var um reglulega til að halda inn- ganginum hreinum. Frumstæðar aðferðir voru notaðar við að bera skít á tún og bera af sem kallað var. Yngri syninum fannst mikið um þá tækninýjung þegar keyptar voru hjólbörur til að flytja afrakið. Stóri þvottabalinn, þar sem krakk- arnir voru baðaðir, gleymist ekki. Fyrsta dráttarvélin var keypt 1960. Henni fylgdi tæknibylting líkust ævintýri og 1962 var hafin bygging á íbúðarhúsi. Við það kallast fram nýjar minningar. Steypan var hrærð í járntunnu, í hana blandað möl, sandi og sementi og að sjálf- sögðu vatni, síðan var tunnan dreg- in af hesti og þegar kaðaltaugin var á enda var steypan fullhrærð. Húsmóðirin, hún Stína, full- komnasta konan í sveitinni, var allt í senn verkstjóri, vinnufélagi og húsmóðir, bjó til bestu kjötbollur í heimi og svo átti hún til að bregða á leik með krökkunum. Hún kunni marga skemmtilega leiki og gat verið prakkari. Yngri sonurinn hafði gaman af að tala við gamla manninn á heimilinu, hann Pétur. Syninum var gefið lítið segulbands- tæki í fermingargjöf, það reyndist mikið töfratæki. Gamli maðurinn var í fyrstu var um sig þegar strák- urinn var að snúast í kringum hann með þetta apparat, en þegar hann þekkti röddina sína frá þessu tæki breyttist afstaðan í hrifningu og fyrir kom að hann pantaði viðtal. Þessar spólur geymir sonurinn vandlega þótt hljómgæðin séu ekki góð. Hann Stebbi (sonur Benna) var fjármálastjórinn í Minni-Brekku. Þegar strákarnir voni að fara heim á haustin þá var hann að lauma pen- ingaseðli í lófann á þeim um leið og þeir kvöddu, það voru sumarlaunin. Eldri sonurinn sem stendur hér hjá mér, nú 48 ára gamall, lýsir tilfinn- ingum sínum þegar hann í fyrsta skipti stóð með þennan seðil í hend- inni, „þúsund krónur“, slíkir seðlar voru sjaldséðir í sveitinni, ekki í vösum almennings. Undrunin var svo mikil að hann vissi ekki hvort hann ætti að gráta eða hlæja. Þetta voru í hans augum það mikil auðæfi að vandséð var hvernig ætti að eyða þeim og á leiðinni heim þurfti hann oft að skoða í vasann þar sem seðill- inn var til að fullvissa sig um að þetta væri veruleiki. Það má kallast táknrænt að báðir þessir synir okk- ar hafa gerst bændur þótt búskap- arhættir séu með öðrum hætti en tíðkaðist í Minni-Brekku. Mér hefur orðið tíðrætt um syni mína og tengsl þeirra við Minni- Brekku. Enn er af nægu að taka, það sé ég á andlitinu á honum syni mínum sem Ijómar af frásagnar- gleði og ánægju yfir að eiga þessar kæru minningar barnsins sem gæddar eru þeim eiginleika að verða skýrari í vitundinni eftir því sem árunum fjölgar. Því miður get- ur hann ekki verið viðstaddur útför- ina. Hann Benni frændi minn var á ýmsan hátt sérstæður einstaklingur og í mínum huga er ekki auðvelt að draga upp mynd af lífshlaupi hans sem virkar trúverðug gagnvart öðr- um sem umgengust hann á öðrum vettvangi. Ætla mætti að maður á áttræðisaldri sem velur sér það hlutskipti að vera einbúi í harðbýlli sveit, sem er slitin úr tengslum við þjónustu og heilbrigðiskerfi, sé í eðli sínu einrænn og óraunsær gagnvart sjálfum sér og sínum nán- ustu, en það er erfitt að gerast dóm- ari um hvemig aðrir eigi að haga lífi sínu. Benni hefur átt því láni að fagna að vera hraustur og sjálf- bjarga allt sitt líf. Því hafði hann ekki ótta af einverunni og raunar var hann ekki einn síðustu árin yfir veturinn því sonurinn Stefán hefur verið nálægur ef eitthvað bjátaði á. Benni var að eðlisfari félagsvera, tók virkan þátt í því starfi er fram fór innan sveitar og gat verið hrók- ur alls fagnaðar á mannfundum. Það kom glöggt í ljós þegar haldið var hóf á Ketilási í tilefni af áttræð- isafmæli hans. Það hefði verið gam- an að vera þar viðstaddur en sem fulltrúar okkar voru synir okkar sem ég hef áður getið, brutust í ófærð yfir heiðar og fjöll til að geta verið þátttakendur í þessum fagn- aði. Þeir birtust í veislunni án þess að hafa gert boð á undan sér. Það kom Benna á óvart og vakti fögnuð beggja. Bræðrunum er þetta minn- isstætt samkvæmi, þar sýndi Benni gamla takta sem þeir höfðu ekki áð- ur kynnst. Hann gerðist dansstjóri og sýndi að hann hafði engu gleymt í fótamenntinni. Þetta var sannköll- uð gleðistund fyrir hann og hans vinafólk í kunnum húsakynnum á gamla samkomustaðnum á Ketilási en úti ríkti vetur, sást varla á dökk- an dfl utan vegar í aprflmánuði. Þama var staddur Reynir Pálsson og Sigríður, kona hans, áður ábú- endur á Stóru-Brekku. Þar hafði Benni aðstoðað við bústörf í mörg ár, eins og áður var getið, en hjónin flutt til Hafnarfjarðar fyrir nokkrum áram. Reynir flutti Benna hlýlega afmæliskveðju við þetta tækifæri. Þau hjón, Reynir