Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 56
56 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar,
MARGRÉT DAGBJARTSDÓTTIR,
Höskuldarvöllum 19,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 14. janúar sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Guðlaugsson
og Esther Þórðardóttir.
Eiginmaður minn og faðir,
JENS KJARTANSSON
fyrrum bóndi,
Þórdísarstöðum, Eyrarsveit,
andaðist að kvöldi fimmtudagsins 14. janúar.
Kristjana Jóhannesdóttir,
Jens Kristján Jensson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
SIGÞÓR BJARNASON
frá Tunghaga,
Völlum,
sem lést föstudaginn 8. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Vallaneskirkju mánudaginn
18. janúar kl. 14.00.
Þuríður Jónsdóttir,
Sigurður Sigþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn
+
Bróðir okkar,
SIGURÐUR LOFTSSON
fyrrum bóndi,
Hrafnhólum, Kjalarnesi,
til heimilis í Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju mánudaginn 18. janúar kl. 14.00.
Björn Loftsson,
Katrín Loftsdóttir.
+
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför
bróður okkar,
BJARNAJÓNSSONAR
stýrimanns,
Álfhólsvegi 133a,
Kópavogi.
Systkini hins látna.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, nær
og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar fóstru minnar
og frænku,
SIGRÍÐAR TYRFINGSDÓTTUR,
Litlu-Tungu,
Holta- og Landsveit.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
og fjöiskylda.
+
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls bróður míns og
föðurbróður,
ÞÓRARINS NÍELSSONAR,
Oddagötu 5,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hlíðar.
Sigurður Nfelsson,
Jón Friðjónsson.
MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR
EINAR ÁSGEIRSSON
+ Margrét Þórð-
ardóttir fæddist
á Reykjuin á Skeið-
um 22. ágiíst 1907.
Hún lést 6. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
15. janúar.
Einar Ásgeirsson
fæddist 16. ágúst
1902. Hann lést í
Landspítalanum 4.
apríl 1996 og fór út-
för hans fram frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 12. apríl 1996.
Á tregafullri saknaðarstund
viljum við tengdadætur Margrét-
ar Þórðardóttur og Einars Ás-
geirssonar, minnast þessara
sómahjóna með örfáum orðum.
Einar Ásgeirsson lést þ. 4. apríl
1996, Margrét Þórðardóttir lést 6.
janúar síðastliðinn á dvalarheimil-
inu Seljahlíð, þar sem hún hefur
dvalið síðustu árin og naut þar
hjúkrunar sem við viljum þakka
fyrir.
Það eru nú liðin um 42 ár síðan
við komum inn í fjölskylduna að
Eskihlíð 12A. Þar var okkur tekið
með slíkri hlýju og kærleika, að
engin orð eru nógu sterk til þess að
lýsa því ástríki sem tengdaforeldrar
okkar hafa sýnt okkur í rúma 4 ára-
tugi. Og ekki dró úr gleðinni í Eski-
hlíðinni þegar barnabörnin komu í
heimsókn og voru ófá handtökin
sem Margrét lagði á sig til þess að
gleðja bamabörnin á afmælisdögum
þeirra og á jólum meðan kraftar
entust, jafnvel eftir að sjónin var al-
veg þrotin.
Ætíð voru málin krufin þegar
fjölskyldan kom saman og er ljúft
að minnast hvað Margi-éti var létt
um mál og hláturmild við öll slík
tækifæri. Einar var einnig léttur í
góðra vina hópi.
Þegar við h'tum til baka eigum við
engin orð yfir það lán að fá að kynn-
ast slíkum öndvegismanneskjum
sem Margrét og Einar voru.
Barnabörnin, sex að tölu, þakka
ástkærri ömmu og hugljúfum afa
ógleymanlegar samverustundir,
barnabarnabörnin sem eru orðin
sextán, öll biðja þau íyrir kveðjur.
Og við tengdadæturnar biðjum
almættið að blessa minningu þess-
ara hugljúfu hjóna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigríður og Björg Ragnheiður.
ERLING ADOLF
ÁGÚSTSSON
+ Erling Adolf
Ágústsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum hinn
9. ágúst 1930. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 8.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 15. janúar.
Erling Ágústsson
hafði mikla þörf fyrir
að miðla öðrum og
nutu margir góðs af
því. Nefna má að við
krakkamir og unglingarnir í hverf-
inu báram hlýhug til Erlings fyrir
að koma nýjustu stefnum og
straumum í dægurtónlist til okkar.
Erling beitti ýmsum aðferðum til
þess sem ekki var vel séð af öllum.
Það má segja að ferill Erlings
hafi byrjað með því að hann og Guð-
jón Kristófersson, vinur hans og ná-
granni, byrjuðu á því að spila á gít-
ar, syngja saman og jóðla á
skemmtunum niðri í Höll.
