Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 55
míns er við hittumst fyrir norðan
sem var þó alltof sjaldan. Það fínn ég
nú þegar það verður ekM oftar. Okk-
ur finnst alltaf sjálfsagt að við hitt-
umst aftur. En guð ræður og gefur
okkur aftur ljós og græðir sárin.
Þau voru samrýnd systkini Krist-
jáns öll fimm og stóðu saman þegar
áföll gengu yfír, glöddust og syrgðu
saman. Alltaf var Kristján minn glað-
ur og smitandi hlátur hans innilegur
þó ekki væri hann skaplaus frekar en
aðrir duglegir menn. Hann tók þátt í
því sem var að gerast, var virkur í
ungmennafélagi, kirkjukór og karla-
kór, og vai' vinmargur. Hann stund-
aði vinnu í Mjólkurstöðinni á Blöndu-
ósi og aðra vinnu ef bauðst, var ólat-
ur ef á þurfti að halda, gaf sér tíma tii
að skreppa á hestbak ef færi gafst.
Sveitin okkar hefur misst góðan son
sem við gleymum ekki.
Pú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn, -
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fdgru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
(MJoch.)
Elsku Stefanía, dætui-, móðir, fað-
ir, systkini og alln* aðrir aðstandend-
ur. Guð gefi ykkur styrk og blessun
um ókomin ár.
Halldóra Hilmarsdóttir
og Ólafur Heiðar Jónsson.
,Að heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga,“ segir í þekktu Ijóði og
nærtækast er að líta svo á að með því
séum við minnt á hversu tilbúin við
verðum að vera að meðtaka hina eðli-
legu hringrás - að börn fæðist og
aðrir eldri falli írá. Að guðirnir kalli
til sín, nánast fyrirvaralaust, ungt
fólk í blóma lífsins er erfiðara að
skilja. Við spyrjum okkur að því af
hverju sumir eru kallaðir frá hálfn-
uðu jarðlífí og aðrir særðir djúpu sári
missis og saknaðar. Engin skýiúng
virðist á sorgarstund geta réttlætt
hina djúpu gjá undir fótum okkar.
Guð einn veit að sumum, eins og Kri-
stjáni frænda mínum, er ætlað sér-
stakt hlutverk - betri skýringu fáum
við ekki - og verðum að sætta okkur
við þar til kemur að endurfundum
hinum megin.
Ég get ekki sagt að ég hafí þekkt
Kristján frænda minn náið enda höfð-
um við arkað hvort sinn æviveginn og
sáumst aðeins þegar annað sveigði
inn á leið hins. Eini fasti liðurinn í
samvistunum varð með tímanum þeg-
ar við fjölskyldan komum í göngur og
réttir norður í Laxárdal. Dýrmæt
minning er frá því við spjölluðum
saman í síðasta sinn í göngunum liðið
haust. Eftir erfiða reið hafði Kristján
ákveðið að láta reiðskjóta sinn kasta
mæðinni og lífga upp á andann rétt
áður en komið var að réttinni. Hann
stóð þai- skammt frá og kallaði eftir
frænku sinni að koma af baki. Bros-
andi út undir eyru með hvíta hárið
allt út í loftið gaf hann til kynna að
hrósvert væri af skrifstofublókinni að
drífa sig í göngur með sveitavargn-
um. Ég fylltist stolti - betra hrós var
ekki hægt að hugsa sér - og sólin
varpaði geislum sínum yfii' ríkidæmi
hans; ijallahringinn ög grösugan dal-
botninn. í huga mínum líður spjallið
áfram í ljúfum tóni eins og í kvik-
mynd og einn rammann hef ég tekið
sérstaklega frá til að kalla fram úr
minningasafni um góðan dreng og
mikinn mann um ókomna tíð.
Nokkru síðar þennan sama dag
brustu himnarnir og hellirigning
steyptist yfir menn og skepnur. Nú
eins og þá dimmir yfir í lífi okkar og
erfiðast eiga Stefanía og dæturnar
þrjár. Við hin stöndum hjálparvana
hjá vitandi vits um að aldrei verði
hægt að fylla upp í skarðið hans Kri-
stjáns. Okkar eina von er að geta
með veikum mætti stutt mæðgumar
til að öðlast þrek til að halda áfram
og lifa við missinn. Stefanía, Dagný,
Jenný og Árný, megi hlý nærvera
hans fylgja ykkur og gera - með tíð
og tíma - heilar og sterkar á ný.
Anna Guiuihildur Ólafsdóttir og
ijölskyldan Brávallagötu 16.
Kristján bóndi Frímannsson á
Breiðavaði er látinn, langt fyrir ald-
ur fram. Ég sakna hans. Lát Krist-
jáns er ansi mörgum harmsefni.