og Sigríður, hafa haldið tryggð og vináttu við Benna og litið á hann sem einn úr fjölskyldunni. Benni dvaldi hjá þeim þegar hann fór í augnaðgerð hér syðra og hefur auk þess verið hjá þeim undanfarin jól um leið og hann hefur farið til dóttur sinnar í Vest- mannaeyjum. Hann var nýkominn heim úr slíkri jólaheimsókn þegar dauðinn kvaddi óvænt dyra. Það var mikið áfall fyrir Benna, börnin og Minni-Brekku heimilið að missa eiginkonu og móður í blóma lífsins (um fimmtugt), konu sem var gædd fjölhæfum eiginleikum, sem eru fjölskyldu svo mikils virði og þá ekki síst þegar um hlutverk hús- móður í sveit er að ræða. Þeir sem til þekktu vissu að það var hennar hlutverk að halda um stjórnar- taumana í öllu þvi er snerti bústörf- in hvort heldur var utan dyra eða innan, það var því eðlilegt að margt breyttist þegar hennar naut ekki lengur við. Benna var ekki tamt að bera til- finningar sínar á torg, en fullvíst er að söknuður hans hefur verið sár. Stína mun ekki hafa verið nema 16 ára þegar samband þeirra hófst. Benni var prúðmenni að eðlisfari, átti ógjarnan í útistöðum við fólk, en hann var ekki leiðitamur og fór sínu fram með hógværð en festu. Fljótin voru hans athafnasvæði í lífinu, þeim helgaði hann starfskrafta sína. Hann gerði hófsamar kröfur til samfélagsins, heyrðist aldrei kvarta um kröpp kjör en gladdist með vin- um og sveitungum þegar tilefni gafst. Á þessari kveðjustund sé ég fyrir mér bæina, dalinn og fjöllin standa hnípin af söknuði eftir að hafa misst þennan dygga fulltrúa. Ég þakka honum Benna frænda mínum langa og dygga vináttu og óska honum góðrar ferðar yfir móð- una miklu. Þá færi ég og mín fjöl- skylda Stebba og Jónu sem og öðr- um nákomnum hugheilar samúðar- kveðjur. Sérstakar kveðjur frá Þráni og Inga. Guð og góðar vættir blessi ykkur öll. Hjálmar Jónsson. Að morgni 5. janúar síðastliðinn barst okkur sú frétt að Benedikt Stefánsson, Benni eins og hann var alltaf kallaður, hefði fengið hjartaá- fall og væri nú á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar mikið veikur. Okkur var að sjálfsögðu bragðið, því aðeins voru þrír dagar liðnir frá því hann fór frá heimili okkar í Hafnarfirði ásamt Stefáni, syni sínum, þar sem þeir höfðu dvalið með okkur um jól og áramót. Það var síðan seinni part þessa sama dags sem fréttin kom um að Benni væri dáinn. Þetta var okkur mikið áfall og áttum við erfitt með að trúa því sem hafði gerst. Þó að Benni væri ekkert unglamb leng- ur, þá var hann alltaf það frískur að þetta var eitthvað sem okkur gat síðast komið í hug. Það var vorið 1975 sem við flutt- um norður í Fljót og hófum búskap á Stóra Brekku sem var næsti bær við hliðina á Minni Brekku þar sem Benni átti heima. Satt best að segja var kunnátta okkar á sveitastörfum ákaflega takmörkuð en með dyggri aðstoð Benna og leiðsögn tókst fljótlega að ná tökum á búrekstrin- um. Ekki er að efa að oft hefur Benna þótt hin mesta skemmtun að sjá til vandræðagangs og viðvan- ingsháttar borgarbamanna í hinu framandi umhverfi. Fljótlega varð mikill samgangur milli bæjanna sem hélst alla tíð meðan við bjugg- um í Fljótum og þeir vora ekki margir dagarnir sem Benna bar ekki að garði í Stóru Brekku. Það er ekki að orðlengja það að mikil vin- átta og traust skapaðist á milli okk- ar alla tíð síðan. Oft var rætt um landsins gagn og nauðsynjar og tek- ist á um hin ýmsu málefni, hvort sem þau voru pólitísk eða ekki. Það fór hins vegar enginn í gi-afgötur með það hvar Benni var staddur í þeim efnum. Á þessum tímamótum minnumst við Benna með miklum söknuði en fyrst og síðast er í hug okkar virð- ing og þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum drengskaparmanni sem reyndist okkur fjölskyldunni svo vel, hvort sem það var í gleði eða sorg. Benni var hár maður vexti, grannur og einstaklega léttur á fæti. Hann var einkar vel greindur, glöggur og fylgdist vel með öllu sem gerðist í hans heimasveit sem og þjóðmálum öllum. Hann hafði gaman af hvers kyns skemmtun- um, var dansari góður og hafði gaman af söng. Framar öllu var Benni Fljótamaður sem unni sinni heimabyggð. Hann var einkar hraustur og sterkur og lét sér fátt um finnast þó veður væru oft óblíð. Hann hafði mikið yndi af því að spila brids og var reyndar mjög góður spilari, hvort sem var í vörn eða úrspilun. Að lokum viljum við hjónin þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Benna, hans æðruleysi og ósérhlífni sem era kostir sem í nútíma þjóðfélagi virð- ast fara þverrandi. En umfram allt er okkur í hug þakklæti fyrir allar þær stundir, ánægju og þroska sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.