Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 61

Morgunblaðið - 16.01.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 61 FRETTIR Frambjóðendur opna kosningaskrifstofur NOKKRIR frambjóðendur í próf- kjöri Samfylkingar í Reykjavík opna kosningaskrifstofur um helg- ina. Prófkjörið fer fram 30. janúar. 25 einstaklingar bjóða sig fram í prófkjörinu. Ásta R. í Hafnarstræti Prófkjörsmiðstöð Ástu R. Jó- hannesdóttur, alþingismanns, verð- ur opnuð í dag, laugardaginn 16. janúar, í Hafnarstræti 1-3. Húsið verður opnað kl. 16.30, en dagskrá hefst kl. 17. Hún hefst með ávarpi Ástu Ragn- heiðar, Karlakór Reykjavíkur syng- ur, Jóhannes Kristjánsson eftir- herma^ tekur létta spretti og Þor- geir Ástvaldsson þenur nikkuna. André Backman tekur lagið og Halldór Gunnarsson leikur létt lög. Heitt verður á könnunni og aðrar veitingar í boði. Á veggjum hanga málverk eftir Guðrúnu Kristjáns- dóttur, myndlistarmann. Jóhanna í Sóknarsalnum Stuðningsmenn Jóhönnu Sigurð- ardóttur opna kosningaskrifstofu í Sóknarsalnum Skipholti 50a í dag 16. janúar kl. 15. Þar verður boðið upp á dagskrá með söng. Félagar úr kvennakórnum Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur flytja. Jóhanna Sig- urðardóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á kaffí og meðlæti. Kosningamiðstöðin, sem kölluð er Jóhanna í sókn, verður opin alla daga fram að prófkjörsdegi frá kl. 14 og fram á kvöld. Bryndís við höfnina Stuðningsmenn Bryndísar Hlöðversdóttur, alþingismanns og frambjóðanda Álþýðubandalagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, opna kosningaskrifstofu laugardaginn 16. janúar nk. við Austurbugt 3 við Reykjavíkurhöfn og hefst dagskrá kl. 16. Barnahom verður fyrir yngstu gestina, fluttur verður léttur djass, Hildur Guðný Halldórsdóttir syng- ur, Skúli Halldórsson tónskáld leik- ur á píanóið og Bryndís Hlöðvers- dóttir flytur ávarp. Kynnir og fundarstjóri er Helgi Hjöi’var, borgarfulltrúi. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Árni Þór við Lækjartorg Árni Þór Sigurðsson opnar próf- kjörsmiðstöð laugardaginn 16. janú- ar kl. 15 í Hafnarstræti 20 við Lækjartorg, 3. hæð. Meðal dagskráratriða: Andri Snær Magnason rithöfundur les úr verkum sínum. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Árni Þór Sigurðsson ávarpar gesti. Heitt verður á könnunni og með- læti. Allir velkomnir. Jakob í Iðnó Jakob Frímann Magnússon tón- listarmaður verður með borgara- fund á morgun, 17. janúar, í Iðnó. Húsið verður opnað kl. 13:30. Hornaflokkur Reykjavíkur þeytir lúðra, Hallgn'mur Helgason flytur ávarp og Bergþór Pálsson syngur. Jakob mun kynna stefnumál sín. Vilhjálmur við Kirkjutorg Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laga- nemi og fyrrverandi formaður Stúd- entaráðs, opnar kosningaskrifstofu í dag kl. 21. Skrifstofan er á Kirkju- torgi 6 við Dómkirkjuna. Um síðustu helgi opnaði Össur Skarphéðinsson kosningaskrifstofu í Nóatúni 17. Um síðustu helgi opnaði Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, kosningaskrifstofu í Bankastræti 6, 2. hæð. Á morgun sunnudag opnar Sigríð- ur Jóhannesdóttir alþingismaður kosningaskrifstofu við Hafnargötu 54 í Reykjanesbæ. Sigríður tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi. Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi, hefur opnað kosninga- skrifstofu í Hamraborg 14a í Kópa- vogi. Lífeyrisdagur Landsbank- ans í dag LÍFEYRISDAGUR í Landsbank- anum er haldinn í dag, laugardag, og af því tilefni verður opið í útibú- um bankans á höfuðborgarsvæðinu á milli 13-15. Þar mun starfsfólk veita við- skiptavinum sem og öðrum per- sónulega ráðgjöf og þjónustu um frjálsan 2,2% viðbótar lífeyrissparn- að ásamt því að kynna fjölbreytta valmöguleika í Lífeyrissparnaði hjá Landsbankanum. Ákveðna greininn má ekki vanta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Pétri Péturssyni, þuli: „í fréttatilkynningu sem birtist í Mbl. á fimmtudag var vitnað í ein- kunnarorð Háskóla íslands. Þau mis- tök urðu að niður féll einn bókstafur, „n“. Jónas Haligrímsson var ófeiminn við ákveðna greininn. Hann segir t.d. á einum stað í bréfi sínu: „Reykjavík- in vill verða með dýr.“ Einkunnarorð Háskólans, ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar, blasa við í Háskólanum sjálfum eins og myndin ber með sér.