Ungur maður í blóma lífsins fór
halloka í baráttunni við riddarann á
þeim bleika. Við Kiddi vorum sam-
býlismenn í litlu samfélagi í um 25
ára skeið. Kiddi var ekki hár í loft-
inu þegar það sambýli hófst, en
hann óx úr grasi og sannaði sig sem
fullgildur einstaklingur í samfélag-
inu, reyndar svo vandlega að á sum-
um sviðum skaraði hann fram úr, og
gerir enn eftir dauða sinn. Hann var
frjálsíþróttamaður í fylkingar-
brjósti og ungu fólki hvatning til
átaka og sjálfseflingar. Um árabil
var hann máttarstólpinn í sýsluliði
USAH, og sparaði sig þar hvergi. -
Þar sem hann lagði að hönd munaði
um það.
Vegna aldursmunar var nokkurt
bil á milli okkai* um skeið, eða þar til
við fórum að syngja saman í karla-
kórnum okkar. Ég veit að söngurinn
og félagsskapurinn í kring um hann
var Kidda hugleikinn, og líklega er
hann sá okkar kórfélaga sem best
hefur mætt á æfingar gegn um tíð-
ina. Kórinn kveður góðan félaga í
kirkjunni í dag með fáeinum lögum
sem honum voru kær.
Þá var hestamennskan áhugamál
Kidda. Hann átti á húnvetnska vísu
fáein hross og falleg, og hrossakyn-
bætur voru honum metnaðarmál, og
sæmilega ríðandi naut hann sín best.
Kristján var íhaldssamur maður í
bestu merkingu þess orðs, breyting-
ar breytinganna vegna voru honum
lítt að skapi.
Nokkrum sinnum þurfti ég að leita
til Kidda um aðstoð, og þai* var til
manns að moka, handtökin hans
sviku ekki. Ég veit að stundum þegar
hann var beðinn um greiða lét hann
sína hagsmuni sitja á hakanum. Öllu
hjálpsamari maður var vandfundinn,
enda stóðu að honum þeir stofnar
sem heldur vildu leggja hönd að
starfi en hafa í vasanum.
Á glöðum stundum var Kiddi hrók-
ur alls fagnaðar, orðheppinn og
skemmtilegur, og þannig geymist
hann í minningunni.
Sérstaða Kristjáns var sú að hann
þorði að vera hann sjálfur, hafa skoð-
anir sem stundum fóru á skjön við
hópinn. Slíkum mönnum fer því mið-
ur fækkandi.
Glæsilegur ungur maður er geng-
inn; þeir sem þekktu hann sakna
hans mjög.
Deddý og dætrunum þremur, svo
og foreldrum Kidda og systkinum
sendum við einlægar samúðarkveðj-
ur.
Minning um drengskaparmann lif-
ir.
Ágúst Sigurðsson
og fjölskyldan Geitaskarði.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Ég kynntist Kiistjáni, eða Kidda,
eins og hann var oftast kallaður
haustið 1975. Þá fluttist ég í Langa-
dalinn með foreldrum mínum og
systkinum. Ég fór í skóla á Fremsta-
gili þann veturinn og ég man hvað ég
kveið fyrir. Þekkti ekkert af krökk-
unum, kom úr Reykjavík og var
nokkuð viss um þetta yi*ði erfitt. Það
var ekki svo, krakkarnir voru
skemmtilegir og fljótt mynduðust
tengsl sem haldast enn. Kiddi var
þarna, árinu yngri en ég, stór og
þrekinn strákur. Hann sýndi strax þá
mikinn viljastyrk, ákveðni og hafði
sínar eigin skoðanir á hlutunum, en
umfram allt sást það að hann var vin-
ur vina sinna og raungóður. Hann
hefði vafalítið getað náð mjög langt í
íþróttum, en hugur hans stóð ekki
þangað, hugurinn var hjá hestunum
og þó mest hjá Deddý eftir að hann
kynntist henni.
Þessa daga eftir að ég frétti af
andláti míns gamla skólabróður og
félaga, hefur hugurinn reikað til
baka. Öll árin okkar saman í skóla,
allar þær göngur og réttir sem við
fórum í og svo ótalmargt annað. Það
er ömurlegt til þess að hugsa að ég
skuli aldrei eiga eftir að ríða sam-
hliða honum aftur frá Kirkjuskarði
niður í Tungu, að við eigum aldrei
eftir að hlæja saman að einhven-i
endurminningunni úr skóla, aldrei
eftir að syngja saman og aldrei eftir
að sjást aftur. Ég, eins og svo marg-
ir aðrir, á góðar minningar um
dreng sem fallinn er frá allt of
snemma. Ég bið almættið að vaka
yfir og vernda Deddý og dætur
þeirra, foreldra hans,. systkini,
vandamenn og vini.
Hildur Þöll.
Sú sorgarfregn bai'st okkur vinnu-
félögunum í mjólkursamlaginu að
Kristján vinnufélagi okkar væri lát-
inn. Slíkar fregnir koma alltaf í opna
skjöldu þrátt fyrir vitneskju um veik-
indi því vonin um bata og betri heilsu
er öllu öðru yfirsterkari.
Kristján var aðeins 31 árs og hefur
stai’fað í mjólkursamlaginu nánast
samfellt frá 18 ára aldri. Kristján var
góður vinnufélagi, ósérhlífinn, dug-
legur og tók því vel að breyta til og
hlaupa á milli deilda eins og fylgir
gjarnan minni vinnustöðum. Hann
vai- jafnvígur í flestum deildum sam-
lagsins, en hans aðalstarf var í þurr-
mjólkurgerð og við kyndingu, einnig
var hann öryggistrúnaðarmaður og
lyftarastjóri.
