Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 53

Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 53 V + Guðmundur Ás- grímsson fædd- ist í Hlíð í Hjaltadal 17. maí 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 10.9. 1878, d. 26.8. 1968, og Ásgrímur Gíslason, f. 26.1. 1872, d. 2.3. 1920. Bróðir Guðmundar var Friðrik Ás- grímsson, f. 27.3. 1909, d. 22.9. 1930. Guðmundur hóf búskap í Hlíð 1930, með móður sinni og bróð- ur. Hinn 21.9. 1941 kvæntist hann Friðfríði (Fríðu) Jóhanns- dóttur frá Brekkukoti í Hjalta- dal, f. 20.3. 1923, d. 15.7. 1992. Þau bjuggu í Hlíð til 1980 er þau fluttu til Sauðárkróks. Síð- ustu árin var Guðmundur á elli- deild Sjúkrahússins á Sauðár- króki. Börn Guðmundar og Fríðu eru: 1) Jóhann Birgir, f. 1.2. 1942, maki Erla Davíðsdótt- ir, f. 26.6. 1947. Þau eiga þrjú börn: Katrínu Sigfríði, f. 9.9. 1968, Davíð Smára, f. 7.1. 1976, og Karen Sóleyju, f. 9.2. 1977. Maki Katrínar er Jón Ríkharðs- son, f. 28.8. 1965, og eiga þau Ungur gríða öflugur yndi pabba og mömmu, freyrir skíða ferðugur fógru Hlíðar Guðmundur. Þannig orti Guðmundur Krist- jánsson um nafna sinn ungan að ár- um. í dag, 16. janúar, verður tengda- faðir minn, Guðmundur Ásgn'ms- son frá Hlíð, borinn til gi-afar. Hann fæddist í Hlíð í Hjaltadal og var þar bóndi um hálfrar aldar skeið. Guðmundur ólst í fyrstu upp hjá foreldrum sínum en þegar hann var aðeins sjö ára gamall dó faðir hans og skömmu seinna missti móðir hans heilsuna og varð að dveljast um hríð á sjúkrahúsi og heilsuhæli. Var þá Guðmundur sendur til vandalausra aðeins 11 ára gamall og þurfti náttúrlega að vinna fyrir sér eins og hann gat, sem títt var þá. Hann mun þó oftast hafa verið heppinn með vist, en söknuður hans eftir móður sinni hefur náttúrlega verið mikill. Árið 1930 náði fjölskyldan saman aftur og hóf Sigurlaug búskap með son- um sínum í Hlíð. Þá um sumarið veikist Friðrik, bróðir hans, og deyr um haustið. Þau mæðginin bjuggu áfram á hluta af jörðinni og fór Guðmundur í bændaskólann á Hólum. Ái-ið 1938 flytjast í Hlíð hjónin Jóhann Guðmundsson (bróð- ir Sigurlaugar) og Bh-gitta Guð- mundsdóttir frá Brekkukoti ásamt yngstu dóttur sinni, Fríðu, sem seinna varð lífsförunautur Guð- mundar. Jóhann deyr 1940 og eftir það býr Guðmundur á allri jörðinni. Sigurlaug, móðir hans, átti heima í Hlíð þar til hún lést þar, níræð að aldri. Þeim Guðmundi og Fríðu búnað- ist vel í Hlíð þótt jörðin væri land- lítil. Guðmundur var sérstakt snyrtimenni við búskapinn og leiðst engum að vaða á skítugum skónum upp í fjárhúsgarðana hjá honum en hann gat þá brugðist hinn versti við ef menn ætluðu sér slíkt enda var hann skapmikill og nokkuð bráður á yngiá árum en lærði að hemja skap sitt algjörlega og sá ég hann aldrei skipta skapi. Guðmundur var ólatur með orfið fram á sín síðustu búskaparár og þótti börnum hans nóg um þegar hann tók síðsumars að slá þýfi og meðfram skurðum með orfi á tímum vélvæðingar, en honum fannst það snyrtilegra. Guð- mundur fylgdist ávallt vel með öll- einn son, Jóhann Blæ, f. 17.4. 1997, en Jón á einnig tvær dætur. 2) Ás- grímur Sigurvin, f. 4.4. 1945, niaki Þór- hildur Sæmunds- dóttir, f. 6.6. 1947. Þau eiga tvö börn: Birgittu Guðrúnu, f. 25.6. 1970, og Sæv- ar Friðrik, f. 21.6. 1974. Maki Birgittu er Alexander Schepsky, f. 28.9. 1970, og eiga þau einn son, Sæmund Sven, f. 16.9. 1998. 3) Guðrún Hólmfríður, f. 29.12. 1955, maki Jón Stefánsson, f. 7.11. 1951. Þau eiga einn son, Ólaf Daða, f. 9.9. 1991. Jón á einnig þijú upp- komin börn og tvö barnabörn. 4) Margrét Friðrika, f. 7.6. 1959, maki Kári Sveinsson, f. 26.4. 1955. Þau eiga tvo syni: Guðmund Kára, f. 23.5.1984, og Friðrik Laxdal, f. 7.7. 1989. Dóttir Kára er Inga Rún, f. 30.9. 1976, og á hún eina dóttur. 5) Guðmundur Gísli, f. 14.4. 1966, maki Ágústa Gísladóttir, f. 12.5. 1968. Sonur þeirra er Gísli Már, f. 6.7. 