“ LEIÐRETT Björk og Atli Heimir I frétt um kór menningarborga og Björk í blaðinu í gær kemur fram að Atli Heimir Sveinsson útsetji tónlist kórsins. Þetta er misskilningur, en Atli Heimir hefur verið beðinn um að útsetja tónlist Bjarkar, en ekki hefur verið gengið frá að svo verði og er beðist afsökunar á þessum mistökun- um. Krafa um ógildingu Vegna fréttar um frávísunarkröfu ríkislögmanns í máli Sigurðar Gizur- arsonar, fyrrverandi sýslumanns á Akranesi, gegn ríkinu óskaði ríkislögmaður eftir leiðréttingu á heiti málsins, sem er ekki skaðabóta- mál eins og sagt var í fréttinni og stóð í dagskrá Héraðsdóms Reykja- víkur, heldur krafa um ógildingu á ákvörðun dómsmálaráðherra frá 5. júní 1998. Rangur titill á höfundi I Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Gylfa Guðjónsson öku- kennara og var hann sagður fonnað- ur skipulags- og umferðarnefndar Mosfellsbæjar. Hið rétta er að Gylfi er fyrrverandi formaður áðurnefndr- ar nefndar. Er beðizt velvirðingar á þessu. Setning misritaðist I frásögn í blaðinu í gær af fyrir- tækinu Remex misritaðist setning. Talað var við Steingrímn Hermanns- son í fréttinnni og átti niðurlag henn- ar að vera sem hér segir: „Ætlunin er að sameina undir einu merki sölu á framleiðslu Stoð hf. og Stoðtækni Gísla Ferdinandssonar ehf. á erlend- um markaði, en síðarnefnda fyrir- tækið er stór hluthafi í Remex. Þessi fyrirtæki munu ásamt stóru fyrir- tæki í Flórída og fleiri erlendum aðil- um framleiða og markaðssetja undir einu merki, fullkomin stoðtæki og íþróttavörur sem fyrirbyggja meiðsl,“ sagði Steingrímur. Hann sagði pantanir þegar farnar að berast og næsta skref væri að ráða starfslið og bretta upp ermarnar. Röng mynd ' Þau mistök urðu við vinnslu blaðs- ins, að mynd birtist ekki af Gunnari Alexander Ólafssyni. fv. formanni SUJ, í prófkjörs- grein hans í blað- inu í gær. Mynd- in, sem birtist með greininni, var af nafna hans. Þeir félagar eru báðir beðnir af- sökunar á mistök- unum, og hér • kemur rétt mynd af höfundi prófkjörsgreinarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg PEUGEOT-sýning verður í Perlunni um helgina. Peugeot 206 frumsýndur í Perlunni PEUGEOT-umboðið, Jöfur í Kópavogi, frumsýnir um helgina í Perlunni í Reykjavik nýju 206- gerðina af Peugeot sem nýverið kom til landsins. Verður opið milli klukkan 10 og 17 í dag og á morgun. Peugeot 206 er fáanlegur með tveimur vélarstærðum, 1.100 og 1.400 rúmsentimetra, og eru þær 60 og 75 hestöfl. Með minni vél- inni kostar þrennra dyra bíllinn 1.095 þúsund krónur og með stærri vél kostar fimm dyra út- gáfan 1.260 þúsund. Hér er átt við handskipta bfla en síðar verð- ur aflmeiri 206-gerðin einnig fá- anleg með sjálfskiptingu. Hamingja og heilsa á efri árum SPARAÐU Á KOSTNAÐ SKATTSINS FÉLAG eldri borgara í Reykjavík hélt námstefnu í nóvember sl. þar sem á tveimur dögum voru rædd ýms mál, sem sérstaklega snerta heilsu eldri borgara og hvað hægt er að gera til að skapa aðstæður fyrir betri heilsu, þegar til efri ár- anna kemur, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir: „Var þessi námstefna vel sótt, á þriðja hundrað manns mættu og var gerður góður rómur að erindum 8 fyrirlesara sem komu fram. Fram komu óskir um að FEB héldi áfram slíku fyrir- lestrahaldi og kynningu á því, sem gæti orðið til að eldra fólk nyti betri heilsu, þegar fram í sækti. Nú er ákveðið að halda áfram og næsta laugardag, 16. janúar, kl. 14 verður efnt til fundar í Ásgarði, fé- lagsheimili FEB í Glæsibæ. Fyrirlesarar nú eru: Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir flytur er- indi um minnistap og heilabilun, Guðrún K. Þórsdóttir kynnir starf Félags aðstandenda Alzheimer- sjúklinga og Einar Sindrason yfir- læknir ræðir um heyrnartap og notkun heyrnartækja. Öllum er heimill aðgangur, sem er ókeypis, til að kynnast þessum algengu sjúkdómum, sem mest koma niður á öldruðum. Reiknað er með að þetta taki 2Vz klst. með smá kaffihléi og fyrirspumartíma." Greiddu 2% viðbótariðgjald af launum þínum i Frjálsa lífeyrissjóðlnn, elsta og stærsta séreignarlífeyrissjöð landsins Það er einfalt að hefja sparnað I Frjálsa llfeyrissjóönum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseðil bláa bréfslnssem þú fékkst I pósti. 2. Þú hringir i slma 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is. 4. Þú ferð ( Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS. FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi llfeyrissjóðurinn er I vörslu Fjárvangs hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.