Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 51V hann veitti börnum okkar en þau voru fljót að fínna hvaða mann hann hafði að geyma. Börnum Benna, þeim Jónu og Stefáni, sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Reynir Pálsson, Sigríður Björnsdóttir. Pegar fréttin barst hinn 5. janúar um að Benni væri dáinn var eins og veröldin yrði grá og dimm. Söknuð- urinn sem gagntók okkur var ólýs- anlegur. Við systkinin bjuggum á næsta bæ við Benna. Samgangur á milli bæjanna var mikill enda stutt á milli og þar sem afar okkar bjuggu í Reykjavík kom Benni okk- ur í afa stað. Hann reyndist okkur systkinum alla tíð vel. Hann átti alltaf lausan tíma handa okkur og var alltaf tilbúinn að taka okkur með hvert sem hann fór. Pað var sama hversu mikið við spurðum, aldrei þreyttist hann á að svara. Hann hafði alltaf tíma til að leika við okkur, t.d. byggja með okkur snjóhús og snjókarla og alltaf þegar við komum í heimsókn átti hann eitthvað gott handa okkur. Síðan fluttum við suður en alltaf þegar við skruppum norður var byrjað á því að heimsækja Benna og alltaf tók hann á móti okkur eins og höfðingj- um. Við héldum áfram að fara á þorrablót þrátt fyi-ir flutninginn og fórum alltaf með þeim feðgum. Þeir feðgar voru alltaf hjá okkur yfir jól og áramót og breyttist það ekkert þegar við vorum flutt suður. Aldrei hefði manni dottið í hug að þetta yrðu síðustu jólin með Benna. Hann var svo hress um jólin en samt tók- um við eftir því að hann þurfti meiri hvíld en áður, en var alltaf kominn að spilaborðinu um leið og átti að fara að spila brids. Bergur, Benni, Stebbi og Reynir sátu svo og spil- uðu langt fram eftir nóttu og var ekkert gefíð eftir í þeim efnum. Elsku Benni. Við munum alltaf minnast þín. Þú varst okkur góður vinur. En þótt söknuðurinn sé mik- ill viljum við þakka þér fyrir þær fjölmörgu indælu stundir sem við áttum öll saman og munum geyma í minningu okkar um ókomna fram- tíð. Bergur, Unnur og Páll. í dag kveðjum við Benna í Minni- Brekku. Benni minn þú varst að verða 84 ára núna í apríl. Samt kom það okkur mjög á óvart að þú værir dáinn því þú varst alla tíð mjög hraustur. Okkur langar að minnast þín með örfáum línum um okkar persónulegu kynni. Aðrir munu rekja ætt þína og ævi. Við kynntumst þér fyrst þegar þú komst til okkar í Molastaði og varst hjá okkur yfír sauðburðinn fyrstu árin. Eftir það komst þú oft til okkar og þá oftast labbandi beint yfír ána. Þú þurftir aðeins að kíkja í fjárhúsin eða láta klippa þig eða bara að spjalla og fá fréttir. Svo áttum við alltaf saman einn dag á ári, það var annar réttardag- urinn. Þá fórum við í Minnireykjar- étt að hirða óskilafé. Þetta voru ógleymanlegar ferðir og mikið hlegið og sungið. Ég veit, Benni minn, að þú hafðir sérstaklega gaman af þessum ferðum. Elsku Benni, þú hafðir gaman af því að vera innan um fólk, varst góður söngmaður og söngst í kirkjukómum. Einnig hafðir þú gaman af því að spila og spilaðir brids í mörg ár, núna síðast um jólin hjá Reyni og Sigríði. Þú reyktir hangikjöt og bjúgu fyrir okkur og marga fleiri og fórst þér það sérstaklega vel úr hendi, og munum við sakna þess í framtíðinni. Elsku Benni, þú varst góður mað- ur sem alltaf var hægt að leita til með allt. Þó aldursmunurinn væri talsverður þótti okkur mjög vænt um þig. Takk fyrir öll árin okkar saman í Fljótum. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Guð geymi þig og hvíl þú í friði. Stebba og Jónu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Inga Jóna, Kristinn og fjölskylda. OLAFUR BJÖRNSSON + Ólafur Björns- son loftskeyta- maður fæddist á Reykjum í Mjóa- firði 31. desember 1924. Hann lést á heimili sínu í Vík í Mýrdal 8. janúar síðastliðinn. Ólafur var yngstur 18 barna þeirra hjóna Sigurborgar Gísla- dóttur og Björns Jónssonar sem lengst af bjuggu á Reykjum í Mjóa- firði, Af þessum systkinum Iifa nú aðeins þær systur Sigríður Jóna, f. 18. nóv. 1912, og Svava, f. 17. apr. 1921. Hinn 20. maí 1950 kvæntist Ólafur Elínu Tómasdóttur og eignuðust þau sex börn, þrjá syni og þijár dætur. Þau eru: Tómas, látinn, Bjöm Ár- mann, Sigurbjörg, Hjörleifur, Guðrún, og Sigurborg. Utför Ólafs fer fram frá Víkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er nú liðinn fullur aldarhelm- ingm- frá fyrstu kynnum okkar Ólafs Björnssonar. Hann var þá rúmlega tvítugur og hafði nýlokið námi í Loftskeytaskólanum. Ekki þurfti ýkja mikla skarpskyggni til að sjá og finna að hér fór bráðskýr piltur. Hann var að auki vörpulegur á vöxt og allur hinn knálegasti, djarflegur í fasi og framgöngu, svipurinn hress og blæbrigðaríkur, augun snör og vökul. Það reyndist því hvorki mér né öðrum erfitt að laðast nokkuð að þessu gjörvulega ungmenni, enda tókst bráðlega með okkur kunningsskapur, sem þróað- ist í vináttu og entist meðan báðir lifðu. Ólafur var skapríkur og öriyndur nokkuð og lét óhikað í Ijós skoðanir sínar við hvern sem í hlut átti. Aldrei fannst mér hann þó reyna að troða sínum skoðunum upp á aðra. Þess vegna voru viðræður við hann einkar þekkar og hreinskilnar þótt ekki færu meiningar alltaf saman. Að loknu námi í Loftskeytaskóla hóf Ólafur störf hjá Ríkisútvarpinu, en lenti um þær mundir í alvarlegu bílslysí eftir hvað hann bar nokkrar menjar alla tíð. Þegar hann svo eft- ir langa sjúkrahúsvist þótti orðinn vinnufær réðst hann til starfa á Lóranstöðinni á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal og má segja að þar ynni hann lungann úr sinni starfsævi, eða þar til stöðin var lögð niður árið 1974. Þar naut hann virðingar og tiltrúar jafnt vinnufélaga sem yfir- manna vegna margs konar hæfí- leika, meðfæddra og áunninna. Ég hef fyrir satt að fáar „uppákomur" og bilanir hafí orðið honum ofviða að leysa úr eða lagfæra, því hann átti til að bera mikla lagvirkni og útsjónarsemi. Þrátt fyi'ir annir og skyldustörf, hélt Ólafur áfram að auka þekkingu sína á tæknisviði sínu. Hann sótti m.a. námskeið á Englandi og í Bandaríkjunum og einhvem tíma á miðjum aldri lauk hann prófí í símvh'kjun. Eftir að stöðin á Reynisfjalli var lögð niður vann hann um margra ára skeið ýmis störf hjá Vegagerð í-íkisins eða allt til þess hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ólafur var mikill tæknimaður að upplagi, enda hneigðist atorka hans og greind mjög í þá átt. Sagt var að illa væri það tæki laskað sem Ólaf- ur fékk ekki í gang að nýju. Hvort sem um var að ræða bilaða bfla, radiótæki, ryksugur eða straubolta, flest fór að virka eftir að Ólafur hafði farið um það höndum. Þar sem hann var flestum mönnum greiðviknari, þótti mörgum gott til hans að leita. Sem að líkum lætur um ungan atgervismann leið ekki á löngu eftir að hann haslaði sér völl austur þar áður en á vegi hans varð ung og glæsileg kona, Elín Tómasdóttir, sem síðan varð hans fórunautur. Þau giftu sig 20. maí 1950 og bjuggu í Vík síðan. Sex börn eign- uðust þau, þrjá syni og þrjár dæt- ur, hið mesta prýðisfólk á alla lund. Það var gott að vera gestur þeirra hjóna, þau skorti hvorki gott né glaðlegt viðmót, myndarskap né rausn á allan máta. Og margar góð- ar minningar eigum við Svava frá sameiginlegum ferðalögum, gagn- kvæmum heimsóknum og hvers konar samskiptum við þessa fjöl- skyldu. Samskipti þau hefðum rið ógjarnan viljað hafa farið á mis við. En þótt þau Ólafur og Elín byggju við ágæta afkomu, rausn og maklega vináttu granna og félaga, sluppu þau ekki fremur en flestir aðrir við ýmiss konar mótlæti. Þyngst trúi ég þeim hafí orðið