Kristján var náttúrubam og unni
sinni sveit og sínum afrétti og auðvelt
var að skilja vellíðan hans í sveitinni
þegar maður eftir fimm mínútna
akstur stóð á hlaðinu á Breiðavaði og
fann kyn*ð og angan náttúninnar, í
stað þrengsla og hávaða þéttbýlisins í
næsta nágrenni.
Kristján var fastur fyrir og var
ekki tilbúinn að versla með skoðanir
sínar. Söngmaður var hann góður og
ekki duldist það okkur vinnufélögun-
um að karlakórinn og söngurinn var
honum mikils virði.
Það er erfitt að skilja tilgang lífs-
ins á slíkum stundum en trúin á guð
og trúin á framtíðina er það sem
hægt er að reyna að hugga sig við á
stundum sem þessum.
Elsku Deddý, Dagný, Jenný, Ár-
ný, foreldrar og systkini. Við vinnufé-
lagarnir hugsum til ykkar og fjöl-
skyldunnar á erfiðri stundu en minn-
um á að minningin um góðan mann,
pabba, son og bróður verður ekki frá
ykkur tekin og hana skulum við varð-
veita.
Vinnufélagarnir
úr mjólkursamlaginu.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal.
I hreiðrum fuglar hvfla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð.
I brekkum fjaUa hvíla rótt
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
er aftansHnið hverfiir hljótt
það hefur boðið góða nótt.
Fallinn er frá, langt um aldur
fram, vinur okkar og félagi Kristján
Frímannsson. Liðlega tvítugur
gekk Kristján til liðs við Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps og varð fljót-
lega einn af máttarstólpum kórsins.
Sönggleði hans og áhugi ásamt
góðri söngrödd og einstöku næmi á
lög og texta gerðu hann að lykil-
manni sem við félagar hans treyst-
um á. Það er erfitt að sætta sig við
þá tilhugsun að jafn lífsglöðum og
hraustum ungum manni skuli vera
kippt burt í blóma lífsins, en minn-
ingarnar lifa og verða okkur sem
eftir stöndum styrkur og hvatning.
Við munum þig Kristján, á æfing-
um og tónleikum þar sem þú lagðir
þig alltaf allan fram með jákvæðum
huga og metnaði. Við munum þig
kátastan allra á góðum stundum
þegar þú óþreytandi og ólgandi af
lífsgleði dreifst upp fjöldasöng. Og
dýrmætt er í minningunni þegar við
sungum saman hinsta sinni heima
hjá þér á Breiðavaði. Þú barst
merki veikinda þinna, en sönggleðin
var sú sama.
Kristján á Breiðavaði var vinsæll
og vinamargur því að hann var
traustur liðsmaður í leik og starfi.
Hann átti líka það sem mest er um
vert, góða fjölskyldu sem stóð með
honum í veikindum hans og veitti
honum styi'k til að takast á við veik-
indin af kjarki og æðruleysi.
Eiginkonu, dætrum, foreldrum og
öðrum í fjölskyldu Kristjáns vottum
við kórfélagar okkar innilegustu
samúð.
Félagar í Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda
faðir og afi,
ÁSGRÍMUR BJÖRNSSON,
Hvanneyrarbraut 55,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn
14. janúar.
Útförin augiýst síðar.
Guðbjörg Friðriksdóttir,
Sigurður Ásgrímsson, Ingibjörg Ó. Þorvaldsdóttir,
Friðrik M. Jónsson, Birna Hauksdóttir,
Björn Z. Ásgrímsson, Sóley Ólafsdóttir,
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Jónas Jónasson,
Stefán Ásgrímsson, Hrefna Hjálmarsdóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURBJÖRN ÁRNASON
frá Vestmannaeyjum,
Skipholti 21,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn
31. desember sl.
Útförin fór fram frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 11. janúar.
Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir, Snæbjörn Sigurbjörnsson,
Hafþór Sigurbjörnsson, Sigurður R. Sigurbjörnsson,
Ingibjörg Elín Bl. Sigurbjörnsd., Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir,
Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson, Finnbogi Sigurbjörnsson,
Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Svanur Sigurbjörnsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÖF MATTHÍASDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fimmtu-
daginn 14. janúar sl.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Stefán Svavars,
Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir
og fjölskyldur.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓHANN FRÍMANN PÉTURSSON
frá Lækjarbakka,
Skagaströnd,
lést miðvikudaginn 13. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd tengdabarna, afabarna og langafabarna.
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir,
Ása Jóhannsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson,
Gissur Rafn Jóhannsson, Gylfi Njáll Jóhannsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
BIRGIR GUÐMUNDSSON,
Hjaltabakka 8,
lést á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn
miðvikudaginn 13. janúar sl.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helena Svavarsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar,
PÁLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Hlíð í Álftafirði,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu-
daginn 14. janúar.
Minningarathöfn og jarðarför auglýst siðar.
Börn hinnar látnu.
fN*