1998. Utför Guðmundar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. um nýjungum og tók þeim sem sjálfsögðum hlut og eðlilegri fram- þróun enda víðsýnn að eðlisfari. Hann tileinkaði sér strax að nota vélar í sveitinni og var sérlega lag- inn að beita hestum fyrir þær og hafði yndi af því. í sinni sveit voru honum falin ýmis trúnaðarstörf sem hann gegndi af kostgæfni og þótti lunkinn samningamaður. Ég kynntist Guðmundi frá Hlíð fyrst er hann var kominn á efri ár og höfðu þau hjónin þá brugðið búi og flutt til Sauðárkróks, þar sem búskapurinn í sveitinni var orðinn full erfiður fyrir þau, enda bömin öll farin að heiman nema Gísli, sem þá var nýfermdur. Mér var strax tekið opnum örmum á Fornósnum af þeim hjónum en þá höfðum við Margrét ruglað saman reytum og bjuggum í Reykjavík. Guðmundur var alltaf skemmtilegur og ræðinn, enda fylgdist hann vel með þjóð- málum og las mikið, var t.d. ekki á færi hvers sem var að reka hann á gat í Islendingasögum en í þeim var hann vel heima. Einnig kunni hann ógrynni af kvæðum og lausavísum sem duttu upp úr honum er minnst varði. Þá var og sérlega gaman að ferðast um landið með þeim hjón- um og var Guðmundur áhugasamur og ræðinn um það sem fyrir augu bar og kunni skil á sögustöðum. Reglumaður var hann mikill allt sitt líf og notaði hann t.d. áfengi mjög í hófi, átti þó til að bjóða góð- um gestum lögg. Aðeins einu sinni sá ég hann finna ofurlítið á sér og fór hann þá strax að hugsa til heim- ferðar og var heldur glaðbeittur. Tengdafaðir minn var í eðli sínu félagslyndur og naut þess að vera innan um fólk og var þá oft á tíðum spaugsamur og skemmtilegur og sauð þá kátínan niðri í honum. Það átti því vel við hann að vinna á fjöl- mennum vinnustað svo sem í Tré- smiðjunni Borg en þar hóf hann störf fljótlega eftir að þau hjónin fluttu til Sauðárki-óks og starfaði þar í sex ár. Kaflaskil m-ðu í lífi Guðmundar þegar kona hans missti heilsuna og þurfti hann þá að hugsa um heimilið ásamt því að líta til með konu sinni. Leysti hann það verkefni af stakri prýði og æðru- leysi. Eftii- fráfall Fríðu, konu sinnar, má segja að lokakafli í lífi Guð- mundar hafi hafist og var á vissan hátt eins og hann teldi að hlutverki sínu í lífinu væri lokið enda fór heilsu hans að hraka mjög eftir það. Hann sótti um vistun á ellideild Sjúki-ahúss Skagfirðinga á Sauðár- króki og dvaldi þar í skjóli þess góða starfsfólks, sem þar starfar, í fimm ár og kvaddi þar þennan heim saddur lífdaga. Eins og fyrr segir sýndi Guð- mundur mér ávallt mikla vinsemd og hlýhug og tel ég mig mjög lánsaman að hafa fengið að kynnast honum, svo hreinlyndum og gi-and- vörum manni sem hann var. Eftir að Guðmundur fór til dvalar á Sjúkrahús Skagfirðinga kom hann yfirleitt í heimsókn um helgar og voru ferðir okkar um stiga sjúkra- hússins, þar sem við leiddumst, orðnar margar. Kveð ég hér með söknuði góðan dreng. Kári Sveinsson. Gamall sveitungi, nágranni og heimilisvinur er kvaddur og hugur- inn reikar til baka um hálfrar aldar tímabil. Margt kemur í hug og smám saman verður ljóst, að fjöl- margar minningar æsku- og upp- vaxtarára eru á einhvern hátt tengdar honum og fjölskyldunni í Hlíð. Hver einasta þein-a er björt - allt frá fyrstu minningu fjögurra eða fimm ára stúfs, sem kunni ekki að lesa, en var búinn að læra að þekkja myndirnar í dýrafræðinni og þuldi kotroskinn fyrir gestinn Guðmund nafn á hverri skepnu, sem hann benti á í bókinni - til svipmyndar af gömlum hæglátum manni, með gráhvítt hár, sem hóg- látur og æðrulaus bíður á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Guðmundur var maður glaðvær og hreinskiptinn, ákaflega grand- var til orðs og æðis og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var áhuga- samur verkmaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og þurfti enginn að