ótímabært fráfall elsta sonarins í blóma aldurs. Síðan þurftu þau bæði að þola verulegan heilsubrest nú um árabil. En kjarkur þeirra, já- kvætt viðhorf og manndómur yfir- leitt gerði þeim kleift að halda reisn sinni og djarfleika. Síðast heimsóttum við þau hjón í maí ‘87. Við Svava komum þá til þeirra síðla kvölds öldungis að óvörum ásamt fleira fólki. Ekki stóð á glaðlegum og rausnarlegum viðtökum, og ekki fékk ég betur skilið en við gerðum þeim stóran greiða með ónæðinu. Ékki vildum við hafa orðið af þeirri kvöldstund. Elín og aðrir ástvinir, um leið og við hér syðra vottum dánumannin- um Ólafi Björnssyni virðingu og þökk, sendum við ykkur einlægar samúðarkveðjur. Hilmar Pálsson. „Elskan mín góða.“ Þessi orð sem voru svo dæmigerð fyrir Óla Björns heyrast ekki framar. Það er ekki of mikið sagt að andlát Óla marki tímamót í minni fjölskyldu. Óli og Ella og börn þeirra hafa ver- ið okkur samferða nánast gegnum lífið. Óli var einn af fjallmönnunum, eins og Víkurbúar kölluðu starfs- menn lóranstöðvarinnar. Þar var hann vinnufélagi pabba í þrjátíu ár, eða nær alla þá tíð sem lóranstöðin var við lýði. Aður höfðu þeir verið skólafélagar í Loftskeytaskólanum. Óli var líka pabbi ki-akkanna sem við systkinin lékum við, og nábýlið gat ekki verið meira eftir að við urðum nágrannar í nýju raðhúsun- um á Austurveginum, þau þangað flutt úr Kampinum uppi á Bökkum, við frá Einarsstöðum vestur í þorpi. Með fjölskyldunum ríkti ekki bara hjálpsemi grannskaparins heldur mikill vinskapur og hlýja. Þau tengsl rofnuðu ekki eftir að við krakkarnir fluttum úr þorpinu og foreldrar mínir fluttust á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir rámum fjórum árum. Þau Óli og Ella litu til með húsinu okkar og hafa verið fastur punktur í tilveru okkar allra þar. Á vissan hátt má segja að sam- skipti mín við Óla rammi líf mitt inn í ákveðna kafla. Sem lítill strákur fékk ég að sitja í fjalljeppanum upp á lóranstöð og niður aftur við vaktaskiptin. Það var svo gaman að fara með Óla því hann spjallaði og veitti manni svo mikla athygli. Hann hlustaði og hafði áhuga á því sem maður hafði að segja. Á unglingsárum mínum fengu samvistirnar við Óla nýja merk- ingu. Þrátt fyrir að stjórnmálaskoð- anir okkar lægju ekki að öllu leyti saman fann ég mikinn samhljóm hjá Óla. Ég minnist langra sam- ræðna okkar um Maó formann og hræringarnar í Kína. Óli var hreint ekki fráhverfur þeirri hugmynd menningarbyltingarinnar að senda yfirvöld og embættismenn út á^ akrana að vinna. Sá munur var þó á mér og Óla að hann sá ýmis vand- kvæði á framkvæmdinni sem ég sá ekki þá. Líklega hefur hann haft rétt fyrir sér. Síðar kynntist ég Óla upp á nýtt þegar ég var ungur mað- ur í bráarvinnu hjá Jóni Valmunds- syni. Lóranstöðin hafði þá verið lögð niður og við orðnir vinnufélag- ar. Óli sagði mér til, hann var smið- ur, ég háskólastúdent. En hann sagði mér ekki bara til í smíði held- ur mörgu öðru. Óli var alltaf grúsk- andi í hinu og þessu, alltaf með bækur í kringum sig, ýmsan sögu--* legan fróðleik og hafði auðvitað skoðun á öllu saman. Hann lá t.d. ekki á skoðun sinni um Lúther sem hann hafði kynnt sér rækilega. Óli taldi að hann væri nú ekki alveg eins fínn pappír og klerkarnir vildu vera láta. Til að bjarga eigin skinni sveik Lúther nefnilega þá þýsku bændur sem voru í uppreisn og treystu á hann sem sinn andlega leiðtoga. Og hvað gerði svo Lúther? Jú, hann gerði bandalag við furstana í Þýskalandi og lofaði himnaríkisvist hverjum þeim sem dræpi uppreisnarseggi. Þetta var Óla ekki að skapi. Síðar þegar ég fór sjálfur að lesa hugrnvndasöpi] komst ég að því að þetta var ná- kvæmlega eins og Óli hafði sagt, en ég þurfti að fara í útlenskan há- skóla til að sannreyna