Þegar Haraldur Guðmundsson,
prentari og tónlistarmaður, kom til
Eyja hófst mikið upp-
gangstímabil í tónlist-
arlífi Eyjanna. Þá var
stofnaður HG sextett
sem var góð hljómsveit
og blandaður kvartett,
sem í voru, auk Erl-
ings, Hallgrímur Þórð-
arson, Aldís Sveins-
dóttir og Jakobína
Hjálmarsdóttir.
Síðar fór Erling að
syngja einn með hljóm-
sveitum í Hölhnni og
með HG sextett í Kaffi-
stjömunni. Þar var Erl-
ing líka þjónn og voru
mikil hlaup hjá þjóninum unga þegar
beðið var um gos og óskalag á sama
tíma, en maðurinn var léttur á sér.
Töluvert djasslíf var í Eyjum á
þessum tíma þegar djassgeggjarar
frá meginlandinu heimsóttu Eyjar
og blandaði Erling sér í hópinn. Er-
ling söng mikið með hljómsveit
Guðjóns Pálssonar, þar sem fyrir
voru Guðni Hermannsen, Gísli
Bi-yngeirs, Siggi á Háeyri o.fl. En
eftir að Erling flutti úr Eyjum söng
hann um tíma með hljómsveit Ama
Elfars á Röðh.
Skilafrestur
minningargreina,
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát
og útför
INGVARS ÞÓRÐARSONAR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavik.
Ingibjörg Svava Helgadóttir,
Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson,
Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir,
Bragi Hannibalsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lítið hef ég heyrt í Erling seinni
árin, en hann var þó með á „Dögum
lita og tóna“ 1992 og gerði lukku.
Enn fremur kom hann á þjóðhátíð
fyrir mörgum árum og gerði allt
vitlaust, svo rándýru skemmtikröft-
unum úr Reykjavík þótti nóg um.
Erling hafði greinilega engu
gleymt.
I desember 1959 fór Erling til
Reykjavíkur til að gera plötur, en
var svo óheppinn að fá hálsbólgu og
tafðist um viku vegna þess, en á
endanum tókst þó að hljóðrita nokk-
ur lög, m.a. Oft er fjör í Eyjum, Þú
ert ungur enn, Við gefumst aldrei
upp. Þessi lög hafa elst vei og eru
enn spiluð á útvarpsstöðvunum. Er-
iing samdi textana sjálfur við erlend
lög, en hann handskrifaði ljóð í
glósubækur sem fóru víða, en eru
nú glataðar.
Það kom snemma í ljós að hann
var á undan sinni samtíð og þegar
hann var komungur tók hann upp á
því að setja hátalara út í glugga og
útvarpaði nýjustu popptónlist út yf-
ir Brekastíginn til ánægju fyrir íbú-
ana, geri ég ráð fyrir.
Eftir að hafa kynnst útvarps-
tækni hjá Guðmundi (Mugg) Helga-
syni útbjó Erling sendi og hóf að út-
varpa nýjustu tónlist, sem þá var
spiluð á vinsælustu stöðvunum í
Evrópu á 212 m, eða 1200 k/riðum,
enn fremur var útvarpað á stutt-
bylgju á 50 m og á FM 93.
Eg tel nærri víst að þetta hafi
verið fyrsta „frjálsa" útvarpsstöðin í
Eyjum.
Stóri bróðir leit þessa starfsemi
alvarlegum augum og eftirlitsmenn
íslenska lýðveldisins voru stundum
á ferðinni í Eyjum, en Eyjamenn
stóðu saman um að verja sína út-
varpsstöð og létu vita svo að eftirlit-
ið greip ævinlega í tómt.
Á þessum tíma ætluðu sjálfskip-
aðir menningarvitar að stjórna því
hvað múgurinn hlustaði á, en þegar
best lét var boðið upp á Comedian
Harmonists, James Last og Art
Van Dam-kvintett á Gufunni. Út-
varpið hjá Erling var í gangi til
1960, en Erling flutti til Reykjavík-
ur 1961-2 og flutti síðan tii Ytri-
Njarðvíkur og starfaði á Keflavík-
urflugvelli við ýmsar viðgerðir.
Mér verður oft hugsað til þess nú
þegar framboðið af menningarefni
er svo yfirþyrmandi, sem nú er,
þegar Erling barðist fyrir því með
kjafti og klóm að fá að miðla til fólks
sem þyrsti í að heyra nýja tónlist.
Erling átti búnað til að hlusta á
stöðvarnar sem voru vinsælastar og
vil ég nefna Radio Luxemburg,
Radio Caroline og London West
End Wl.
Eg mun ævinlega minnast Erl-
ings Ágústssonar með hlýhug. Ingi-
björg, böm og aðrir vandamenn, ég
votta ykkur samúð mína.
Bjarni Jónasson.