efast um heilindi hans þar. Uppvaxtarár Guðmundar Ás- grímssonar voru erfið. Sex ára gamall missti hann föður sinn, en móðirin hélt áfram búskap með sonum sínum til ársins 1924. Hún fékk krepping í handlegg og voru taldir berklar. Hún var einn vetur á Vífilsstöðum, síðar ár á Sauðár- króki undir læknishendi. Guðmund- ur fór í Ósland, var síðar á Kálfs- stöðum, svo tvö ár á Reykjum eftir feminguna og átti þar oft erfitt. Vorið 1930 hóf Sigurlaug aftur bú- skap í Hlíð með sonum sínum. Það sumar taldi Guðmundur hið ei-fið- asta í lífi sínu. Friðrik, eldri bróðir hans, var greindur piltur, og hafði verið aðalstoð móður þeirra, en vet- urinn áður datt hann og fékk mikið höfuðhögg. Um sumarið bilaðist Friðrik og var fluttur suður á Klepp, þar sem hann lést um haust- ið. Kom í ljós, að höfuðæxli hafði myndast og orðið honum að ald- urtila. Guðmundur sló einn um sumarið allt túnið og barðist áfram við heyskapinn eins og orkan leyfði, 16 ára gamall. Heyið hraktist og hitnaði svo, að það var næstum kviknað í því um haustið, en tókst að bjarga með því að grafa það upp. En næstu árin var búskapur þeirra mæðgina smár í sniðum og veturna 1930-31 og 1931-32 var Guðmund- ur á Hólaskóla og tók búfræðipróf 18 ára gamall. Vorið 1938 tók Guðmundur við fóðurleifð sinni og hóf búskap, en þrem árum síðar giftist hann frændkonu sinni, Friðfríði Jó- hannsdóttur frá Brekkukoti í Hjaltadal og bjuggu þau síðan í Hlíð næstum í fjóra áratugi. Dugn- aður og samheldni þeirra hjóna var öllum ljós, sem til þekktu. Jörðin var lítil og gæðarýr, svo að aldrei var hægt að búa stórt, en nýtni og hagsýni gerði þeim kleift að komast af með sóma og koma börnunum vel til manns. Þau áttu barnaláni að fagna og samheldni var góð í fjöl- skyldunni. Síðustu búskaparárin voru hjónin orðin ein, og þegar ald- ur og þreyta fóru að segja til sín, var ekki um annað að gera en hætta. Þau seldu jörðina 1980, fluttust til Sauðárkróks og keyptu sér hús á Fornósnum. Guðmundur fékk um sex ára skeið starf við handlang og snún- inga á trésmiðjunni Borg, en Fríða vann við ræstingar á sjúkrahúsinu. Hún lést 1992 og hafði þá um nokk- urra ára skeið átt við heilsuleysi að stríða eftir aðkenningu af slagi. Guðmundur sýndi þá hvað í honum bjó og sinnti konu sinni eindæma vel. En eftir lát Fríðu tók honum að hraka. Frá árinu 1993 varð hann vistmaður á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. Fyrir hugskotssjónum stendur bemskuminning úr litlu stofunni í Hlíð, alklæddri dökku munstruðu veggfóðri, sem ég gat lengi horft á. Hátt uppi á vegg minnist ég sér- staklega tveggja mynda í gylltum sporöskjulöguðum ramma, hin þriðja aflöng og ferköntuð og sýndi langa röð gamalla bíla fyrir utan stórt hús. Þetta voru móðurbræð- urnir, Þorleifur og Jón Guðmunds- synir frá Hrafnhóli, en sá síðar- nefndi stofnaði Bifreiðastöð Reykjavíkur með Agli Vilhjálms- syni, og bflaflotinn allur. í norð- vesturhorni stofunnar var undra- verður hlutur, sem fyllti mann andakt. Það var gi-ammófónninn, handtrekktur og mátti setja fram lúður. Síðast en ekki síst var kistill- inn rósamálaði með stöfunum Anno 1782 og ég uppgötvaði löngu síðar, að hlyrti að vera eftir Jón Hall- grímsson málara, þann sem málaði innan Hóladómkirkju, þegar hún var vigð 1763. Löngu síðar er ég kominn í hlað í Hlíð. Guðmundur kemur ofan frá fjósinu, hár og grannvaxinn og auð- kenndur á velli í bláum samfestingi með tvíþumlaða ullarvettlinga á höndum, hvatlegt og sérkennilegt göngulag, sem maður þekkir frá öllum öðrum, því hann kastar dálít- ið höndum aftur fyrir bak til skiptis og útstæðir þumlarnir sveiflast til. Hann er berhöfðaður, andlitið smá- frítt og dálítið drengjalegt, en úti- tekið, markað veðri og vindum, hár- ið mikið og þykkt, en lítillega farið að grána. Hann fagnar gestinum, heilsar glaðlega, dálítið hátalaður, höndin er