það. Nú þegar Óli er allur er stórt tóm og sársauki í hjarta manns. Þessa daga hefur hugurinn reikað til æskuheimilisins í Vík með þau Óla og Ellu á næstu grösum, hlýj- unnar, öryggisins og alls þess sem samvistir við þau hjón hefur gefið okkm'. Með þessum fátæklegu orð- um þakka ég Óla Björns samfylgd- ina, vináttu og tryggð við foreldra*^ mína, okkur systkinin öll og okkar fjölskyldur. Ellu, öllum börnunum og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Pálmi Magnússon. Vér biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd. I nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma þin göfga minning okkur heilög er. (GEW) Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allt það sem við áttum saman. Þín Guðrún Dögg. + Friðvin Jóhann Svanur Jónsson fæddist á Daðastöð- um á Reykjaströnd 11. janúar 1932. Hann lést, á Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 5. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son og Sigfríður Jó- hannsdóttir. Friðvin starfaði sem vélsljóri á tog- urum fískiðjunnar Skagfirðings hf. Eftirlifandi eiginkona hans Mig langar til að minnast Frið- vins Jónssoanr í örfáum orðum. Ég fékk eins og svo margir sjómenn við Skagafjörð tækifæri til að kynnast þessum einstaka manni er við vor- um saman til sjós um nokkurn tíma. Mér eru minnisstæðar stundimar er við áttum saman um borð í Drangeynni forðum, og sá léttleiki sem í ki'ingum hann var. Þegar við vorum til dæmis á veiðum norður í er Ingibjörg Vil- hjálnisdóttir, búsett á Hofsósi, og eiga þau fimrn börn. Þau eru: Elín Vilborg, f. 14. 1958; Jón Sig- urður, f. 24.8. 1959; Heimir Örn, f. 24.6. 1961; Valur Smári, f. 26.6. 1964; og Halldór Frosti, f. 2.19. 1971. Útför Friðvins fer fram frá Hofs- óskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 12.30. Smugu og við vorum að kvarta yfir einangruninni og fjarlægðinni sagði Friðvin: „Hvað viljið þið hafa það betra, drengir, hér er ekkert sjón- varp, ekki símasamband, né útvarp, engar fréttir og engar áhyggjur, en nægur fískur og múkkinn svipaður og á miðunum heima?“ Friðvin var sjómaður alla tíð og sjómennskan var hans vinna og áhugamál. Hann var búinn að vera á mörgum bátum og togurum, allt frá því að hann byrjaði að róa frá Reykjaströndinni með Finna bróð- ur sínum, þá mjög ungur að árum, þar til síðastliðið sumar er veikindi hans komu veg fyrir það. Hann sem ætlaði að sigla langt fram á næstu öld eins og hann sagði þótt orðinn væri tæplega 67 ára gamall. Mér var eins og fleirum brugðið er ég frétti að vegna erfíðra veik- inda þyrfti Friðvin að fara í aðgerð. Hann sem alltaf var svo hress og hafði aldrei misst úr veiðiferð vegna veikinda. Það var mér mikils virði á sjó- mannadaginn að fá að afhenda hon- um heiðurskross sjómannadagsins. Þegar ég kom til hans og tilkynnti honum að þetta stæði til kom hann fljótt með sína athugasemd: „Það á ekki að vera að heiðra svona ungan mann.“ En ég fann að þetta var honum mikils virði því handtakið sem ég fékk var fast og kröftugt og ég gleymi því seint. Vinur minn, eins og þér var svo tamt að segja, vil ég að lokum þakka fyrir að hafa haft tækifæri til að kynnast þér og vera þér samtíða. Minningin um góðan skipsfélaga mun áfram lifa. Ég sendi eiginkonu og fjölskyldu Friðvins mínar samúðarkveðjur. Finnur Sigurbjörnsson. FRIÐVIN JOHANN SVANUR JÓNSSON T3>\ótnabúo'm (^arðskom v/ l'ossvogskii'kjuga^ Símii 554 0500 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I H blómaverkstæði 1 Binna»| Skólavörðustíg 12, á horni Bcrgstaðastrætis, sími 551 9090. SOLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeiö ■ Róögjöf • Fyrirlestrar Við höfum sameiginiegt markmið • að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.