vinnulúin, þykk og hlý og handtakið þétt. Tíðinda er spurt og strax boðið í bæinn. Innan stundar hefur Fríða hlaðið eldhúsborðið af veitingum og friðsæld og hlýja um- lykur heimilið. Þannig man ég Guðmund í Hlíð, og mér þykir vænt um þessar minningar. Vinátta ríkti jafnan milli fjölskyldnanna á Hofi og í Hlíð og samband mitt hefur sérstaklega haldist við eldri strákana tvo, sem voru mér leikbræður í æsku. Ég vil senda systkinunum frá Hlíð og öllu venslafólki samúðar- kveðjur, þakkir fyrir liðin ár og minningar um vammlausan mann og góðan dreng. Hjalti Pálsson frá Hofi. í dag kveð ég afa minn, Guð- mund Ásgn'msson, í hinsta sinn og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Þrátt fyrir að hann afi minn hafi verið orðinn saddur lífdaga, áttatíu og fimm ára gamall, og vitað var að hverju stefndi, gerði óþægileg tómleikatil- finning vart við sig þegar mér barst fregnin um andlát afa. Það er hægt að hugga sig við það að hann sé nú laus við allar þjáningar og að hon- um líði nú vel en söknuðurinn gerir alltaf vart við sig þegar þeir sem manni þykir vænt um kveðja. Allt sem eftir situr eru minningarnar og þær verða svo dýrmætar þegar kvatt er í hinsta sinn. Það var alltaf gaman að koma heim að hlýlega bænum Hlíð í gamla daga á meðan amma og afi bjuggu í Hjaltadalnum. Afi var vin- gjarnlegur og hlýr maður og byrj- aði alltaf á að bjóða fólkið hjartan- lega velkomið. Hann var gaman- samur og kíminn og það var alltaf von á glettnum skotum og góðlát- legri stríðni frá honum. Líka þegar við barnabörnin reyndum að nota kýrnar hans fyrir reiðskjóta þegar við héldum að enginn sæi til. I stað þess að setja ofan í við okkur fyrir að láta svona við vesalings kýrnar, hló afi að óvitaskapnum í okkur og átti eftir að skemmta sér yfir at- burðinum í mörg ár á eftir. Afi var jafnframt jafnlyndur og traustur persónuleiki sem sýndi sig vel eftir að amma veiktist. Afi tók þá að sér heimilisstörfin og hjúkraði ömmu á meðan hægt var. Hjónaband afa og ömmu einkennd- ist líka af því að þau voru sérstak- lega samrýnd og sýndu hvort öðru virðingu. Það datt aldrei úr sá dag- ur að afi þakkaði ekki ömmu fyrir matinn með kossi og aldrei heyrði ég þau ósammála. Það var mikill missir fyrir afa þegar amma dó fyr- ir sjö ái-um og má segja að eftir þann dag fór að draga smám saman úr heilsu hans. Elsku afi, ég er viss um að þi<V. Fríða amma hafið fundið aftur sam- leið og leiðist nú létt í spori um aðra heima. Ég þakka fyrir samfylgdina en ylur minninganna mun fylgja okkur sem eftir sitjum. Birgitta Guðrún. í dag kveðjum við afa okkar, Guðmund Ásgrímsson, hinstu kveðju. Á svona stundu fyllist hug- urinn af góðum og dýrmætum minningum en það er svo erfitt að^, finna réttu orðin fyrir allt það sem í huganum býr. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Afi fæddist árið 1913 og hafði upplifað svo margt, hann hafði séð svo margar breytingar verða í þjóð- félaginu og miklar framfarir og hann hafði frá svo mörgu áhuga- verðu að segja. Einhvern veginn hélt maður að afi yrði alltaf til stað- ar og gæti sagt frá uppvaxtarárum sínum, lífinu í sveitinni, frá áhuga- verðum stöðum og mönnum, en nú vitum við að tíminn er liðinn að sinni. Kveðjustundir eru alltaf sárar en við vitum að afi er hvíldinni feginn og ánægður að hitta aftur ömmu okkar, Friðfríði Jóhannsdóttur, konu sína. Við vitum líka að algóður Guð hefur veitt ömmu og afa skjól hjá sér og þaðan geta þau saman fylgst með afkomendum sínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, • ^ hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn: Katrín S. Jóhannsdóttir, Davíð S. Jóhannsson, Karen S. Jóhannsdóttir. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum biitingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. GUÐMUNDUR ÁSGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.